Skessuhorn


Skessuhorn - 13.05.2015, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 13.05.2015, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2015 Bjartmar á ferð BORGARNES: Bjartmar Guðlaugsson heldur áfram tónleikaför sinni um land- ið og eftir mjög skemmti- lega og vel heppnaða tón- leika í Frystiklefanum á Rifi sl. laugardag er stefnan tek- in á Borgarnes, nánar tiltekið í Landnámsssetrið. Tónleik- arnir hefjast kl. 21:00 föstu- daginn 15. maí og er að- gangseyrir 2.500 kr. Tónlist og ljóð Bjartmars þarf vart að kynna enda eru þau sam- ofin þjóðinni sem hefur not- ið verka hans hátt í 40 ár, nú síðast Óskalag þjóðarinnar Þannig týnist tíminn, Negrill og Sólstafir. Eins eru vænt- anlegt ný lög og líklegt að sum þeirra heyrist á tónleik- unum. Annars verður bara gamla góða fjörið sem ein- kennir tónleika hans. –fréttatilk. Kvenfélagskon- ur bjóða til vorfagnaðar HVALFJ: Nú á Uppstign- ingardag fimmtudaginn 14. maí býður kvenfélagið Lilja í Hvalfjarðarsveit öllum íbú- um sveitarfélagsins sem eru 67 ára og eldri til vorfagnað- ar kl. 14.00 í félagsheimilinu Fannahlíð. Brottfluttum íbú- um sveitarinnar er einnig boðið. –mþh Aflatölur fyrir Vesturland 2. - 8. maí. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 19 bátar. Heildarlöndun: 75.688 kg. Mestur afli: Akraberg ÓF: 18.603 kg í þremur löndun- um. Arnarstapi 34 bátar. Heildarlöndun: 202.168 kg. Mestur afli: Bárður SH: 45.957 kg í fjórum löndun- um. Grundarfjörður 38 bátar. Heildarlöndun: 203.963 kg. Mestur afli: Helgi SH: 44.406 kg í einni löndun. Ólafsvík 31 bátur. Heildarlöndun: 333.512 kg. Mestur afli: Kristinn SH: 42.294 kg í fimm löndunum. Rif 37 bátar. Heildarlöndun: 344.785 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 80.249 kg í einni löndun. Stykkishólmur 11 bátar. Heildarlöndun: 16.868 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 6.625 kg í einni löndun. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Tjaldur SH – RIF: 80.249 kg. 4. maí 2. Rifsnes SH – RIF: 75.448 kg. 4. maí 3. Steinunn SH – GRU: 57.431 kg. 6. maí 4. Helgi SH – GRU: 44.406 kg. 3. maí 5. Steinunn SH – ÓLV: 38.770 kg. 4. maí mþh Dópaður, fullur og próflaus VESTURLAND: Í síð- ustu viku voru fimm öku- menn teknir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna, þar af var einn einnig ölvaður, í umdæmi lögreglunnar á Vesturlandi. Þrjú mál snerist um vörslu á fíkniefnum, am- fetamíni og kannabisefnum í neysluskömmtum. Tveir ökumenn voru teknir fyrir ölvun við akstur. Fimm um- ferðaróhöpp urðu í umdæmi LVL, öll án teljandi meiðsla. Loks var einn ökumaður mældur á of miklum hraða á þjóðveginum að morgni 7. maí. Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og reyndi að komast undan lögreglunni með ofsaakstri, en náðist fljótlega. Reynd- ist viðkomandi vera ölvað- ur, undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda. Hann var auk þess með fíkniefni í fór- um sínum. –mm Gefa frí hálfan dag GRUNDARFJ: Bæjarráð Grundarfjarðar hefur sam- þykkt að gefa starfsmönn- um sveitarfélagsins frí hálf- an daginn föstudaginn 19. júní sé unnt að koma því við vegna starfsemi viðkom- andi