Skessuhorn


Skessuhorn - 29.07.2015, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 29.07.2015, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 201514 Það var hátíðleg stund síðdegis á fimmtudag þegar nýsmíðin Stakk- hamar SH 220 kom til heimahafnar í Rifi. Stakkhamar lagði af stað frá Siglufirði á miðvikudag en hann var smíðaður hjá bátasmiðjunni Siglu- fjarðar Seigur þar í bæ. Stakkhamar er óneitanlega glæsilegt fley. Bátur- inn er 14,9 metrar á lengd og mælist 29 brúttótonn. Hann er sérhann- aður til línuveiða með beitningavél og verður með 18 – 19.000 króka á rekkum. Pláss er fyrir 22 fiskikör í lest. Leysir af tvo báta Smíði bátsins hefur staðið yfir í rúmt ár. Hann er bæði sá fyrsti sinn- ar gerðar og sá stærsti sem Siglu- fjarðar Seigur hefur smíðað. „Þetta er fyrsti báturinn sem þeir smíða á af þessari stærð hjá Siglufjarðar Seig á Siglufirði. Þeir hafa afgreitt marga báta sem eru minni. Skrokk- urinn er steyptur af Seiglu á Akur- eyri en síðan gengið frá smíðinni á Siglufirði. Við kusum að kaupa bát- inn hjá Siglufjarðar Seig því okkur leist vel á vinnubrögðin hjá þeim. Það er líka gott að koma á framfæri sérstökum óskum hjá þeim varð- andi ýmislegt í hönnun og fyrir- komulagi um borð eins og við vilj- um hafa það,“ segir Halldór Krist- insson útgerðarstjóri hjá Kristni J. Friðþjófssyni ehf. sem gerir út Stakkhamar. Halldór segir að hinn nýi Stakk- hamar leysi í reynd af tvo báta sem útgerðin hefur átt í hinu svokall- aða krókakerfi fyrir smábáta. „Það voru Sæhamar og eldri Stakkhamar sem við áttum áður en við réðumst í kaup á þessum nýja núna. Það er búið að selja þann Stakkhamar til Hólmavíkur. Við höldum enn Sæ- hamri eftir en nú verður hætt að gera hann út til þorskveiða. Hugs- anlega verður hann einnig seldur.“ Líst afar vel á nýja Stakkhamar Ákvörðun var tekin um að ráðast í breytingar á bátaflota fyrirtækis- ins á síðasta ári. „Til viðbótar við Sæhamar og Stakkhamar sem báð- ir eru krókabátar þá gerum við út fiskibátinn Hamar. Hann var alltaf á línuveiðum með bölum en í fyrra létum við setja línubeitningavél í hann. Í framhaldi af því var ákveðið að fara af stað í þetta ferli, að kaupa nýjan beitingavélabát sem yrði þá í þessu svokallaða krókakerfi. Það er nýi Stakkhamar sem við vorum að fá afhentan núna.“ Halldór segir að sér lítist ákaf- lega vel á nýja bátinn. Hann var sjálfur um borð þegar Stakkhamri var siglt frá Siglufirði í Rif. Allt reyndist eins og best varð á kos- ið. „Það má hrósa þeim á Siglu- firði fyrir mjög falleg og góð vinnu- brögð. Allur búnaður og uppsetn- ing á honum hér um borð er til fyr- irmyndar. Stakkhamri verður fyrst of fremst haldið til veiða frá Rifi og aflanum landað til vinnslu hjá okk- ur í Sjávariðjunni. Það eru fjór- ir menn í áhöfn. Skipstjóri verður Björn Heiðar Björnsson en hann var áður með þann Stakkhamar sem var á undan þessum. Sigurbjörn Hansson verður yfirvélstjóri og Jó- hannes Stefánsson annar vélstjóri. Stýrimaður er Hreinn Jónsson. Það er ágæt aðstaða fyrir áhöfnina og tveir tveggja manna klefar,“ segir Halldór Kristinsson útgerðarstjóri. Hinn nýi Stakkhamar heldur í sína fyrstu veiðiferð strax eftir verslun- armannahelgi. mþh/ljósm. af. Nýr Stakkhamar kominn heim í Rif Stakkhamar kemur til hafnar í Rifi fyrsta sinni. Útgerð Stakkhamars er fjölskyldufyrirtæki í eigu hjónanna Kristins Jóns Friðþjófssonar og Þorbjargar Alexandersdóttur og barna þeirra. Hér eru þau hjón lengst til vinstri ásamt nokkrum barna sinna og barnabarna um borð í Stakkhamri við komu bátsins í Rif á fimmtudag. Halldór sonur þeirra Kristins og Þorbjargar er útgerðarstjóri og stendur lengst til hægri á myndinni. Kristinn Jón Friðþjófsson útgerðarmaður í skipstjórasæti nýja bátsins. Björn Heiðar Björnsson verður skipstjóri á Stakkhamri. Sigurbjörn Hansson vélstjóri í ríki sínu. Stakkhamar bundinn fyrsta sinni við bryggju í heimahöfn sinni í Rifi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.