Skessuhorn


Skessuhorn - 29.07.2015, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 29.07.2015, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 201528 Í sumar hefur sauðkindin herjað á skógræktina í Slögu í Akrafjalli. Rollurnar hafa verið fleiri en oftast áður á þessu vel afgirta svæði. Garð- yrkjustjóri Akraneskaupstaðar hef- ur látið yfirfara og laga girðinguna umhverfis skógræktarsvæðið en allt- af komast rollurnar aftur inn fyr- ir. Nú er það endanlega staðfest að rimlahliðin sitt hvoru megin eru lít- il fyrirstaða, rollurnar rölta yfir þau eins og ekkert sé. Lengi vel trúði maður því að rollur færu ekki yfir slík hlið. Ég hef hins vegar sjálfur sannreynt það tvisvar að þetta hef- ur „heimsk“ sauðkindin lært. Í fyrra skiptið náðum við tveir, ég og mað- ur á besta aldri sem var á gönguferð í Slögu, að fanga tvö lömb og setja þau út fyrir rimlahliðið og yfir í land Ytra-Hólms. Ég var að gróðursetja á meðan lömbin vokuðu nokkra stund fyrir utan rimlahliðið. Að stuttri stund liðinni voru þau komin inn fyrir girðinguna aftur. - Áður hafði ég rekið rollur norðanmegin í Slögu sem þustu sem leið lá yfir rimlahlið- ið og inn í land Óss. Að sögn bónd- ans þar er hann ekki með neinar rollur og er ekki ánægður með að fá þær inn á sitt land. Girt fyrir rimlahlið Fleiri en ég eru til vitnis um að roll- urnar fara með léttum leik yfir rimla- hliðin. Eldra fólk sem ég hef hitt á gangi í Slögu segir mér að það hafi rekið rollur úr skógræktinni og séð þær fara yfir rimlahliðin án þess að hika. Sauðheimskt féið getur aug- ljóslega lært eins og við mannfólkið. Þetta eldra fólk, sem gengur sér til heilsubótar í Slögu, er sumt alið upp í sveit og þekkir vel til sauðfjárrækt- ar. Ég hef oft verið undrandi á því hversu harðort það er í garð sauð- fjárbænda sem „senda“ fé sitt á beit á annarra manna landi, hirða lítið um að fylgjast með því hvað þá að smala því aftur inn á sitt eigið land. Einn góður maður sagði að bændur sem beittu fé sínu í annarra manna landi yrðu varla ánægðir ef hann færi heim til þeirra og segðist ætla að nota traktorinn. Þetta væru hlið- stæð dæmi um frekju og yfirgang. Nú verður reynt að girða fyr- ir rimlahliðin þannig að sauðféið komist ekki þar í gegn og inn í skóg- ræktina. Töluvert er um að eldra fólk velji að fara efri leiðina í göngu- ferð um Slögu. Mér hefur verið sagt að neðri leiðin, sem á að vera aðal- inngangurinn, sé of erfið fyrir fótfú- ið fólk og auk þess sækja margir í efri stígana. Þaðan er frábært út- sýni og búið að koma fyrir bekkjum og borðum. Þau sómahjón Margrét Jónsdóttir og Jónatan Pálsson hafa gefið bekk og borð sem sóma sér vel á svæðinu. Þúsundir trjáa bíða gróðursetn- ingar Við í Skógræktarfélagi Akraness fengum rúmlega tíu þúsund tré til gróðursetningar við þjóðveginn og í Slögu. Gróðursetning við þjóðveg- inn hefur gengið vel en vegna rol- luplágunnar höfum við lítið gróð- ursett í Slögu því það er óskemmti- legt að horfa uppá birki- og reyni- tré enda í rollukjafti. Vonandi tekst að losna við kindurnar af svæð- inu nú á næstunni. Fólk sem geng- ur