Skessuhorn


Skessuhorn - 13.05.2015, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 13.05.2015, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2015 Snorri Hjaltason byggingameist- ari í Reykjavík og SÓ húsbyggingar ehf. í Borgarnesi hafa tekið hönd- um saman og kynna stórhuga bygg- ingaáform í Borgarnesi. Þegar er byrjað á byggingu 16 íbúða fjöl- býlishúss við Arnarklett 28 og ann- að svipað hús mun rísa við Birki- klett 2 í framhaldi. Stærsta fram- kvæmdin verður þó húsbygging- ar í miðbæ Borgarness og er nú unnið að undirbúningi og hönn- un mannvirkja sem hýsa munu m.a. 70-75 herbergja hótel, á þriðja tug íbúða fyrir eldri borgara auk þjón- ustu-, veitinga- og verslanarým- is við Borgarbraut 57-59. Sigur- steinn Sigurðsson arkitekt vinnur með verktökunum að undirbúningi og hönnun húsa. Er hann meðal annars í samráði við íbúa í nágrenni byggingareitsins í miðbænum enda er það stefna verktakanna að fram- kvæmdir verði í sem mestri sátt við íbúa á svæðinu. Áætlað er að allar fyrrgreindar framkvæmdir kosti á þriðja milljarð króna og verður því um mikla vítamínsprautu að ræða inn í atvinnulífið í Borgarbyggð. Blaðamaður Skessuhorns settist niður með fjórmenningunum sem standa að þessum verkefnum; þeim Snorra Hjaltasyni byggingaverk- taka, feðgunum Stefáni Ólafssyni og Jóhannesi Frey Stefánssyni frá SÓ húsbyggingum auk Sigursteins Sigurðssonar arkitekts. Rætt er við þá um fyrirhugaðar framkvæmdir, fasteignamarkaðinn í Borgarnesi, uppbyggingu atvinnulífs og nauð- syn þess að sveitarstjórn og íbúar í sveitarfélaginu taki framkvæmd- unum með opnum huga. „Mögu- lega er nú að hefjast mikið upp- gangsskeið í Borgarnesi og Borgar- firði öllum. Við viljum leggja okkar af mörkum til þess og köllum eftir jákvæðum viðbrögðum samfélags- ins. Við verðum einungis hlekkur í mikið stærri keðju ef sú framtíð- arsýn sem við höfum gengur eftir,“ segir Snorri Hjaltason verktaki. Tvö fjölbýlishús Í mars á þessu ári var tekin fyrsta skóflustungan að nýju fjölbýlishúsi við Arnarklett 28. Búið er að jarð- vegsskipta lóð og uppsteypa hafin á sökklum. Í húsinu verðar 16 íbúðir og býst Jóhannes Freyr við að þær fari allar í útleigu til að byrja með að minnsta kosti. Annað sambæri- legt hús verður svo byggt á lóðinni Birkikletti 2. Þegar þessi hús verða tilbúin munu því bætast við 32 íbúð- ir á leigumarkaðinn í Borgarnesi. Sigursteinn Sigurðsson arkitekt segir gríðarlegan skort nú þegar á leiguhúsnæði í Borgarnesi og muni því þessar eignir koma hreyfingu á fasteignamarkaðinn. Undir það tek- ur Snorri Hjaltason: „Þessar íbúð- ir eru ekki síst hugsaðar fyrir unga fólkið sem er að hefja búskap. Það gerir ekki kröfur um stórar íbúðir og því erum við ekki í minnsta vafa um að allar þessar íbúðir fara fljótt í útleigu. Þá mun jafnframt um leið losna um stærri eignir og boltinn fer að rúlla á fasteignamarkaðin- um,“ segir Snorri. Jóhannes Freyr segir móttökurnar hafa verið góðar frá því fyrst var farið að kynna fram- kvæmdirnar. „Það er rétt að það vantar leiguhúsnæði á markaðinn í Borgarnesi. Margt eldra fólk vill minnka við sig í húsnæði og þá eru margir yngri sem eru að hefja bú- skap og vantar viðráðanlegar eign- ir til leigu.