Skessuhorn - 13.05.2015, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2015
Stafrænn röntgenlesari hefur ver-
ið pantaður á heilsugæslustöðina
í Búðardal. Halla Steinólfsdótt-
ir, bóndi í Ytri-Fagradal á Skarðs-
strönd, hafði forgöngu um að ljúka
söfnun fyrir lesaranum meðal
sveitunga sinna eftir að hafa orð-
ið fyrir óhappi og þurft að reyna á
eigin skinni hve seinlegt getur ver-
ið að fá niðurstöður úr röntgen-
myndatöku í Búðardal. Því ákvað
hún að blása til söfnunar með
áskorun sem hún birti á facebook-
síðu sinni og sagt var frá í síðasta
Skessuhorni. Örfáum dögum síðar
hafði nægt fé safnast og var lesar-
inn pantaður mánudaginn 4. maí.
„Það er búið að panta kvikindið!“
sagði Halla glöð í bragði þegar
blaðamaður Skessuhorns talaði við
hana undir lok síðustu viku.
„Ég er alveg rosalega sátt við þetta
og sátt við hana Þorbjörgu, svarta
sauðinn sem stökk á höndina á
mér. Hún er líka mjög sjálfstæð
og átti ekkert að vera fengin en
hrútarnir sluppu í og síðan gerðist
þetta,“ segir Halla. „Reyndar ber
að geta þess að Lionsklúbburinn
var byrjaður að safna fyrir svona
lesara. Það gekk eitthvað hægt
og vantaði herslumuninn upp á,
þannig að málið lá niðri. „En ég
er mjög ánægð með að búið sé að
panta tækið og vil þakka þeim sem
gáfu og brugðust við. Efst er mér í
huga að þetta sé væntanlegt þann-
ig að það sé ekki mismunun eftir
búsetu. Svo veit ég til að það vant-
ar svona tæki í Grundarfjörð og ég
vil skora á sveitunga þar að fá sér
svona,“ segir Halla og hlær við, en
gamninu fylgir þó nokkur alvara.
„Það er ónýtt að hafa ekki svona
á öllum heilsugæslustöðvum. Það
er hægt að nota þennan búnað við
röntgentækin sem eru þar fyrir.“
kgk
Í byrjun þessa mánaðar tóku gildi
nýjar reglur á kvennadeild Land-
spítalans í Reykjavík. Samkvæmt
þeim mælast ljósmæður og læknar
til þess að eingöngu sé einn ein-
staklingur auk móður viðstaddur
hverja fæðingu, auk þess sem heim-
sóknartími til sængurkvenna hefur
verið takmarkaður. Að sögn Önnu
Björnsdóttir deildarstjóra kvenna-
deildar HVE eiga þessar nýju regl-
ur eingöngu við á Landspítala-
num en ekki á fæðingadeild HVE
á Akranesi. „Hér mega að hámarki
tveir vera viðstaddir hverja fæðingu
og þannig hefur það verið í nokk-
ur ár.“ Heimsóknartími til sængur-
kvenna hefur ekki verið takmarkað-
ur á HVE en ætlast er til að sýnd
sé tillitsemi og að heimsóknum sé
haldið í lágmarki. Þá eru heim-
sóknir barna yngri en 12 ára ekki
leyfðar nema um systkini barnsins
sé að ræða. grþ
Tveir mega vera viðstaddir fæðingu
Stafrænn röntgenlesari
væntanlegur í Búðardal
Halla Steinólfsdóttir, bóndi í Ytri-
Fagradal.
17. maí. klukkan 19:15
Lestu um það um leið og það gerist
ÍA - Víkingur R.
í beinni á vef Skessuhorns
WWW.SKESSUHORN.is
TEXTALÝSING!
veit á vandaða lausn
FA
S
TU
S
_F
_2
2
.0
5
.1
5
MEÐ ALLT Á HREINU Í ÞVOTTAHÚSINU
NÝ LÍNA FRÁ ELECTROLUX
Öflugt par fyrir litlar ferðaþjónustur, fyrirtæki og stærri heimili.
Mikill orkusparnaður felst í MYpro
VERÐ KR.
Þvottavél 280.500,- án vsk.
Þurrkari 210.400,- án vsk.
Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16, 2.h. Opið mán - fös 8.30 - 17.00