Skessuhorn


Skessuhorn - 29.07.2015, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 29.07.2015, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2015 25 ÞJÓNUSTA ÞJÓNUSTA BLIKKSMIÐJA Loftræstingar – Reykrör Klæðningar – Nýsmíði Viðhald – Efnissala JÁRNSMIÐJA Gjafagrindur – Nýsmíði Viðhald – Þjónusta Hesthúsinnréttingar RAFMAGNS- VERKSTÆÐI Nýlagnir – Viðhald Viðgerðaþjónusta Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is Opið: Mánud. – föstud. kl. 9 – 18 Lokað á laugardögum í sumar Grensásvegi 46, 108 Reykjavík - Sími 511 3388 SK ES SU H O R N 2 01 5 Íslenskir fuglar í útsaum Bandaríska listakonan Michelle Bird flutti nýverið í Borgarnes eins og Skessuhorn greindi frá síðasta vet- ur. Þegar blaðamaður Skessuhorns leit við í heimsókn tóku á móti hon- um falleg málverk á öllum veggj- um heimilisins. Einn veggurinn var tileinkaður sögu Egils Skalla- grímssonar. Íslendingar eru ein- staklega stoltir af Íslendingasögun- um og eru Borgnesingar ekki þar undanskildir. Segja má að bæjar- stæði Borgarness sé aðalsögusvið Egils sögu. Þeir sem þekkja söguna sjá það glögglega þegar inn í Borg- arnes er komið. Þar bera allmarg- ar götur bæjarins nöfn persóna úr Egils sögu og eitt mesta stolt bæjar- ins, sjálfur Skallagrímsgarður, dreg- ur nafn sitt frá Skallagrími, föður Egils. Telur vanta aðgengilegri útgáfu Michelle heillaðist af sögu Egils Skallagrímssonar þegar hún flutti í Borgarnes. Henni fannst, í ljósi þess að í gegn um Borgarnes fer fjöldi ferðamanna árlega, að sagan þyrfti að vera aðgengilegri fyrir þá sem eiga skamma dvöl í Borgarnesi en hefðu gaman að því að vita sögu bæj- arins. „Hér stoppa ferðamenn oftast stutt en þeir skoða samt bæinn og hefðu eflaust gaman að þeirri sögu sem bærinn býr yfir. Þetta fólk er þó eflaust sjaldnast tilbúið til að lesa alla söguna um Egil Skallagrímsson og ekki eru til margar styttri útgáfur af sögunni. Annað hvort útgáfa sem er frekar löng og þung í lestri eða barnaútgáfa. Það vantar eitthvað þarna á milli,“ segir Michelle. Michelle hefur í samstarfi við Ste- ven Porello skáld, skrifað og mynd- skreytt nýja útgáfu af Egils sögu sem fyrst og fremst er skrifuð fyrir ferðamenn. Steven skrifaði söguna og Michelle myndskreytti. Mynd- irnar í bókinni eru af málverkum sem byggð eru á ljóðum bókarinn- ar. „Ég valdi þau augnablik í sög- unni sem sýndu hversu margar hlið- ar Egill hefur, víkingur, skáld, bróð- ir og vinur. Ég skrifaði eins einfald- an texta og ég gat og reyndi að láta söguna tala fyrir sig sjálfa. Ljóðun- um breytti ég ekki frá ensku útgáfu bókarinnar,“ segir Steven. Bók í bígerð Skrif bókarinnar eru vel á veg kom- in og eru Michelle og Steven farin að huga að útgáfu hennar og leita Eitt af málverkunum fyrir bókina. Egils saga í nýrri útgáfu að forlagi sem myndi gefa hana út. Michelle hefur áður komið að slíkri vinnu en þegar hún bjó í Amster- dam í Hollandi myndskreytti hún bókina Closed Curtains og kápu bókarinnar Dear Henry. Eins þeg- ar hún bjó í Sviss gaf hún út árlegt blað um list, MAP Magazine Artist Professionals. Aðspurð segir Michelle að hún kunni mjög vel við sig í Borgarnesi. Þar sé rólegt og fólk jarðbundið og sjálfstætt. „Það er svo fallegt hérna,“ segir hún og bendir út um stóran glugga í stofunni þar sem Hafnar- fjallið blasir við eins og sannkallað listaverk. „Ég fæ innblástur út um allt hér, fólkið og samfélagið í heild veitir mér mikinn innblástur og svo er náttúran hér einstök og svo fal- leg. Það er gott að vera hér og allt svo rólegt og yfirvegað, allt öðruvísi en í stórborgum,“ segir Michelle að lokum. arg Michelle Bird og málverkin úr bókinni sem hún hyggst gefa út í samvinnu við Steven Porello. Steven Porello að vinna ljóðin úr sögu Egils Skallagrímssonar. Leikskólinn Hnoðraból – skemmtilegt starf Leikskólakennara vantar til starfa í leikskólann Hnoðraból, Grímsstöðum frá og með 10. ágúst nk. Um er að ræða fulla stöðu leikskólakennara. Í leikskólanum dvelja að jafnaði 20 börn á aldrinum 18 mánaða til 5 ára og 7 starfsmenn. Áhersluatriði í leikskólastarnu eru: Einstaklingsmiðað nám, leiðtogahæfni, heilsueing og umhversmennt. Hæfniskröfur: • Leysbréf sem leikskólakennari • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum • Frumkvæði í star og faglegur metnaður • Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð • Góð færni og jákvæðni í samskiptum Aðrar upplýsingar um starð: • Starfshlutfall er 100% • Starð er laust frá 10. ágúst 2015 • Ráðning er tímabundin til eins árs • Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Félags leikskólakennara • Umsóknarfrestur er til 9. ágúst nk • Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um starð • Í samræmi við lög um leikskóla nr. 90/2008 þurfa þeir sem ráðnir eru til starfa hjá leikskólum Borgarbyggðar að skila sakavottorði Vakin er athygli á að ef leikskólakennari sækir ekki um kemur til greina að ráða annað háskólamenntað fólk eða leiðbeinendur. Umsóknarfrestur er til 9. ágúst 2015 Nánari upplýsingar veitir Sjöfn G. Vilhjálmsdóttir, leikskólastjóri, í síma 435-1157 eða 862-0064, eða í tölvupósti; sjofn@borgarbyggd.is S K ES SU H O R N 2 01 5

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.