“ Segja má að blokkirnar við Arnarklett og Birkiklett uppfylli þessi skilyrði prýðilega en í Arnar- klettsblokkinni sem nú er byrjað að byggja verða 16 íbúðir frá 61 og upp í 80 fermetrar að grunnfleti. Hús- ið við Biriklett verður sambærilegt. Áætlað er að byggingu fjölbýlis- hússins við Arnarklett verði lokið um eða eftir miðjan næsta vetur og að framkvæmdir við Birkiklett hefj- ist í haust. Húsin verða líklega bæði byggð úr forsteyptum einingum frá Loftorku Borgarnesi. Markaðsverð enn of lágt Aðspurður um af hverju íbúðirn- ar í nýju fjölbýlishúsunum fari ekki á sölu, svarar Snorri Hjaltason: „Fasteignaverð hér í Borgarnesi er ennþá undir byggingakostnaði og því er ekki hægt að byggja svona hús með það fyrir augum að selja íbúðirnar. Fyrst þarf fasteignaverð að hækka og það mun gerast, annað er útilokað í ljósi væntanlegrar upp- byggingar í atvinnulífi hér á sunn- anverðu Vesturlandi. Til dæmis er ferðaþjónusta að stóreflast í Borg- arbyggð og má benda á uppbygg- ingu hótels í Húsafelli, gerð ísgang- anna í Langjökli og það að í pípun- um eru á fimmta hundrað störf í nýju sólarkísilfyrirtæki á Grundar- tanga,“ segir hann. Snorri bendir á að öll umræða um lágt fasteigna- verð í Borgarnesi sé kveikt af öðr- um en þeim sem í Borgarnesi búa og beinna hagsmuna hafa að gæta. „Við heyrum vissulega ákveðn- ar úrtöluraddir til dæmis úr fjár- málakerfinu og þurfum að sannfæra starfsmenn þess um að hér muni land taka að rísa innan tíðar.“ Fjármálakerfið þarf að spila með Vissulega eru það margir samverk- andi þættir sem ráða fasteignaverði á hverjum tíma á stöðum eins og Borgarnesi. Auk almenns ástands í efnahagslífi landsmanna ræður þar atvinnustig, nálægð við höfuðborg- arsvæðið, menning, skólamál og fjölmargt fleira. „Fyrst og fremst kalla ég þó eftir að heimafólk leyfi sér að boða bjartsýni í anda þeirra sveitarstjórnarmanna sem í Borgar- byggð eru þessa stundina og bera það á borð fyrir þá sem þeir hitta og eru í samskiptum við,“ segir Snorri Hjaltason. „Það verður aðeins framför á þeim stöðum sem bjart- sýni og dugnaður ræður ríkjum. Ef við trúum því sjálf að úr sé að ræt- ast í atvinnumálum og ekki síst að hér sé gott að búa, þá er einfald- lega gott að búa hér, og það mun spyrjast út. Það er svo okkar allra að sannfæra fjármálageirann, vænt- anlega íbúa og forsvarsmenn fyrir- tækja sem e.t.v. vilja færa starfsemi sína hingað, um að hér sé gott að búa og hefja atvinnurekstur.“ Snorri viðurkennir fúslega að Borgarnes sé ekki „heitt svæði“ í huga bankafólks enn sem komið er, en það muni breytast. „Við höfum þurft að sannfæra ýmsa um að hér muni fasteignaverð fara hækkandi. Íslandsbanki trúir því en bankinn lánar til hússins sem byrjað er að byggja við Arnarklett. Ég bind þó vonir við að starfsmenn fjármála- stofnana fari að opna augun fyrir því að uppbygging sem snertir til dæmis ferðaþjónustu verður að eiga sér stað víðar en í miðbæ Reykja- víkur. Það gefur auga leið að slíkt myndi enda með ósköpum. Ferða- menn munu fara um allt landið og því erum við sannfærðir um að til dæmis ný hótelbygging í Borgar- nesi sé vænlegur fjárfestingarkost- ur. Nú erum við að vinna að því að fá rekstraraðila í lið með okkur í hótelið sem mun styrkja verkefnið og flýtir fyrir því að hægt verði að hefja byggingarframkvæmdir,“ seg- ir Snorri. Heimamenn sýna frumkvæði Snorri Hjaltason segir ástæðu til að hrósa þeim feðgum, Stefáni og Jóhannesi Frey, fyrir þá áræðni og þrautseygju sem þeir sýna og hafi sýnt. Þeir sýni það nú en hafi ekki síður sýnt það á þeim erfiðu