Skessuhorn


Skessuhorn - 13.05.2015, Blaðsíða 36

Skessuhorn - 13.05.2015, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2015 Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Hilmir B ehf Alhliða pípulagningaþjónusta hilmirb@simnet.is facebook.com/hilmirbehf Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 Vilji menn hlífa Hvalfirði við gegndarlausum ágangi frá meng- andi stóriðju eru viðbrögðin stund- um ónot frá fólki sem er tilbúið að rýra lífsgæði á annarra manna löndum og virðast jafnvel halda að lífverur þrífist vel í umhverfi sem mettað er flúori, brennisteini og fleiri eiturefnum. Slíkt fólk er aug- ljóslega búið að missa tengslin við náttúruna. Ónot sem þessi má lesa í grein sem fjórir menn af Akranesi skrif- uðu saman og birtist á vef Skessu- horns og hér í blaðinu einnig í dag, skv. upplýsingum frá ritstjóra. Menn hljóta að velja sér tjáningar- form og rætin orð eru ekki svara verð. En sé farið með rangt mál þarf að svara. Að þessi sinni er um að ræða vöktun, eða öllu heldur skort á vöktun, óæskilegra efna í neysluvatni Akurnesinga á álags- tímum. Fyrir rúmum þremur árum vakti Umhverfisvaktin við Hvalfjörð, þar sem undirrituð er formað- ur, máls á því að betur þyrfti að vakta óæskileg efni í neysluvatni úr Berjadalsá, einkum þegar snjóa leysir. Séu eiturefni til staðar losna þau úr snjónum í miklu magni í einu og berast til neytenda. Ég þekki vel til neysluvatnsmála Akurnesinga enda bjó ég á Akra- nesi í 25 ár og tók þátt í bæjarmál- um. Neysluvatnsmálin voru oft á dagskrá. Nú bý ég á Kúludalsá sunnan við Akrafjall og hvort sem mér líkar betur eða verr þá kem- ur talsverður hluti af neysluvatni Akurnesinga úr landi mínu sem nær inn í Berjadalsá. Til fróðleiks skal þess getið að Akrafjall er að mestu í einkaeign, en Akurnesing- ar hafa fengið vatnið úr Berjadalsá án endurgjalds eftir því sem mér er best kunnugt. Frá því að Orkuveita Reykjavík- ur kom að reksti vatnsveitu Akur- nesinga hafa efnamælingar í Berja- dalsá farið fram í júní en þá er lið- in hjá mesta hættan vegna efna- mengunar. Umhverfisvaktin hef- ur aldrei gert athugasemdir við efnamælingar Orkuveitu Reykja- víkur sem slíkar, en benti á að þær eru ekki gerðar á réttum tíma eigi þær að sýna mengunartoppa. At- hyglisvert er að ábendingum Um- hverfisvaktarinnar hefur ekki ver- ið sinnt. Reyndar mættu niðurstöð- ur mælinganna vera auðfundn- ari á vef Orkuveitunnar. Sama er að segja um vef Akraneskaupstað- ar. Hvar getur maður lesið þar um vatnsgæði á Akranesi? Við þurf- um öll á vatni að halda og góð og opin stjórnsýsla er krafa 21. ald- arinnar. Nú orðið á að vera hægt að lesa um niðurstöður mælinga á rauntíma og það ætti að gilda um drykkjarvatn úr Berjadalsá á þeim tíma þegar snjóalög leysir. Af litlum bletti á Grundartanga sem er skilgreindur fyrir iðnað (stóriðju) ráðast lífsgæði íbúa við allan fjörðinn og framtíð fjarðarins sem náttúruperlu. Faxaflóahafn- ir eiga þennan blett og hafa geng- ið mjög langt í því að hleypa inn iðjuverum sem valda efnamengun, hljóð-, ljós- og hávaðamengun. Umhverfisvaktin hefur bar- ist fyrir því að fá loftgæði mæld á rauntíma vegna mengunar frá Grundartanga. Það hefur ekki gengið eftir. Loftgæði vegna stór- iðjunnar eru aðeins mæld hálft árið og niðurstöður birtar næsta ár. Jafnframt því að endurskoða mælingar á gæðum neysluvatns gætu fjórmenningarnir fyrrnefndu léð sanngjörnum kröfum Um- hverfisvaktarinnar brautargengi – og það þótt þeir eigi hver um sig afar lítið í Faxaflóahöfnum og Grundartanga. Vonandi berst sem minnst mengun yfir Akrafjall og Berjadalsá. Því ráða vindáttir og vilji stóriðjufyrirtækjanna til að halda mengun í skefjum. Með kveðju til Akurnesinga, Ragnheiður Þorgrímsdóttir Neysluvatnið og stóriðjan Pennagrein Pennagrein Væntanleg sólarkísilverksmiðja Sili- cor Materials Inc. á Grundartanga sætir miklum og góðum tíðindum, ekki aðeins fyrir Akranes og Vest- urland, heldur íslenskt samfélag og þjóðarbú. Við sjáum ástæðu til að leggja orð í belg umræðunnar um áform bandaríska fyrirtækisins og nefnum hér í fáeinum punktum markverð- ustu tíðindi málsins. 