Skessuhorn


Skessuhorn - 13.05.2015, Side 34

Skessuhorn - 13.05.2015, Side 34
34 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2015 Þakki Guði þetta vor - þeir sem vita hvað hann meinar! Vísnahorn Það verður svo oft og ein- att að ekki eru allir sam- mála um alla hluti. Í sjálfu sér ágætt því þá hefur fólk eitthvað til að tala um. Verst er kannske að alltof margir eru óþarflega sannfærðir um að þeirra skoðun sé sú eina rétta og aðrir megi alls ekki vera þeim ósammála. Kvótakerfið og ýmis atriði í útfærslu þess hafa oft valdið nokk- urri ólgu og ekki síður illa tímasettar launa- og arðgreiðslur forstjóranna. Nú fyrir stuttu orti Indriði á Skjaldfönn: Við útgerðarauðvaldsins gróðann almenning setur hljóðan. Kristján í hvalnum dafnar krónunum ólmur safnar. Þrælslund sá þjóðargalli þokar ei kvóta af stalli. Við afhendum arðránsdónum allan fiskinn í sjónum. Um miðja síðustu öld gerðist það að Agli Jónassyni á Húsavík voru úthlutuð listamanna- laun fyrir vísna- og ljóðagerð, enda þá þegar landskunnur hagyrðingur. Þessi úthlutun fékk þó misjafnar móttökur. Aðdáendur Egils fögn- uðu henni en aðrir, einkum skáld og listamenn, sem höfðu ekki hlotið náð fyrir augum úthlut- unarnefndar, gagnrýndu hana og bentu m.a. á að Egill hefði ekki gefið út bók með kveðskap sínum. Hörðust voru viðbrögð Jóns Kjartans- sonar skálds frá Pálmholti. Hann skrifaði grein í Þjóðviljann og lýsti furðu sinni og hneykslun á úthlutuninni og dró fram eftirfarandi dæmi um kveðskap Egils: Farðu í rassgat Raufarhöfn, rotni fúli drullupollur. Andskotinn á engin nöfn yfir öll þau forarsöfn. Farðu í rassgat Raufarhöfn, rotni fúli drullupollur. Steingrímur Baldvinsson í Nesi, vinur Egils, tók upp hanskann fyrir hann og svaraði Jóni í Þjóðviljanum með eftirfarandi vísu: Jón minn frá Pálmholti skaðlegar skyssur henda, skrítin og lítil eru hans vísdómskorn. Bölvaður ratinn að lenda í öfugum enda á Agli þegar hann valdi sér sýnishorn. Þessu vildi Jón ekki sitja þegjandi undir og sendi Steingrími eftirfarandi vísu: Steingríms varnarvísunni verður létt á bárunni. Hallar ofan að heimskunni í hennar nesjamennskunni. Steingrímur svaraði þessu þannig og urðu þær yrkingar ekki meiri: Ungu skáldin óljóst kveða, almenningur leitar frétta. Var það prentvillupúkinn eða Pálmholts Jón sem orti þetta? Þó Egill væri þekktastur af smellnum fer- skeytlum sínum sem margar hverjar flugu land- ið þvert og endilangt var ekki þar með sagt að hann ætti ekki fleiri tóna til. Í kvæðinu Árekstr- ar lýsir hann tilraunum sínum til að yrkja eitt- hvað sem ekki hefði verið ort áður en hér birt- ist brot úr því: Löngun fékk ég lítill drengur ljóð að semja eins og gengur alltaf fannst mér einhver strengur óma mínu brjósti frá. Magnaðist stöðugt þessi þrá. En það er vandi úr veikum þræði að vefa saman laglegt kvæði og hnupla engu öðrum frá. Reyndi ég þá að kveða kvæði um kraftaverk og Drottins gæði er síðar mætti sjá að stæði í sálmabókarviðbætir. En Briem hafði ort það áður fyr. Yngri kynslóð ekki getur á því svelli rennt sér betur. Leiðin er um luktar dyr. Norðanhríð og frostafárin, fósturjarðar brunasárin, húsmæðranna tregatárin títt sem hrynja um föla brá. Andanum mikið efni fá. En Guðmundur á sjávar-Sandi söng um þetta hálfgrátandi. Svo það er alveg, alveg frá. Hugurinn fylltist heift og bræði hjartað missti ró og næði, þá var að skapa skammakvæði, skjálfa láta dali og fjöll. Gera á Fróni friðarspjöll. En Bólu-Hjálmar hafði notað -í hungri og myrkri niður krotað- verstu skammaryrðin öll. Eins og Bólu Hjálmar var þekktur af skamm- avísum sínum og Egill af gamanvísum var Lúð- vík Kemp einnig þekktur af nokkuð grófyrtum gamanbrögum. Ekki var þó allt sem frá honum kom með því marki og undir því gullfallega lagi Sunnudagur selstúlkunnar orti hann þessa hug- leiðingu um ungu stúlkurnar á þeim tíma: Það örugg er vissa, að ungmeyjum þeim mun illa