Skessuhorn


Skessuhorn - 13.05.2015, Side 10

Skessuhorn - 13.05.2015, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2015 „Þetta eru fáránlega vitlausar full- yrðingar. Þegar fyrirtæki koma hingað og bjóða okkur að spyrja hvað þurfi til svo komast megi hjá verkfallsátökum þá segjum við stutt og laggott að þau verði að ganga að okkar kröfum. Fyrirtæk- in vilja fá að vita hverjar þær eru og fá svör við þeim spurningum. Þau samþykkja þær, eða ekki. Aðalmál- ið er að það eru öll aðildarfélög innan Starfsgreinasambandsins að gera svona samninga. Af einhverj- um ástæður ákveður Signý Jóhann- esdóttir hins vegar að átelja Verka- lýðsfélag Akraness fyrir þetta sér- staklega,“ segir Vilhjálmur Birgis- son formaður Verkalýðfélags Akra- ness aðspurður um ávirðingar Sig- nýjar á hendur honum. Brosir við ásökunum Vilhjálmur segist reyndar aldrei hafa verið sammála Signýju Jó- hannesdóttur í kjarabaráttu. „Hún hefur í gegnum tíðina viljað fara leið samræmdrar láglaunastefnu. Hefði ég hlustað á hana og henn- ar félag í gegnum árin þá væru laun stóriðjustarfsmanna á Grundar- tangasvæðinu 500 til 700 þúsund krónum lægri heldur en þau eru í dag. Fólkið hefði orðið af millj- ónum króna. Ég bara brosi af at- hugasemdum hennar í minn garð frá formanni Stéttarfélags Vestur- lands. Það er nöturlegt að þurfa að vera að eyða tíma í að svara svona tali á meðan aðalmál okkar nú og sem við eigum að einbeita okkur að, er að bæta kjör fólksins okk- ar. Það hefur okkur tekist og þetta skiptir máli.“ Formaður Verkalýðsfélags Akra- ness hafnar því einnig að hann með framferði sínu í samningamálum taki þátt í því að „skilja lægst laun- aða fólkið eftir í skítnum.“ „Aðra eins vitleysu hef ég aldrei heyrt á minni ævi. Fylgist Signý Jó- hannesdóttir ekki með fréttum? Verkalýðsfélag Akraness gekk hér á dögunum frá bónussamn- ingi við HB Granda þar sem laun fiskvinnslufólks hækkuðu um allt að 51 þúsund krónur. Níutíu pró- sent af þeim sem þar eru undir eru konur. Ef að Signý Jóhann- esdóttir mun ná slíkum samning- um til handa sínum konum á sínu félagssvæði þá skal ég fara með stóran blómvönd og færa henni.“ Ábyrgðarhluti að stunda verkföll Vilhjálmur Birgisson segir engan bilbug að finna á sér í yfirstand- andi kjaradeilum. „Nei, nei. Ekki til í dæminu. Við erum í bullandi baráttu áfram. En ég ítreka enn, ef fyrirtæki kemur og segir við okkur að það gangi að okkar kröf- um, þá er það algerlega ábyrgð- arlaust hjá forystumanni stéttar- félags að hafna slíkum hækkun- um en kjósa frekar að halda fólk- inu áfram í verkfalli. Ég sé þó að það eru tveir einstaklingar sem hafa áhyggjur af þessu og gagn- rýna að hér sé verið að ná fram kjarasamningum fyrir verkafólk þar sem gengið er til fullnustu að okkar kröfum. Það er Gylfi Arn- björnsson forseti Alþýðusam- bands Íslands og Signý Jóhannes- dóttir fyrrverandi varaforseti ASÍ og núverandi formaður Stétt- arfélags Vesturlands. Bæði eru talsmenn samræmdrar láglauna- stefnu. Ég tek ekki þátt í henni,“ segir hann. mþh Vilhjálmur vísar ávirðingum alfarið á bug Vilhjálmur Birgisson í kröfugöngu 1. maí síðastliðinn. Útróðramenn og fiskvinnsla á Vest- urlandi var með böggum hildar á miðvikudag og fimmtudag í liðinni viku vegna verkfalla. Fiskvinnslu- fyrirtæki voru víðast lokuð og menn þurftu að sæta lagi við landanir þar sem verkföll koma víða í veg fyrir að hægt væri að koma fiskafla á land, slægja hann, bjóða upp og jafnvel flytja til vinnslu. Hafnirnar voru þó í sjálfu sér opnar, starfsmenn þeirra voru ekki í verkfalli. Fiskmarkað- ir í Ólafsvík og á Arnarstapa voru lokaðir. Sömuleiðis var slægingar- þjónustan í Rifi lokuð. Hins vegar leituðu menn löndunar í Grinda- vík og í Stykkishólmi. Fyrstu dagur strandveiðanna þóttu frekar dræm- ir bæði vegna rysjótts veðurfars og