árum sem í hönd fóru eftir bankahrun- ið. „Það er dýrmætt fyrir samfé- lagið að hafa menn sem ætíð trúa á framtíðina og að hér sé vænlegt að hefja svona mikla uppbyggingu. Þeir ásamt flestum öðrum verk- tökum og yfirvöldum í sveitarfé- laginu tóku höndum saman eftir hrun og byggðu við dvalarheimil- ið og héldu þannig uppi atvinnu- stigi í röðum iðnaðarmanna. Það var eftir því tekið víða um land að í Borgarbyggð myndaðist þverpóli- tísk samstaða um að halda atvinnu fyrir sem flesta. Bygging Brákar- hlíðar og endurbætur á eldra hús- næði þar eru því góður vitnisburð- ur um samtakamátt sem samfé- lagið getur sýnt, hafi það vilja til verka. Hlutirnir gerast einfaldlega ekki af sjálfu sér og fara aldrei á skrið nema heimamenn standi fyr- ir framkvæmdum. Því verða fram- kvæmdir eins og þær sem við kynn- um nú styrkur fyrir samfélagið,“ segir Snorri. Sigursteinn Sigurðs- son arkitekt tekur undir þessi orð og bendir á að nýverið hafi verið haldinn stór stefnumótunarfundur um framtíð Vesturlands. Þar hafi komið glöggt í ljós að Borgarbyggð er skrefinu á undan sumum öðrum sveitarfélögum í ýmsu þegar kemur að því að nýta þau sóknarfæri sem framundan eru í atvinnuuppbygg- ingu á Vesturlandi. Nefnir hann úrval atvinnu- og íbúðalóða sem til eru bæði í Borgarnesi og víðar í Borgarbyggð. „Það var mál manna á þessum fundi í Hjálmakletti í síð- ustu viku að Borgarbyggð væri skrefi á undan í ýmsu hvað varðar skipulagsmál og það ætlum við að nýta,“ segir Sigursteinn. Stórhuga hugmyndir í miðbænum Á miðbæjarreitnum í Borgarnesi, lóðunum Borgarbraut 57 og 59, hafa SÓ húsbyggingar og Snorri Hjaltason fengið úthlutað bygg- ingarétti. Fyrir liggur staðfest deili- skipulag um svæðið og er nú unn- ið að útfærslu hugmynda til að þær rúmist innan deiliskipulagsins. „Við viljum auk þess hafa samráð við íbúa í nágrenninu, sendum þeim bréf og boðuðum á fundi. Við höfum átt fundi með þeim nú þegar og kallað fram sjónarmið. Niðurstaðan er já- kvæð og mér sýnist allir á svæðinu vera á því að þarna þurfi að byggja. Ekki sé gott að hafa svona stórt land á besta stað óbyggt,“ segir Sigur- steinn Sigurðsson sem hefur verið í forsvari í þessu samtali við íbúana. Nú liggja fyrir drög að tveimur misháum byggingum á svæðinu og voru þau kynnt fyrir sveitarstjórn í síðustu viku. „Deiliskipulag segir að þarna megi byggja sex hæða hús. Á lóð- unum verða tvær misháar bygging- ar. Í annarri verða 20-24 íbúðir fyrir eldri borgara en staðurinn er góð- ur t.d. með tilliti til nálægðar við þjónustu í Brákarhlíð. Þá er gert ráð fyrir verslunar- og þjónustu- rými og veitingastað. Hins vegar er hugmynd um að byggja 70-75 her- Stefna á fjárfestingar í Borgarnesi fyrir á þriðja milljarð króna Meðal annars fjögurra stjörnu hótel, íbúðir fyrir eldri borgara, þjónusturými og tvær íbúðablokkir Stórhuga verktakar ásamt arkitektinum. F.v. Stefán Ólafsson, Snorri Hjaltason, Sigursteinn Sigurðsson og Jóhannes Freyr Stefánsson. Ragnheiður Guðrún stendur hjá föður sínum. Tölvugerð mynd eftir Sigurstein Sigurðsson arkitekt sem sýnir fullbúna íbúðablokk við Arnarklett 28. Í síðustu viku var verið að undirbúa fyrstu steypu í væntanlegri íbúðarblokk við Arnarklett 28. Myndin er tekin annan verkfallsdaginn og var Guðbjörn Kristvins- son húsasmiður einn að störfum þegar ljósmyndara bar að garði.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.