Skessuhorn


Skessuhorn - 29.07.2015, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 29.07.2015, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 20158 Nýskráningum fjölgar á milli ára LANDIÐ: Á vef Hagstofu Íslands segir að nýskráning- um einkahlutafélaga hefur fjölgað um 11% á tímabilinu júlí 2014 til júní 2015, miða við 12 mánuði þar á undan. Á tímabilinu voru alls 2173 ný félög skráð og fjölgunin var mest í flokknum „Bygging- arstarfsemi og mannvirkja- gerð“ eða um 48% á síðustu 12 mánuðum. – arg Aflatölur fyrir Vesturland 18. - 24. júlí Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes 13 bátar. Heildarlöndun: 21.478 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 11.749 kg í tveimur löndun- um. Arnarstapi 5 bátar. Heildarlöndun: 12.965 kg. Mestur afli: Bárður SH: 5.761 kg í fjórum löndun- um. Grundarfjörður 7 bátar. Heildarlöndun: 1.191.441 kg. Mestur afli: Vilhelm Þor- steinsson EA: 482.758 kg í einni löndun. Ólafsvík 8 bátar. Heildarlöndun: 11.006 kg. Mestur afli: Brynja SH: 3.602 kg í einni löndun. Rif 4 bátar. Heildarlöndun: 33.819 kg. Mestur afli: Magnús SH: 28.642 kg í þremur löndun- um. Stykkishólmur 15 bátar. Heildarlöndun: 53.942 kg. Mestur afli: Glaður SH: 8.363 kg í þremur löndun- um. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Vilhelm Þorsteinsson EA – GRU: 482.758 kg. 22. júlí 2. Silver Bergen NO – GRU: 400.882 kg. 21. júlí 3. Bergur VE – GRU: 66.711 kg. 21. júlí 4. Bergur VE – GRU: 65.623 kg. 19. júlí 5. Hringur SH – GRU: 62.786 kg. 22. júlí mþh Atvinnuleysi var 2,9% í júní LANDIÐ: Á vef Hagstofu Íslands segir að 202.200 manns á aldrinum 16-74 ára hafi að jafnaði verið á vinnu- markaði í júní, það gerir 86,6% atvinnuþátttöku. Þá voru 196.400 starfandi og 5.800 í atvinnuleit. Hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var því 2,9%. Frá því á sama tíma í fyrra hefur atvinnuþátttaka aukist um 1,3 prósentustig og hlutfall starfandi fólks af mannfjölda hefur aukist um 2,7 stig, það hefur ekki verið hærra hlutfall starfandi fólks frá árinu 2008. –arg Gjaldþrotum fækkar á milli ára LANDIÐ: Á vef Hagstofu Íslands segir að gjaldþrot einkahlutafélaga hafi dregist saman um 12% á tímabilinu júlí 2014 til júní 2015, miðað við 12 mánuði þar á undan. Á tímabilinu voru alls 744 fyrirtæki tekin til gjaldþrota- skipta. Gjaldþrotum fækk- aði mest í flokknum „fram- leiðsla“ eða um 24% á síð- ustu 12 mánuðum. –arg Útkall hjá Björgunarsveit- inni Ósk DALIR: Bjögunarsveitin Ósk var kölluð út á fimmtu- dagskvöldið í síðustu viku til að leita að ferðalangi sem var talinn týndur á milli Laugar- dals og Langavatnsdals. Að- standendur ferðalangsins voru farnir að óttast og ósk- uðu eftir að leit myndi hefj- ast. Björgunarsveitamenn töldu sig vita á hvaða leið ferðalangurinn væri og fundu þeir hann fljótt. Ferðalang- urinn reyndist vera íslensk stúlka sem var vel útbúin og hélt för sinni áfram. – arg Ekkert lát á góðri hvalveiði Langreyðaveiðar ganga afar vel, jafnvel með slíkum fá- dæmum að elstu menn muna vart annað eins. Nú þegar vertíðin hefur staðið í mán- uð hafa 60 dýr veiðst, eða að jafnaði tvö á dag. Hval- bátarnir virðast hafa fund- ið stóra torfu af langreyð- um djúpt vestur af Faxaflóa. Þeir koma inn sitt á hvað, rétt stoppa til að sleppa feng sínum, taka olíu og vistir og svo beint á miðin aftur. Ein- muna blíða er búin að vera dögum saman á miðunum og úrvals aðstæður til veiða. Allt er keyrt á fullu í hvalstöðinni í Hvalfirði. Þar hafa menn gert fátt annað en vinna, éta og sofa alla daga í allan júlí- mánuð á átta tíma vöktum allan sólarhringinn. mþh Viðtal Skessuhorns við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra hefur borist Paul Watson forsprakka bandarísku samtakanna Sea Shep- herd til eyrna. Sea Shepherd hafa um árabil barist gegn hvalveiðum og sökktu á sínum tíma tveimur bát- um Hvals hf. í Reykjavíkurhöfn. Í viðtalinu sagði Gunnar Bragi að Ís- lendingar eigi að hugleiða að draga úr hvalveiðum og koma þannig til móts við gagnrýni erlendis. Paul Watson skrifar um þessi ummæli á Facebook-síðu sinni. Þar segir hann að yfirlýsing íslenska utanríkisráð- herrans bendi til þess „....að Ísland sé loksins að endurskoða stefnu sína í hvalveiðimálum.