Skessuhorn


Skessuhorn - 19.08.2015, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 19.08.2015, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 20152 Áætla má að á fimmta þúsund nýir vegfar- endur stígi sín fyrstu skref í umferðinni á landinu eftir helgina þegar kennsla hefst í flestum grunnskólum landsins. Brýnt er fyrir vegfarendum að hafa augun opin og gæta sérstakrar varúðar þar sem börn kunna að vera á leið til og frá skóla. Endilega lesið leið- beiningar þess efnis á bls. 13 í blaðinu í dag. Norðaustan 8-15 m/s verða á norðvestur- landi á fimmtudag en annars staðar 5-10 m/s. Skýjað verður um allt land og víða rign- ing, einkum suðaustanlands. Styttir upp með kvöldinu norðan- og norðaustanlands, hiti 8-14 stig. Austlæg átt 5-13 m/s og hvass- ast norðvestantil á föstudag. Áfram rigning víðast hvar á föstudag og hiti breytist lít- ið. Suðaustlæg- og austlæg átt, 3-8 m/s og rigning eða skúrir á laugardag og sunnu- dag. Hiti 10-15 stig. Norðlæg átt, skýjað og örlítil væta norðanlands og kólnar í veðri eftir helgi. Bjart syðra með síðdegisskúrum og veður fer hlýnandi. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Ætlar þú að setjast á skólabekk í haust?“ 10,01% þátttakenda svöruðu spurningunni játandi. „Veit ekki“ sögðu 7,49% og yfirgnæf- andi meirihluti, eða 81,5% þátttakenda, kváðust ekki ætla að eyða vetrinum með sitjandann á hörðum skólabekknum. Í næstu viku er spurt: „Hversu oft í viku borðar þú skyndibita?“ Hafist hefur verið handa við að ljósleiðara- væða Eyja- og Miklaholtshrepp á sunnan- verðu Snæfellsnesi. Eftir að viðræður við fjarskiptafyrirtæki sigldu í strand ákvað hreppsnefnd að taka málin í sínar hendur. Sveitarfélagið myndi sjálft tryggja íbúum háhraða internettengingu. Í hreppsnefnd Eyja- og Miklaholtshrepps sitja Vestlending- ar vikunnar. Nánar er rætt við Eggert Kjart- ansson oddvita um málið í Skessuhorni. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Lamb varð fyrir sjúkrabíl í for- gangsakstri VESTURLAND: Að sögn Theodórs Þórðarsonar hjá Lögreglunni á Vesturlandi gekk umferð vel fyrir sig í landshlutanum síðustu vik- una. Engir árekstrar eða út- afakstrar urðu í umdæmi LVL í liðinni viku sem hef- ur ekki gerst síðan embætt- ið var stofnað um áramót- in. Ekið var á þrjú lömb sem einnig er óvenju lítið á þess- um árstíma. Í einu þeirra til- vika þá ók sjúkrabifreið í for- gangaakstri yfir lamb á veg- inum yfir Bröttubrekku. Gat bifreiðin haldið forgangs- för sinni áfram en lamið fór ekki lengra. Danskir dagar, sem haldnir voru í Stykkis- hólmi, gengu vel fyrir sig og þurfti lögreglan lítil afskipti að hafa af fólki. Einn var reyndar handtekinn fyrir að vera með neysluskammt af ætluðu amfetamíni á sér og annar var með neyslutól fyrir kannabis og sá þriðji var með neysluskammt af kannabis. Um 50 manns fengu að blása í áfengismæli hjá lögreglunni, áður en lagt var af stað heimleiðis. Tveir ökumenn voru teknir í umdæminu í vikunni sem leið fyrir grun um ölvun við akstur og einn sem var grun- aður um akstur undir áhrif- um fíkniefna. „Færst hefur í aukana að lögreglan stöðvi ökumenn fyrir að skráning- arnúmer vanti á ökutæki, sérstaklega að framan. Slík vanræksla kostar 10 þúsund krónur, án afsláttar,“ segir Theodór. –mm Sóttu slasaða göngukonu HVALFJ: Björgunarsveit- ir voru kallaðar út eftir í há- degið í gær þegar tilkynning barst um slasaða göngukonu á leiðinni upp að fossinum Glymi í Hvalfirði. Konan var slösuð á fæti. Björgun- arsveitir, ásamt sjúkraflutn- ingamönnum, komu að konunni um hálfri klukku- stund eftir að aðstoðar- beiðnin barst. Var búið um hana og hún flutt niður að hliði í Botnsdal þar sem sjúkrabíll beið hennar. –mm Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpi@stolpiehf.