Skessuhorn - 13.05.2015, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2015
Vestlendingurinn og Mýramaður-
inn Íris Reynisdóttir hefur starf-
að sem garðyrkjustjóri hjá Akra-
neskaupstað undanfarin fjögur ár.
Íris, sem er garðyrkjufræðingur
og með mastersgráðu í landslags-
arkitektúr, upplýsti blaðamann
Skessuhorns hvað væri á döfinni
í garðyrkju- og framkvæmdamál-
um hjá Akraneskaupstað, enda er
háannatími framundan nú þegar
sumarið er handan við hornið.
Breyta leiksvæðum í
hverfisgarða
„Það var haldinn opinn fundur í
lok apríl þar sem fram fór kynn-
ing á framkvæmdaáætlun þetta
árið. Þar kynntum við helstu mál
sem eru á dagskrá og meðal ann-
ars nýja hugmyndafræði varðandi
leiksvæði,“ útskýrir Íris. Hún segir
að hugmyndin sé sú að leiksvæð-
um verði breytt úr hefðbundnum
leikvöllum yfir í að verða hverfis-
garðar, vin í hverfunum sem all-
ir geti haft aðgang að. „Við vilj-
um bæta gæði þessara leiksvæða
og glæða þau þannig lífi. Okkur
langar að skapa skjól og fjölbreyti-
leika á þessum svæðum. Þetta er
í raun hugmyndavinna með íbú-
um Akraness. Þessi hugmynd er
bara á byrjunarstigi og í raun er
þetta tilraunaverkefni sem á eftir
að þróast.“ Írisi þykir hugmynd-
in um hverfisgarðana spennandi.
Hún sé vel þekkt erlendis og seg-
ir að garðarnir þurfi ekki að vera
stórir. „Það er svo mikilvægt að
umhverfi okkar sé fallegt og líf-
vænlegt. Það er grundvöllur fyrir
svo mörgu. Fallegt umhverfi tosar
okkur til dæmis út og stuðlar að
heilbrigðri útiveru og hreyfingu
hjá öllum aldurshópum. Eins laða
falleg og flott svæði í hverfum að
fólk, það vilja allir frekar búa í fal-
legum hverfum.“ Hugmyndin er
að fyrsti hverfisgarðurinn verði
í Skógarhverfinu, enda er ekk-
ert eiginlegt leiksvæði þar. „Við
myndum byrja á einum stað en að
sjálfsögðu verður lágmarks við-
haldi sinnt á hinum á sama tíma,“
segir hún.
Framkvæmdir á Breið
framundan
Starf garðyrkjustjórans er ansi víð-
tækt. Íris skipuleggur og stýrir ýms-
um verkefnum, kemur að hönnun
og skipulagsvinnu og hefur yfir-
umsjón með verkefnum sem tengj-
ast umhverfinu og opnum svæðum,
svo eitthvað sé nefnt. Hún segir
starfið mjög fjölbreytt en sjálf hef-
ur hún mest gaman af trjágróðri
ásamt útivistarsvæðunum á Akra-
nesi. „Eins og Langisandur, Garða-
lundur, Breiðin og Akratorg. Ég er
líka mjög spennt fyrir hugmyndinni
um þessi leiksvæði. Ég hef brenn-
andi áhuga á öllu sem tengist inn á
námið mitt. Ég hef gaman að því að
skapa góðar aðstæður og stuðla að
gæðum svæða. Svo þykir mér mjög
gaman þegar vel tekst til. Það er
æðislegt að sjá þegar fólk nýtir sér
svæðin sem maður hefur unnið að,“
segir Íris. Meðal framkvæmda sem
framundan eru í sumar eru lagfær-
ingar á Breiðinni. Þar hefur verið
unnið að hönnun og fékk Akranes-
kaupstaður styrk frá Framkvæmda-
sjóði ferðamanna upp á tólf millj-
ónir til framkvæmda á því svæði.
„Það er lögð áhersla á að betrum-
bæta svæðið á Breiðinni, í kring-
um Akranesvita. Það stendur til
að skapa betri skilyrði þarna og að
gera Breið að aðgengilegu dvalar-
svæði sem hægt væri að nýta betur.“
Íris segir að styrkurinn hafi komið
sér mjög vel. Þetta hafi verið hæsti
styrkurinn sem sjóðurinn veitti í ár
og vel af sér vikið að fá svona veg-
legan styrk enda sýni það að hönn-
unin og hugmyndirnar hafi verið
sannfærandi.
Gróðursetning
fegurðarauki
Fleiri verkefni eru á döfinni hjá
garðyrkjustjóranum. Gróðursetn-
ingu verður haldið áfram við Þjóð-
brautina og hugmyndir eru uppi
um að gróðursetja á gömlu lóð
ÞÞÞ. „Draumurinn minn er að
gróðursetja meðfram öllum helstu
umferðargötunum í bænum. Það
væri líka gaman að prófa eitthvað
nýtt og fara óhefðbundnar leiðir.
Gróðursetning er mikill fegurðar-
auki, skapar skjól og dregur meira
að segja úr mengun og svifryki -
og auðvitað sjónmengun,“ útskýrir
Íris. Hún segir einnig frá því að til
standi að gera bílastæðið við Dal-
braut 1 grænna og fallegra, í sam-
vinnu við eigendur fasteignarinnar.
