Skessuhorn


Skessuhorn - 13.05.2015, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 13.05.2015, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2015 Leigutími er tíu áR og er til loka mars 2025. Á samningstímanum annast félagið rekstur og viðhald húsanna utan sem innan. „Þetta er frábær dagur og stór- sýning Fornbílafjelagsins og Rafta öll hin glæsilegasta,“ sagði Kol- finna við þetta tilefni. „Fólki þyk- ir vænt um eyjuna og hingað kem- ur gríðarlegur fjöldi fólks. Samn- ingar sem Borgarbyggð hafa gert við ýmis félagasamtök hafa leitt til þess að gengið hefur betur að varð- veita byggingar í eyjunni og sögu þeirra. Umhverfið hér í Brákarey er einstakt og heillandi. Fram- takssemi og kraftur félaganna sem hafa starfsemi í Brákarey hefur haft mikil áhrif á mannlíf og gef- ið Brákarey í raun nýtt hlutverk,” sagði Kolfinna. mm Uppstigningardagur er á morgun, fimmtu- daginn 14. maí. Latneska orðið ascencio er haft um þennan hátíðisdag innan róm- versk-kaþólsku kirkjunnar. Uppstigningar- dagur er lögbundinn frídagur og fólk því minnt á að mæta ekki óvart til vinnu! Á fimmtudag og föstudag er spáð suðaust- an 8-15 m/s. Súld eða rigningu á köflum á fimmtudag en rigning verður á föstudag. Sunnan 5-10 m/s á Norður- og Austurlandi. Hiti 6-14 stig, hlýjast á Norðurlandi. Hæg og breytileg átt á laugardag. Rigning eða skúrir í flestum landshlutum. Hiti 5-10 stig. Á sunnudag snýr í norðan 8-15 m/s með rigningu eða slyddu. Bjartviðri sunnan til á landinu, hiti 6-10 stig yfir daginn. Áfram- haldandi norðanátt og lítið breytt hitastig á mánudag. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Ertu búin(n) að skipuleggja sumarfríið?“ Verð að vinna var svar 14,57%. 16,57% ætla til útlanda, 17,43% ætla að ferðast inn- anlands og 10,86% hyggjast eyða fríinu heima. „Sitt lítið af hverju“ sögðu 26,86% og 13,71% kváðust ekki vita það enn. Í þessari viku er spurt: Tókst þér að sólbrenna í síðustu viku? Árni Ólafur Jónsson, matreiðslumaður og þáttarstjórnandi Hins blómlega bús, er Vest- lendingur vikunnar. Árni og aðrir aðstand- endur þáttanna hafa unnið frábært starf við kynningu á landshlutanum undanfarin misseri og ár. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Leiðrétt vegna viðtals við Berglindi Ýr BORGARFJ: Í blaði síðustu viku var rætt við Berglindi Ýr Ingvarsdóttir, tvítuga stúlku úr Borgarnesi, sem nú í vor mun fyrst nemenda útskrifast af sam- eiginlegri braut Menntaskóla Borgarfjarðar og búfræðibraut- ar Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Í viðtali er hún að segja frá því þegar hún sem lítil stelpa var í sveit hjá ömmu sinni og afa á Þursstöðum og hjá móðursystir sinni á Gilsbakka. Þá sagði Berglind Ýr orðrétt: „Eftir fermingu fór ég í sveit að Sigmundarstöðum í Þverár- hlíð. Ég hef alltaf sótt mikið í að vera þar og hef oft sagt að þau séu önnur fjölskyldan mín. Ég hef lært mikið af þeim og það má segja að þar hafi ég fengið aukinn áhugi á sauðfé.” Blaða- maður sem yfirfór viðtalið mis- skildi hér í textanum og bætti við nöfnum húsráðenda á Gils- bakka, en Berglind Ýr var í til- vitnum að ræða um fólkið á Sig- mundarstöðum sem hún var í sveit hjá eftir fermingu. Þetta leiðréttist hér með og biður undirritaður alla hlutaðeigandi afsökunar á þessari handvömm. –mm Hvalfjarðargöng lokuð um helgina HVALFJ: Ákveðið hefur ver- ið að loka Hvalfjarðargöngum um næstu helgi. Göngin verða lokuð frá klukkan 20 að kvöldi föstudagsins 15. maí til klukk- an 6 að morgni mánudagsins 18. maí. Ástæðan er sú að nú á að endurnýja malbik á annarri akrein ganganna, það er þeirri sem liggur til norðurs. Upphaf- lega stóð til að fara í þetta verk í aprílmánuði en framkvæmd- ir frestuðust vegna óveðra og slæmra akstursskilyrða fyr- ir Hvalfjörð. Nú er hins vegar komið að hinu óumflýjanlega þar sem vegfarendur þurfa að aka þjóðveginn fyrir Hvalfjörð í eina helgi í stað þess að fara undir fjörðinn. -mþh Faxaflóahafnir svara Umhverfis- vaktinni HVALFJ: Faxaflóahafnir hafa svarað opnu bréfi Umhverfis- vaktarinnar sem birt var í síð- asta tölublaði Skessuhorns og einnig á vef blaðsins. Í þessu opna bréfi voru fyrirspurnir í 15 liðum sem varða fyrirhug- aða sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga. Á fundi sínum síðastliðinn föstu- dag fól stjórn Faxaflóahafna Gísla Gísasyni hafnarstjóra að svara spurningum Umhverfis- vaktarinnar skriflega. Ítarlegt svar liggur nú fyrir og má lesa það á vef Skessuhorns í frétt frá því í gær, 12. maí. –mþh Fulltrúar sveitarstjórnar Hvalfjarð- arsveitar, hafnarstjóri og stjórnar- formaður Faxaflóahafna undirrit- uðu í síðustu viku samkomulag um „grænar áherslur í starfsemi, upp- byggingu, gatnagerð og frágangi lóða á Grundartanga.“ Í samkomu- laginu eru ákvæði um sameigin- leg markmið, samstarf og verka- skiptingu á iðnaðar- og hafnasvæð- inu á Grundartanga. Ný fyrirtæki sem sækja um iðnaðarlóðir eiga að skila Faxaflóahöfnum, Hvalfjarðar- sveit og Skipulagsstofnun umhverf- isskýrslu. Í henni á að lýsa fyrir- hugaðri starfsemi ítarlega. Skýrsl- an verður síðan notuð til grund- vallar þess hvort viðkomandi verði úthlutað lóðinni. Í samningnum er einnig kveðið á um aukið samstarf við fyrirtæki sem eru á Grundar- tanga til að ná fram frekari árangri í umhverfismálum. Starfsemi nýrra fyrirtækja á Grundartangasvæðinu skal hér eft- ir vera þess eðlis að hún falli ekki undir flokk A í viðauka 1 í lög- um um mat á umhverfisáhrifum. Í þessum flokki er tilgreind starfsemi sem allaf er háð mati á umhverfis- áhrifum og getur þannig haft í för með sér veruleg áhrif á umhverf- ið. Undir þetta falla til dæmis olíu- hreinsistöðvar og miklar olíugeym- slur, umfangsmikið þauleldi á svín- um og alifuglum, mikil efnistaka á jarðvegi og frumbræðsla á steypu- járni og stáli. Einnig framleiðsla hrámálms, sem inniheldur ekki járn úr grýti, kirni eða afleiddu hráefni, sem fer fram með málmvinnsluað- ferðum, efnafræðilegum aðferð- um eða rafgreiningaraðferðum og áfram má telja. Munu hafa þétt samráð Samkomulagið kveður þannig á um að gerðar verði ríkar kröfur til þess að stafsemi nýrra fyrirtækja hafi í för með sér lágmarksumhverfisá- hrif og að starfsemin þar sé með ekki háð mati á umhverfisáhrif- um. Faxaflóahafnir og Hvalfjarð- arsveit ætla í framtíðinni að eiga með sér formlega samráðsfundi um umhverfismál á Grundartanga og upplýsingamiðlun vegna fyrirtækja sem sýna lóðum á svæðinu áhuga. „Við erum að skerpa mjög veru- lega á þeirri starfsemi sem við vilj- um fá inn á svæðið. Við munum til viðbótar verða með mjög virkt og öflugt samráð við Hvalfjarðarsveit um þessa hluti. Við getum sagt að við erum að gefa skýrt merki um að