stofnunar. Þetta verður gert í tilefni 100 ára afmæl- is kosningaréttar kvenna. Fram kemur í fundargerð að bæjarráð samþykki tillöguna samhljóða en mælist til að ákvörðunin verði vel kynnt sérstaklega í þeim stofnun- um þar sem börn og einstak- lingar eru þjónustaðir. -grþ 46 sóttu um lausar stöður hjá FVA AKRANES: Alls bárust 14 umsóknir um stöðu aðstoð- arskólameistara Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akra- nesi sem auglýst var nýlega. Þá sóttu átta einstaklingar um stöðu stærðfræðikennara og 24 um stöðu sagnfræði- kennara. Að sögn Ágústu Elínar Ingþórsdóttur skóla- meistara FVA voru stöð- urnar allar auglýstar á starf- atorg.is og er ráðningarferli enn í gangi. Stefnt er að því að ráða í stöðurnar fyrir lok maímánaðar. –grþ Stykkishólms- bær tekur lán STYKKISH: Bæjarráð Stykkishólmsbæjar hef- ur samþykkt að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 100 milljónir króna til tuttugu ára. Þetta kom fram í fundargerð bæjarráðs frá 6. maí síðastliðnum. Í fundargerðinni segir að lán- ið sé tekið til að fjármagna framkvæmdir samkvæmt framkvæmdaáætlun ársins 2015 (74,350 m.kr.) og end- urfjármögnunar afborgana lána hjá Lánasjóði sveitarfé- laga (25,650 m.kr). –grþ Nú, vikuna 11. – 15. maí, hvet- ur Grunnskóli Borgarness íbúa, félagasamtök, stofnanir og fyrirtæki í Borgarnesi til að taka til hendinni og fegra nánasta umhverfi sitt, svo sem að tína rusl, planta trjám, mála og dytta að eignum sínum. „Þessa viku mun sveitarfélagið Borgar- byggð koma fyrir gámum þar sem íbúar geta losað sig við garðaúrgang sem fellur til. Gámarnir verða stað- settir á bílaplönunum við skólana, þ.e. Grunnskólann, Menntaskól- ann, Klettaborg og Ugluklett. Við viljum minna á opnunartíma Gáma- þjónustunnar sem er alla virka daga frá kl. 14:00 – 18:00 og á laugar- dögum frá kl. 10:00 – 14:00. Mun- um eftir að flokka rétt,“ segir í til- kynningu frá GB. Skólarnir í Borgarnesi, Kletta- borg, Ugluklettur, GB og MB, munu taka til í sínu nánasta um- hverfi þessa viku. Lionsklúbburinn Agla og Hollvinasamstök Borgar- ness munu taka til hendinni. Hægt verður að nálgast stóra ruslapoka hjá Olís. „Þessa viku munu eft- irfarandi fyrirtæki gefa afslátt af vörum sínum: Kaupfélag Borgfirð- inga, 30% afsláttur af útimálningu og 20% afsláttur af garðverkfærum og strákústum. Gleym mér ei býður afslátt af völdum víði og birkitrjám og ókeypis ráðgjöf í heimagörðum hjá fólki ef það vill. Sædís er í síma 894 1809.“ mm Tiltektar- og hreinsunarvika í Borgarnesi Síðastliðinn fimmtudag var blaða- maður Skessuhorns staddur í Borg- arnesi. Þar rakst hann á tvo unga og vaska menn úr Borgarfirðinum, þá Guðmund Kristinn Guðmundsson og Kjartan Guðjónsson. Þar voru þeir í hádegishléi frá vinnu sinni, en þessa dagana starfa þeir við girðing- arvinnu í verktöku fyrir Vegagerð- ina. „Við erum vestur á Mýrum núna og munum girða upp fyrir Sveina- tungu í Norðurárdal. Við verðum að þessu allavega næsta mánuðinn eða svo,“ sagði Guðmundur. Sögð- ust þeir báðir kunna ágætlega við girðingarvinnuna, sérstaklega þeg- ar viðraði vel, eins og gerði þennan fimmtudag sem blaðamaður rakst á þá