Skessuhorn


Skessuhorn - 13.05.2015, Side 14

Skessuhorn - 13.05.2015, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2015 Þórður Guðnason frá Tungu í Hval- fjarðarsveit flutti aftur heim til Ís- lands frá Noregi í ágúst síðastliðn- um. Þar hafði hann starfað sem sjúkraflutningamaður um tveggja ára skeið. Áður hafði hann starfað sem slíkur hér heima og segir ólíku sam- an jafna, sjúkraflutningum í Ósló og á Íslandi. Stærðargráðan sé allt önn- ur og meiri, enda býr rúmlega ein milljón manna á þessu svæði, Ósló og Akershus. „Við búum í litlum frumskógi hér heima, þarna úti er hann stór,“ sagði Þórður og hló við þegar blaðamað- ur Skessuhorns hitti hann í vikunni. Hann kveðst hafa unað hlutskipti sínu ágætlega í Norðurvegi þar sem hann bjó ásamt fjölskyldu sinni í Jess- heim, einu af úthverfum Óslóar, ná- lægt Gardemoen-flugvelli. Aðspurð- ur um ástæður þess að hann sneri heim segir hann þær einkum tvenns konar. „Ég sá að ef ég ætlaði í há- skólanám til að tryggja mér full rétt- indi bráðatæknis tæki það þrjú ár. Þá hefði ég eytt þremur árum í nám til þess síðan að starfa við það sama og ég gerði áður, án þess að hækka neitt að ráði í launum. Ábyrgðin hefði aukist töluvert en launin ekki. Hin ástæðan er svo að mig langaði bara að flytja heim, svo einfalt er það,“ segir Þórður. Fjölskyldan settist að á Akra- nesi og við tók undirbúningsvinna við að koma verktakafyrirtækinu Ís- landsgámum í gagnið. „Ég byrjaði á að koma mér fyrir. Vann að undir- búningi fyrirtækisins, sansaði húsið á Skaganum og svona fleira í þeim dúr,“ segir hann. „Það er fínt að vera með svona verktakafyrirtæki staðsett hér. Stutt til Reykjavíkur, á iðnaðar- svæðið á Grundartanga og fullt af sumarhúsasvæðum í grenndinni. Ég þekki svæðið líka vel,“ bætir hann við. Taka að sér flestöll verkefni „Íslandsgámar var upprunalega stofnað árið 2004 en fór illa hérna árið 2008. Það var síðan allt gert upp eftir hrun og fyrirtækið var endurreist núna í janúar,“ seg- ir Þórður. „Það fer vel af stað, er náttúrulega nýtt og ekki allir sem vita af okkur ennþá. En markað- urinn virðist vera að taka við sér, ég get ekki kvartað, það er nóg að gera.“ Þórður er einn þriggja starfs- manna Íslandsgáma en hann starf- ar þar ásamt föður sínum, Guðna Þórðarsyni og eiginkonu sinni, Ernu Björgu Gylfadóttur, sem sér um allt bókhald fyrirtækisins. Að- spurður segist hann alveg eins eiga von á því að fyrirtækið stækki og þeir bæti við sig starfsfólki í fram- tíðinni þegar eftirspurn eftir þjón- ustunni eykst. „Við tökum að okk- ur flestalla verktakavinnu sem við á annað borð höfum tíma til að sinna. Erum til dæmis að leggja hitaveitu- lögn uppi í Hvalfirði núna. Síðan ef upp kemur sú staða að þurfi að leysa eitthvað sértækara þá leigjum við undirverktaka og leysum það þannig,“ segir Þórður. Helstu verkefni það sem af er hafa verið tengd sumarbústöð- um, hvort heldur það er lóðavinna, vegir og stígar, stauraboranir eða kranaflutningar. „Hér á Akranesi er það einna helst garðvinna sem við höfum sinnt. Við seljum líka garðamold og möl, höfum reyndar unnið mold ansi lengi, pabbi sinnti alltaf moldarvinnslu meðan fyrir- tækið lá í dvala. Moldinni er mok- að upp í Tungu og síðan seljum við hana. Flestir koma með kerrur til okkar og við fyllum á fyrir þá. Aðr- ir panta heilan gám sem við kom- um með og við sækjum þegar þeir tæmast. Það er drjúgt af fólki sem setur upp lítil gróðurhús í garðin- um hjá sér og vantar mold, svona til að rækta mojito-laufin,“ segir Þórður glaður í bragði. „Framund- an er svo meira af því sama og ver- ið hefur. Mest garðvinna og vinna í og við sumarbústaði í sumar,“ bæt- ir hann við að lokum. kgk „Mig langaði bara að flytja heim“ Þórður Guðnason. Dagana 4. – 8. maí voru hjóladagar í Grundaskóla. Tvo daga þá vikuna mættu nemendur 1. – 7. bekkjar á hjólum og að sjálfsögðu með reið- hjólahjálma. Í aðdraganda hjóla- daganna fór Hildur Karen Aðal- steinsdóttir, verkefnastjóri í um- ferðarfræðslu í alla bekki á yngsta- og miðstigi með fræðslu um um- ferðina og hjóladagana. „Farið var yfir það helsta sem þarf að vera á hverju hjóli og helstu reglur og öryggisatriði sem skipta máli þegar hjólað er á reið- hjóli. Þau atriði eru m.a. að hjóla alltaf hægra megin á gangstétt og ef gangandi vegfarandi er fram- undan og ætlunin er að taka fram úr, þarf að hægja á sér og hringja bjöllunni kurteisislega í hæfilegri fjarlægð. Við förum yfir það með nemendum að barn sem er yngra en sjö ára má eigi hjóla á akbraut- um nema undir leiðsögn og eftir- liti einstaklings sem náð hefur 15 ára aldri. Einnig var farið yfir leik á öruggum leiksvæðum, örugg- ar hjólaleiðir á milli heimilis og skóla og fleira sem tengist umferð- arfræðslu. Nemendur 8. bekkjar stóðu sig heldur betur vel en þeir koma að undirbúningi og fram- kvæmd hjóladaga ásamt íþrótta- kennurum skólans,“ segir Hildur Karen. Skipulag hjóladaga er þannig að í fyrri hjólatímanum er farið yfir ástand hjólsins. Pumpað, smurt, þrifið og svo er hjólið skoðað með gátlista sem nemendur fara með heim. Einnig eru hjálmar, stýri og hnakkur stillt rétt. Í seinni tíman- um eru hjólaleikir og þrautabraut undir stjórn íþróttakennara og nemenda 8. bekkjar. „Við í Grundaskóla erum mjög stolt af þessu verkefni og teljum að það stuðli að bættu ástandi hjól- anna og um leið að meira umferð- aröryggi. Nemendur þjálfa hjóla- færni, bæði í þrautabraut sem og í leikjum og æfingum hjá íþrótta- kennara. Einnig ýtir þessi vinna undir það að nemendur haldi hjól- um sínu betur við þannig að end- ing þeirra verður meiri og öryggi eykst t.d. með rétt stilltum hjálmi og því að bremsur séu í lagi,“ segir Hildur Karen að endingu. mm/ Ljósm. Grundaskóli. Hjóladagar í Grundaskóla á Akranesi Nauðsynlegt er að hafa réttan loftþrýsting í dekkjunum. Hjálmurinn þarf að vera af réttri stærð og vel spenntur. Nemendur 8. bekkjar stóðu sig vel í undirbúningi og fram- kvæmd hjóladaga. Hér er krökkunum kennt á helstu umferðarmerkin.Í þrautabrautinni. Búið að skoða og yfirfara hjól og hjálm og þá er bara að hjóla af stað.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.