Skessuhorn


Skessuhorn - 29.07.2015, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 29.07.2015, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 201526 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/ in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilis- fang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (athugið að póstleggja þarf lausnir í síð- asta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum inn- sendum lausnum og fær vinningshafinn bókagjöf frá Skessuhorni. Fjölmargar lausnir bárust við krossgátu í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Spurn fræðir spakan“. Vinningshafi er: Laufey Valsteinsdóttir, Kvíum 2, 311 Borgarnesi. mm Gufu Fljót Lát- laus Þekkt Púkar Kúgun Kona Fædd Árnar Þófi Skop- leikarar Enni Þrýsta Ötul Eysill Læti Sk.st. Heiti 4 Innyfli Fiskur Ætla Ásýnd 6 Eykst Utan Start- ari Sk.st. Óstand Snemma Skemmd Tónn Gneypar Líka Orka Mjög Eftirsjá 1 Vekja Demban Áhald Reykur Fæði Hófdýr Fámáll Vær Dýpi Frjáls Málmur Hægur Gæði Umrót Röð 2 Heil- brigð- ur Tertu Sér- hljóðar Óleyfi Brall Agnúi Tónn Kven- dýr Til- hlaupi Korn Tvenna Mjöður Kvað Dót Röð Næði Tölur 5 Röskar Tölur Sál Dvelur Sætta sig við Sér- hljóðar Þröng Kvað Tóku Frískur Röð Sár Mæli- eining 3 Puða Samhlj. 7 Öf.tvíhl Leðja Lögun Risar Eink.st. Skokk Útlimur 1 2 3 4 5 6 7 Nafn: Elmar Snorrason. Fjölskylduhagir/búseta: Bý í Hvalfjarðarsveit ásamt eigin- konu minni og þremur börnum. Starfsheiti/fyrirtæki: Starfs- maður í kerskála hjá Norðuráli Áhugamál: Bílaviðgerðir og smíði úr járni og tré. Fimmtudagurinn 23. júlí Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Ég vaknaði klukkan 8. Hvað borðaðirðu í morg- unmat? Ristaða samloku með smjöri, osti og skinku. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Fór ekki til vinnu því ég er í sumarfríi. Fyrstu verk dagsins: Koma drengnum mínum á fótboltaæf- ingu. Hvað varstu að gera klukkan 10? Þá sótti ég drenginn minn á fótboltaæfingu. Hvað gerðirðu í hádeginu? Þá var ég að brasa í skúrnum með börnunum mínum. Hvað varstu að gera klukkan 14: Enn að brasa í skúrnum. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Fór ekki í vinnu en það síðasta sem ég gerði í skúrnum var að ganga frá eftir mig þar og fór heim með börnin um kl. 18. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Eftir að ég kom heim gaf ég börnunum mínum kvöldmat, baðaði börnin mín og kom þeim upp í rúm. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Kjúklingasúpa sem konan mín eldaði. Hvernig var kvöldið? Ég fór með konunni minni í pottinn svo kvöldið var mjög gott. Hvenær fórstu að sofa? Um miðnætti. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Fór í pottinn. Hvað stendur uppúr eftir daginn? Að hafa fengið að eyða deginum með öllum börnunum mínum í skúrnum. Eitthvað að lokum? Áfram Liverpool. Dag ur í lífi... Kerskálastarfsmanns Kindur og bleikur litur voru þema brúðkaups Herdísar Leifsdóttur og Emils Freys Emilssonar, en þau létu pússa sig saman í blíðskapaveðri á bænum Mávahlíð á Snæfellsnesi þann 27. júní. Blaðamaður rakst á bloggsíðu Herdísar, www.123.is/ isak, þar sem hún sagði frá brúð- kaupsdeginum í texta og myndum. Það vakti athygli að brúðkaupið var ólíkt hefðbundnu hvítu brúð- kaupi en engu að síður gullfallegt, skemmtilegt og öðruvísi. „Það hef- ur alltaf verið draumur að gifta sig hér í sveitinni en ég er fædd og uppalin hér í Mávahlíð. Við vorum þó undir það búin að veðrið myndi ekki vera með okkur svo við vor- um með plan B að gifta okkur í lít- illi sveitakirkju hér á Brimsvöllum,“ segir Herdís þegar Skessuhorn hafði samband við hana. Allt gekk upp og dagurinn þeirra Herdísar og Emils var nákvæmlega eins og hann átti að vera. Veislan var haldin í Ólafsvík þar sem bleiki liturinn og kindurnar voru einnig allsráðandi. arg/ Ljósm. Gunnar Ó. Sigmarsson Bleikur litur og kindur þema í brúðkaupi Brúðurin mætti á bleikklæddum hesti. Herdís og Emil með börnin sín þrjú, Benóný Ísak, Emblu Marínu og Freyju Naómí. Lionsklúbbur Grundarfjarðar notaði tækifærið á súpusölu félagsins á bæj- arhátíðinni „Á góðri stund“ á laug- ardaginn og veitti björgunarsveitinni Klakki veglega peningagjöf. Einnig færði klúbburinn sjúkrabíl Grundar- fjarðar nýja ipad-spjaldtölvu til notk- unar í bílnum. Það voru sjúkraflutn- ingamenn staðarins sem veittu spjald- tölvunni viðtöku. Þorbjörg Guð- mundsdóttir tók hins vegar, fyrir hönd björgunarsveitarinnar, við gjafabréfi að upphæð tvöhundruð og fimmtíu þúsund frá þeim Móses Geirmunds- syni og Salbjörgu Nóadóttur. tfk Lionsklúbbur Grundarfjarðar kom færandi hendi um helgina Sjúkraflutingamenn með þeim Móses og Salbjörgu. Móses og Salbjörg ásamt Þorbjörgu Guðmundsdóttur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.