í lífinu farnast er vilja ekki kela en hatast við heim. Ég held að þær seint muni barnast. Þær sjást ekki á götunni syngja um dans sveipaðar velsæmistjaldi en bregðast sem Rússi við beiðni hvers manns og beita þá neitunarvaldi. Það er margt sem mót oss blæs í heimi hér og óljóst hvað verður að þessu jarðlífi loknu. Trúarbrögðin eru ósammála um ýmislegt sem þau telja sjálf vera lykilatriði og ætli sé ekki far- sællegast að hafa í huga sér vísuna hans Bjarna Gíslasonar: Ég hef kynnst við trega og tál, trúin finnst mér lygi, ljósblik innst í eigin sál er mitt hinsta vígi. Þeim fer nú fækkandi sem muna eftir þátt- um Sveins Ásgeirssonar með snillingunum sem botnuðu án afláts alla fyrriparta sem Sveinn kom með. Á einum þætti þeirra í Sjálfstæðis- húsinu í Reykjavík lagði Sveinn eftirfarandi fyrripart fyrir þá félaga: Alltaf veitast mjög að mér mæða, þreyta og leti. Guðmundur Sigurðsson botnaði: Enginn breytir sjálfum sér svo að heitið geti. Mörgum þykir vorið heldur kaldranalegt og líklega við hæfi að rifja hér upp vísu Egils Jón- assonar trúlega orta 1949: Fénaðurinn fer úr hor fölna strá og brotna greinar. Þakki Guði þetta vor þeir sem vita hvað hann meinar. Ef ég veit rétt orti Stefán Vagnsson eftirfar- andi við lát Hóla Guðmundar sem var þekktur hestamaður í Skagafirði á sinni tíð og faðir Árna G Eylands. Ætli við látum það ekki verða loka- orðin að sinni: Ríður greitt að Gjallarbrú gamall maður veginn. Hófaslögin þekkir þú þau eru hrein sem barnsins trú og þagna ekki heldur hinumegin. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/ in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (athugið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinnings- hafinn bókagjöf frá Skessuhorni. 59 lausnir bárust við krossgátu í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Lengi lifir í gömlum glæðum“. Vinnings- hafi er: Steinunn Hansdóttir, Smiðjustíg, Grundarfirði. mm Tölur Gruna Tvíhlj. Stía Slark Ljáir Vand- virk Óleyfi Auð- mjúkur Fugl Upphr. Brall Smá- lest Skýr Ötulir Hnjóð Flan Sefar Ögn Löður 5 Fólk Elskar 2 x 2 eins Drabb Flytir Spyr 3 Nota Sérhlj. KL..15 Dvelur Núa Tónn Sk.st. Púlar Umbun Lét fara Friður Hús- freyja Lokað Lötra Berja Góðgæti Afar Svif Hita- tæki 7 Lausn Eins um R Í ógáti Samhlj. Fagur Fæddi Hæðum Par Reipi Gufubað Limpa Teygja Ark Flan Ræða Nærast Skrifaði Vigta 2 Líka Bardagi Makindi Glaða Und Óttast Kjark- laus 6 Aldnar Kjána Stafur Les Féll Sam- tengja Athuga Dót Rödd Óska 1 Nöldur Ber Spil Góð 8 Hringar Íhugar vand- lega 4 Fíngerð Svipað Tók 1 2 3 4 5 6 7 8 Landsþing samtakanna Powertalk fór fram á Hótel Hamri við Borg- arnes 1. - 2. maí síðastliðinn. Heið- ursgestur þingsins var Kolfinna Jó- hannesdóttir, sveitarstjóri Borgar- byggðar, og flutti hún setningará- varp þingsins, sem nú var haldið í 30. sinn. Við tóku almenn fundar- störf þar sem formenn nefnda fluttu skýrslur, lagabreytingar voru kynnt- ar og ný stjórn var kosin. Á lands- þinginu var ýmislegt um að vera. Má þar nefna ræðukeppni, vinnustof- ur um frestunaráráttu og skipulagn- ingu með virkri þátttöku félaga og fjölmörg önnur fræðandi atriði. Þá var hátíðarkvöldverður þar sem veitt voru verðlaun fyrir vel unnin verk á starfsárinu og var skemmtiatriði úr héraði þar sem söngelsk fjölskylda úr Borgarnesi kom í heimsókn. Powertalk eru alheimssamtök sem leggja áherslu á einstaklings- miðaða þjálfun í tjáningu. Samtökin virkja fólk til þátttöku í umræðum, býður upp á leiðtogaþjálfun og eyk- ur færni við kynningar og fundar- stjórnun. Samtökin hafa verið starf- andi hér á landi í tæp 40 ár og hafa þúsundir Íslendinga fengið þjálfun hjá samtökunum. grþ Landsþing Powertalk haldið í Borgarfirði Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri Borgarbyggðar var heiðursgestur á þinginu. Þátttakendur stilltu sér upp til myndatöku.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.