Skessuhorn - 29.07.2015, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2015 23
Freisting vikunnar
Hvað er betra en að hafa heima-
bakað brauð með sér í útileg-
una um verslunarmannahelgina?
Kryddbrauð er tilvalið í ferðalagið
en gott er að baka fleiri brauð en
eiga að fara með, það er nefnilega
svo gott að fá sér líka þegar brauð-
ið kemur úr ofninum. Nýbak-
að kryddbrauð sem enn er nógu
heitt til að smjörið bráðni og jafn-
vel smá ostur með, er dásamlegt
á meðan pakkað er ofan í töskur
fyrir útileguna.
Kryddbrauð
6 dl mjólk
6 dl hveiti
6 dl haframjöl
3 dl sykur
4 tsk kanill
2 tsk natron
1 tsk engifer
1 tsk negull
Aðferðin er ofur einföld en allt
innihaldið fer saman í skál og
hrært með sleif þar til allt er vel
blandað saman. Uppskriftin pass-
ar í tvö brauðform og gott er að
klæða þau að innan með bökun-
arpappír. Bakað við 180° í u.þ.b.
45-50 mínútur.
Kryddbrauð
Helgi SH kom með fyrsta farm-
inn af ferskum makríl til löndunar í
Grundarfirði mánudaginn 27. júlí.
Guðmundur Smári Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri G. Run
hf. og Gunnar Smári Ragnarsson
barnabarn hans, mættu til að taka
á móti skipinu. Á morgun er svo
Hringur SH væntanlegur með ann-
an skammt. Því er ljóst að makríl-
vinnsla sumarsins er hafin í Grund-
arfirði.
tfk
Flutningaskipið Key West sem
skráð er í Gíbraltar kom til hafn-
ar á Akranesi á þriðjudag. „Þetta
er lýsisskip sem var að koma hing-
að með lýsi frá verksmiðju HB
Granda á Vopnafirði til geymslu
hér á Akraensi. Kaupandinn að
þessu lýsi gat ekki tekið við því
fyrr en seinna á árinu. Það þurfti
að létta aðeins á birgðastöðunni
á Vopnafirði og því var þetta lýsi
flutt til Akraness og dælt í tank
við verksmiðjuna hér. Þetta eru
tvö þúsund tonn,“ segir Almar
Sigurjónsson rekstrarstjóri fiski-
mölsverksmiðja HB Granda við
Skessuhorn.
mþh
Fyrsti ferski
makríllinn í
Grundarfjörð
Þeir Guðmundur Smári og Gunnar Smári tóku á móti Helga SH.
Geyma lýsisbirgðir á Akranesi
Lýsisskipið Key West frá Gíbraltar við bryggju á Akranesi.
Fagleg ráðgjöf, sala og þjónusta.
Bjóðum aðeins viðurkenndan búnað.
Óskum áhöfn og útgerð til hamingju
með nýtt og glæsilegt skip.
Vélbúnaður Stakkhamars frá
Marás samanstendur af :
Marás ehf
Miðhrauni 13 - 210 Garðabæ
S: 555 6444 - www.maras.is
Yanmar aðalvél
ZF stjórntækjum
ZF gírbúnaði
Teignbridge skrúfu
Prestolite rafal
Afgasmælibúnaði
Þurrpústkerfi
Ásþétti