Skessuhorn - 13.05.2015, Side 35
35MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2015
Norsk barónshjón slá nú í gegn á
óravíddum internetsins eftir að
þau eignuðust tvo afkomendur síð-
astliðinn laugardag og mánudag í
beinni útsendingu frá óðali sínu á
eyju eða hólma í Smöla-eyjaklas-
anum í Mæri- og Raumsdalsfylki í
Noregi. Þetta er miðja vegu milli
Kristjánssunds og Þrándheims.
Þau eru ernir og heita Barónn Blár
og Barónessa Berfætt. Fyrr í vor
var sett upp vefmyndavél við óðal
þeirra. Norska héraðsfréttablaðið
Tidens Krav hefur síðan streymt
kvikmynd í beinni útsendingu allan
sólarhringinn frá hreiðrinu í hreint
út sagt ótrúlega góðum myndgæð-
um.
Óvæntar stjórstjörnur
Útsendingin hefur vakið mikla at-
hygli í Noregi og víðar um heim
enda eru Norðmenn þekktir frum-
kvöðlar í að búa til beinar sjón-
varpsútsendingar frá ólíklegustu
atburðum sem slegið hafa í gegn.
Nefna má strandsiglingar og fram-
leiðslu á ullarpeysu allt frá rúningi
til prjónavinnu. Nú síðast í apríl var
norska ríkissjónvarpið með sólar-
hrings beina útsendingu á netinu úr
norsku fjárhúsi þar sem sauðburð-
ur stóð sem hæst. Í fyrravor var Ti-
dens Krav með beina netútsend-
ingu af því þegar tjaldsparið Hjálm-
ar og Hjördís lágu á hreiðri sínu í
grennd við Namsos. Allur Noregur
fylgdist með þeim bókstaflega með
öndina í hálsinum.
Nú í ár eru það svo arnarhjón-
in Barónn Blár og Barónessa Ber-
fætt sem halda áhorfendum við efn-
ið. Mikil gleði braust út þegar lítill
grár hroðri stakk sér upp í hreiðr-
inu laugardaginn 2. maí. Tveim-
ur dögum síðar klaktist svo út lít-
ill bróðir eða systir. Síðdegis þann
dag mátti fylgjast með hvernig
Barónessan lá á hreiðrinu. Öðru
hvoru stendur assan upp til að
gefa ungum sínum. Baróninn fað-
ir þeirra virðist hafa dregið björg
í bú og er það eitthvað sem líkist
fiski. Þetta er í fimmta sinn sem
þau hjón klekja út ungum, en það
hafa þau gert annað hvert ár und-
anfarinn áratug.
Lyftistöng fyrir
ferðaþjónustu
Heimamenn í Smöla þar sem ern-
irnir eiga óðal sitt eru himinlifandi.
Sveitarstjórinn þar brosir hringinn
í viðtali við Tidens Krav enda er
beina útsendingin ómetanleg aug-
lýsing og að hans sögn vafalítið
mikil lyftistöng fyrir ferðaþjón-
ustu á svæðinu. Nálega 100 þús-
und manns hófu áhorf á arnar-
hjónin gegnum internetið helgina
sem ungarnir voru væntanlegir úr
eggjunum og vafalítið mun athygl-
in aukast enn nú þegar ungar eru
komnir á legg. Allir helstu fjöl-
miðlar Noregs hafa enda greint
frá þessari útsendingu. Samhliða
þessu öllu svara svo fuglafræðingar
spurningum fólks á netinu um haf-
erni og lífshætti þeirra þannig að
þessu ævintýri fylgir mikil fræðsla
fyrir almenning.
