Skessuhorn - 13.05.2015, Side 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 20. tbl. 18. árg. 13. maí 2015 - kr. 750 í lausasölu
Fluconazol
ratiopharm
Fæst án lyfseðils
Er þér annt
um hjartað?
Eru bólgur og verkir
að hrjá þig?
Arion
hraðþjónusta
– hafðu það eins og þú vilt
Arion appið • Netbanki • Hraðbankar
Rafræn áskrift
Ný áskriftarleið
Pantaðu núna
Landnámssetur Íslands,
Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi
Alltaf eitthvað
um að vera í
Landnámssetrinu
Föstudagur 15. maí
Bjartmar með tónleika kl. 21:00
Sunnudagur 17. maí
Örlagasaga Hallgríms og
Guðríðar kl. 16:00
Í flutningi Steinunnar Jóhannesdóttur
Síðasta sýning, miðapantanir
í síma 437-1600
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Hér ekur Steindór Rafn Theódórsson bifreiðastjóri og þúsundþjalasmiður Soffíu II yfir gömlu Andakílsárbrúna í Borgarfirði. Þessari borgfirsku rútu var á laugardaginn
ekið í jómfrúarferð á æskuslóðir, ef svo má segja, eftir gagngera endursmíði sem staðið hefur yfir síðustu 18 mánuði. Soffía II var smíðuð á Bifreiðaverkstæði Guð-
mundar Kjerúlf í Reykholti í upphafi sjöunda áratugarins. Lesa má nánar um þetta óvenjulega verkefni í Skessuhorni í dag. Ljósm. mm
Snorri Hjaltason byggingameist-
ari í Reykjavík og SÓ húsbygg-
ingar ehf. í Borgarnesi hafa tekið
höndum saman og kynna stórhuga
byggingaáform í Borgarnesi. Þegar
er byrjað á byggingu 16 íbúða fjöl-
býlishúss við Arnarklett 28 og ann-
að svipað hús mun rísa við Birki-
klett 2 í framhaldinu. Stærsta fram-
kvæmdin verður þó húsbygging-
ar í miðbæ Borgarness og er nú
unnið að undirbúningi og hönn-
un mannvirkja sem hýsa munu m.a.
70-75 herbergja hótel, á þriðja tug
íbúða fyrir eldri borgara auk þjón-
ustu-, veitinga- og verslanarýmis
við Borgarbraut 57-59. Áætlað er
að allar fyrrgreindar framkvæmd-
ir kosti á þriðja milljarð króna og
yrði því um mikla vítamínsprautu
að ræða inn í atvinnulífið í Borgar-
byggð ef allt gengur eftir. Sjá nán-
ar bls. 18-19.
mm
Vilja fjárfesta í Borgarnesi
fyrir á þriðja milljarð
Stórhuga verktakar ásamt arkitektinum. F.v. Stefán Ólafsson, Snorri Hjaltason,
Sigursteinn Sigurðsson og Jóhannes Freyr Stefánsson. Ragnheiður Guðrún
stendur hjá föður sínum.
Terry Jester er tveggja barna móð-
ir frá Bandaríkjunum sem kemur
úr hópi frumkvöðla heimsins inn-
an þróunar á notkun sólarorku
til raforkuframleiðslu. Reynsla
hennar í þeim iðnaði spannar 36
ár. Hún er kona sem hefur barist
til metorða á eigin forsendum. Í
dag stýrir Terry fyrirtæki sem ætl-
að er að muni geta valdið bylting-
arkenndum breytingum í fram-
leiðslu á ódýrum sólarhlöðum sem
allir ættu að hafa efni á að eignast.
Lykillinn að því er að reist verði
verksmiðja á Grundartanga sem á
að valda þáttaskilum í framleiðslu
á hreinum kísilmálmi sem er uppi-
staðan í sólarhlöðunum sem safna
orku úr geislum sólar. Fjárfest-
ingin hljóðar upp á 120 milljarða
króna og fyrirtækið mun skapa um
450 föst störf. Í ítarlegu viðtali í
Skessuhorni vikunnar lýsir Terry
Jester bakgrunni sínum og nýrri
einkaleyfavarinni framleiðsluað-
ferð Silicor Materials sem bæði
er miklu ódýrari og mengunar-
laus samanborið við eldri aðferð-
ir. Kynnist konunni sem stýrir fyr-
irtækinu sem gæti orðið eitt það
stærsta á Íslandi innan fárra ára.
Sjá bls. 22-23.
mþh
Konan sem beislar sólarorkuna
Terry Jester forstjóri Silicor Materials
hefur starfað við rannsóknir og þróun
á nýtingu sólarinnar til raforkufram-
leiðslu síðan 1979.