Skessuhorn


Skessuhorn - 29.07.2015, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 29.07.2015, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2015 17 Íslenski presturinn hefur aðstöðu hér fyrir fermingarfræðslu og svo er sunnudagaskóli einu sinni í mán- uði. Það er eitthvað um að vera hér á hverjum degi og miðað við félags- starf almennt eins og maður þekkir á Íslandi þá er þetta vel sótt. Mið- að við það að hér er einn starfsmað- ur þá er mikil starfsemi hérna.“ Jón segir alls konar erindi berast til sín frá Íslendingum í Danmörku en það hafi þó breyst mikið í seinni tíð eftir að farsímar og tölvutenging- ar komu. Fólk þurfi ekki að spyrja um eins mikið og áður. Svo hefur ferðatíðnin milli Íslands og Dan- merkur aukist mikið sem breytir miklu frá því áður var. Annars var engin nákvæm starfslýsing til fyrir þetta starf enda allt mögulegt sem getur komið upp. Hvet unglingana til að taka eftir í dönskutímum Talið berst að fjölmörgum Íslending- um sem stundað hafi framhaldsnám í Danmörku og Jón og Inga segja bæði að það sé gott að vera íslenskur námsmaður í Danmörku. „Ég hvet íslenska unglinga til að taka vel eft- ir í dönskutímunum því þeirra bíða ótal möguleikar á framhaldsnámi hér. Umhverfið hér í Danmörku er allt annað en í Íslandi. Áður var það þannig að íslenskur námsmaður gat fengið námsstyrk hér ef hann hafði unnið í Danmörku eða þá ef for- eldrar hans höfðu búið í Danmörku. Nú er þetta þannig að styrkur fæst ef viðkomandi hefur unnið hér í Dan- mörku eða þá að hann vinnur með námi. Hann þarf að skila ákveðnum vinnutíma á mánuði með námi og þá fær námsmaðurinn hvorki meira né minna en styrk í 70 mánuði og þetta eru styrkir sem munar um. Ég held að það séu á annað hundr- að þúsund krónur íslenskar á mán- uði. Það eru gerðar námskröfur en í raun miklu minni kröfur en með ís- lensk vísitölutryggð námslán.“ Inga tekur undir og bætir við. „Ég hef oft spurt íslenska námsmenn hér hvort þeir geri sér grein fyrir því hvað þeir hafi það gott hér. Þeir þurfa ekki að borga skólagjöld hér í mjög virtum háskólum þaðan sem þeir geta lok- ið hæstu námsgráðum. Þeir fá styrki eins og innfæddir. Það er alveg ótrúlegt hve Danir eru mildir við Íslendinga í þessum efnum. Marg- ir Íslendingar hafa sótt nám hing- að til Kaupmannahafnar og út um allt land. Það er svo víða í boði og það er bara eins gott að þessir krakk- ar heima taki vel eftir í dönskutím- unum því þá hafa þau forskot þegar þau koma hingað. Það er bara nauð- synlegt að kunna eitthvað af Norð- urlandamálunum,“ segir Inga. Hún segist einmitt nýlega hafa verið að lesa í Politiken grein eftir Dana sem sagði hve slæmt það væri að Norð- urlandaþjóðirnar gætu ekki talað saman á norrænu máli. Norðmenn, Danir og Svíar skildu t.d. ekki hvor- ir aðra. „Hann sagði í greininni að nú þyftu þjóðirnar að taka sig á og reyna að skilja hver aðra. Þetta væri orðið eitt atvinnusvæði og Svíar og Danir skutluðust sitt á hvað yfir Eyr- arsundsbrúna. Það þyrfti ekki meira en slá aðeins af hraðanum í tali eða breyta áherslum þá væru þetta sömu tungumálin. Svipað gæti átt við um Íslendinga,“ segir Inga og bætir við að gallinn sé að ef fólk skilji ekki hvort annað í fyrstu sé strax skipt yfir í ensku. Sagan er í Jónshúsi og nágrenni Jónshúsi hefur verið haldið mjög vel við síðustu ár og alltaf eitthvað ver- ið að bæta og lagfæra. „Það var ým- islegt sem þurfti viðhald þegar við komum hingað. Lengst af bjugg- um við á efstu hæðinni í húsinu, þeirri fjórðu, en síðan fyrir tveimur árum var tekin sú ákvörðun að selja fræðimannsíbúð sem íslenska ríkið átti hér í næstu götu. Andvirðið var notað til að innrétta háaloftið hér í Jónshúsi. Við fluttum þá upp í háa- loftið sem er þá fimmta hæð. Það er engin lyfta svo þetta er ágætis lík- amsrækt að fara upp og niður stig- ana. Fræðimannsíbúðin, sem var í St. Pálsgötu, er nú á fjórðu hæðinni og svo er önnur fræðimannsíbúð