Skessuhorn - 29.07.2015, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2015 7
Fréttaveita Vesturlands
Blaðið okkar kemur ekki út miðvikudaginn
5. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks.
Bestu kveðjur,
Sumarfrí
ekkert blað
5. ágúst
Kæri lesandi
,,Þetta er allt að koma í Hauka-
dalsá og töluverður lax er genginn
í ána. Veiðimaður sem var þar fyr-
ir skömmu veiddi fjóra laxa á stutt-
um tíma,“ sagði Ari Hermóður Ja-
fetsson, framkvæmdastjóri Stanga-
veiðaveiðifélags Reykjavíkur, er
við spurðum um Haukadalsá í Döl-
um. Laxveiðin gengur ágætlega
þessa dagana. Veiðimenn eru mjög
víða að fá fiska. ,,Gangurinn er enn
góður í Norðurá. Hún hefur gefið
1700 laxa og Haffjarðaráin er með
með næstum 700 laxa, sagði Einar
Sigfússon er við spurðum um stöð-
una. Þverá í Borgarfirði hefur gef-
ið 1155 laxa. ,,Við vorum í Kjarrá
um daginn og veiðin gekk vel,“
sagði Þórarinn Sigþórsson sem hef-
ur verið víða á veiðislóðum síðustu
vikurnar. Langá er nú búin að rjúfa
þúsund laxa múrinn og Grímsáin er
komin í 422 laxa.
gb
„Þetta var ekkert alvarlegt. Þarna
logaði í mosa og birki. Talað var
um að þarna hafi verið par á göngu
skömmu áður en ekkert hægt að
sanna. Það gæti hafa kviknað í út
frá sígarettu eða einhverju öðru.
Við náðum strax að hefta útbreiðsl-
una og slökkva síðan í þessu,“ seg-
ir Bjarni Kristinn Þorsteinsson
slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar. Á
þriðjudagskvöld var lið hans kallað
út til að slökkva gróðureld við Grá-
brók í Norðurárdal.
Bjarni segir að nú ríki hreint
skelfingarástand á Vesturlandi.
„Það er allur gróður skraufaþurr.
Við erum drullusmeykir við þetta.
Þú sást nú útlendinginn sem lét sér
detta í hug að kveikja í klósettpapp-
írnum við Biföst um daginn,“ seg-
ir slökkviliðsstjóri Borgarbyggð-
ar. Þarna vísar hann til þess þegar
eldur kviknaði í hrauninu eftir að
ferðalangur hafði gengið örna sinna
úti í guðsgrænni náttúrunni og síð-
an borið eld að sínum útfylltu eyðu-
blöðum. Afleiðingarnar hefðu getað
orðið hrikalegar ef ekki hefði komið
til snarræði slökkviliðsmanna Borg-
arbyggðar. Atvikið sem fyrst var
greint frá í Skessuhorni vakti þjóð-
arathygli og hefur jafnvel ratað á
síður erlendra fjölmiðla.
„Staðan er núna þannig að grá-
mosinn er gegnþurr. Hann fuðr-
ar bara upp ef það kemst eldur í
hann. Það er búinn að vera endalaus
þurrkur. Þessar rigningarskvett-
ur sem hafa komið hafa bara ekk-
ert að segja. Það liggur stór hæð-
arhlussa yfir Grænlandi sem heldur
öllum lægðunum frá okkur, beinir
þeim suður frá landinu. Það má lít-
ið út af bera nú til að eitthvað alvar-
legt gerist, tala nú ekki um ef eld-
ur kemst í skógræktarland þar sem
er gróinn botn. Hið sama á við um
mosa og lyng.“
Bjarni segir að nú sé mikilvægt að
fólk fari varlega með eld og sýni ítr-
ustu aðgát. „Ég vil sérstaklega nefna
þessi einnota grill, að fólk hendi
þeim ekki hvar sem er, slökkvi vel
og passi sig á allri glóð.“ mþh
Vænn lax kominn á land í Grímsánni en áin hefur gefið 422 laxa.
Góð veiði í vestlenskum ám
Við Grábrók í liðinni viku.
Ljósm. mm
Gróðureldur slökktur við Grábrók
„Sól slær silfri á voga, sjáðu jökul-
inn loga.“ Þannig segir í textanum
við hið vinsæla sönglag Ég er kom-
inn heim, sem Óðinn Valdimarsson
gerði ódauðlegt í flutningi sínum.
Eftir kalt vor er óhætt að segja að
mikil veðurblíða hafi verið á Vest-
urlandi það sem af er sumri. Enn er
spáð björtu, hlýju og hægu veðri út
þessa viku og fram í þá næstu. Góð-
viðrisdagarnir hafa gefið mörg tæki-
færi til að njóta fagurs útsýnis víða
í landshlutanum. Þessa ljósmynd
af Snæfellsjökli tók Sigurjón Guð-
mundsson frá Hellissandi laust fyr-
ir miðnætti eitt sumarkvöld í þess-
um mánuði. Myndasmiðurinn stóð
rétt fyrir innan Akranes þegar hann
smellti af og útkoman varð þessi
dýrð.
mþh
Snæfellsjökull á sumarkvöldi séð frá Akranesi. Ljósm. Sigurjón Guðmundsson.
Sjáðu jökulinn loga