Skessuhorn


Skessuhorn - 13.05.2015, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 13.05.2015, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2015 Terry Jester kom til Íslands fyrsta sinn einn haustdag síðla í október 2013. Henni telst svo til að hún hafi sótt landið heim 18 sinnum eftir það. Hún segist hafa kolfall- ið fyrir Íslandi. „Ég er mjög hrif- inn af öllu sem ég sé og af fólkinu sem ég hef hitt. Ísland er yndislegt. Sumarfríinu í ár ætla ég að eyða á Íslandi með dætrum mínum. Við ætlum að ferðast um og skoða land- ið betur en mér hefur gefist tími til fram til þessa.“ Hingað til hef- ur Terry oftast verið mjög upptekin þegar hún hefur komið til Íslands. Það er engin furða. Hún er forstjóri bandaríska iðnfyrirtækisins Silicor Materials sem hyggst brátt hefjast handa við að reisa kísilverksmiðju á Grundartanga. Með þeirri verk- smiðju skapast um 450 bein störf. Fjárfestingin hljóðar upp á um 120 milljarða króna. Verksmiðjan á að valda straumhvörfum í sólarorku- framleiðslu á heimsvísu. Blaða- maður Skessuhorns hitti Terry að máli í síðustu viku og fræddist ör- lítið um hana sjálfa, framleiðslu- tæknina, umhverfismál en ekki síst um verkefnið stóra sem framundan er á Grundartanga. Meðal frumkvöðlanna „Ég er verkfræðingur og tveggja barna móðir. Ég fæddist í Ohio- ríki í Bandaríkjunum en ólst upp í Kaliforníu. Faðir minn var flug- verkfræðingur og vann við að þróa þotur. Vegna starfa hans flutti fjöl- skyldan til Kaliforníu. Systkini mín eru sjö talsins, flest strákar þannig að ég varð að berjast fyrir mínum hlut í hópnum,“ segir Terry. Hún hlær dátt við endurminninguna. Eftir menntaskólann lá leið hennar í verkfræðinám. Að hennar sögn var það kannski vegna þess að faðir hennar var menntaður í þeirri grein. „Með verkfræðináminu fór ég í ýmiss konar starfsnám. Þar prófaði ég flugverkfræðina en þótti hún ekki nógu áhugaverð. Þá fór ég til tölvufyrirtækis og líkaði ákaf- lega vel. Samt færði ég mig svo yfir til fyrirtækis sem framleiddi sólar- hlöð. Þar fékk ég svo vinnu þegar ég lauk námi 1978.“ Terry vissi það kannski ekki þá en átti eftir að gera sér grein fyr- ir því síðar að hér var hún virkilega að taka þátt í sögulegri nýsköp- un. Á þessum árum var Kalifornía með sinn Silicon Valley (Kísildal), sjálft ævintýralandið þegar kom að nýrri tækni. Kalifornía var miðstöð stórkostlegrar grósku sem átti eft- ir að breyta heiminum og enn sér vart fyrir endann á. Fyrirtækið sem Terry starfaði hjá í öll þessi ár var Atlantic Richfield Company. Það hafði upphaflega starfað sem gas- og olíufélag. Atlantic Richfield var meðal annars framarlega í að hefja orkuvinnslu í Alaska. Þegar olíu- kreppan skall á heiminum seint á áttunda áratugnum þótti stjórn- endum þess rétt að leita leiða til að gera Bandaríkin minna háð olíunni. Því hóf fyrirtækið að gera tilraun- ir til framleiðslu á orku úr öðrum orkugjöfum en olíu. Það leiddi til þess að Atlantic Richfield stofnaði sérstaka sólarorkudeild í hinni sól- ríku Kaliforníu þar sem Terry fékk vinnu. Þessi deild varð meðal braut- ryðjenda í því að beisla orkuna sem fengist úr geislum sólar. Sem ung- ur og nýmenntaður verkfræðingur með áhuga á orku- og umhverfis- málum þá var Terry rétt manneskja þarna á réttum tíma. Hefur að baki 36 ára reynslu Hún segir að á þessum árum hafi hún og samstarfsfólk hennar vissu- lega mátt teljast sem eins konar frumkvöðlar. „Við vissum að við værum að þróa eitthvað nýtt. Við gerðum okkur grein fyrir því að sól- arorka ætti framtíð fyrir sér en viss- um ekki hve stóran sess hún fengi í orkuöflun íbúa jarðar í framtíð- inni. Stundum héldum við að eng- ir hefðu áhuga á því