á annarri hæðinni. Þessum tveimur fræðimannsíbuðum er svo úthlutað til íslenskra fræðimanna og þær eru aldrei tómar. Þar er skipt um ábú- endur á 4-8 vikna fresti og við verð- um sennilega með eina 16 fræði- menn þetta árið. Eina skilyrðið sem í raun er sett fyrir veru þar er að þú sýnir fram á þörfina við að vera í Kaupmannahöfn. Þetta eru mjög oft sagnfræðingar enda er mikill sögu- brunnur fyrir Íslendinga hér í borg- inni. Svo er mikill fræðabrunnur hér fyrir þá sem vinna að náttúruvísind- um, t.d. er danska Jarðfræðistofnun- in hér rétt hjá. Þar er jarðfræðisaga Íslands í kjallaranum og meira af ís- lensku grjóti þar en víða á íslenskum söfnum. T.d. er allt steinasafn Jón- asar Hallgrímssonar þarna í kjallar- anum. Saga silfurbergsnámunnar á Eskifirði er þarna geymd, hver ein- asti reikningur og allt bókhald um berg sem fannst þar. Kaupmanna- höfn var auðvitað höfuðborg Ís- lendinga í fjögur hundruð ár þannig að það er margt sem tengist. Svo er nú orðið hægt að fræðast svo mikið um sambandslit Íslendinga og Dana því nú hafa verið opnaðar ýmsar bækur og skjöl, sem áður voru ekki aðgengileg eins og t.d. dagbækur Kristjáns tíunda. Þetta er í rauninni óþrjótandi sögubrunnur hér.“ Á heimleið en þó ekki á Skagann Síðasti vinnudagur Jóns Runólfs- sonar í húsi nafna síns er 31. ágúst en Jón verður sjötugur í september. Þau eru samt ekki að flytja á Akranes. Vesturbærinn í Reykjavík hefur orð- ið fyrir valinu en þar hafa þau fengið leigða íbúð á Framnesveginum, vin- um Jóns í KR til mikillar gleði. Þeir hafa gefið þessum fyrrum formanni ÍA fyrirheit um frímiða á KR-völlinn að því er Jón segir. Inga segir mikil- vægt að sjá Snæfellsjökulinn en hann blasi við í bjartviðri úr væntanlegri íbúð. Þau Jón og Inga keyptu fyrir nokkrum árum sumarbústað í landi Fitja í Skorradal og þar eru þau með bát sem þau keyptu í Danmörku og fluttu heim. Þau segjast mjög spennt fyrir að geta verið meira í Skorra- dalnum en hingað til hafi þau bara getað verið þar í sumarfríum. Jón segist svo viss um að hann komi til með að skipta sér talsvert af félags- málum eins og alltaf hefði verið. Tvö barna þeirra búa í Kaupmanna- höfn með fimm barnabörn en Þór- hildur sú yngsta býr í Reykjavík með manni sínum og tveimur börnum. Jón er enn í mannvirkjanefnd Knatt- spyrnusambands Íslands og fundir í þeirri nefnd hafa verið haldnir þeg- ar Jón hefur verið staddur á Íslandi. Búið er að ráða nýjan forstöðumann Jónshúss úr röðum 175 umsækj- enda. Það er Hallfríður Benedikts- dóttir sem er Keflvíkingur að upp- runa og hefur búið í Kaupmanna- höfn í nokkur ár. Undir lok spjalls- ins lítur Jón út um gluggann og seg- ir að hugsanlega séu Íslendingar að koma þarna eftir götunni. Þetta seg- ir hann eitt helsta sportið, að horfa út um gluggann og ráða af göngu- laginu hvort viðkomandi séu Íslend- ingar. hb Inga og Jón þegar þau voru viðstödd opnun sýningar á verkum Steinunnar Þórarinsdóttur í Kaupmannahöfn nýlega. Jón Runólfsson á yngri árum á Akranesi með ljósmyndavél milli handanna. Ljósm. Ljósmyndasafn Akraness Inga á Skagaárunum þegar hún starf- aði sem íþróttakennari. Ljósm. Ljósmyndasafn Akraness Jón Runólfsson við mótauppslátt árið 1985, fyrir 30 árum, þegar íþróttamið- stöðin var reist að Jaðarsbökkum á Akranesi. Nær á myndinni er Þröstur Stefáns- son knattspyrnukappi. Ljósm. Árni S. Árnason/Ljósmyndasafn Akraness. HD 6/16-4 M HD 6/16-4 MX HD 10/25-4 S K Ä R C H E R S Ö L U M E N N V E R T U Á Ö R U G G U M S T A Ð SK ES SU H O R N 2 01 5 Laus störf hjá Akraneskaupstað Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar: • Störf þroskaþjálfa í búsetuþjónustu. • Starf í Leikskólanum Garðaseli. • Starf skólaliða í Brekkubæjarskóla. Sótt er um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar á þar til gerðu eyðublaði. Nánari upplýsingar er að finna á www.akranes.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.