Íslenskir hafernir eiga sér óðul
víða um Vesturland, ekki síst í og
við Breiðafjörð þar sem segja má
að sé þeirra ríki. Fyrir nokkrum
árum var hægt að fylgjast með arn-
arpari gegnum vefmyndavél á óðali
þeirra við Gilsfjörð en ekki hefur
frést af slíku síðustu vor og sum-
ur. Norðmenn velta því nú fyr-
ir sér hvaða nöfn ungarnir eigi að
fá en eru í bobba því ekki er hægt
að kyngreina þá fyrr en þeir hafa
stálpast eftir nokkrar vikur. Vef-
slóðin á vefmyndavélina er: www.
tk.no/vis/direktevideo/reir
mþh
Hjónin Barónn Blár og Barónessa Berfætt eignast afkvæmi
Barónessan matar unga sína á óðalinu.
Í tilefni þess að íslenska safnadag-
inn ber að þessu sinni upp á 17.
maí, þjóðhátíðardag Norðmanna,
verður aðaldagskrá safnsins helguð
norskum áhrifum á íslenskan land-
búnað:
1. Kl. 13.30 mun Bjarni Guð-
mundsson halda erindi í Landbún-
aðarsafni um norsk áhrif á íslensk-
an landbúnað, einkum á 19. og 20.
öld. Fjallað verður um hugmyndir,
þekkingu, aðföng, áhöld og verk-
færi sem bárust frá Noregi til Ís-
lands og hvernig þau höfðu á fram-
vindu íslensks landbúnaðar.
2. Að erindi Bjarna loknu verð-
ur stutt sögustund við Skerpiplóg-
inn sem nú verður „afhjúpaður“ við
safnið. Haukur Júlíusson og fleiri
munu þar segja nokkrar Skerpip-
lógssögur. Aðrir fyrrverandi Sker-
piplógsmenn eru sérstaklega vel-
komnir til stundarinnar.
Landbúnaðarsafn verður opið kl.
13-16 og leiðsögn veitt eftir föng-
um. Ullarselið verður opið á sama
tíma.
Aðgangur að Landbúnaðarsafn-
inu á Safnadegi er ókeypis en frjáls
framlög þegin.
Það er ótölulega margt sem ís-
lenskur landbúnaður hefur sótt til
Noregs. Í öndverðu fluttu land-
námsmenn með sér búhætti og
áhöld úr heimabyggðum sínum. Á
19. öld tóku Íslendingar að sækja
búnaðarnám þar. Að námi loknu
höfðu þeir gjarnan með sér heim
áhöld og verkfæri sem þeir höfðu
kynnst ytra, er urðu vel þekkt hér-
lendis, t.d. plóga, herfi og kerrur.
Minna má á Noregssaltpéturinn og
Eylandsljáina, en steininn tók fyrst
úr er hingað tóku að berast Gný-
blásarar (høykanon), vélkvíslar (si-
losvans) og vélvögur (høysvans),
að ekki gleymist pökkunarvél fyrir
rúllubagga. Íslenska „kynbótavél-
in“ fyrir búfé á sér sterkar norskar
rætur, dýralækningar sömuleiðis og
eitt og annað hafa Íslendingar sótt
í norska landbúnaðarpólitík. Allt
breytti þetta landbúnaðinum svo
um munaði. Þá má minna á heit-
ar umræður um norska nautgripi
til kynbóta er áformað var að flytja
til íslands um síðustu aldamót. Um
þetta og fleira mun Bjarni fjalla í
erindi sínu.
Skerpiplógurinn kom fram um
miðja síðustu öld á Jaðrinum í
Noregi, því mikla landbúnaðar-
héraði. Hann vakti gríðarlega at-
hygli og átti eftir að breyta miklu í
landnámi og nýrækt þar í sveitum.
Plógurinn barst til Íslands fyrir til-
stilli Árna G. Eylands og öðlaðist
þegar miklar vinsældir ræktunar-
manna sem þá stóðu í miklum stór-
ræðum um allt land; voru að brjóta
nýframræstar mýrar til landnáms
með túnrækt. En atvikin höguðu
því svo að Skerpiplógurinn hvarf
úr ræktunarstarfinu svo skyndilega
sem dögg víkur undan morgunsól.