okkur er annt um umhverfið og að við viljum standa okkur í þeim mál- um sem snúa að okkur,“ sagði Gísli Gíslason hafnarstjóri við undirrit- unina. Skúli Þórðarson sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar tók undir þetta og lýsti ánægju með samkomulag- ið fyrir hönd sveitarstjórnarinn- ar. „Þetta samkomulag færir okkur nær öllum ferlum varðandi ákvarð- anatökur,“ sagði hann. mþh Fyrirtæki sjálfkrafa skyld í umhverfismat koma ekki til álita á Grundartanga Samningurinn undirritaður í stjórnsýsluhúsinu í Hvalfjarðarsveit. Frá vinstri: Kristín Soffía Jónsdóttir stjórnarformaður Faxaflóahafna, Gísli Gíslason hafnar- stjóri, Skúli Þórðarson sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar og Björgvin Helgason oddviti. Síðastliðinn laugardag skrifuðu Kolfinna Jóhannesdóttir sveitar- stjóri í Borgarbyggð og forsvars- menn Fornbílafjelags Borgarfjarð- ar undir tímamóta leigusamning. Auk núverandi húsnæðis í fyrrum gærukjallara sláturhússins í Brák- arey tekur Fornbílafjelagið nú á leigu húsin sem áður hýstu fjár- réttina og kjötmjölsverksmiðju sláturhússins, alls 1.646 fermetra. Fornbílafjelagið tekur á leigu fjárrétt og gúanó Kolfinna Jóhannesdóttir ásamt stjórnarmönnum í Fornbílafjelaginu, þeim Kristjáni Andréssyni, Benedikt Gunnari Lárussyni og Ólafi Helgasyni formanni. Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur undirritað reglugerð um baðstaði í náttúrunni. Reglugerð- in hefur það að markmiði að fyr- irbyggja og koma í veg fyrir slys og sýkingar, stuðla að öryggi not- enda, bættum hollustuháttum og heilnæmi vatns. Reglugerðin gildir fyrir baðstaði í náttúrunni sem eru skilgreindir sem náttúrulaugar eða baðstrendur sem notaðar eru til baða af almenningi þar sem vatn er ómeðhöndlað af sótthreinsiefnum, geislun eða á annan hátt. Til bað- staðar telst einnig búnings- og sal- ernisaðstaða sem tilheyrir baðstað og önnur aðstaða fyrir baðgesti. Á Vesturlandi má finna nokkra bað- staði í náttúrunni sem falla undir þessa skilgreiningu. Þar á meðal má nefna Krosslaug, eða Reykja- laug sem er í landi Reykja í Lund- arreykjadal, Hreppslaug í Skorra- dal, Lýsuhólslaug á Snæfellsnesi, Guðrúnarlaug í Dalabyggð og baðströndina Langasand á Akra- nesi. Samkvæmt reglugerðinni eru baðstaðir í náttúrunni flokkaðir í þrjá flokka og eru baðstaðir í 1. og 2. flokki starfsleyfisskyldir. Það eru baðstaðir þar sem reglubund- inn rekstur fer fram og baðstað- ir þar sem tilfallandi rekstur fer fram. Rekstraraðilum þessara staða ber að tryggja að skilyrði reglu- gerðarinnar, sem og reglugerðar um hollustuhætti á sund- og bað- stöðum, sé uppfyllt. Í þriðja flokki eru baðstaðir þar sem ekki er um rekstur að ræða og eru þeir ekki starfsleyfisskyldir. Í reglugerðinni eru ákvæði varðandi starfsleyfi, ör- yggi notenda á baðstöðum, innra eftirlit, upplýsingar fyrir almenn- ing á vef Umhverfisstofnunar, um eftirlit og örverurannsóknir á bað- vatninu. Í viðauka með reglugerð- inni eru sett fram viðmið fyrir heil- næmi og gæði baðvatns auk þess sem kveðið er á um að taka skuli saman upplýsingar fyrir baðstaði í öllum flokkum sem skulu vera að- gengilegar baðgestum. grþ Ný reglugerð um baðstaði í náttúrunni Langisandur er einn þeirra náttúrulegu baðstaða sem reglugerðin gildir fyrir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.