Skessuhorn


Skessuhorn - 29.07.2015, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 29.07.2015, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 201524 „Það var starfslýsingin sem heillaði mig. Mér fannst magnað að það væri til starf sem sameinaði áhugamál mín, menntun og starfsreynslu. Það varð náttúrlega til þess að ég ákvað að sækja um,“ sagði Sigríður Hjálm- arsdóttir, nýráðinn menningar- og markaðsfulltrúi Grundarfjarðarbæj- ar, í samtali við Skessuhorn. „Ekki skemmdi fyrir að það var í Grund- arfirði. Mamma, Signý Bjarnadótt- ir, er frá Bjarnarhöfn þannig að þar á ég ættingja, sem og í Grundarfirði og víðar á Snæfellsnesinu. Svo þótti mér ágætt að fara aðeins af höfuð- borgarsvæðinu en hafa það samt í þægilegri fjarlægð. Það er tiltölulega stutt fyrir mig að skreppa þangað og heimsækja fjölskyldu og vini og að sama skapi fyrir þá að renna vestur. Ég er alin upp á Sauðárkróki þann- ig að ég er ekkert óvön því að búa á landsbyggðinni og hef mætt mik- illi jákvæðni þann stutta tíma sem ég hef verið fyrir vestan undanfarið. Þar er greinilega gott fólk sem styð- ur við bakið á hverju öðru,“ bætir hún við. Byrjar í ágúst Sigríður tekur formlega við starf- inu eftir verslunarmannahelgi. „Ég er í raun bara búin að fara í nokkurs konar starfskynningu og líst mjög vel á, bæði starfið og verðandi sam- starfsfólk mitt. Forveri minn, hún Alda Hlín, er augljóslega búin að vinna þarna mjög gott starf þannig að það verður heilmikið verk að feta í hennar spor,“ segir Sigríður. Starf- ið segir hún nokkuð yfirgripsmik- ið. Undir markaðsmálahlutann falli kynning á sveitarfélaginu, samskipti við fjölmiðla og fleira. Menningar- hlutinn nái aftur yfir ýmsa viðburði sem haldnir eru í bænum, sögumið- stöðina og íþróttastarf, svo fátt eitt sé nefnt. Í íþróttunum er Sigríður svo að segja á heimavelli, kveðst alltaf hafa stundað þær af miklu kappi. „Ég spil- aði fótbolta og körfu, var í frjálsum og æfði sund þegar ég var yngri. Svo var ég í skátunum og á skíðum. Ég var í öllu,“ segir hún. „Ég hef aldrei sagt alveg skilið við fótboltann, hef spilað innanhússbolta flesta vet- ur eftir að ég hætti að keppa,“ seg- ir Sigríður, en hún varð einmitt Ís- lands- og bikarmeistari með Breiða- bliki árið ´96 þar sem hún lék sem sóknarmaður. „Þessa dagana er ég svo að æfa mig í golfinu. Ég er sko ekki hætt í íþróttunum,“ segir hún og hlær við. Ætlaði að verða sjúkrahúsprestur Sigríður hefur víðtæka reynslu úr at- vinnulífinu. Hún hefur starfað sem blaðamaður og við önnur ritstörf, verið stundakennari í Háskóla Ís- lands, starfað að æskulýðsmálum, knattspyrnuþjálfun og við löggæslu. Einnig starfaði hún hjá KOM al- mannatengslum ehf. þar sem hún sá um kynningarmál og viðburðastjór- nun. Sigríður er með meistarapróf í mannauðsstjórnun en háskóla- ganga hennar hófst á guðfræði- námi. „Ég byrjaði í guðfræðinni þegar ég var tvítug og ætlaði mér alltaf að verða sjúkrahúsprest- ur. Fannst það mjög áhugavert og sá fyrir mér að það myndi henta mér vel,“ segir hún. „Síðan fór ég að vinna við fjölmiðla og við al- mannatengsl og þótti það mjög skemmtilegt. Þá hægðist á náminu og áhuginn dreifðist yfir á fleira meðfram því. En mig langaði allt- af að fara í mastersnám og þótti mannauðsstjórnun mjög áhuga- verð. Það var virkilega skemmti- legt nám,“ segir hún. „Ég hef allt- af hugsað með mér að kannski taki ég bara embættisnámið „þegar ég verð orðin stór,“ núna er ég bara að gera svo margt annað,“ segir hún og bætir því við að hún hlakki mikið til að flytja í Grundarfjörð ásamt yngri dóttur sinni, Signýju Maríu. Sú eldri, Sandra Björk, flyt- ur ekki með enda er hún að stofna sína eigin fjölskyldu og mun gera Sigríði að ömmu innan tíðar. „Það eru spennandi tímar framundan og þetta leggst rosalega vel í mig,“ segir Sigríður Hjálmarsdóttir að lokum, glöð í bragði. kgk Hlakkar mikið til að flytja í Grundarfjörð Sigríður Hjálmarsdóttir ásamt dætrum sínum tveimur, Söndru Björk og Signýju Maríu. Ljósm. Kristinn Hjálmarsson. „Þessar verbúðir sem verið er að grafa upp núna eru frá 15. öld en byggð hefur verið á Gufuskálum mikið leng- ur, sennilega frá landnámi og alltaf byggst á sjósókn,“ sagði Lilja Páls- dóttir, fornleifafræðingur við Forn- leifastofnun Íslands ses, þegar blaða- mann Skessuhorns bar að garði. Hóp- ur fornleifafræðinga á vegum Forn- leifastofnunar Íslands ses vinnur nú við uppgröft við Írskrabrunn, rétt austan við Gufuskála, í samvinnu við City University of New York og Stirl- ing-háskólann í Skotlandi. Lifðu við góðan kost Að sögn Lilju hefur hópurinn þegar fundið