-fréttatilkynning
Íslenski safnadagurinn í Land-
búnaðarsafninu á Hvanneyri
Plægt með Underhaug skerpiplógi.
Lukkuleikur Frumherja er nú í full-
um gangi og hefur hann hlotið góð-
ar undirtektir viðskiptavina fyrirtæk-
isins, segir í tilkynningu. Dregið er
einu sinni í mánuði úr hópi viðskipta-
vina mánaðarins á undan. Vinnings-
hafi aprílmánaðar var Skagamaður-
inn Þórður Fannar Rafnsson sem
kom með bílinn sinn til skoðunar á
Akranesi 24. apríl síðastliðinn. Þórði
var afhentur vinningurinn, sem er
glæsilegt 50“ Samsung sjónvarps-
tæki, í skoðunarstöð Frumherja á
Akranesi í síðustu viku.
„Næst verður dregið í lukku-
leiknum 1. júní næstkomandi og þá
úr hópi viðskiptavina maímánaðar.
Þá verður Samsung sjónvarp aftur í
vinning og verður spennandi að sjá
hvað viðskiptavinur hefur heppninia
með sér í það skiptið,“ segir í tilkynn-
ingu frá Frumherja. mm
Þórður Fannar tók við vinningnum úr höndum starfsmanna Frumherja á Akranesi,
þeirra Þórdísar Bjarneyjar Guðmundsdóttur og Halldórs Ármanns Guðmundssonar.
Stálheppinn Skagamaður vann sjónvarp í
lukkuleik Frumherja
Tónlistarfélag Borgarfjarðar efnir til
tónleika í Reykholtskirkju sunnudag-
inn 17. maí næstkomandi. Gunnar
Kvaran sellóleikari flytur sellósvítur
og saraböndur eftir Johann Sebasti-
an Bach. Einnig frumflytur hann
lag eftir Pál Guðmundsson á Húsa-
felli. Páll samdi lagið við ljóð sem
Thor Vilhjálmsson orti og tileinkaði
Gunnari. Haukur Guðlaugsson tek-
ur þátt í frumflutningnum og leikur
með á píanó.
Tónleikarnir hefjast klukkan
16.00. Aðgangseyrir er 2000 krón-
ur, 1000 krónur fyrir eldri borgara en
frítt fyrir börn og félaga í tónlistarfé-
laginu.
-fréttatilkynning
Gunnar Kvaran sellóleikari spilar í Reykholti
Síðasti fyrirlestur á vegum Snorra-
stofu í Reykholti þennan vetur-
inn var haldinn í liðinni viku. Það
fór vel á því eftir rysjótt misseri að
fjallað yrði um sveiflur í veðurfari
Íslands frá því á miðöldum. Ast-
rid Ogilvie veðurfarssagnfræðing-
ur og Trausti Jónsson veðurfræð-
ingur sögðu áheyrendum frá veð-
urfari á Íslandi frá siðaskiptum.
Talað var um hafískomur og ýmsa
aðra óáran í bland við sólrík sumur
og snjólétta vetur. Greinilegt var
að mikill áhugi var fyrir þessu er-
indi. Þrátt fyrir vorannir og sauð-
burð mættu 50 manns á fyrirlest-
urinn og var bókstofa Snorrastofu
þétt setin áheyrendum. Að fyrir-
lestrunum loknum fóru fram líf-
legar umræður.
mþh
Fimmtíu manns spáðu í veðurfar frá því um siðaskipti
Sigrún Þormar verkefnisstjóri Snorrastofu (t.v.) var fyrir-
lestrarstýra kvöldsins en Astrid Ogilvie og Trausti Jónsson
fluttu erindin og svöruðu fyrirspurnum að þeim loknum. Fjöldi fólks kom á síðasta fyrirlestur vetrarins í Snorrastofu.