Skessuhorn - 29.07.2015, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2015 31
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar
frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á
augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt
leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín
kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
auðveldar smásendingar
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA
SMÆRRI SENDINGAR
������� ���������
� e���.��
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
Íslandsmótið í golfi fór fram á Garða-
velli á Akranesi dagana 23.-26. júlí síð-
astliðna. Umgjörð mótsins var öll hin
glæsilegasta. Völlurinn var hinn glæsi-
legasti og fjölmargir gestir lögðu leið
sína á Garðavöll til að fylgjast með
bestu kylfingum landsins etja kappi.
En þrátt fyrir að margir kylfingar hafi
sýnt góða takta og leikið frábært golf
gat aðeins einn staðið uppi sem Ís-
landsmeistari í hvorum flokki.
Spennan var mikil á lokahringnum
í kvennaflokki en að lokum fór svo að
Signý Arnórsdóttir úr Keili stóð uppi
sem sigurvegari, en Skagakonan Val-
dís Þóra Jónsdóttir úr Leyni hafnaði
í öðru sæti, aðeins einu höggi á eftir
Signýju.
Í karlaflokki fagnaði Þórður Rafn
Gissurarson Íslandsmeistaratitlinum
á nýju mótsmeti, tólf höggum und-
ir pari.
Er þetta fyrsti Íslandsmeistaratitill
bæði Signýjar og Þórðar.
Lokastaðan hjá efstu kylfingum
kvennaflokks:
1. Signý Arnórsdóttir, GK 289
högg (71-76-73-69) + 1
2. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL 290
högg (73-74-76-67) +2
3. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir,
GR 291 (74-75-73-69) +3
Lokastaðan hjá efstu kylfingum
karlaflokks:
1. Þórður Rafn Gissurarson, GR
276 högg (67-73-66-70) -12
2. Axel Bóasson, GK 281 högg
(69-69-71-72) -7
3. Ólafur Björn Loftsson, GKG
286 högg (72-71-70-73) -2
kgk/ Ljósm. seþ og kgk.
Signý og Þórður eru Íslandsmeistarar í golfi
Signý Arnórsdóttir og Þórður Rafn Gissurarson hömpuðu bæði sínum fyrsta Ís-
landsmeistaratitli á Íslandsmótinu í golfi sem fram fór á Akranesi um helgina.
Heimamaðurinn Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni hafnaði í öðru sæti Íslands-
mótsins í ár, aðeins einu höggi á eftir Signýju Arnórsdóttur. Stúlknalið Íslands í körfuknattleik Evrópu-
meistari í C-deild kvenna 16 ára og yngri á
Evrópumótinu í Andorra sem lauk laugardag-
inn 25. júlí síðastliðinn.
Vestlendingar eiga sinn fulltrúa í liðinu, en
það er hún Anna Soffía Lárusdóttir sem leikur
með Snæfelli í Stykkishólmi.
Liðið vann alla leiki sína á mótinu með
nokkrum yfirburðum og þar með talinn sjálf-
an úrslitaleikinn gegn Armeníu. Þó var nokk-
uð jafnt á með liðunum framan af og staðan
í hálfleik 33-24 fyrir Íslandi í hálfleik. Stúlk-
urnar gerðu aftur á móti út um leikinni með
því að skora 19 stig í röð í þriðja leikhluta og
fögnuðu að lokum öruggum sigri, 76-39 og
Evrópumeistaratitlinum. kgk
Evrópumeistarar
í körfuknattleik
Lið Íslands sem tók þátt í Evrópu-
mótinu í Andorra. Anna Soffía Lárus-
dóttir úr Snæfelli er lengst til hægri í
aftari röð leikmanna liðsins.
Ljósm. fengin af facebook-síðu KKÍ.
ÍA heimsótti HK/Víking 1. deild kvenna í
knattspyrnu miðvikudaginn 22. júlí sl. Fyrir
leikinn var HK/Víkingur langefst í A riðli, með
19 stig og án taps. Skagastúlkur voru hins
vegar í því fjórða með 9 stig eftir sex leiki.
Viðureign þessara liða á Akranesvelli fyrr í
sumar lauk með markalausu jafntefli og sú
varð einnig raunin á Víkingsvelli.
Heimamenn í HK/Víkingi voru sterkari
framan af leik en vörn ÍA var þétt og gaf fá
færi á sér. Skagastúlkur náðu að skapa sér
nokkur færi í fyrri hálfleik en tókst ekki að
nýta þau.
Í síðari hálfleik var áfram jafnt á með lið-
unum. Enn sköpuðu ÍA-stúlkur sér færi sem
fóru forgörðum. Heimamenn ógnuðu en vörn
ÍA var sterk og hafði svör við öllum sóknarað-
gerðum HK/Víkings.
Niðurstaðan þegar flautað var til leiks-
loka, eins og áður sagði, markalaust jafnt-
efli og fjórða jafntefli ÍA í sumar. Athygli vek-
ur að einu stigin sem HK/Víkingur hefur tap-
að það sem af er sumri eru jafnteflisleikirnir
tveir gegn Skagastúlkum.
