Skessuhorn


Skessuhorn - 13.05.2015, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 13.05.2015, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2015 Meistaraflokkur karla í Skalla- grími vann á dögunum stórsigur á liði Stokkseyrar í Borgunarbikarn- um, 11-0. Næst mætir Skallagrím- ur BÍ/Bolungarvík í sömu keppni á Torfnesvelli 19. maí næstkomandi. Lið Skallagríms var lagt niður árið 2012 en tók svo aftur þátt árið 2013 og í fyrra. Það leikur í B-riðli fjórðu deildar Íslandsmótsins í sumar líkt og síðasta sumar og fyrsti leikur liðs- ins verður gegn Afríku á Leiknisvelli 22. maí. „Stefnan er að fara upp og spila í þriðju deild á næsta ári og við von- umst eftir að gera einhvern usla í bikarnum,“ sagði Hrannar Leifsson, framkvæmdastjóri knattspyrnu- deildar Skallagríms, í samtali við Skessuhorn. „Við réðum nýjan þjálf- ara, Sigurð Þóri Þorsteinsson. Það var gríðarlega metnaðarfull ráðning að okkar hálfu, hann er margreynd- ur í boltanum, er formaður Knatt- spyrnuþjálfarafélags Íslands og hef- ur áður þjálfað til dæmis Aftureld- ingu, Breiðablik, ÍR og Fylki, bæði yngri og eldri flokka.“ Leikmanna- hópur Skallagríms telur um 25 leik- menn sem verður að teljast nokk- uð stór hópur, miðað við önnur lið í fjórðu deildinni að minnsta kosti. „Við erum búnir að vera að safna liði í vetur og höfum fengið til okk- ar nokkra mjög öfluga leikmenn. Tvo höfum við fengið á láni frá Fram, unga stráka og svo fengum við tvo sem spiluðu með Grundar- firði í fyrra. Svo verða tveir Bretar með liðinu í sumar. Markvörðurinn sem spilaði hér í fyrra og svo ann- ar, ungur leikmaður sem kemur úr unglingaakademíu Blackburn,“ seg- ir Hrannar. Aðspurður um kvennalið Skalla- gríms segir Hrannar að meistara- flokkslið kvenna taki ekki þátt í Ís- landsmótinu í sumar. „Ekki að það sé ekki vilji fyrir því hjá félaginu, þvert á móti. Við vildum helst geta sent kvennalið til keppni en það hef- ur ekki fengist nægilegur mann- skapur til að það sé hægt, því mið- ur,“ bætir hann við. Leikmannakynning í kvöld Í kvöld, miðvikudagskvöldið 13. maí, verður leikmannakynning í Edduveröld í Borgarnesi þar sem leikmenn og þjálfarar verða kynntir og farið verður yfir helstu áherslur fyrir komandi sumar. Að því loknu verður fótboltaspurningakeppni fyrir gesti. „Það mættu um hundrað manns á leikinn gegn Stokkseyring- um. Við grilluðum svo pylsur ofan í alla í hálfleik í boði Nettó. Það verð- ur eitthvað slíkt í boði á öllum leikj- um í sumar. Það er mikil stemning í bænum fyrir komandi keppnis- tímabil og það sést til dæmis á yngri flokka starfinu. Þeir tóku dálítið við sér í vetur. Iðkendafjöldi tvöfald- aðist frá mars 2014 til mars 2015 og við reiknum með að þeim haldi áfram að fjölga út sumarið, sérstak- lega í ljósi þess að við verðum með fótboltaskóla fimm daga vikunnar í allt sumar,“ segir Hrannar. „Ég von- ast svo auðvitað til að sjá sem flesta á vellinum í sumar,“ bætir hann við að endingu. kgk Byrjunarlið Skallagríms sem skellti Stokkseyri 11-0 í Borgarnesi á dögunum. Knattspyrnusumarið fer vel af stað hjá Skallagrímsmönnum Mánudaginn 11. maí voru forseta- kosningar í Fjölbrautaskóla Snæ- fellinga. Þá var kjörinn nýr for- seti nemendafélagsins, NFSN, sem tekur við keflinu af Nökkva Frey Smárasyni sem hefur gegnt embættinu síðasta skólaár. Það var Grundfirðingurinn Hilmar Orri Jóhannsson sem var hlutskarpast- ur í kosningunni og mun taka við embættinu í haust. Hér er Nökkvi til vinstri á mynd að óska Hilmari til hamingju. tfk Þessa dagana er full þörf á að fara varlega með eld. Miklir þurrk- ar hafa verið vikum saman og þarf lítið til að kvikni í sinu og öðrum gróðri. Fólk varð áþreifanlega vart við þetta þegar miklir eldar kvikn- uðu í landi Fáskrúðarbakka á Snæ- fellsnesi 2. maí síðastliðinn. Tal- ið er að eldarnir hafi kviknað eftir að stór fugl