um Slögu þarf síðan að gæta þess að loka hliðum á eftir sér. Góð girð- ing er gagnslaus ef hliðin eru skilin eftir opin. Jens B. Baldursson, jensbb@internet.is Höf. er formaður Skógræktarfélags Akraness http://www.skog.is/akranes/ Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Hilmir B ehf Alhliða pípulagningaþjónusta hilmirb@simnet.is facebook.com/hilmirbehf Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is Vélabær ehf. Bæ í Bæjarsveit Alhliða viðgerðarþjónusta á bílum, dráttarvélum og vélum tengdum landbúnaði Smur og hjólbarðaþjónusta velabaer@vesturland.is S K E S S U H O R N 2 01 3 Rolluplága á skógræktarsvæði - Gagnslítil rimlahlið Skógræktarsvæðið í Slögu undir norðanverðu Akrafjalli. Ljósm. mþh Þessi tvö lömb röltu yfir rimlahliðið og virtust hafa lítið fyrir því. Þetta rimlahlið er lítil fyrirstaða fyrir sauðkindur sem eru ákveðnar í að komast í Paradísina í skógræktinni. Pennagrein Óhætt er að segja að handmálað- ir steinar í fánalitum ýmissa þjóða sem Skagamaðurinn Björn Lúðvíks- son hefur verið að gera og koma fyr- ir í grjótinu við vitana á Breiðinni yst á Akranesi, hafi fallið vel í kram- ið hjá ferðafólki. „Það þarf ekki allt- af að gera flókna og dýra hluti til að skapa ánægju. Ferðamenn sem koma hingað eru greinilega mjög hrifnir af þessu. Steinarnir eru mjög vinsælt myndefni. Það eru 23 fánar hér nú en ættu reyndar að vera 24 talsins. Einn þeirra hvarf og hefur ekki fundist. Það er kanadíski fán- inn. Annars bætist hér stöðugt við. Bara í gær og í dag hefur Björn kom- ið með þrjá nýja þjóðfána í safnið,“ segir Hilmar Sigvaldason vitavörður á Breiðinni. mþh Fánasteinarnir á Breiðinni njóta mikilla vinsælda Hilmar Sigvaldason vitavörður við fánasteinana góðu sem fjölgar stöðugt. „Við reynum að koma hingað og hlaða batteríin eins oft og við mögu- lega getum,“ sögðu Gunnar Brynj- ólfsson og Guðrún Richardsdóttir, sumarbústaðaeigendur í landi Áar á Skarðströnd, þegar Skessuhorn bar að garði. „Ég tilheyri þeim góða hópi tæknimanna sem viðhalda tækjabún- aði Landspítalans. Undanfarin ár hefur það verið ærið verkefni og lýj- andi,“ segir Gunnar og brosir. Hann starfar sem rafeindavirkjameistari hjá Medor og sérhæfir sig í viðhaldi á blóðrannsókna- og hjartagæslutækj- um. Guðrún starfar einnig á Land- spítalanum, á skrifstofu röntgen- deildarinnar, en margir á þeirri deild hafa staðið í kjaradeilum og verkfalls- aðgerðum undanfarið ár. „Við fengum bústaðinn sem ein- ingahús og smiðir settu hann saman fyrir okkur. Hins vegar byggðum við sjálf allt sem honum fylgir, pallinn, tröppurnar, settum undir þakskegg- ið og fleira. Höfðum aldrei smíðað neitt þessu líkt áður en þetta heppn- aðist alveg ótrúlega vel og við höfum notið hverrar mínútu við allt okkar handverk,“ segja þau glöð í bragði. „Hér er frábært að vera. Birkiskóg- urinn veitir gott skjól og þegar sól- in skín verður þetta algjör hitapoll- ur,“ sögðu þau Gunnar og Guðrún á þessu fallega sumarkvöldi. kgk Hlaða batteríin í bústaðnum Gunnar Brynjólfsson og Guðrún Richardsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.