Úrslitin þýða að Skagastúlkur eru sem fyrr
í fjórða sæti riðilsins, nú með 10 stig eftir sjö
leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Haukum á
Akranesvelli laugardaginn 8. ágúst. kgk
Jafntefli gegn
toppliði HK/
Víkings
ÍA mætti Leikni í 13. umferð Ís-
landsmóts karla í knattspyrnu á
Akranesvelli á sunnudag. Fyrir leik-
inn voru Skagamenn í níunda sæti
deildarinnar með 13 stig en Leikn-
ir í því ellefta með 10. Fyrri viður-
eign liðanna í sumar lauk með 0-1
sigri ÍA.
Liðin voru nokkuð jöfn framan
af leik. Leiknismenn voru heldur
yfirvegaðri í samleik sínum en ekki
nógu beinskeyttir fram á við. Skaga-
menn vörðust prýðilega og sóknar-
aðgerðir þeirra voru markvissari. Á
22. mínútu átti Darren Lough frá-
bæra fyrirgjöf frá vinstri sem Hall-
ur Flosason rétt missti af. Bolt-
inn barst á Eggert Kára Karlsson.
Hann fór framhjá varnarmanni,
lagði hann á Jón Vilhelm Ákason
sem skaut að marki en Leiknis-
menn björguðu á línu.
Á 38. mínútu náðu Skagamenn
forystunni. Eftir aukaspyrnu frá
hægri barst boltinn til Ásgeirs Mar-
teins sem náði að snúa og skjóta
að marki úr erfiðri stöðu. Eyjólf-
ur Tómasson í marki Leiknis náði
ekki að halda boltanum. Egg-
ert Kári náði frákastinu og skor-
aði auðveldlega úr markteignum en
Eyjólfur hefði ef til vill átt að gera
betur. Staðan í hálfleik 1-0.
Í síðari hálfleik var áfram nokkuð
jafnt á með liðunum. Garðar Gunn-
laugsson hefði getað komið ÍA í 2-0
eftir að hann vann boltann af varn-
armanni Leiknis en skot hans hár-
fínt framhjá. Stuttu síðar átti Kol-
beinn Kárason skalla í þverslánna
og skömmu seinna þrumaði Hall-
dór Kristinn Halldórsson boltan-
um yfir af markteig Skagamanna.
Leiknismenn virtust ná meiri og
betri tökum á leiknum eftir því sem
leið á. Nokkrum sinnum reyndi
á vörn Skagamanna eftir kantspil
Leiknismanna. Þeir skoruðu síð-
an á 78. mínútu en það var dæmt af
vegna rangstöðu við kröftug mót-
mæli gestanna, bæði innan vallar
sem utan.
Skagamenn gerðu tvöfalda skipt-
ingu á 82. mínútu og aðeins tveim-
ur mínútum síðar skoraði varamað-
urinn Marko Andelkovic. Skaga-
menn voru í skyndisókn þegar bolt-
inn barst til Þórðar Þorsteins Þórð-
arsonar í utanáhlaupi á hægri kanti.
Sendingin var ekki alveg nógu góð
og sóknin virtist vera að renna út
í sandinn. Þórður náði hins veg-
ar að koma boltanum fyrir þar
sem Marko tók á móti honum, fór
framhjá einum varnarmanni, lagði
boltann í fjærhornið og kom Skaga-
mönnum í 2-0.
Undir lok venjulegs leiktíma fékk
Ásgeir Marteinsson dauðafæri eft-
ir frábæra stungusendingu en Eyj-
ólfur í marki Leiknis gerði vel og
varði skot hans og Leiknismenn
eygðu enn veika von. Þeir minnk-
uðu muninn á 94. mínútu með
undarlegu marki. Boltanum var þá
lyft inn á teig Skagamanna, djúpt af
hægri kanti. Danny Schreurs tókst
að pota honum framhjá Árna Snæ
í markinu og í stöngina. Þar kom
Halldór Kristinn Halldórsson og
lagði boltann í netið. Skagamenn
heimtuðu rangstöðu en dómarinn
sýndi því lítinn áhuga og markið
stóð.
Fleiri mörk voru hins vegar ekki
skoruð og lokatölur á Akranesvelli
2-1, Skagamönnum í vil.
Úrslitin gera það að verkum að
ÍA lyftir sér upp um eitt sæti í deild-
inni, situr nú í því áttunda með 16
stig eftir 13 leiki og er búið að slíta
sig aðeins frá liðunum í botnbarátt-
unni.
Næsti leikur Skagamanna er úti-
leikur gegn Víkingi R. miðvikudag-
inn 5. ágúst næstkomandi.
kgk/ Ljósm. Guðmundur Bjarki
Halldórsson.
Skagamenn slíta sig frá
botnbaráttunni með sigri á Leikni
Marko Andelkovic skoraði síðara mark
Skagamanna í 2-1 sigri liðsins gegn
Leikni síðastliðinn sunnudag.