sem við vor- um að gera. Við unnum mikið með ýmiss konar efnivið til framleiðslu á sólarhlöðunum og prófuðum þau. Margt af því hefur staðist tímans tönn. Sú þekking sem við öfluð- um gagnast enn í dag vel við fram- leiðslu á búnaði til að nýta sólarork- una. Sjálf starfaði ég mikið við að þróa sólarhlöð þannig að þau endist árum saman. Það var mikil áskorun en líka mjög lærdómsríkt að starfa við svona sprotavinnu. Þarna var ég í 28 ár. Í dag er ég mjög stolt af því að geta sagt fólki frá því að ég hafi unnið svona lengi við sólarorku- iðnaðinn næstum frá byrjun. Sól- arljósið er að skila svo mikilli orku til mannskyns með lágmarks um- hverfisáhrifum. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri strax frá unga aldri.“ Straumhvörf urðu svo á starfs- ferlinum árið 2010. „Þá var mér boðið að koma og vinna hjá Sili- cor Materials sem þá var nýstofn- að. Það hafði gerst með samruna tveggja annarra frumkvöðlafyrir- tækja í framleiðslu sólarhlaða, það er Calisolar í Kaliforníu og 6N Silicon í Kanada. Nafnið Silicor er dregið af heitum þessa tveggja fyr- irtækja. Mitt hlutverk var að reka verksmiðjur Silicor-fyrirtækisins í Kaliforníu og Kanada. Ég stjórn- aði þessum tveimur verksmiðjum í nokkur ár áður en ég var gerð að forstjóra Silicor. Þá var kominn tími til að koma rekstrinum á hærra stig, það er auka umsvifin og hefja sókn.“ Fundu upp nýja framleiðsluaðferð Terry útskýrir hvernig það hefur stöðugt tekist á undanförnum árum að lækka framleiðslukostnaðinn á sólarhlöðum. Þannig hafa þau orðið ódýrari og aðgengilegri fyrir venju- legt fólk. Einn þáttur hefur þó alltaf staðið eftir, kísillinn sem notaður er í sólarhlöðin. „Það hefur ekki tek- ist að minnka framleiðslukostnað á honum þar til við hjá Silicor þró- uðum nýja aðferð. Það er einmitt hún sem gerir það svo spennandi að vinna fyrir Silicor. Okkur hefur heppnast að draga úr framleiðslu- kostnaðinum á kíslinum um næst- um helming. Það hafði tekist að virkja sólarorkuna. Ég hafði starfað við að þróa þá tækni. Í mínum huga var það síðan alltaf svo að næsti ávinningur fælist í að framleiða kís- ilinn með ódýrari hætti. Það var forsenda þess að hægt yrði að auka umsvif sólarorkuiðnaðarins. Sólar- orkan verður jú að vera samkeppn- ishæf við aðra orku þegar kemur að kostnaði við öflun.“ Það sem fólkið á bak við Silicor hefur í stuttu máli gert er að finna upp og þróa nýja aðferð. Með henni er ál notað til að hreinsa kísilinn og ná úr honum aukaefnum. „Þetta er einstök aðferð og mjög örugg í allri framkvæmd. Engin aukaefni eru notuð. Allt sem notað er í ferl- inu heyrir til þess og er endurnýtt. Ég segi oft að fjögur efni séu notuð við ferlið. Þrjú þeirra eru ál, vatn og sýra. Öll yfirgefa ferlið á ákveðnum stigum en það fjórða situr eftir og er kísillinn. Álið sem er notað fer úr ferlinu með lítils háttar íblöndun af kísil og öðrum efnum. Slíkt kís- ilál er eftirsótt hráefni í ýmsan iðn- að svo sem í framleiðslu á bifreið- um og flugvélum. Við seljum það. Álklóríð myndast þegar við þvo- um kísilflögurnar úr vatni og sýru. Þessi aukaafurð er í vökvaformi og líka seld áfram. Álklóríð eða PAC er notað til hreinsunar á drykkjar- vatni til dæmis hjá vatnsveitum víða um heim. Þið hér á Íslandi þekk- ið líklega ekki til þess því hér eigið þið svo mikið af hreinu vatni. Það er mikil eftirspurn eftir álklóríði, til dæmis í Norður Ameríku og Evr- ópu og auðvelt að losna við það.“ Þaulprófað ferli sem virkar vel Hún segir að aðferð Silicor til að draga úr framleiðslukostnaði á kísil, og þannig hjálpa til við að auka enn möguleika sólarorkuframleiðslu í heiminum, hafi einmitt gert það að verkum að hún vildi leggja fyrir- tækinu lið. „Svo sá ég líka að þessi aðferð væri bæði örugg og um- hverfisvæn.