Skessuhorn - 13.05.2015, Blaðsíða 33
33MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2015
Nafn: María Erla Guðmunds-
dóttir.
Fjölskylduhagir/búseta: Bý
í Borgarnesi og er Gift Pétri
Hannessyni. Á þrjú börn; Óla
Val 24 ára, Lilju Björk 22 ára og
Svövu Björk 13 ára.
Starfsheiti/fyrirtæki: Skólaliði
í Grunnskólanum í Borgarnesi.
Áhugamál: Gamlir bílar, ferða-
lög, lestur góðra bóka, skáta-
starf og margt fleira.
Miðvikudagurinn 6. maí 2015.
Klukkan hvað vaknaðirðu
og hvað var það fyrsta sem
þú gerðir? Eins og venjulega
vakna ég um kl. 7:00, morg-
unfúl með meiru. Eftir te-
bolla og smá morgunhressingu
er ég orðin ágæt rétt um kl. 8.
Klukkan 8 fór ég niður á skrif-
stofu Stéttarfélags Vesturlands
þar sem að félagar mínir innan
Starfsgreinasambandsins voru í
verkfalli og ég var búin að segj-
ast ætla að taka að mér verkfalls-
vörslu.
Hvað borðaðirðu í morgun-
mat? Tebolla og brauðsneið.
Hvenær fórstu til vinnu og
hvernig? Ég labbaði í vinnuna
um klukkan 13:30. Skólinn er
í næsta húsi svo það er stutt að
fara.
Fyrstu verk í vinnunni: Að
láta vatnið renna, það tekur smá
tíma að fá heitt vatn.
Hvað varstu að gera fyrir há-
degi? Ég var á flakki um bæ-
inn í verkfallsvörslu. Klukkan
9:30 voru fimm verkfallsverð-
ir mættir og við fórum rúnt um
bæinn og sýndum okkur í þeim
fyrirtækjum þar sem okkar fólk
starfar. Sem betur fer voru fá
brot og vel tekið á móti okkur
alls staðar. Nokkur brot voru þó
en eftir að hafa útskýrt reglur og
hvað væri um að vera sendu all-
ir vinnuveitendur sitt fólk heim,
þ.e. þá sem áttu að vera í verk-
falli. Ég fór á einn fund kl. 9:00
og svo aftur í verkfallsvörslu.
Hvað gerðirðu í hádeginu?
Ég borðaði hádegismat með
eiginmanninum heima í róleg-
heitum.
Hvað varstu að gera klukk-
an 14: Að skúra skólastofur í
grunnskólanum.
Hvenær hætt og það síðasta
sem þú gerðir í vinnunni?
Tæma vatnið úr skúringaföt-
unni og henda ruslinu.
Hvað gerðirðu eftir vinnu?
Fór í búð að versla, ísskápurinn
var kallaður eyðimörk svo ég
varð að bæta úr því.
Hvað var í kvöldmat og hver
eldaði? Ég eldaði pastarétt og
sonurinn sá um að baka brauð
með.
Hvernig var kvöldið? Kvöldið
var rólegt. Spjallað við fjölskyld-
una, hangið á Facebook og spil-
að netskrafl við vinkonu mína.
Hvenær fórstu að sofa? Fór að
sofa um kl. 23:00.
Hvað var það síðasta sem þú
gerðir áður en þú fórst að
hátta? Loka tölvunni, slökkva
ljósin og slökkva á útvarpinu.
Hvað stendur uppúr eftir
daginn? Þetta var skemmtileg-
ur og viðburðaríkur dagur.
Eitthvað að lokum? Verkfall
er ekki frí. Stöndum vörð um
störfin okkar og mætum í verk-
fallsvörslu hjá okkar stéttar-
félögum.
Dag ur í lífi...
Verkfallsvarðar hjá Starfsgreinasambandinu
Í lok síðustu viku voru kynntar niður-
stöður úr könnuninni Stofnun ársins
- Borg og bær 2015 í Hörpunni að
viðstöddu fjölmenni. Það er Starfs-
mannafélag Reykjavíkurborgar sem
gengst fyrir valinu og var könnunin
nú framkvæmd í fjórða sinn. Í flokki
stærri stofnana bar Frístundamið-
stöðin Frostaskjól í Reykjavík sigur
úr býtum en í flokki minni stofnana
var leikskólinn Garðasel á Akranesi
sigurvegari og leikskólinn Vallar-
sel, einnig á Akranesi, vermdi ann-
að sætið. Þá var einnig tilkynnt um
niðurstöður könnunarinnar Stofn-
un ársins sem SFR, stéttarfélag í al-
mannaþjónustu, velur og Fyrirtæki
ársins á vegum VR.