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Búslóðageymsla � Ártíðabundinn lager � Lager � Sumar-/vetrarvörur Frystgeymsla � Kæligeymsla � Leiga til skemmri eða lengri tíma Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpiehf.is HAFÐU SAMBAND Á síðasta ári seldu Norðmenn skreið til Nígeríu fyrir 9,6 millj- arða íslenskra króna. Á norska vef- miðlinum nrk.no er greint frá því að þarlendur skreiðarframleiðandi hafa ekki selt einn sporð til Nígeríu um nokkurra mánaða skeið. Birgð- ir hafa því hlaðist upp. Ástæðan er sú að nígerískir kaupendur skreiðar fá ekki innflutningsleyfi eða dollara afgreidda og hafa því ekki gjaldeyri til kaupanna. Hjá skreiðarsölufyr- irtækinu Saga Fisk á Lófóten hef- ur t.d. þurft að segja upp helmingi starfsmanna vegna algjörrar sölu- tregðu frá því í fyrravetur. Ekki finnist aðrir kaupendur að skreið- inni. Hér á landi er áhrifa þessara tregðu í sölu á skreiðarafurðum farið að gæta. Sigurður Hreinsson fiskverkandi á Miðhrauni í Eyja- og Miklaholtshreppi segir alvar- lega stöðu að koma upp. Hann sé þó ekki farinn að safna birgðum á Miðhrauni en það séu þó einhverj- ir hérlendir framleiðendur farnir að gera. „Það er stjórnarkreppa í Níger- íu og ekki hefur verið skipuð ríkis- stjórn þrátt fyrir að kosningar hafi farið fram í lok mars. Meðan er forseti landsins einráður og nú eru gjaldeyrishöft til landsins og algjört innflutningsbann. Jafnvel þótt þeir ættu dollara til að kaupa fyrir, fá þeir ekki leyfi til að flytja neitt inn. Nígeríumenn eiga eftir að ákveða hvaða vörur verða fluttar inn og vonandi verður fólk ekki látið svelta. Nígería er olíuframleiðslu- ríki og þar sem olíukreppa er í gangi bitnar ástandið á heimsmark- aði illa á þeim. Matvælaframleiðsla er því afar bágborin.“ Sigurður seg- ir að Miðhraunsbúið sé einkum að framleiða vörur úr hausum, beinum og afskurði af fiski. Þessar þurrkuðu fiskafurðir sjóða Nígeríumenn nið- ur í súpur til að afla sér lífnauðsyn- legra næringarefna á borð við kalí- ums, Omega3 og próteins. „Þetta er matur sem fátækari hluti þjóð- arinnar neytir. Hinir efnameiri í Nígeríu borða hins vegar skreiðina, sem meðal annars kemur frá Norð- mönnum.“ Sigurður segir alvarlegar blikur á lofti í útflutningi fiskafurða frá Ís- landi. Erfitt ástand sé í heimsmál- unum og þá komi viðskiptaþvinga- nir gegn Rússum illa við þá. Rúss- ar geti ekki annað en svarað í sömu mynt og hafi nú stöðvað innflutning frá Íslandi. „Ætli þetta þýði ekki að við verðum af viðskiptum við Rússa upp á 50 milljarða og ef skreið- arsalan til Nígeríu bregst einnig erum við að verða af 20-30 millj- arða króna útflutningi. Íslendingar hafa ekki efni á að haga sér svona,“ segir Sigurður á Miðhrauni. mm Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, heimsótti Snæfellsnes á sunnudag og mánudag í þessari viku. Með henni í för voru Kristján Skarphéðinsson ráðuneytis- stjóri og Valgerður Rún Benedikts- dóttir skrifstofustjóri. Á sunnudag- inn var hún í Snæfellsbæ, fór það- an til Grundarfjarðar á mánudags- morgun og eftir það í Stykkishólm. Áhersla ráðherra var á fjölsótta ferðamannastaði og einstök fyrir- tæki í ferðaþjónustu eða nýsköpun á sviði iðnaðar. Gríðarleg fjölgun ferðamanna hefur orðið á milli ára og því mikilvægt að aðstaða sé góð til að taka á móti þeim. Í heimsókn- inni ræddi ráðherra við heimamenn um ýmsar leiðir til þess og leit svo við á helstu ferðamannastöðum. Í heimsókn ráðherra í Grundar- fjörð var m.a. litið við hjá Unnsteini Guðmundssyni hjá G.Run og fengu gestirnir kynningu á athyglisverðri nýsköpun sem hann hefur unnið að, sem er sérstök sporðskurðarvél. Vél- in skilar meðal annars betri nýtingu á bolfiski og hefur Unnsteinn fengið styrki og verðlaun fyrir hönnun sína, sem er komin í framleiðslu og sölu. „Það var virkilega ánægjulegt að fá ráðherra í heimsókn til að ræða og fara yfir hin ýmsu mál sem brenna á fólki og þurfa að vinnast í sam- starfi við ráðuneytið,“ segir Sigríð- ur Hjálmarsdóttir menningar- og markaðsfulltrúi Grundarfjarðarbæj- ar. mm Hólabúð á Reykhólum fékk óvenju- lega heimsókn síðastliðinn sunnu- dag þegar þrjú sjaldséð flugtæki lentu fyrir utan verslunina. Um var að ræða þrjá svokallaða gírókopta og voru erlendir ferðamenn þarna Tálknin úr þorskhausunum sem þurrkaðir eru á Miðhrauni eru nýtt í gæðasúpur í Nígeríu. Nú eru hins vegar blikur á lofti í sölumálum. Blikur á lofti í sölu á þurrkuðum fiskafurðum til Nígeríu Ráðherra heimsótti Snæfellinga Í heimsókn hjá Inga Hans og með í för voru forsvarsmenn sveitarfélagsins í Grundarfirði og fleiri. Ljósm. tfk. Sjaldséð flugtæki á Reykhólum á ferð sinni um landið, þýskt par, tveir Danir og Ástrali. Þau höfðu lagt af stað frá Ísafirði um morg- uninn og stefndu á Stóra-Kropp í Borgarfirði seinni partinn, að því er kemur fram á vefsíðu Reykhóla- hrepps. Ferðamennirnir áttu fyrir höndum nokkurra daga ferð austur á land til móts við Norrænu, enda er tækjum sem þessum ekki flogið langa vegu yfir úthafið. grþ /Ljósm. Hlynur Þór Magnússon.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.