Skessuhorn


Skessuhorn - 13.05.2015, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 13.05.2015, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 2015 bergja fjögurra stjarnu hótel. Til að hótel eigi að vera hagkvæm í rekstri þurfa þau að lágmarki að vera af þessari stærð,“ segir Snorri Hjalta- son. Hann bætir við að ef allt gangi að óskum, svo sem varðandi fjár- mögnun og að samkomulag náist við rekstraraðila um rekstur hótels- ins, muni framkvæmdir hefjast strax í haust. „Við eigum vissulega eftir að yf- irstíga ákveðna hjalla, en erum bjartsýnir,“ segir Snorri. „Allar þær framkvæmdir sem við nú boðum munu kosta á þriðja milljarð króna. Til að af þeim verði þarf samfé- lagið að taka vel í hugmyndir okkar. Sveitarstjórn þarf að sýna snerpu, íbúar að sýna þessu jákvæðan hug og fjármálafyrirtæki að hafa trú á að Borgarfjörður sé framtíðarsvæði til búsetu og atvinnuuppbyggingar,“ segir Snorri. Ímyndarherferð inn- og útá við Talið berst að markaðsmálum hér- aðsins, sjálfsmynd íbúa og fleiri þáttum sem skapa héraðinu sérstöðu og ímynd. „Vissulega hefur samfé- lagið verið svolítið brotið og sund- urlaust. Það hafa orðið áföll í at- vinnulífinu á liðnum árum sem hef- ur reynst íbúum erfitt að vinna sig gegnum. Hér er lítil vinnsla land- búnaðarafurða eftir, sparisjóðurinn hætti starfsemi og ýmislegt fleira hefur reynst fólki erfitt að sætta sig við. En það er líka margt jákvætt sem hefur gerst og nægir að nefna mikla uppbyggingu í ferðaþjón- ustu og ýmissi starfsemi tengdri henni. Iðnfyrirtæki hafa verið að dafna að undanförnu og ný fyrir- tæki að bætast við. Því er óhætt að segja að þrátt fyrir að samfélagið hafi verið dálítið sundurleitt, þá er þetta allt að koma,“ segir Stefán Ólafsson húsasmíðameistari. Stef- án á Litlu Brekku hefur reynt ým- islegt í rekstri, hefur nú starfað við húsasmíðar í rúm fimmtíu ár og lengst af í Borgarfirði. „Sveitarfé- lagið getur gert betur í markaðs- málum og ímyndarsköpun. Bæði þurfum við að boða jákvæðni inná- við til okkar íbúanna en ekki síð- ur þurfum við að koma jákvæðum boðskap frá okkur út til annarra landsmanna, erlends ferðafólks og fjárfesta,“ segir Stefán. Snorri Hjaltason tekur undir orð Stefáns og segir að endingu: „Ég hef komið að ýmsum stórum verk- efnum sem þessu, í gegnum tíðina. Ég geri mér alveg grein fyrir því að ekki eru allir alltaf sammála, en ég beinlínis neita að trúa öðru en að nú taki jákvæðni og stórhugur við í huga fólks. Annars hefði ég aldri beint kröftum mínum hing- að í Borgarnes. Við viljum gjarn- an eiga þátt í að snúa hjólunum í rétta átt hér í Borgarnesi. Það er af því við trúum á vöxt og betri tíð í vændum,“ sagði Snorri að end- ingu. mm Keppnislið Grunnskóla Borgar- fjarðar er komið í úrslit í spurninga- keppni grunnskólanna eftir sigur á liði Álftaness síðastliðinn fimmtu- dag. Að sögn Hlöðvers Inga Gunn- arssonar deildarstjóra GBF á Varma- landi á eftir að koma í ljós hverj- ir andstæðingarnir verða í úrslita- keppninni. Enn eru það þrír skól- ar sem koma til greina en undanúr- slit í hinum riðlinum eru skemmra á veg komin. Hlöðver Ingi segir að líklega verði úrslitakeppnin háð í lok þessa mánaðar. Lið GBF skipa þau Magdalena Sigurðardóttir frá Hóli, Erna Elvarsdóttir frá Brekku, Þórð- ur Brynjarsson frá Sleggjulæk og Katrín Pétursdóttir