Þetta er í tíunda sinn sem SFR
velur Stofnun ársins. Könnunin er
unnin af Gallup í samstarfi við VR,
Starfsmannafélag Reykjavíkurborg-
ar og efnahags- og fjármálaráðu-
neytið og er ein sú stærsta sinnar teg-
undar á landinu. Alls fengu tæplega
50 þúsund starfsmenn á almenn-
um og opinberum vinnumarkaði
könnunina senda og er val á Stofn-
unum ársins byggt á svörum tæp-
lega 12 þúsund starfsmanna hjá ríki
og sjálfseignarstofnunum. Stofnan-
ir ársins 2015 eru þrjár, í mismun-
andi stærðarflokkum. Ríkisskatt-
stjóri er sigurvegari í flokki stórra
stofnana, Menntaskólinn á Trölla-
skaga er stofnun ársins í flokki með-
alstórra stofnana og Héraðsdómur
Suðurlands í flokki minni stofnana.
Í hverjum flokki hljóta efstu stofn-
anirnar sæmdarheitið Fyrirmyndar-
stofnun og eru tvær stofnanir á Vest-
urlandi sem hljóta slíka viðurkenn-
ingu í flokki meðalstórra stofnana.
Það eru Fjölbrautaskól Snæfellinga
og Landmælingar.
Johan Rönning, Miracle og
Vinnuföt eru Fyrirtæki ársins 2015
samkvæmt niðurstöðum könnun-
ar VR, hvert í sínum stærðarflokki.
Þetta er í þriðja ár sem þessi fyrir-
tæki bera sigur úr býtum en aldrei
áður hafa sömu fyrirtæki vermt efstu
sæti allra listanna þrjú ár í röð. VR
telur ástæðu til að vekja sérstaka at-
hygli á þeim fyrirtækjum sem eru í
tíu efstu sætum í hverjum flokki og
fá þau titilinn Fyrirmyndarfyrirtæki
VR 2015. Spölur er eitt þeirra fyrir-
tækja sem fær þann titil í flokki lít-
illa fyrirtækja.
grþ
Stofnanir og fyrirtæki taka við viðurkenningum
Jón Eggert Bragason skólameistari FSN tekur við viðurkenningu fyrir þriðja sætið
sem Fyrirmyndarstofnun 2015 hjá SFR.
Leikskólinn Garðasel er Stofnun ársins - Borg og bær 2015, annað árið í röð.
Ljósm. úr safni.
Starfsfólk leikskólans Garðasels með viðurkenninguna.
Illugi Gunnarsson menntamála-
ráðherra heimsótti Grundarfjörð
miðvikudaginn 6. maí síðastliðinn.
Fór hann í Grunnskóla Grundar-
fjarðar, Fjölbrautaskóla Snæfell-
inga og Leikskólann Sólvelli. Ráð-
herra ræddi þar við starfsfólk og
nemendur og kynnti sér starfsemi
og aðstöðu skólanna. Meðal annars
hlýddi hann á einsöng í tónlistar-
skólanum og spilaði badminton við
nemendur í íþróttatíma. Að end-
ingu sat hann svo fund með skóla-
nefnd Fjölbrautaskóla Snæfellinga
áður en hann hélt ásamt föruneyti
aftur til Reykjavíkur. tfk
Ráðherra kynnti sér skólamál í
Grundarfirði
Í þessari viku hefst sauðburður af
fullum krafti hjá flestum bændum
landsins. Hjá allmörgum er hann
þó hafinn fyrir nokkru, en þeir sem
ekki taka of mikla áhættu til dæm-
is um kalt vor eins og nú er raun-
in, bíða með að hleypa hrútunum
í ærnar þar til skömmu fyrir jól.
Stúlkurnar á þessari mynd fóru í
heimsókn til ömmu einnar þeirra
um helgina, Guðrúnar á Lundum
í Stafholtstungum. Á myndinni eru
þær Heba Bjarg Einarsdóttir, Ag-
nes Mellmölle, sem var í nemenda-
heimsókn á Akranesi frá Óðins-
véum, og Brynhildur Björk Magn-
úsdóttir. Eins og gefur að skilja var
heimsóknin mikið ævintýri fyrir
Danann, sem ekki hafði séð neitt
þessu líkt áður. mm
Sauðburður hafinn af
fullum krafti