“ Blaðamaður staldrar einmitt við sjálfa aðferðina. Hún er ný, en virk- ar hún? „Já, fullkomlega. Við höf- um starfrækt verksmiðju okk- ar í Toronto í Kanada síðan 2006 og framleitt kísil þar. Það er búið að keyra ferlið í þessari verk- smiðju í yfir þúsund skipti og fram- leiða meira en 20 milljón sólar- hlöð með kísil úr henni. Við erum löngu komin af tilraunastiginu. Um helmingur framleiðslunnar hef- ur farið til stórfyrirtækja á borð við SHARP og Suntec. Það fyrrnefnda er framleiðandi á rafeindavörum en Suntec er kínverskt og býr til sól- arhlöð. Bæði fyrirtækin eru mjög sterk á sínum sviðum. Við höfum átt góða samvinnu við þau. Ég vil líka nefna þýska tæknirisann SMS Siemag sem hefur framleitt bún- að til stóriðnaðar í 150 ár. Undan- farin fjögur ár höfum við átt náið samstarf við það fyrirtæki. Við hjá Silicor rekum líka eigin rannsókna- miðstöð í Berlín í Þýskalandi. SMS mun selja okkur tækjabúnaðinn í verksmiðjuna á Grundartanga og ábyrgist fyrir sitt leyti að aðferð- in virki. Grundartangaverksmiðjan verður útbúin á sama hátt og verk- smiðja okkar í Toronto hefur ver- ið síðustu níu árin. Þetta eru sömu tæki og sama tækni. Eini munur- inn er að við verðum með þrisv- ar sinnum meiri framleiðslugetu á Grundartanga en í Toronto. Það er ekki vegna þess að einingarnar í tækjabúnaðinum sjálfum séu stærri, heldur vegna þess að við verð- um með fleiri tæki. Þetta sést þeg- ar teikningar af Grundartangaverk- smiðjunni eru skoðaðar.“ Viðskiptastríð setti strik í reikninginn Þá vaknar sú spurning hvers vegna Silicor hafi ekki einfaldlega ákveðið að stækka verksmiðju sína í Kanada? Terry svarar því til að fyrirtækið hafi ekki haft nóg pláss til að stækka á lóð sinni í Toronto. „Við erum einn- ig að greiða hærra orkuverð þar en á Íslandi. Þegar við byrjuðum að leita að stað fyrir nýja verksmiðju höfð- um við þrjú meginatriði að leiðar- ljósi. Í fyrsta lagi vildum við finna stað þar sem við værum velkomin, stað þar sem fólk óskaði eftir starf- semi okkar. Í öðru lagi leituðum við að raforku á viðunandi verði. Þar litum við á ýmsa aðra kosti en Ísland svo sem Sádí-Arabíu. Síð- an þurftum við að hafa aðgang að góðu starfsfólki sem kæmi úr um- hverfi þar sem fólk hefði skilning og þekkingu á málmvinnslu. Fram- leiðsluferill okkar á kísil byggir fyrst og fremst á málmvinnsluaðferðum, ekki á efnafræði. Öll þessi skilyrði voru uppfyllt á Íslandi.“ Terry bætir við í framhaldinu að Silicor hafi reyndar fyrir nokkrum misserum síðan verið komið langt á veg með að reisa svona kísilverk- smiðju í Mississippi í Bandaríkjun- um. Þá skall hins vegar á eins kon- ar viðskiptastríð milli Bandaríkj- anna og Kína í framleiðslu og sölu á sólarhlöðum. Bandarísk stjórnvöld settu ofurtolla á sólarhlöð framleidd í Kína. Þar svöruðu menn með því að setja 60% toll á sólarkísil sem væri framleiddur í Bandaríkjunum. „Með þessu var útilokað fyrir okk- ur að framleiða kísil í Bandaríkj- unum og selja hann til sólarhlaða- framleiðenda í Kína sem er stærsti Terry Jester forstjóri kísilfyrirtækisins Silicor Materials: „Hjarta og sál fyrirtækisins verður á Íslandi“ Theresa Jester, eða Terry eins og hún er alltaf kölluð, hefur unnið að þróun nýtingar sólarorku allan sinn starfsferil til þessa sem spannar nú 36 ár. Þetta eru sólarhlöðin sem kísilinn er notaður í. Þau vinna raforku úr geislum sólarinnar. Terry Jester í miðborg Reykjavíkur daginn sem viðtalið var tekið. Hún segist hafa fallið algerlega fyrir Íslandi, fegurð þess og fólkinu sem hér býr.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.