„Markmiðið er að gera það svæði
meira aðlaðandi og mannlegra, að
skapa skjól og setja niður sígræn-
an gróður. Þetta er á döfinni í sum-
ar en hönnunin er á algeru frum-
stigi.“
Samið um garðslátt á
opnum svæðum
Þó að vorið á Vesturlandi sé ekki
langt á veg komið eru sumarstörfin
að hefjast hjá Akraneskaupstað. Nú
þegar er búið að lagfæra matjurta-
garðana á Akranesi og unnið er að
endurbótum á grasflötinni í Garða-
lundi. Þá var undirritaður í liðinni
viku verksamningur við Gísla Stef-
án Jónsson ehf. um garðslátt á opn-
um svæðum í bæjarfélaginu. Íris
segir að sú breyting verði höfð á að
nú verði upplýsingar um grasslátt-
inn gerðar aðgengilegar á vef Arka-
neskaupstaðar þar sem fram kem-
ur hvaða svæði Gísli Stefán Jóns-
son ehf. mun annast og hvaða svæði
Vinnuskóli Akraness mun sjá um.
„Svo eru árleg verkefni framund-
an, svo sem flöggun Bláfánans við
Langasand, gróðursetning sum-
arblóma og vorhreinsun. Kveikt
verður á gosbrunninum við Akra-
torg þegar fer að hlýna, bekkirnir
eru komnir aftur og hjólabogar eru
í vinnslu,“ segir Íris brosmild að
endingu. grþ
Fjölbreytt störf garðyrkjustjórans á Akranesi
Við undirritun verksamningsins um garðslátt. Frá vinstri: Sigurður Páll Harðars-
son, Regína Ásvaldsdóttir, Gísli Stefán Jónsson og Íris Reynisdóttir. Ljósm.
Akraneskaupstaður.
Íris Reynisdóttir garðyrkjustjóri Akraneskaupstaðar.
Tveir ungir menn í Stykkishólmi
vinna nú hörðum höndum að því
að breyta gamla verkalýðshúsi bæj-
arins í veitingastað. Húsið stend-
ur á afar góðum stað í bænum og
hefur löngum verið þekkt fyrir
sinn rauða lit með litlu skilti sem
segir að þarna hafi verkafólkið sitt
höfuðvígi. En tímarnir breytast.
Verkalýðsfélagið hefur selt húsið
sem þótti of stórt. Ungir athafna-
menn eiga næsta leik.
Sveinn Arnar Davíðsson tón-
menntakennari og körfuboltakappi
úr liði Snæfells í Stykkishólmi er
annar þeirra tveggja sem nú ætla að
hefja veitingarekstur í gamla verka-
lýðshúsinu. „Við erum tveir sam-
an um þetta báðir úr Stykkishólmi,
ég og Arnar Pálsson. Við ætlum að
vera með veitingastað hér sem selur
góða hamborgara, vandaðar sam-
lokur, fiskrétti, salöt, kaffi og fleira
gott. Arnar félagi minn er mjög fær
kokkur, var áður á Fimm fiskum
hér í Stykkishólmi og hefur einnig
eldað á Hótel Egilsen. Hugmynd-
in er að hafa opið allt árið og ekki
bara miða reksturinn við ferða-
menn heldur líka fyrir fólk sem
er búsett í Hólminum. Á veturna
erum við að hugsa um að gera eitt-
hvað meira til að laða fólk hingað
inn. Vera með einhverjar uppákom-
ur svo sem pílukast, boltakvöld og
þess háttar. Hér verður veitingasal-
ur auk þess sem notalegur pallur er
gegnt sól framan við húsið,“ sagði
Sveinn Arnar þegar Skessuhorn bar
að garði í síðustu viku.
Skúrinn skal hann heita
Sveinn segir að verkalýðsfélagið
hafi viljað minnka við sig húsnæð-
ið sem það hafði átt um margra ára
skeið. „Hér var lítil skrifstofa og
síðan fundarsalur. Þetta húsnæði
var ekki mikið notað nema þá skrif-
stofan. Fyrirtækið Gistiver sem er
með Hótel Egilsen hér í bænum
keypti húsið af verkalýðsfélaginu.
Við leigjum það síðan af þeim. Síð-
an sjáum við sjálfir um allar breyt-
ingar og endurbætur á húsnæð-
inu. Húsið er svona bæði og í góðu
standi. Sumt er illa farið, svo sem
gluggar sem sumir voru ónýtir. Við
skiptum þessu út og lögum.“
Hinn nýi veitingastaður hef-
ur fengið nafnið Skúrinn. „Mér
skilst að þessi lóð sem húsið stend-
ur á hafi lengst af verið kölluð Ran-
inn. Margt eldra fólk hefur lagt til
við okkur að skíra veitingastaðinn
því nafni. Annað nafn sem kom til
greina var Verkó. Hugsunin þar var
að skírskota þannig í þessa sögu-
legu tengingu við Verkalýðfélagið.
Við breytum húsinu hins vegar svo
mikið að fátt mun standa eftir sem
minnir á þá sögu þannig að við féll-
um frá því.“
Draumur þeirra Sveins og Arn-
ars er að opna um miðjan júní. „Við
sjáum til hvernig það tekst. Það er
mikil vinna eftir. En það verður
opnað í sumar.“ mþh
Sveinn Arnar Davíðsson við endurbætur á húsnæðinu í síðustu viku.
Slá saman í nýjan veitingastað í Stykkishólmi
Gamla hús Verkalýðsfélags Snæfellinga sem verður nú veitingastaður er mjög vel
staðsett í Stykkishólmsbæ þar sem það stendur á horni Þvervegs og Aðalgötu.