frá Helgavatni er varamaður. mm Sigurbjörg Gyða Guðmundsdótt- ir frá Akranesi er, ásamt sjö öðrum hjúkrunarnemum við Háskóla Ís- lands, á leið til Kambódíu þar sem þeir munu sinna hjálparstörfum í maí og júní. „Þetta er eiginlega orðin hefð, að þriðja árið fari og sinni hjálpar- störfum,“ sagði Sigurbjörg í sam- tali við Skessuhorn. „Við förum á vegum samtakanna Green Lion og verðum í þrjár vikur á stað sem heitir San Roe, nálægt borginni Siem Reap. Við leggjum af stað bara núna í nótt,“ sagði Sigurbjörg þegar blaðamaður ræddi við hana síðastliðinn föstudag. „Afríka hefur verið dálítið áberandi hjá þeim sem fara í hjálparstarf, okkur fannst Asía lenda svolítið útundan,“ sagði Sig- urbjörg þegar blaðamaður spurði hana hvers vegna þetta land hefði orðið fyrir valinu. „En það hafa tveir hópar farið á undan okkur til Kambódíu á síðustu árum og þeir voru mjög ánægðir.“ Ferðir sem þessar eru ekki hluti námsins og því ekki á vegum Há- skólans heldur eru það nemarnir sjálfir sem taka sig saman. Hóparn- ir standa því algerlega á eigin fótum þegar kemur að fjármögnun. „Við höfum verið með alls konar fjárafl- anir og svo höfum við fengið styrki frá fyrirtækjum, meðal annars hafa þau lagt til alls konar hjúkrunar- og hreinlætisvörur sem við tökum með okkur út,“ segir Sigurbjörg. „Þar eru til dæmis tannburstar. Við ætlum að heimsækja skóla og fræða börnin um allt almennt hreinlæti og gefa þeim tannbursta,“ bætir hún við. Þegar Sigurbjörg er spurð út í væntingar sínar til ferðarinnar kveðst hún eiginlega ekki geta svar- að því. „Það er svona 50/50 spenna og óvissa. Ég veit ekkert alveg hverju ég á að búast við, þetta er svo vanþróað land. En ég vona auð- vitað að þetta verði gaman. Svo ætl- um við að ferðast aðeins eftir hjálp- arstarfið, fara til Tælands og Balí og fleiri landa,“ segir hún. Að lokum langar Sigurbjörgu að hvetja alla til að íhuga nám í hjúkr- un og sérstaklega stráka. „Hjúkrun er málið!“ segir hún. kgk Sinnir hjálparstörfum í Kambódíu Keppa til úrslita í spurninga- keppni grunnskólanna Sigurbjörg Gyða Guðmundsdóttir hjúkrunarnemi. F.v. Þórður, Magdalena, Erna og Katrín. Ljósm. Hlöðver Ingi Gunnarsson. Innritun í Menntaskóla Borgarfjarðar Innritun eldri nemenda (fæddir 1998 eða fyrr) fyrir haustönn 2015 fer fram dagana 4. apríl – 31. maí. Nemendur í 10. bekk hafa frest til að sækja um nám í framhaldsskóla eða breyta umsóknum úr forinnritun til miðnættis miðvikudaginn 10. júní. Innritun fer fram á www.menntagatt.is Nánari upplýsingar um innritun má fá á skrifstofu skólans í síma 433-7700. Upplýsingar um nám í boði má finna inn á www.menntaborg.is Skólameistari SK ES SU H O R N 2 01 5 Ef áætlanir ganga eftir mun á lóðunum Borgarbraut 57 og 59 rísa tvær bygg- ingar sem hýsa m.a. lúxushótel, íbúðir fyrir eldri borgara auk verslunar,- og þjónusturýmis. CLARVISTA STURTUGLER FYRIR VANDLÁTA SÓLVARNARGLER OG HANDRIÐ M ynd: Josefine Unterhauser ispan@ispan.is • ispan.is Starfsfólk óskast Óskum eftir að ráða afgreiðslufólk, barþjóna og dyraverði til starfa. Umsækjendur þurfa að vera 20 ára eða eldri. Stillholti 16-18 • Akranesi • Sími 431 1401 SK ES SU H O R N 2 01 5 Umsóknir óskast sendar á netfangið liljathordar@simnet.is, merktar “Starfsumsókn” fyrir 19. maí.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.