Skessuhorn


Skessuhorn - 29.07.2015, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 29.07.2015, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2015 27 Sumarlesari vikunnar Áfram heldur sumarlesturinn á Bókasafni Akraness. Að þessu sinni eru lesarar vikunnar tveir, systurnar Eyja Rós og Dísa María og þær eru 7 og 11 ára. Hvaða bækur voruð þið að lesa? Við vorum báðar að lesa bækur um Skúla skelfi. Hvernig var/er hún? Þær voru skemmtilegar, Skúli er mjög stríðinn. Þegar systurnar eru spurðar um það hvernig sögur séu skemmtilegast- ar þá segir Eyja Rós að sér finnist ævintýrasögur skemmtilegastar en Dísa María að skemmtilegastar séu fótboltabækur, spennandi bækur og fyndnar. Hvar er best að vera þegar maður er að lesa? Dísa María segir að það sé alveg sama hvar maður sé bara ef maður er aleinn en Eyju Rós finnst best að vera hjá mömmu þegar hún er að lesa. Eigið þið uppáhalds bók eða uppáhalds rithöfund? Bækurnar um Skúla skelfi eru í uppáhaldi hjá Eyju Rós en bókin Bíttu á jaxlinn Binna mín er í uppáhaldi hjá Dísu Maríu og líka bækurnar um Skúla skelfi. Hvað ætlið þið að verða þegar þið verðið stórar? Eyja Rós ætlar að verða kennari, annað hvort í grunnskóla eða leik- skóla eða jafnvel bókavörður á bókasafni. Dísu Maríu langar að verða barnapía eða vinna í leikskóla eða skóla. Okkar ástkæra og yndislega frænka, Ólafía Ólafsdóttir (Lóa frá Eyjum II Kjós) Garðabraut 2a, Akranesi, andaðist á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili á Akranesi, sunnudaginn 26. júlí. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 31. júlí nk. kl. 13. Fyrir hönd nánustu aðstandenda, Jórunn Magnúsdóttir „Þeir eru búnir að vera hér síðan í mars á hverju einasta kvöldi. Ég held þeir hafi veitt sér eitt einasta fríkvöld síðan þá,“ segir Þóra Mar- grét Birgisdóttir og lítur á þá fé- laga Arnþór Pálsson sambýlismann sinn og Svein Arnar Davíðsson. Þeir tveir hafa unnið baki brotnu við að koma nýjum veitingastað á fót í Stykkishólmi. Til þessa hafa þeir notið liðsinnis vina, ættingja og iðnaðarmanna í Stykkishólmi. Þetta er Skúrinn sem Skessuhorn hefur áður greint frá og er í fyrrum húsakynnum Verkalýðsfélags Snæ- fellinga á gatnamótum Aðalgötu og Þvervegs í Stykkishólmi. Skúrinn opnaði í síðustu viku. Körfuboltakappar í veitingum Arnþór er fyrrum matsveinn og móttökustjóri hjá Hótel Egilsen. Nú er hann hættur þar og ætlar að hefja sjálfstæðan rekstur ásamt Sveini Arnari vini sínum. Báð- ir eiga þeir fortíð sem körfubolta- kappar í Stykkishólmi. „Við ætlum að vera með aðeins léttari og ein- faldari veitingastað heldur en ver- ið hefur í boði hér í Stykkishólmi. Þetta verður staður þar sem fólk getur komið og fundið mat við sitt hæfi fyrir ekkert of mikinn pen- ing. Yfir veturinn ætlum svo að bjóða upp á heimilismat. Það geta verið kjötbollur, fiskur eða hvað- eina. Hingað gætu þá komið til að mynda fólk sem er í vinnu eða vill bara koma og fá sér góðan og ein- faldan mat á góðu verði. Við höf- um orðið vör við eftirspurn eftir slíku hér í Stykkishólmi. Það er líka hugmynd að senda kannski út mat á bökkum til fyrirtækja í hádeginu. Okkur langar líka til að fá aðeins meira félagslíf í bæinn á veturna. Til dæmis með því að skapa hér aðstöðu þar sem fólk getur komið og fylgst með sjónvarpsútsending- um í boltaíþróttum,“ segir Arnþór þar sem hann útskýrir í stuttu máli rekstrarform Skúrsins. Viðamiklar breytingar Sveinn Arnar hefur ekki jafn mikla reynslu af veitingastörfum