Skessuhorn


Skessuhorn - 13.05.2015, Side 30

Skessuhorn - 13.05.2015, Side 30
30 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2015 Pennagrein Kútter Sigurfari Þessa dagana er enn og aftur um- ræða um framtíð Kútters Sigurfara sem verið hefur bæjarprýði Akra- ness allar götur frá árinu 1974 þeg- ar Kiwanisklúbburinn Þyrill keypti skipið og flutti til Akraness og gaf bæjarfélaginu. Sérfræðingar hafa verið kvaddir að verki og nú að undirlagi forsætisráðherra ef rétt er með farið. Margir eru þeirrar skoðunar að skipið sé það illa farið að allt of kostnaðarsamt sé að endursmíða það, þannig að sómi verði af og réttlætanlegt. Mikil eftirsjá verður af skipinu ef það verður látið hverfa og bæj- arfélagið kennileiti fátækara ef það gengur eftir. Rétt er auðvitað að halda því til haga að Akraneskaup- staður getur ekki staðið einn að nauðsynlegri endursmíð, þar verð- ur ríkissjóður að koma til og ann- ast endurgerðina að mestu leyti enda skipið hluti af sögu þjóðarinn- ar og því óeðli- legt að ætlast til að Akurnesingar beri kostnaðinn af varðveislu þjóð- arsögunnar. Komi það til að skipið verði end- ursmíðað sem ég vona að verði, þá legg ég til að húsið utan um end- ursmíðina verði í flöskulíki, þannig að hægt verði að sjá skipið og fram- kvæmdina alla jafnóðum og henni vindur fram, bæði utanfrá og jafn- vel væri hægt að skipuleggja fram- kvæmdina þannig að ferðamenn, jafnt erlendir sem hérlendir, ættu auðvelt með að fylgjast með fram- vindu verksins inni í húsinu undir leiðsögn sérfræðinga. Og Akurnesingar og auðvitað Ís- lendingar allir myndu líklega eign- ast heimsins stærsta flöskuskip - sem myndi klárlega auka ferða- mannastrauminn verulega til Akra- ness. Jón Pálmi Pálsson. Pennagrein Lífeyrisskuldbindingar mynda vanda Höfða Undanfarin misseri hefur nokk- ur umræða farið fram um rekstur Höfða, hjúkrunar- og dvalarheim- ilis, enda hafa ársreikningar heim- ilisins sýnt nokkurn hallarekstur og í þeim síðasta fyrir árið 2014 var hall- inn rúmar 146 milljónir króna. Þessi mikli halli kallar á viðbrögð en ekki er allt sem sýnist og því afar nauð- synlegt að umræðan mótist af stað- reyndum frekar en upphrópunum. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og lífeyrisskuld- bindingar var á síðasta ári jákvæð- ur um rúmar 13 milljónir króna og er það umtalsverður bati frá árinu 2013 en þá var afkoman neikvæð um rúmar 15 milljónir króna. Rekstrar- batinn var því rúmar 28 milljónir á milli ára. Veltufé frá rekstri á síðast ári var jákvætt um rúmar 8 milljón- ir króna en árið á undan var það nei- kvætt um tæpar 23 milljónir króna. Veltufé frá rekstri eru þeir fjármun- ir sem eru nýttir í afborganir lána, greiðslu áfallinna lífeyrisskuldbind- inga og til fjárfestinga. Það eru hins vegar reiknaðar líf- eyrisskuldbindingar sem eru að sliga rekstur Höfða. Á síðasta ári var reiknaður kostnaður þeirra vegna rúmar 114 milljónir króna sem er tæplega 59 milljóna króna hækkun á milli ára og tæplega 56 milljónum króna hærri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Uppsöfnuð skuldbinding Höfða var í árslok 2014 rúmar 857 milljónir króna. Þarna erum við komin að stærsta vanda í rekstri Höfða sem og annarra dvalar- og hjúkrunarheimila á undanförn- um árum. Í daggjöldum frá ríkinu, sem rekstur slíkra heimila byggir á, er ekki gert ráð fyrir þessum skuld- bindingum. Það hefur ríkisvaldið viðurkennt. Um árabil hafa staðið yfir viðræður um yfirtöku ríkissins á þessum skuldbindingum. Á árinu 2014 yfirtók ríkið skuldbinding- ar hjá þeim sjálfseignarstofnunum sem reka dvalar- og hjúkrunarheim- ili og má þar til dæmis nefna Hrafn- istuheimilin. Til stendur að ganga til samninga um yfirtöku hjá þeim heimilum sem eru í eigu sveitarfé- laga og er Höfði þar á meðal. Það er bjargföst trú mín að sú barátta endi farsællega enda um réttlætismál að ræða og í þeirri baráttu verða sveit- arstjórnarmenn, þingmenn og ekki síst íbúar að