Skessuhorn


Skessuhorn - 29.07.2015, Page 11

Skessuhorn - 29.07.2015, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2015 11 ÖLL ALMENN VERKTAKASTARFSEMI Eiríkur J. Ingólfsson ehf. S ke ss uh or n 20 13 „Þetta er gamall draumur að ræt- ast hjá mér, að verða bóndi,“ sagði Skúli Hreinn Guðbjörnsson, bóndi í Miðskógi í Dölum, þegar blaða- maður Skessuhorns heimsótti hann á föstudaginn var. Hann og eigin- kona hans Guðrún Esther Jóns- dóttir eru nýflutt vestur í Dali en höfðu áður búið suður á Akranesi í tæp ellefu ár. Skúli hafði þar unn- ið sem rekstrarstjóri Húsasmiðj- unnar í áratug. Í vor ákváðu þau hjónin hins vegar að söðla um sig, kaupa jörð vestur í Dölum og ger- ast bændur. Auk þess tók Guðrún Esther að sér afleysingar hjá Lyfju út sumarið og var í vinnuferð þegar blaðamann bar að garði. Yfirgáfu Akranes fyrir Dalalífið „Við vorum búin að spá í þetta og leita að jörð í tvö ár. Hún fannst núna í vetur og við keyptum Mið- skóg og fluttum hingað 1. maí. Við skiptum jörðinni og húsinu okk- ar á Akranesi og sumarbústaðnum í Svínadal,“ segir Skúli. „Jörðin var reyndar ekki á sölu. Ég hringdi bara í bóndann og gerði honum tilboð.“ Aðspurður kveðst Skúli ekki muna nákvæmlega hve stór Mið- skógsjörðin sé, en túnin séu 53 hektarar. „Þetta er flott kúajörð. Þeir sem þekkja til segja að þetta sé með bestu kúajörðum í Dölum,“ segir hann. Íbúðarhúsið fylgdi með í skiptunum, útihúsin, bústofninn auk allra véla og tækja. Hann tel- ur rúmlega hundrað gripi, þar af 36 mjólkurkýr og stefnir Skúli á að fjölga þeim í vetur. Til þess hefur hann ráðist í að breyta hálfri hlöð- unni í kálfaeldi. „Það er á dag- skránni að fjölga beljunum og helst vildi ég koma upp mjaltabás líka. Ég er hrifnari af bás en róbót, finnst ég vera í meiri tengslum við kúna,“ segir Skúli. „Þetta sprengir líklega strax utan af sér húsnæðið,“ segir hann og brosir. Tekur við góðu búi Eins og áður sagði fluttu Skúli og Guðrún Esther að Miðskógi 1. maí síðastliðinn. „Bóndinn fyrrverandi mjólkaði að morgni og ég tók við og mjólkaði um kvöldið, það var eiginlega bara þannig. Ég var hérna á þrjá daga með honum. Mætti segja að ég hafi verið í aðlögun, svona eins og krakkarnir á leikskól- anum,“ segir hann og hlær við. Skúli er þó enginn nýgræðingur þegar kemur að landbúnaði. Hann er alinn upp á bænum Svalbarði á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu og því öllum hnútum kunnug- ur þegar kemur að starfi bóndans. Guðrún Esther er einnig úr sveit, frá bænum Skuld í Saurbæ í Döl- um. Sveitalífið er því ekki nýtt fyr- ir þeim hjónum. En hvernig kann Skúli við sig í Miðskógi það sem af er? „Þetta er búið að vera alveg dásamlegt. Brjálað að gera í hey- skap, tiltekt og breytingum,“ bætir hann við og telur sig hafa tekið við góðu búi. „Bústofninn er góður en það mættu vera meiri nyt í kúnum. En líklega er þar um að kenna heyj- unum frá því í fyrra, þau voru lé- leg hér eins og víða. Ég náði aðeins upp nytunum í maí og júní með því að auka fóðrið og gefa vel af fóð- urbæti.“ Hvetur fleiri til að gerast bændur Um þessar mundir er fyrri slætti í Miðskógi lokið og heyskapur hef- ur gengið vel að sögn Skúla. Nú styttist í seinni sláttinn og bóndinn bíður eftir rigningu svo háin megi spretta sem best. „Mér finnst einna skemmtilegast, enn sem komið er, hvað túnin hér eru skemmtileg að vinna á, ég er ekki vanur því að norðan. Þar voru þetta smá bleðl- ar út um allt. Hér eru þau stór og mikil, mjög þægileg að vinna á,“ segir hann kátur og sæll. „Ég mæli með þessu og hvet fleiri til að gerast bændur. Þetta er alveg snilld,“ segir Skúli. „Þetta er allavega besta megrunaraðferð sem hægt er að fá. Ég held ég sé búinn að léttast um tólf kíló síðan ég kom í maí,“ segir Skúli að lokum, léttur í bragði. kgk Lét gamlan draum rætast og gerðist kúabóndi Skúli Hreinn Guðbjartsson, bóndi í Miðskógi í Dölum. Reykholtshátíð fór fram um ný- liðna helgi, en hátíðin hefur ver- ið haldin árlega frá árinu 1997. Hátíðin hófst á föstudagskvöld- inu með opnunartónleikum Karla- kórsins Heimis, þar sem fullt var út úr dyrum. Á tónleikunum var Þóra Einarsdóttir sópran sérstakur gestur. „Hátíðin gekk vonum fram- ar, allir tónleikarnir gengu eins og best var á kosið og voru allir mjög vel sóttir. Veðrið var gott og nóg af fólki á svæðinu,“ segir Sigur- geir Agnarsson stjórnandi hátíðar- innar í samtali við Skessuhorn. Á laugardeginum hélt Páll Bergþórs- son veðurfræðingur fyrirlestur um Vínlandsgátuna í Snorrastofu þar sem aðsókn var einnig mjög góð. arg/ Ljósm. bhs. Reykholtshátíð gekk vonum framar Gestir Reykholtshátíðar Karlakórinn Heimir hélt opnunartónleika á föstudagskvöldinu. Gestir Reykholtshátíðar.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.