ýmislegt sem geti bent til þess að fólk í verbúðum hafi hreint ekki haft það jafn slæmt og almennt hef- ur verið talið. Verbúðirnar voru einn- ig að öllum líkindum staðir þar sem fjöldi fólks kom saman, bæði karl- ar, konur og börn, auk þess sem er- lendir kaupmenn og farmenn komu með skipum. „Miðað við til dæmis þau dýrabein sem við höfum fundið þá borðaði þetta fólk besta kjöt sem völ var á, dýrustu bitana. Kindur sem aðeins voru aldar fyrir kjötið,“ seg- ir hún. „Hér hafa einnig fundist fjöl- margir fallegir gripir. Bæði heima- gerðir, úr beinum og tré, en einn- ig innfluttir gripir, taflmenn og kop- argripir. Nýlega fundum við kopar- hring, alveg heilan sem hefur ver- ið með steini og fleiri skrautmuni úr kopar. Við túlkum það sem svo að hér hafi líka búið konur, ekki aðeins karl- ar,“ bætir hún við. Lilja vill þó ekki ganga svo langt að segja að hugmyndum okkar um ver- búðalíf fyrr á öldum hafi verið koll- varpað. „Þær upplýsingar sem við fáum úr þessum uppgreftri hér eru ekki nógu miklar til að hægt sé að fullyrða eitthvað um það. En við höf- um vissulega vísbendingar um að fólk hafi kannski bara haft það fínt hérna, jafnvel betra en gerðist almennt,“ seg- ir hún. „Hér hefur verið veiddur fiskur og verkaður til útflutnings. Það má sjá á fiskbeinunum sem fundist hafa hér. Mest eru það hausabein, sem bendir til þess að hausinn hafi verið skorinn af, fiskurinn flattur og síðan þurrkað- ur,“ segir Lilja og bætir því við að út- flutningnum hafi líklega fylgt verslun með aðrar vörur. Það útskýri ef til vill þá haglegu gripi sem fundist hafa á svæðinu og geti skýrt hvers vegna íbú- ar hér hafi haft það jafn gott og upp- götvanir þeirra gefi vísbendingar um. Samfelld byggð á Gufuskálum Áður en hafist var handa við að grafa upp verbúðina árið 2012 var þar að- eins gróinn sandhóll en vegna land- brots sást hleðslugrjót í rofsárunum. Fleiri slíkir hólar eru á svæðinu, fimm talsins og segir Lilja að undir þeim leynist rústir mannvirkja og mann- vistarleifar frá fyrri tíð. „Við höfum grafið rannsóknarskurði í tvo þess- ara hóla og það er víst að þarna und- ir leynast rústir. Okkur grunar að hér á Gufuskálum hafi verið ein samfelld byggð,“ segir hún. Þar sem gengið er í átt að stærsta sandhólnum sér blaðamaður ekk- ert annað en grjót á víð og dreif um gróinn sandbakkann í fjörunni. Lilja, verandi fornleifafræðingur, sér hins vegar móta fyrir hlöðnum húsveggj- um hvar sem fæti er drepið niður. Þegar hún útskýrir málið fyrir blaða- manni kemur hann auga á mynstur, grjótið í fjörunni er ekki bara á víð og dreif, því hefur verið komið fyrir. „Hér hafa alls staðar verið bygging- ar,“ segir Lilja. „Tíminn er ekki vinur okkar“ Þegar komið er að stærsta sandhóln- um má sjá hvar grafinn hefur verið könnunarskurður úr honum framan- verðum. Þar komu að sögn Lilju í ljós tvær byggingar. Önnur frá 15. öld og hin frá þeirri 17. Þessar minjar, sem og þær sem unnið er að því að grafa upp núna, eiga á hættu að glatast því sjó gengur stöðugt á land í vondum veðrum og hrífur með sér allt sem á vegi hans verður. „Við erum búin að missa fimm metra framan af strand- lengjunni síðan við byrjuðum að fylgjast með landbrotinu 2008 og þar af einn metra bara núna í vetur,“ seg- ir Lilja enda var oft og tíðum mjög hvasst svo sjó gekk langt upp í land. „Ég hefði eiginlega ekki trúað því að sjórinn næði alla leið hingað upp fyrr en ég sá slóð af sandpokunum, sem við notum til að hlífa minjunum, ná alla leið niður í flæðarmál,“ segir hún. En hvernig er útlit með áfram- haldandi rannsóknir og uppgröft á Gufuskálum? „Það er ómögulegt að segja. Allt er þetta peningum háð. Ef það fæst fjármagn verður hægt að halda áfram. Þá þarf bara að ákveða hverju á að bjarga, grafa það upp, skrá allt saman og mögulega endurbyggja annars staðar, því ef fer sem horfir missum við þetta allt saman í hafið á næstu árum,“ segir Lilja. „Tíminn er ekki vinur okkar.“ kgk Fletta hulunni af fjölbreyttu verbúðalífi forfeðra okkar Lilja Pálsdóttir fornleifafræðingur. Hnífsskaft með útskornu dýrshöfði sem fannst við uppgröftinn. Fjölmargir koparmunir hafa fundist við uppgröftinn. Lilja segir hópinn túlka það sem svo að í verbúðinni hafi einnig búið konur, ekki aðeins karlar. Fjölmargir munir sem fundist hafa á Gufuskálum bera vitni um atvinnu- starfsemi fyrri alda. Meðal þeirra er þessi nál sem notuð hefur verið til viðgerða á veiðarfærum. Íbúar fyrri tíðar hafa stytt sér stundirnar með því að skera út í bein. Þessi liður minnir helst á mann sem setur í brýrnar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.