kulda en ekki síður þar sem fiskverð á mörkuðum var lágt, líklega vegna verkfallsins. Til að mynda fengust einungis fengust um 213 krónur fyrir kíló- ið af óflokkuðum þorski sem boð- inn var upp á Snæfellsnesi í byrj- un strandveiðivikunnar. Þeir sem lönduðu eftir klukkan 15 á þriðju- daginn fengu ekki fiskinn flokkað- an. Í Ólafsvík var ekki tekið á móti neinum fiski nema hjá fiskvinnslu- fyrirtækinu Valafelli. Þar lá ann- ars öll vinnsla niðri vegna verk- falls starfsfólks á miðvikudag og fimmtudag. Hjá Valafelli var hins vegar einn maður sem var verk- taki við að slægja fisk og því ekki í verkfalli. Þrír strandveiðibátar eru í föstum viðskiptum hjá fyrirtæk- inu og var tekið við afla af þeim og hann slægður af viðkomandi verktaka. Skessuhorn fékk upp- lýst að eigendur fleiri strandveiði- báta í Ólafsvík hefðu sett sig í sam- band við Valafell til að fá að leggja upp hjá fyrirtækinu verkfallsdagana en allir fengið neitun. „Það eru all- ir starfsmenn heima og fleiri tonn af fiski í húsinu sem bíða frekari vinnslu,“ fékk Skessuhorn upplýst á skrifstofu Valafells á fimmtudag- inn, en starfsmenn þar eru í Verka- lýðsfélagi Snæfellinga. Frá föstu- degi hófst síðan ströng törn þar sem unnið var lengi hjá mörgum fiskvinnslufyrirtækjum til að bjarga verðmætum og vinna upp tapaðan vinnslutíma vegna verkfallanna. Svipað ástand var uppi í Rifi. „Hér var unnið til klukkan 23 á þriðjudagskvöld, rétt áður en verk- fallið hófst. Það bárust 200 kör af fiski úr Tjaldinum eftir þriggja daga veiði og við unnum við að koma þessu í verkun fyrir verkfall,“ segir Fannar Hjálmarsson hjá Fiskverk- un KG í Rifi. Þar voru allir starfs- menn nema verkstjórar og aðrir stjórnendur fyrirtækisins í verkfalli á miðviudag og fimmtudag. Mjög margir þeirra sem hafa réru verkfallsdagana leituðu löndunar í Grundarfirði. Margir strandveiði- bátar gerðu það, sem og dragnót- arbáturinn Steinunn SH frá Ólafs- vík. Í Grundarfirði hefur fyrirtækið Djúpiklettur samið við starfsmenn sína sem eru í Verkalýðfélagi Akra- ness. Það sinnti því löndunarþjón- ustu. Daglegar ferðir flutningabíla eru til og frá Grundarfirði en lág- marks þjónusta. Í Stykkishólmi hef- ur sömuleiðis verið hægt að landa fiski. Margir bátar voru að á veið- um við Snæfellsnes á fimmtudag- in. Eftir því sem Skessuhorn komst næst stefndu margir til löndun- ar í Grundarfirði eða þeir kusu að láta fiskafla dagsins bíða ísaðan um borð í bátunum yfir nótt til að landa svo í bítið á föstudaginn þegar þess- ari hrinu verkfalla er lokið. Næstu verkfallsdagar félaga í Starfsgreina- sambandinu verða 19. og 20. maí hafi ekki samist þá. mþh Verkfallið bitnaði á sjávarútveginum Vegna verkfallsins þá landaði Steinunn SH frá Ólafsvík afla sínum í Grundarfjarðar- höfn síðdegis á miðvikudaginn. Ljósm. tfk „Þetta er algerlega á skjön við allt sem skynsamlegt má telja í kjarabar- áttu þar sem samstaða er lykill að því að ná árangri. Svona háttarlag eins og kollegi minn, Vilhjálmur Birg- isson á Akranesi ástundar, bæði að semja við fyrirtæki innan eða utan við Samtök atvinnulífsins, er alger- lega óásættanlegt. Hann heldur að með þessu sé hann sé að brjóta nið- ur samstöðumátt Samtaka atvinnu- lífsins en að mínu mati er hann að brjóta niður samtakamátt verkalýðs- hreyfingarinnar. Er mönnum eins og Vilhjálmi Birgissyni ekkert heil- agt,“ spyr Signý Jóhannesdóttir for- maður Stéttarfélags Vesturlands. Brjóta niður samstöðuna Í frétt Skessuhorns á fimmtudag- inn upplýsti Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akra- ness að félag hans væri þá búið að gera nýja kjarasamninga við 14 fyr- irtæki á Vesturlandi. Þar með væru starfsmenn þeirra ekki þátttakend- ur í verkföllum. „Ég hef talað gegn því að stéttarfélögin væru að semja svona einhliða út og suður. Með þessu