og ferðaþjónustu og Arnþór félagi hans. „Ég hef þó unnið sem þjónn hér á Narfeyrarstofu,“ segir hann og brosir í kampinn. Þeir félagar segja að ákvörðun um að fara út í stofnun og rekstur veitingastaðar í fyrrum húsnæði verkalýðsfélagsins hafi gerst mjög hratt. „Húsið hafði verið auglýst til sölu. Það var orð- ið lúið og lítið notað síðustu árin. Okkur tókst að tryggja okkur hús- ið. Þá var hafist handa við að skoða hvað þyrfti að gera til að breyta því í veitingastað. Þær breytingar urðu miklu viðameiri heldur en við ætl- uðum. Í dag má segja að húsið sé orðið nýtt að innan,“ segir Sveinn. Bæði hann og Arnþór voru í öðrum störfum með því að koma húsnæðinu í stand þar til fyrir um mánuði síðan. „Þá hættum við í þeim störfum sem við vorum í og einbeittum okkur alfarið að því að klára staðinn. Við vorum þá í sam- starfi við iðnaðarmennina. Unnum oft á kvöldin við það sem þurfti að gera svo allt væri tilbúið fyrir þá daginn eftir. Vinir og fjölskyldur hafa einnig hjálpað okkur mikið.” Í máli þeirra félaga kemur fram að þeir leigi húsnæðið af félag- inu Gistiver sem hafi keypt það af Verkalýðsfélagi Snæfellinga í vetur. Þetta félag rekur Hótel Egilsen í Hólminum. „Við leigjum húsið svo af þeim.“ Mjög krefjandi Þeir Arnþór og Sveinn Arnar segja það mjög krefjandi að inn- rétta gamalt húsnæði og breyta því í veitingastað. „Reglugerðaum- gjörðin í kringum svona núorðið er ótrúlega viðamikil. Fjölda skilyrða þarf að uppfylla áður en leyfi fást til rekstrar. Kröfurnar eru strangar. Á endanum er þetta nánast eins og að byggja nýtt hús. Svo er mikil papp- írsvinna í kringum þetta allt. Eft- irlitsmenn koma og gera athuga- semdir sem síðan þarf að gang- ast við og uppfylla. Endasprettur- inn við að ljúka við allt áður en við opnuðum er búinn að vera stremb- inn. Við höfum verið undir þeirri pressu að klára allt sem ljúka þurfti við fyrir ákveðinn tíma svo við gæt- um opnað og hafið rekstur.“ Þeir ætla báðir að starfa við nýja staðinn. Þær Þóra Margrét og Rósa Kristín hjálpa svo til. Annars starf- ar Þóra sem grunnskólakennari en Rósa Kristín vinnur á leikskóla. Þetta unga fólk myndar nýjasta sprotann í hinni ört vaxandi veit- inga- og ferðaþjónustu í Stykkis- hólmi. mþh Krums ehf opnaði formlega versl- un um helgina í bakhúsi að Eyrar- vegi 20 í Grundarfirði. Hrafnhild- ur Jóna Jónasdóttir á og rekur fyr- irtækið sem sérhæfir sig í allskonar föndri og skreytingum fyrir heimili ásamt prentun, púðum, töskum og eiginlega allt milli himins og jarð- ar. Hrafnhildur var með opið hús á laugardaginn þar sem hið marg- þætta vöruúrval var til sýnis. tfk Hrafnhildur Jóna í nýju verlsuninni. Ný verslun í Grundarfirði Þau Arnþór Pálsson, Þóra Margrét Birgisdóttir, Rósa Kristín Indriðadóttir og Sveinn Arnar Davíðsson fyrir utan Skúrinn daginn áður en staðurinn opnaði í síðustu viku. Mikil vinna að baki við að koma Skúrnum á fót Skúrinn daginn áður en opnað var. Unnið var við frágang allt fram að opnun. Sveinn Arnar var önnum kafinn við að taka á móti steinsteyptum skýlum fyrir ruslatunnur sem komu frá Loftorku í Borgarnesi þegar Skessuhorn leit við í Skúrnum degi fyrir opnun. Bræðurnir og málararnir Eyþór og Björn Benediktssynir fengu mat- reiddan „tilraunamálsverð“ í Skúrnum daginn fyrir opnun og létu mjög vel af krásunum sem voru framreiddar á diskum sem búnir eru til úr íslenskum leir hjá leirsmiðjunni Leir 7 sem er í næsta húsi við Skúrinn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.