standa saman. Þrátt fyrir bata í daglegum rekstri Höfða á síðasta ári má ávallt gera betur og það er verkefni eigenda, stjórnar og starfsfólks Höfða frá degi til dags. Þungi lífeyrisskuldbindinga má hins vegar aldrei villa mönnum sýn þannig að dramatískir dómar verði felldir um horfur og mögu- leika í rekstri okkar ágæta heimilis. Kristjana Helga Ólafsdóttir Formaður stjórnar Höfða, hjúkrun- ar- og dvalarheimilis. Arionbankamótið, opið íþrótta- mót hestamannafélaganna Faxa og Skugga, var haldið í blíðskapar- veðri á félagssvæði Skugga í Borg- arnesi um liðna helgi. Helstu úrslit í A-keppni voru eftirfarandi: Fjórgangur V2, A-úrslit, barnaflokkur 1. sæti: Aníta Björk Björgvinsdóttir á Klöpp frá Skjólbrekku 5,90. 2. sæti: Berghildur Björk Reynis- dóttir á Óliver frá Ánabrekku 5,67. 3. sæti: Stefanía Hrönn Sigurð- ardóttir á Steini frá Mið-Fossum 5,40. Fjórgangur V2, A-úrslit, unglingaflokkur 1. sæti: Gyða Helgadóttir á Freyði frá Mið-Fossum 6,33. 2. sæti: Aron Freyr Sigurðsson á Hlyni frá Haukatungu Syðri I 6,17. 3. sæti Inga Dís Víkingsdóttir á Sindra frá Keldudal 5,73. Fjórgangur V2, A-úrslit, ungmennaflokkur 1. sæti: Hinrik Ragnar Helgason á Sýni frá Efri-Hömrum 6,83. 2. sæti: Klara Sveinbjörnsdóttir á Vökulum frá Árbæ 6,80. 3. sæti: Sigrún Rós Helgadóttir á Kalda frá Hofi I 6,50. Fjórgangur V2, A-úrslit, 2. flokkur 1. sæti: Arnhildur Helgadóttir á Ófelíu frá Hvolsvelli 5,83. 2. sæti: Sævar Örn Eggertsson á Bröttum frá Austurkoti 5,80. 3. sæti: Einar Gunanrsson á Illingi frá Akranesi 5,40. Fjórgangur V2, A-úrslit, opinn flokkur 1. sæti: Ísólfur Líndal Þórisson á Kristófer frá Hjaltastaðahvammi 7,20. 2. sæti: Iðunn S Svansdóttir á Fjöð- ur frá Ólafsvík 6,60H. 3. sæti: Vigdís Gunnarsdóttir á Gulltopp frá Þjóðólfshaga I 6,60H. Fimmgangur F2, A-úrslit, ungmennaflokkur 1. sæti: Gyða Helgadóttir á Óðni frá Syðra-Kolugili 6,14. 2. sæti: Máni Hilmarsson á Presti frá Borgarnesi 6,07. 3. sæti: Sigrún Rós Helgadóttir á Biskupi frá Sigmundarstöðum 6,00. Fimmgangur F2, A-úrslit Opinn flokkur 1. sæti: Hallfríður Sigurbjörg Óla- dóttir á Kolgerði frá Vestri-Leirár- görðum 6,93R. 2. sæti: Halldór Sigurkarlsson á Kolbrá frá Söðulsholti 6,93R. 3. sæti: Jóhann Magnússon á Sjö- und frá Bessastöðum 6,24. Tölt T3, A-úrslit, unglingaflokkur 1. sæti: Gyða Helgadóttir á Freyði frá Mið-Fossum 6,61. 2. sæti: Ásdís Brynja Jónsdóttir á Vigur frá Hofi 6,00. 3. sæti: Aron Freyr Sigurðsson á Hlyn frá Haukatungu Syðri I 5,94. Tölt T3, A-úrslit, barnaflokkur 1. sæti: Stefanía Hrönn Sigurðar- dóttir á Svaðilfara frá Báreksstöð- um 6,67. 2. Berghildur Björk Reynisdóttir á Óliver frá Ánabrekku 6,06. 3. Aníta Björk Björgvinsdóttir á Klöpp frá Skjólbrekku 5,67. Tölt T3, A-úrslit, ungmennaflokkur 1. sæti: Hinrik Ragnar Helgason á Sýni frá Efri-Hömrum 7,22. 2. sæti: Klara Sveinbjörnsdóttir á Óskari frá Hafragili 6,95. 3. sæti: Guðný Margrét Sigurodds- dóttir á Reyk frá Brennistöðum 6,44. Tölt T3, A-úrslit, 2. flokkur 1. sæti: Hrafn Einarsson á Vilborgu frá Melkoti 5,72. 2. sæti: Erla Rún Rúnarsdóttir á Fögrunótt frá Borgarnesi 5,61. 3. sæti: Inga Vildís Bjarnadóttir á Golu frá Þingnesi 5,50. Tölt T3, A-úrslit, opinn flokkur 1. sæti: Ísólfur Líndal Þórisson á Freyði frá Leysingastjöðum II 7,83. 2. sæti Ámundi Sigurðsson á Hrafni frá Smáratúni 7,39. 3. sæti: Gunnar Halldórsson á Eskil frá Leirulæk 7,06. kgk/ Ljósm. iss. Hinrik Ragnar Helgason vann tölt og fjórgang í ungmenna- flokki. Arionbankamót Faxa og Skugga Berghildur Reynisdóttir og Óliver frá Ánabrekku voru samanlagðir fjórgangssigurvegarar í barnaflokki. Aníta Björk Björgvinsdóttir og Klöpp frá Skjólbrekku sigruðu í fjórgangi í barnaflokki. Gyða Helgadóttir stóð sig vel á mótinu og sigraði í tölti, fjórgangi unglinga, fimm- gangi ungmennaflokks og í tölti unglinga. Ísólfur Líndal Þórisson sigraði í tölti í opnum flokki og fjórgangi opnum flokki.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.