1. Verksmiðjan verður vinnustaður 450 manna, fagfólks á mörgum svið- um og af báðum kynjum. 2. Erlend fjárfesting af slíku umfangi er vel þegin og mikilvæg innspýt- ing í efnahagslífið. Hún hefur mikil margfeldisáhrif á öllu atvinnusvæði Vesturlands og Suðvesturhornsins. 3. Skipulagsstofnun telur umhverf- isáhrif starfseminnar ekki umtals- verð og framkvæmdin skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. 4. Umhverfisstofnun er sama sinnis og vísar til þess að verksmiðjan muni hvorki losa flúor né brennistein- stvíoxíð út í umhverfið. Meng- unarálag á Grundartanga aukist því ekki með starfseminni. 5. Silcor hefur öðlast einkaleyfi á al- gjörlega nýrri framleiðsluaðferð þar sem unnið er í lokuðu kerfi. 6. Raforkunotkun verður einung- is þriðjungur þess sem gerist í hefð- bundinni sólarkísilframleiðslu. 7. Væntanleg framleiðsluvara, hreinn kísill frá Grundartanga, verður flutt úr landi og notuð til að framleiða sólarkísilflögur sem menn setja á þökin sín og virkja sjálft sól- skinið til raforkuframleiðslu. 8.„Hliðarafurðir“ sólarkísilfram- leiðslunnar verða söluvörur líka, til dæmis álhlutar sem nýtast í bíla og létta þá – sem aftur sparar eldsneyti og dregur úr losun gróðurhúsaloft- tegunda. Hér er dregin upp í mjög einföldu máli heildarmynd af umfangsmik- illi og nær mengunarlausri iðnað- arframleiðslu sem veita mun mörg hundruð manns atvinnu, nýtir end- urnýjanlega, græna, íslenska orku- gjafa til starfseminnar og framleið- ir vöru til að breyta sólarljósi í raf- orku! Þetta hefðu einhvern tíma þótt tíðindi til næsta bæjar og þau afar góð. Í þjóðmálaumræðunni heyr- ast hins vegar háværar úrtöluradd- ir og rakalaus stóryrði um áformin um nýja iðnfyrirtækið á Grundar- tanga, aðstandendur þess og þá sem að málinu koma hér innanlands. En ekkert er nýtt undir sólinni. Við þurftum sjálfir að þola ýms- ar ákúrur og ásakanir á sínum tíma þegar við beittum okkur fyrir upp- byggingu á Grundartanga, sem reyndist enn meira gæfuspor fyr- ir samfélagið en við þorðum að vona. Því var meira að segja hald- ið fram að iðnrekstur á Grundar- tanga myndi ógna heilsufari Skaga- manna vegna hættu á að vatnsból þeirra í Akrafjalli mengaðist. Bæj- aryfirvöld tóku umræðuna að sjálf- sögðu alvarlega, létu rannsaka efna- innihald drykkjarvatnsins á Akranesi og fengu síðar staðfest með rann- sóknum að innihaldið breyttist ekki með rekstri iðnveranna. Slíkar rann- sóknir eru gerðar reglulega og engin breyting hefur átt sér stað. Reyndar er magn þungmálma minna í vatni Skagamanna en úr Gvendarbrunn- um, vatnsbóli Orkuveitu Reykjavík- ur í Heiðmörk. Við rifjum þetta upp hér í tilefni af því að okkur blöskrar sá harka- legi tónn sem sumir málshefjendur velja sér í umræðunni. Þar er ekkert gefið eftir, enginn gaumur gefinn að afkomu hundruða fjölskyldna sem eiga allt sitt undir því að halda vinnu og ekki litið til hagsmuna samfélag- anna sem hlut eiga að máli. Umræða um umhverfismál þarf að vera opin og hreinskiptin. Við höfum komið okkur upp stofnunum sem eiga fyrir okkar hönd að gæta þess að farið sé að lögum og reglum. Í þessum stofnunum starfa sérhæfð- ir vísindamenn sem okkur er ætlað að treysta. Þessu til viðbótar þarf al- menningur alltaf að vera vakandi, afla sér bestu upplýsinga og spyrja spurninga. Eðlilegt er að skoðan- ir geti verið skiptar en umræða, sem einkennist af brigslum og svig- urmælum, leiðir aldrei til góðrar niðurstöðu. Þeir sem iðka slíkt eru vondir talsmenn umhverfisins. Við fögnum því að í sjónmáli er að undirritaðir verði samningar um að sólarkísilverksmiðja rísi á Grund- artanga, nýtt og spennandi fyrirtæki með öllum þeim jákvæðu formerkj- um sem við stikluðum á hér á und- an. Það er rík ástæða til þess að ganga út í vorið með sól í sinni. Guðmundur Páll Jónsson, Gunnar Sigurðsson, Sveinn Kristinsson og Þröstur Þór Ólafsson. Greinarhöfundar eru fyrrverandi bæjarfulltrúar til margra ára í bæjar- stjórn Akraness. Sólskinið virkjað með kísli frá Grundartanga

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.