Skessuhorn


Skessuhorn - 29.07.2015, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 29.07.2015, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 201510 Málarar luku síðastliðinn föstudag við að mála tanka sements- verksmiðjunnar á Akranesi. Þar með hefur eitt af mest áber- andi mannvirkjum Akraness fengið nýja ásýns. „Það fóru um 250 lítrar af málningu á hvern tank. Þeir eru fjórir alls. Það var gert við tvo og þeir málaðir í fyrra. Nú í sumar er síðan búið að gera við múrhúðina á tveimur hin- um seinni og þeir einnig málaðir. Áður voru múrarar búnir að vinna stórvirki við að gera við múrhúð tankanna sem var orð- in mjög illa farin. Bara í tvo síðustu tankana fóru ein 15 tonn af steypu í viðgerðir á ytra byrði þeirra. Eflaust fór annað eins í hina tvo sem við gerðum við,“ segir Rúnar Þór Sigurðsson málari hjá fyrirtækinu Fasteignaviðhald sem sá um verkið. Notuðu nýja tækni Ný tækni var notuð til að mála tankana nú í sumar. „Til þess notuðum svokallaðar sprauturúllur. Þá dælist málningin í gegnum rúlluna. Við handrúlluðum með gömlu aðferðinni í fyrra en létum vaða núna og keyptum þennan búnað til að nota hann hér. Þetta hefur þótt dýr tækni. En gömlu rúllurn- ar eru hundleiðinlegar og erfiðar í notkun. Núna þurfum við ekki lengur að dýfa rúllunni í málninguna upp á gamla mát- ann heldur bara rúllum og rúllum. Það voru málaðar tvær um- ferðir á hvern tank,“ segir Rúnar Þór. Hann útskýrir að sjálft húsið sem stendur við hlið tankanna verði svo lagað og málað á næsta ári. „Í raun er þetta þriggja ára verkefni, tekið í þremur áföngum. Við tókum tvo tanka nú, tvo í fyrra og svo verður húsið lagað og málað á næsta ári. Þar með ætti allt mannvirkið að verða komið í þokkalegt stand að utan.“ Erfið vinna sem krefst varúðar Sementstankarnir eru miklar byggingar, hvor um sig ríflega 30 metra háir. „Að gera við þessa tanka að utan og mála þá er vinna sem er ekki fyrir hvern sem er. Bæði er þetta puð og svo þurfa menn að vera svolítið lausir við lofthræðslu. Ég er ekki lofthræddur en sem betur fer er ég lífhræddur. Það er mikill munur þar á,“ segir Rúnar Þór og útskýrir nánar hvað hann á við. „Ég óttast ekki að vera hátt uppi. En um leið og það er vindur og maður er kannski farinn að fjúka fram og til baka hálfan metra og fær tilfinninguna að allt sé að hrynja þá stendur manni kannski ekki alveg á sama. Það skiptir öllu máli að fara varlega við svona vinnu,“ sagði Rúnar Þór Sigurðsson að lokum þar sem hann var kominn heill niður á jörðina síð- degis á föstudag eftir að hafa málað sementstankana með fé- laga sínum. Ýmis vinna á næsta ári Að ári er ætlunin að að mála pökkunarhús og færibandið sem nær fram á sementsbryggjuna á Akranesi. Á heima- síðu Akranesbæjar kemur fram að nú sé í gangi ramma- skipulagsvinna á sementsreitnum hjá starfshópi sem sett- ur var á laggirnar í lok árs 2014. Verið er að meta ásig- komulag allra eigna á sementsreitnum. Verkfræðifyrirtæk- ið Mannvit framkvæmir það mat. Stefnt er að kynningar- fundi í september næstkomandi þar sem staða mála verð- ur kynnt og verður fundurinn auglýstur sérstaklega þegar nær dregur. mþh Merki Sementsverksmiðjunnar ehf. er áberandi á einum tankanna. Málun sementstankanna lokið á Akranesi Þessi mynd var tekin í apríl síðastliðin þar sem menn voru að fleyga ónýta múrhúð utan af tönkunum. Eins og sjá má voru þeir mjög illa farnir. Rúnar Þór uppi í körfunni á föstudag við að mála merki Sementsverksmiðjunnar á einn þeirra. Tankarnir eru í eigu Akranes- bæjar en leigðir verksmiðjunni til afnota til ársins 2028. Rúnar Þór Sigurðsson kominn niður úr körfunni eftir að verkinu lauk síðdegis á föstudag. Á bak við hann standa tankarnir fullmálaðir. Þannig líta tankarnir út séð frá stóru bryggjunni svokölluðu í Akraneshöfn. Bakhlið tankanna í síðdegissólinni á föstudag.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.