Leikmenn Vík-
ings Ó. tóku
á móti Gróttu
í 13. umferð
fyrstu deild-
ar karla í knatt-
spyrnu á Ólafs-
víkurvelli föstu-
daginn 24. júlí
síðastliðinn.
Leikurinn fór
heldur rólega
af stað og fátt
markvert gerð-
ist á vellinum
þar til Víking-
um tókst að brjóta ísinn á 28. mínútu.
Ingólfur Sigurðsson gaf þá fasta lága
fyrirgjöf frá vinstri fyrir mark gest-
anna. Boltinn hrökk út í teiginn og
fyrir fætur Björns Pálssonar sem lagði
hann snyrtilega í vinstra hornið. Fleiri
mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik
og heimamenn í Víkingi leiddu með
einu marki gegn engu í leikhléi.
Gróttumenn mættu ákveðnir til
síðari hálfleiks, staðráðnir í að jafna
metin. Heimamenn kæfðu þær hug-
myndir gestanna hins vegar í fæð-
ingu og juku forystu sína þegar síðari
hálfleikur var fimm mínútna gamall.
Víkingar fengu aukaspyrnu af 30m
færi sem Ingólfur tók. Hann lét vaða
á markið en Árni Freyr Ásgeirsson
varði í marki Gróttu. Boltinn féll fyr-
ir Guðmund Reyni Gunnarsson sem
skaut að marki, aftur varði Árni en
þetta sinn-
ið beint fyr-
ir fætur Al-
freðs Más
H j a l t a l í n
sem lagði
hann í mark-
ið.
G r ó t t u -
menn höfðu
rétt tek-
ið miðj-
una því að-
eins þrem-
ur mínútum
síðar skor-
uðu heimamenn þriðja mark leiksins.
Emir Dokara tók innkast frá hægri
sem tveir leikmenn misstu af. Boltinn
skoppaði einu sinni í vítateignum í átt
að Alfreð sem skallaði hann örugg-
lega í markið.
Leikurinn róaðist verulega eftir
þetta og fátt markvert gerðist þar til á
77. mínútu. Emir átti þá góðan sprett
upp völlinn, lagði boltann fyrir fætur
Ingólfs sem skoraði með föstu skoti
í markhornið. Fleiri mörk voru ekki
skoruð á Ólafsvíkurvelli og leiknum
lauk því með 4-0 stórsigri Víkinga.
Lið Víkings er eftir leikinn í öðru
sæti deildarinnar með 29 stig eftir 13
leiki, aðeins einu stigi á eftir topp-
liði Þróttar. Næst mæta Víkingar liði
Selfoss á útivelli. Sá leikur fer fram í
kvöld, miðvikudaginn 29. júlí.
kgk
Stórsigur Víkings á Gróttu
Alfreð Már Hjaltalín skallar hér boltann í
netið í 4-0 sigri Víkings Ó. á Gróttu síðastliðinn
föstudag. Ljósm. af.
Leikmenn Víkings Ó. tóku á móti
Álftanesi í 10 umferð 1. deildar
kvenna í knattspyrnu á Ólafsvíkurvelli
fimmtudaginn 23. júlí sl. Fyrri viður-
eign liðanna í sumar lauk með 2-2
jafntefli og fyrir leikinn hafði Víking-
ur sex stiga forskot á gestina frá Álfta-
nesi. Farið er að síga á seinni hlutann
á riðlakeppninni og með sigri gátu
Víkingskonur gert harða atlögu að
sæti í úrslitakeppninni um laust sæti í
úrvalsdeild að ári.
Þær lentu hins vegar undir eftir
18 mínútna leik þegar Guðrún Ingi-
gerður Jónsdóttir skoraði fyrir Álft-
nesinga. Staðan í hálfleik 0-1, gestun-
um í vil.
Erna Birgisdóttir bætti öðru marki
við fyrir Álftnesinga á 71. mínútu en
Samira Suleman minnkaði muninn
úr víti aðeins tveimur mínútum síð-
ar. Leikmönnum Víkings tókst hins
vegar ekki að bæta við marki heldur
voru það gestirnir sem skoruðu sitt
þriðja mark þegar komið var vel fram
í uppbótartíma. Lokatölur á Víkings-
velli 1-3, Álftnesingum í vil og fyrsta
tap Víkings á heimavelli í sumar stað-
reynd.
Eftir tapið í gærkvöldi situr liðið í
fjórða sæti B riðils með 14 stig eftir
níu leiki. Þrír leikir eru eftir og Vík-
ingur á enn möguleika á að komast í
úrslitakeppnina, þrátt fyrir úrslit gær-
dagsins. Liðið mætir FH og Grinda-
vík í síðustu tveimur leikjum sumars-
ins en þau lið skipa fyrsta og annað
sæti riðilsins, fjórum og sex stigum á
undan Víkingi.
Næsti leikur liðsins verður hins
vegar gegn Fjölni í Grafarvoginum
föstudaginn 7. ágúst næstkomandi.
kgk
Fyrsta tap Víkings Ó. á heimavelli
Samira Suleman skoraði eina mark
Víkings í leiknum.