“ Sea Shepherd hefur í sumar haft tvö skip og hóp fólks í Færeyjum þar sem reynt hefur verið að trufla grindhvalaveiðar eyjaskeggja. Wat- son segir á Facebook-síðu sinni að Sea Shepherd hafi þó ekki gleymt Íslendingum alfarið. Samtökin vinni nú að því að stöðva flutninga á langreyðakjöti til Japan um lög- sögu Rússlands. Á sama tíma bíði samtökin þess að diplómatískar að- gerðir gegn Íslandi út af hvalveiðum þar beri tilætlaðan árangur. Frekari íhlutun samtakanna gæti skemmt fyrir í þeim efnum. mþh Segir að yfirlýsing Gunnars Braga í Skessuhorni um hvalveiðar bendi til stefnubreytingar Íslands Viðtal Skessuhorns við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra og 1. þing- mann norðvesturkjördæmis hefur vakið mikla athygli bæði hér heima á Íslandi og erlendis. Gunnar Bragi Sveinsson utanrík- isráðherra og 1. þingmaður Norð- vesturkjördæmis fékk kárínur frá ritstjórn Morgunblaðins í Stak- steinapistli sem birtist í blaðinu á fimmtudag í liðinni viku. Tilefnið voru orð Gunnars Braga í viðtali við Skessuhorn að Íslendingar eigi að íhuga að draga úr hvalveiðum til að mæta þannig gagnrýni á alþjóða vettvangi. Þetta varð Staksteinum tilefni til skrifa þar sem segir meðal annars: „Í Skessuhorni í gær var sagt frá því að Gunnar Bragi Sveinsson ut- anríkisráðherra telji að Íslending- ar eigi að draga úr hvalveiðum. Og vitnað er í ráðherrann sem svarar af hreinskilni: „Við hér í utanrík- isráðuneytinu verðum vör við það frá fyrstu hendi á fundum sem við sækjum að Ísland er stundum lit- ið hornauga vegna þessara veiða.“ Fulltrúum íslenska ríkisins á al- þjóðlegum ráðstefnum eru greidd laun til að þola það að vera litnir hornauga. Ef það dugar ekki verður einfaldlega að kaupa þessa þjónustu utan úr bæ og fela verktökum með skýr fyrirmæli um að kynna hags- muni Íslands,“ skrifuðu Staksteinar meðal annars í pistli sínum. mþh Utanríkisráðherra fékk kaldar kveðjur frá Morgunblaðinu Staksteinar Morgunblaðins voru helgaðir utanríkisráðherra vegna ummæla um hvalveiðar í viðtali hans við Skessuhorns. Ólafsdalshátíð verður haldin í átt- unda skiptið í Ólafsdal í Gilsfirði laugardaginn 8. ágúst næstkom- andi, en hátíðin hefur verið fast- ur liður í starfsemi Ólafsdalsfélags- ins allt frá stofnun þess árið 2008. Markmið félagsins er að stuðla að endurreisn Ólafsdals sem er með- al merkustu sögu- og menningar- minjastaða á Vesturlandi. Þar stofn- aði Torfi Bjarnason fyrsta bænda- skóla landsins árið 1880 og rak hann allt til ársins 1907. Hátíðin í ár hefst á fræðslugöngu um Ólafsdal kl. 10 að morgni dags en aðaldagskráin stendur yfir frá kl. 13 til 17. Hátíðarstjóri verð- ur Ingi Hans Jónsson, sagnamað- ur úr Grundarfirði og aðalræðu- maður að þessu sinni verður Gunn- ar Bragi Sveinsson, utanríkisráð- herra og fyrsti þingmaður Norvest- urkjördæmis. Meðal dagskrárliða má nefna söngatriði Drengjakórs íslenska lýðveldisins og erindi Maríu Ját- varðardóttur um föður sinn, Ját- varð Jökul Júlíusson frá Miðja- nesi í Reykhólasveit. Játvarður rit- aði bókina um Torfa og Ólafsdals- skólann, sem og skólapiltatal allra nemenda skólans þrátt fyrir að vera lamaður frá hálsi og niður úr. Á meðan hátíðinni stendur verð- ur handverks- og matarmarkaður þar sem meðal annars verður hægt að fá lífrænt vottað Ólafsdalsgræn- meti. Vert er að geta þess að í tilefni af hundrað ára ártíð Torfa Bjarnason- ar er framundan mikil uppbygging í Ólafsdal. Til stendur að endurreisa nær allar byggingar sem þar stóðu á blómatíma skólans í kringum alda- mótin 1900. Á næstunni verður gengið frá samkomulagi milli fjár- málaráðuneytisins, Ólafsdalsfélags- ins og Minjaverndar um þá endur- reisn. Áhugasömum er bent á að ágrip af sögu staðarins, ásamt umfjöllun um hátíðina, má nálgast í fylgiblaði 14. tölublaðs Bændablaðsins. kgk Ólafsdalshátíð á hundrað ára ártíð Torfa Bjarnasonar Ólafsdalshátíð hefur verið vel sótt í gegnum árin. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.