Skessuhorn


Skessuhorn - 29.07.2015, Page 9

Skessuhorn - 29.07.2015, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 2015 9 „Ég sé fólk með öðrum hætti og það ýtir undir sköpunina. Ég sé oft eitthvað í fólki og umhverfinu sem kveikir á ímyndunaraflinu og ég fer á flug. Ég nota það oftast til að búa til eitthvað sem ekki er til, eitthvað óraunverulegt og nýtt,“ svarar Vera Líndal Guðnadóttir, listakona og mannfræðingur, aðspurð hvernig mannfræðin og listin fari saman. Skapar eftir innblæstri Blaðamaður hitti Veru í Galleríi Bjarna Þórs þar sem hún hefur ver- ið að mála galleríið að utan í sum- ar. Þar hefur hún einnig aðstöðu til að vinna þegar hún kemur á Akra- nes en hún er fædd og uppalin Skagastúlka. „Verkin mín geta ver- ið hvernig sem er. Það er svo margt sem veitir mér innblástur. Það get- ur verið eitthvað í fari fólks sem ég hitti, taktur í tónlist sem ég hlusta á, atriði úr bíómynd eða bara hvað sem er. Þá fer eitthvað af stað í hug- anum og ég sé fyrir mér alveg nýjan heim. Oft á tíðum óraunverulegan heim sem alls ekki er til, það er það sem ég teikna. Af hverju að teikna eitthvað sem er til nú þegar, þeg- ar maður hefur frelsi til að teikna það sem manni dettur í hug? Ef t.d. andlit einhvers gefur mér innblást- ur er ég ekki að fara að teikna ná- kvæma andlitsmynd af þeirri mann- eskju. Ég nýti mér andlitsdrættina, persónuleikann og fas hvers og eins. Myndin getur endað í algjörri steik en persónan var kveikjan af henni,“ segir Vera og hlær. Sýning í desember Þessa dagana er nóg að gera hjá Veru en fyrir utan að vinna fulla vinnu hjá Símanum er í nægu að snúast í listinni. „Ég er með nokkur verk í gangi núna. Fólk hefur sam- band við mig og biður mig um að mála fyrir sig eitthvað ákveðið. Það er vinsælt núna að fá persónuleg verk. Þá gefur sá sem pantar verkið mér upplýsingar sem eiga að koma fram í verkinu og ég bý til eitt- hvað út frá þeim upplýsingum, en ég geri það í mínum stíl. Ég er líka að fara að mála vegg hjá Reykjavík Hair núna við fyrsta tækifæri. Það er að aukast að fólk vilji láta mála veggi hjá sér. Það er ekki allt hvítt og kassalaga lengur og veggjalist er að verða áberandi, sem er mjög ánægjulegt,“ segir Vera og brosir. Aðspurð hvað sé framundan seg- ist hún stefna á áframhaldandi nám í haust og sýningu í desember. „Ég stefni á teikninám í haust þar sem ég mun taka 7 vikna netkúrsa sem gefa mér diplóma. Eins langar mig að halda sýningu í desember. Það er alveg kominn tími á það enda kom- in tvö ár frá síðustu sýningu, en mig langar að fara að halda sýning- ar árlega. Ég hef ekkert neglt niður, hvorki staðsetningu né nákvæm- lega hvernig sýningin verður. Lík- lega mun ég þó sýna bæði málverk og teikningar.“ arg Hafa reynst vel í skjólbelti og sem skógarplöntur. U.þ.b. 40 cm háar. Verð 7.000 kr. pokinn (20 stk. í poka). Einnig til sölu bergfura og grenitré. U.þ.b. 20 cm háar. Verð 350 kr. stk. Grenigerði er staðsett u.þ.b. tvo km norðan við hringtorgið í Borgarnesi, á móti golfvellinum. Til sölu fallegar og þéttar Grenigerði – Ríta Freyja og Páll 437 1664 / 849 4836 / ritapall@simnet.is SK ES SU H O R N 2 01 5 FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Stykkishólmur 2015 Bifreiðaskoðun verður hjá Bílaverkstæðinu Dekk & smur, Nesvegi 5 Fimmtudaginn 6. ágúst Föstudaginn 7. ágúst Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 438 – 1385 S K E S S U H O R N 2 01 5 Vera Líndal Guðnadóttir listakona: „Af hverju að teikna eitthvað sem maður sér þegar maður hefur frelsi til að teikna það sem manni dettur í hug?“ Vera Líndal að mála vegginn hjá Galleríi Bjarna Þórs. Vera Líndal fyrir framan Gallerí Bjarna Þórs.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.