flaug á raflínur. „Þetta var heilmikið sjónarspil. Eldurinn fór hér niður allan flóann og niður að ármótum. Fólk hér á bænum var upptekið við að flytja sauðfé milli húsa þegar við urðum vör við reyk- inn og rafmagnið fór,“ segir Stein- unn Hrólfsdóttir. Synir hennar búa á Fáskrúðarbakka, hún bjó þar sjálf um árabil en er nú búsett í Borgar- nesi. Hún er nú stödd á Fáskrúðar- bakka enda í nægu að snúast þar í sauðburði. „Hann gengur afar vel, hér er allt upp í fjórlembt hjá okk- ur,“ segir Steinunn. mþh Stórt svæði brann í sinueldi Mynd tekinn niður yfir flóann á Fáskrúðarbakka í liðinni viku sem sýnir að gríðarstórt landflæmi brann 2. maí. Útigangshrossin urðu hálf ráðvillt eftir þessa uppákomu þar sem haginn brann en róuðust þegar þeim var færð heyrúlla í sárabætur. Kosinn nýr formaður NFSN Bestu kleinur í heimi Freisting vikunnar að þessu sinni er ættuð úr Skagafirðinum. Einn af blaðamönnum Skessuhorns varð þeirrar gæfu aðnjótandi um síð- astliðna helgi að smakka nýbak- aðar og volgar kleinur, sem voru óvenju bragðgóðar. Það varð úr að haft var samband við tvær syst- ur, þær Tobbu og Stínu, sem halda úti uppskriftasíðunni eldhussystur. com og birta þar ýmsar kræsing- ar en kleinurnar góðu voru bak- aðar eftir uppskrift sem birt var á þeirri síðu. Uppskriftin kemur upprunalega frá Ingu, nágranna- konu systranna á Sauðárkróki. Sem börn runnu systurnar á lyktina í hvert sinn sem Inga steikti kleinur og fengu smakk. Úr varð að móð- ir systranna fékk uppskriftina sem gengur nú undir nafninu „Bestu kleinur í heimi“. Kleinurnar hennar Ingu 1 kg Kornaxhveiti 350 gr sykur 100 gr smjör/smjörlíki 2 egg 2 tsk lyftiduft 2 tsk hjartasalt 5 dl súrmjólk 1/2 tsk kardimommudropar, 1/2 tsk sítrónudropar, 1/2 tsk vanilludropar Tólg og palmín feiti til steikingar. Aðferð: Öllu þurrefni er hrært saman. Smjörið skorið í litla bita og mul- ið saman við hveitiblönduna með fingrunum þar til það er orðið að fínkorna mulningi. Súrmjólk og eggjum hrært saman ásamt drop- um (best að nota alla, þá verða þetta ekta Ingu-kleinur) og svo hrært út í hveiti/smjör blönduna. Öllu hvolft á hveitistráð borð og hnoðað mjög vel, hveiti bætt við eftir þörf- um. Deigið á að vera aðeins blautt en þó þannig að það sleppi bæði höndum og borðplötunni. Síðan er hluti af deiginu klipinn af og flattur út á vel hveitistráðu borði, ca. hálfs cm. þykkt og skorið út í kleinur. Ef þið eigið ekki má t.d. hnota beittan hníf eða pizzuskera. Skorin er lít- il rauf í miðjuna á hverri kleinu og öðrum enda kleinunnar ýtt í gegn- um raufina. Þetta er endurtekið við allar kleinurnar. Best er að strá ör- litlu hveiti á fat eða ofnskúffu og leggja kleinurnar þar (ef hveitinu er sleppt eiga þær á hættu að kless- ast bara við fatið og skemmast). Við viljum byrja á því að biðja fólk um að fara mjög varlega þegar feit- in er hituð og kleinurnar steiktar. Feitin nær miklum hita og auð- velt er að skaðbrenna sig ef ekki er farið varlega. Hitið 500 gr. af tólg og 1000 gr. feiti á rétt yfir miðl- ungshita, einnig er hægt að notast bara við feiti en þá er notað 1500 gr. feiti. Þegar tólgin er bráðnu er gott að setja afgangs deigbita útí til að sjá hvenær feitinn er orðin nógu heit til að steikja kleinurnar. Ef feit- in verður of heit verða kleinurnar of dökkar of hratt en hráar inní. Þeg- ar kleinurnar eru steiktar er nauð- synlegt að velta þeim reglulega til að kleinurnar fái jafna steikingu og verði jafn gylltar báðum megin. Veiðið kleinurnar upp úr og legg- ið þær á eldhúspappír. Það fer eft- ir potti, eldavél og feiti hvaða hita- stilling hentar í hvert sinn þann- ig það er um að gera að prufa sig bara áfram. Kleinurnar eru bestar nýsteiktar og volgar en það er auð- vitað mjög þægilegt að frysta þær líka. grþ Freisting vikunnar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.