Skessuhorn


Skessuhorn - 29.07.2015, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 29.07.2015, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 201518 Hátíðin Á góðri stund í Grundar- firði fór fram um liðna helgi. Var góður rómur gerður að henni. Kristín Lilja Friðriksdóttir var framkvæmdarstjóri hátíðarinnar. Hún í skýjunum þegar fréttarit- ari Skessuhorns náði tali af henni á mánudag. „Hátíðin tókst vel og allt gekk vonum framar. Viðburð- ir voru vel sóttir og allir skemmtu sér vel enda lék veðrið við gesti há- tíðarinnar“ sagði Kristín í stuttu spjalli við fréttaritara. „Dagskráin var þannig uppbyggð að bæjarbúar og gestir fengju nægan tíma til að sækja þá viðburði sem í boði voru og því var andrúmsloftið afslapp- að og þægilegt sem var markmiðið þetta árið,“ bætti hún við. Kristín Lilja taldi að um þrjú þúsund manns hafi verið í bænum þessa helgi. Tók hún sérstaklega fram að starfsmenn bæjarins sem sáu um þrif og frágang hafi verið til fyrirmyndar og staðið sína vakt með miklum sóma. „Það sem stendur upp úr hjá mér eftir helgina er fyrst og fremst þakklæti. Þakklæti til há- tíðarfélagsins sem stendur að há- tíðinni, þakklæti til allra styrktar- aðila, þakklæti til allra þeirra sem aðstoðuðu við undirbúning og framkvæmd hátíðarinnar en allir sem leitað var til voru tilbúnir að leggja sitt af mörkum. Og að lokum þakklæti til bæjarbúa fyrir að taka þátt. Ef ekki væri fyrir þá sem tald- ir eru upp hér á undan hefði hátíð- in aldrei heppnast eins vel og hún gerði. Það þarf heilt bæjarfélag til að halda svona flotta hátíð,“ sagði Kristín og brosti. tfk Á góðri stund gekk vel Daði Freyr Þorgrímsson skemmti sér vel þó svo að hann hafi heyrt aðeins minna en aðrir gestir. Hjónin Sigurður Ólafur Þorvarðarson og Sjöfn Sverrisdóttir héldu frábæra tónleika fyrir gesti og gangandi á pallinum heima hjá sér að Gröf 1. Þar stigu á stokk nokkrar af efnilegustu söngkonum Grundarfjarðar ásamt fleirum. Á myndinni er Sigurður Ólafur að kynna næsta flytjanda á svið. Heiðursmennirnir Pétur Hraunfjörð og Þorkell Gunnar Þorkelson eða Gunni Múr, gæða sér á hákarli á Hjallakallaspjalli með Inga Hans í hjallinum við Bjargarstein. Strákarnir úr 5. flokki Snæfellsness seldu lakkrís og hlaup í sölutjaldinu til styrktar fyrirhugaðri ferð á Gothia cup á næsta ári. Bræðurnir Magni Rúnar og Hans Bjarni Sigurbjörnssynir skemmtu sér vel á há- tíðinni. Drónamynd sem sýnir skrúðgöngur hverfanna mætast. Gulir, rauðir, grænir og bláir. Nokkrir hátíðargestir nutu sólsetursins á fimmtudaginn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.