brjóta þau niður samstöðu launþega. Í þessum tilfellum er oft- ast verið að semja við þau fyrirtæki sem borga best frá því áður. Án þess að ég vilji fara að gera þessa kjara- baráttu að kynjabaráttu þá vek ég samt athygli á að þetta eru yfirleitt fyrirtæki þar sem flestir ef ekki all- ir starfsmenn eru karlar. Með þessu háttarlagi skilja þeir sem fyrir því standa hins vegar þau lægst launuðu eftir í skítnum. Oftar en ekki þá eru það konur,“ segir Signý. „Það eru helstu verkalýðsforingj- ar landsins að þeirra eigin sögn sem stunda þennan leik að gera sjálf- stæða samninga við fyrirtæki. Þar er ég að tala um Verkalýðsfélag Akra- ness og Framsýn á Húsavík. Ég er algerlega komin með upp í kok af þessu framferði þeirra. Þeir eyði- leggja fyrir launþegahreyfingunni það sem lagt var upp með sem að- almálið í þessari baráttu. Það var að laga stöðuna hjá þeim sem eru með lökust kjörin. Þessir samningar þeirra félaga brjóta kjarabaráttuna niður innan frá. Samningarnir hafa hins vegar engin áhrif á Samtök at- vinnulífsins.“ Margvíslegar afleiðingar Signý segist verða áþreifanlega vör við afleiðingar þess að Verkalýðs- félag Akraness bjóði nú upp á kjara- samninga félaga sinna við einstaka fyrirtæki. „Sem dæmi má nefna að við hjá Stéttarfélagi Vesturlands upplifum að starfsmenn einstakra fyrirtækja segi sig úr félaginu til þess að ganga í Verkalýðsfélag Akraness. Þetta gera þeir einvörðungu vegna þess að þeir eru hjá fyrirtæki sem er að fara að semja við það stéttarfélag um nýjan kjarasamning. Þarna má nefna verktakafyrirtækið Snók sem þjónustar fyrirtækin á Grundar- tanga. Svo er það annað í þessu sem er að þetta er ekki sanngjarnt gagn- vart atvinnurekendum. Þeir horfa kannski upp á að samkeppnisaðil- ar þeirra semja við Verkalýðsfélag Akraness og halda þannig áfram rekstri á meðan þeir sjálfir þurfa að búa við hömlun í rekstri vegna verkfalla. Eðlilega spyrja þeir hvers vegna það eigi að skilja þeirra fyrir- tæki eftir í þessu sambandi. Öll eðli- leg samkeppni raskast. Atvinnurek- endur verða reiðir og kenna stéttar- félögunum um þetta ástand. Ég þarf allt í einu að svara spurningum um Átelur formann VLFA harðlega fyrir samningagerð hvort ég geri mér grein fyrir hvað ég sé að gera atvinnusvæðinu á Vestur- landi þegar við hjá Stéttarfélagi Vest- urlands eigum enga sök á því hvern- ig komið er í þessum samningamál- um gagnvart einstökum fyrirtækj- um. Hún liggur alfarið hjá Verka- lýðsfélagi Akraness og Samtökum atvinnulífsins. Ég hefði ekki viljað fara í leðjuslag innan launþegahreyf- ingarinnar, og þá við Verkalýðsfélag Akraness og formann þess, en þetta er óþolandi staða,“ segir Signý Jó- hannesdóttir formaður Stéttarfélags Vesturlands. Breytt landslag á vinnumarkaði Þegar Skessuhorn ræddi við Sig- nýju um hádegisbil á fimmtudaginn var hún ásamt samstarfsfólki sínu að koma úr verkfallsvörslu og eftir- liti í Dölum á leið til að halda sömu störfum áfram í Borgarfirði. „Við urðum ekki vör við nein verkfalls- brot í Dölum. Hins vegar er ljóst að umhverfið á vinnumarkaði hefur að mörgu leyti breyst frá því við vor- um í svona kjarabaráttu síðast. Verk- tökum og því sem kalla mætti gervi- verktökum hefur fjölgað mjög. Þetta fólk er utan stéttarfélaga. Við erum að sjá verktaka í hlutverkum í dag sem voru ekki til áður. Þetta er eitt- hvað sem við þurfum að skoða bet- ur í ljósi reynslunnar sem við upplif- um núna. Síðan er það félagafrelsið sem mikið hefur verið rætt um. Við erum að finna félagsfólk í Verslun- armannafélagi Reykjavíkur vestur í Dölum þó að Dalir séu að sjálfsögðu ekki starfssvæði þess stéttarfélags,“ sagði Signý Jóhannesdóttir formað- ur Stéttarfélags Vesturlands. mþh Signý Jóhannesdóttir formaður Stéttarfélags Vesturlands.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.