félaga. kgk Vel girt í Borgarfirði Girðingameistararnir Guðmundur Kristinn (t.v.) og Kjartan við vinnubíl sinn í hádegishléi í Borgarnesi síðastliðinn fimmtudag. Brugghús Steðja í Borgarfirði hef- ur sett á markað nýjan svaladrykk, Steðja Radler léttbjór. Brugg- meistararnir í Steðja hika enn sem fyrr ekki við að feta ótroðnar slóð- ir og á Radler léttbjórinn sér ekk- ert fordæmi hér á landi. Sambæri- legir drykkir njóta þó gríðarlegra vinsælda í Evrópu og þykja fersk- ir og góðir við þorsta. „Þetta er ferskur svaladrykkur sem er mikið drukkinn úti í Evrópu eftir æfingar og erfiðisvinnu, enda slekkur hann á þorstanum. Þetta er í raun 50% bjór og 50% límonaði,“ útskýrir Dagbjartur Ingvar Arilíusson hjá Steðja. Hann segir nafnið vera til- komið úr þýsku en á ensku kallast sambærilegir drykkir „Shandy“ á Bretlandi og „Clara“ á Spáni. Inniheldur fáar hitaeiningar Steðji Radler nýtur þó mikillar sérstöðu, þar sem hann inniheld- ur engan hvítan sykur. „Við not- um engan hvítan sykur í límonað- ið sem við búum til. Drykkurinn er 100% náttúrulegur og við not- um náttúrulegan sykur (erithry- tol) og stevíu til að ná upp smá sætu í drykkinn. Það eru því mjög fáar kaloríur í þessum drykk,“ seg- ir Dagbjartur. Nýi léttbjórinn hef- ur 2,25% áfengisstyrkleika líkt og pilsner og verður því seldur í al- mennum matvöruverslunum. Að sögn Dagbjartar verður hann fyrst um sinn seldur á bændamarkað- inum Ljómalind í Borgarnesi en svo verði hann að öllum líkindum seldur í Krónuverslunum. Fríhöfnin og bjórhátíð Brugghúsið Steðji hefur mörg önnur járn í eldinum. Líkt og fram kom nýverið í Skessuhorni verð- ur brugghúsið stækkað nú í sum- ar, svo hægt verði að taka á móti hópum ferðamanna. Þá er bjór frá Steðja kominn í sölu í fríhöfn- inni í Leifsstöð. „Bjórinn var ný- lega tekinn inn í fríhöfninni og sal- an gengur vonum framar þar. Þar erum við með veglega pakkningu með þremur mismunandi bjórteg- undum. Við höfum ekki verið í frí- höfninni áður, þannig að það var stór áfangi að komast þar inn.“ Auk þess er Steðji einnig kominn með dreifingaraðila í Austurríki og verður þátttakandi á stórri bjórhá- tíð þar í landi í sumar. „Hvalabjór- inn opnaði fyrir okkur dyr inn í gríðarlega stóran heim erlendis og við erum talin vera eitt áhugaverð- asta brugghús heimsins í dag. Við komumst í viðræður við heildsal- ann Biertempel í Austurríki, sem vildi flytja bjórinn okkar inn og hefur nú þegar fengið stóra send- ingu frá okkur. Í gegnum þann tengilið verðum við svo á stórri bjórhátíð í Linz í Austurríki fyrstu vikuna í júní. Þetta er umboðs- aðili fyrir Þýskaland og Austur- ríki og það er mikil viðurkenning að þeim í mekka bjórsins þarna úti skuli þykja okkar bjór svona góð- ur,“ segir Dagbjartur. Þá er vert að nefna að Sumarbjór Steðja fer í dreifingu hjá ÁTVR um næstu mánaðamót og fær góða dreifingu í vínbúðum hérlendis í sumar. grþ Brugghús Steðja með nýjan svaladrykk Fríhafnarpakkning Steðja inniheldur þrjár tegundir af bjór; dökkan bjór, reyktan bjór og sumarbjór. Radler léttbjórinn frá Steðja þykir svalandi og góður við þorsta.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.