Skessuhorn


Skessuhorn - 29.07.2015, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 29.07.2015, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 201512 Hollenska flutingaskipið Happy Dover kom til hafnar í Grundar- tanga á þriðjudagskvöld með nýj- an og öflugan krana sem sinna á uppskipun og útskipun í Grundar- tangahöfn. Kraninn verður annar af tveimur stærstu sinnar tegundar hér á landi og mun geta lyft tveim- ur 20 feta gámum í einu. Kraninn er í eigu Eimskipa. Hann verður rafknúinn og því verður útblásturs- mengun frá honum í lágmarki. Afkastageta hafnarinnar aukin Eimskip hafa keypt tvo krana af þessari gerð. Happy Dover skil- aði öðrum þeirra af sér við álver- ið á Reyðarfirði og tók þaðan eldri hafnarkrana og flutti til Reykja- víkur. Sá krani á að leysa af kran- ann Jaka sem þjónað hefur dyggi- lega í Sundahöfn um árabil. Jaki fer í yfirhalningu eftir langa og dygga þjónustu. „Koma kranans er mik- il tímamót fyrir Grundartanga- höfn. Hingað til hefur verið treyst á skipakranana í uppskipunum og útskipunum þar og það getur ver- ið seinlegt. Með þessum nýja krana er þannig verið að auka verulega afkastagetu Grundartangahafnar. Í raun er þetta undirstrikun á því mikla vörumagni sem fer í gegnum Grundartanga og er vaxandi,“ seg- ir Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxa- flóahafna. Markar tímamót Gísli segir að koma nýja hafnar- kranans sé hluti af ákveðinni fram- tíðarsýn sem nú sé að taka á sig stöð- ugt skýrari mynd. „Við sjáum fyr- ir okkur að Sundahöfn í Reykjavík og Grundartangi í Hvalfirði munu spila miklu meira saman á komandi árum þegar kemur að innflutningi og útflutningi. Nýi kraninn opn- ar möguleika til að skipta flutn- ingum meira en verið hefur þann- ig að þungavörur og plássfrekar fari frekar í gegnum Grundartanga en hitt um Sundahöfn. Í þessu sam- bandi má líka nefna að Eimskip hafa fengið úthlutað þremur lóðum á Grundartanga þar sem fyrirtæk- ið hyggst reisa vöruhótel. Staðsetn- ing nýja hafnarkranans er enn eitt merkið um það hvernig menn horfa á þróunina hér við Faxaflóann. Þar eru að mínu mati framundan bæði skynsamlegar og jákvæðar breyt- ingar,“ segir Gísli Gíslason hafnar- stjóri. mþh Nýr og öflugur bryggjukrani kemur til Grundartanga Happy Dover siglir inn Hvalfjörðinn með nýja kranann á þilfari. Kraninn er blár á lit og merktur Eimskipum. Skipaflutningar um Grundartanga aukast stöðugt og munu væntanlega gera enn þegar höfnin þar hefur fengið nýjan krana. Hér mætir Happy Dover flutningaskip- inu Wilson Flushing á útleið til móts við Galtarvík. Kraninn hefur verið settur upp á hafnarsvæðinu á Grundartanga og er strax orðinn áberandi kennileiti þar sem hann stendur á hafnarbakkanum. Starfsmenn Klafa tóku á móti Happy Dover þegar skipið lagðist að bryggju. Nýi kraninn gnæfir til himins á þilfari Happy Dover.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.