Skessuhorn - 19.08.2015, Blaðsíða 32
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 201532
„Við byrjuðum með netverslun í
febrúar 2014 og vorum með vöru-
lager annars staðar á Sólbakkanum
hér í Borgarnesi og í Reykjavík. Svo
þegar Ljómalind flutti í vor stukk-
um við á tækifærið og fengum þetta
húsnæði hér,“ sagði Einar Þóris-
son, talsmaður Frístundahúss ehf.,
en fyrirtækið opnaði vörusýninga-
sal á Sólbakka 2 í Borgarnesi í sum-
ar. „Við vorum í stórum vandræð-
um því við gátum hvergi geymt
tæki. Hér höfum við hins vegar
lítinn sýningarsal og svo auðvitað
planið fyrir framan. Þetta er besta
auglýsing sem nokkur getur fengið,
að vera með tækin á planinu þeg-
ar þúsundir bíla fara framhjá dag-
lega,“ bætir hann við.
Frístundahús ehf. hafa til sölu
vélavagna, smágröfur, ís- og klaka-
brjóta, háþrýstidælur, snjóblásara og
véla- og plötulyftur, svo fátt eitt sé
talið. Flaggskip verslunarinnar, að
sögn Einars, er kanadíska átthjól-
ið Argo, sem er alhliða torfærutæki
og kemst yfir nánast hvaða torfærur
sem er. Auk þess er hægt að sigla því
á vatni. „Þetta er mikið notað sem
björgunartæki erlendis en er upp-
haflega hannað fyrir hernað. Einn-
ig erum við með finnska ísbrjót-
inn RAIKO sem brýtur upp klaka
á þjóðvegum, gangstéttum, túnum
og alls staðar sem klaki myndast.“
segir Einar.
Einnig hefur fyrirtækið verið að
flytja inn pípulagningavörur sem
eru hannaðar fyrir Frístundahús af
framleiðanda í Evrópu, sérstaklega
fyrir íslenskan markað. „Við bjóð-
um þessar vörur á mjög góðu verði
miðað við verð á sambærilegum
vörum annars staðar og hafa við-
tökurnar verið mjög góðar. Með
aukinni sölu á pípulagningavörum
eykst vöruúrvalið að sama skapi.“
Vonast til að
reksturinn aukist
Helstu viðskiptavinir Frístunda-
húss segir Einar vera bændur, stór-
fyrirtæki, ríkið og hvers kyns verk-
taka. Þess utan segir hann að auðvi-
tað selji þeir líka einstaklingum.
Aðspurður um framhaldið segir
hann að þeir ætli sér að vera áfram á
Sólbakkanum og vonandi geri fyr-
irtækið ekkert annað en að stækka.
„Það verður spennandi að sjá í vor
hvernig við komum undan vetrin-
um. Síðasta vetur seldust til dæm-
is upp allir snjóblásarar hjá okk-
ur eftir að verðkönnun var gerð á
milli okkar og Bauhaus. Við vissum
reyndar ekki af þessari könnun en
þar kom í ljós að blásararnir voru
miklu ódýrari hjá okkur.“
„Við vonum að reksturinn eigi
eftir að ganga það vel hjá okk-
ur að það verði atvinnuskapandi
hér í Borgarnesi og við getum far-
ið að ráða til okkar starfsfólk. Það
er stefnan,“ segir Einar Þórisson að
lokum.
kgk
„Besta auglýsing sem nokkur getur
fengið, að vera með tækin á planinu“
Sýningarsalur Frístundahúss ehf. að Sólbakka 2 í Borgarnesi.
Laxveiðin togast áfram þessa dag-
ana, laxar eru að ganga á hverju
flóði og veiðin er ágæt. Hvergi er þó
veiðin jafn góð og í Blöndu þar sem
veiðin er komin í um fjögur þúsund
laxa. Blanda er ekki á yfirfalli og er
því tær og góð til veiði. Ástæðan er
lítil bráðnun á hálendinu.
Hér á Vesturlandi er Norðurá efst
í veiði það sem af er sumri en víðast
hefur gengið prýðilega. Svo virðist
sem snjórinn í fjöllum sé að skila sér
jafnt og þétt í árnar með tilheyrandi
góðu vatnsmagni sem gerir það að
verkum að lax er að ganga á hverju
flóði. Í Laxá í Dölum hefur verið
fín veiði í sumar. Við skulum aðeins
skoða stöðuna á svæðinu hvað sum-
ar árnar hafa verið að gefa:
,,Veiðimenn sem voru hér fyrir
skömmu fengu 19 laxa í beit,“ sagði
Jón Þór Júlíusson er við spurðum út
í ganginn í Laxá í Dölum. Áin hefur
gefið 412 laxa sem verður að teljast
ágætt. „Við vorum þarna fjölskyldan
fyrir fáum dögum og veiddum vel.
Laxá er skemmtileg og fjölbreytt
veiðiá,“ sagði Jón.
Grímsá hefur gefið 880 laxa.
Í Búðardalsá er búið að veiða 300
laxa.
„Hörðudalsá er komin með 40
laxa og eitthvað af bleikju,“ sagði
Niels S. Olgeirsson á Seljandi í
Hörðudal, er við spurðum um veið-
ina þar. „Sami maðurinn er búinn
að koma hingað nokkrum sinnum
og hefur fengið 19 laxa,“ sagði Niels
ennfremur.
Litlar fréttir eru af Dunká en
Svisslendingurinn Doppler er með
hana og veiðir mest á maðk.
Miðá í Dölum er komin með 120
laxa og töluvert af bleikju. Bænd-
urnir selja sjálfir í ána. Fáskrúð hefur
gefið 72 laxa og veiðin hefur aðeins
lagast þar eftir rólega byrjun. ,,Við
fengum fjóra laxa,“ sagði veiðimað-
ur sem var í Fáskrúð fyrir tveimur
vikum.
,,Haukadalsá er komin með 200
laxa og veiðimenn hafa verið að fá
góða veiði. Það eru laxar í hverjum
hyl,“ sagði Ari Hermóður Jafetsson
framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags
Reykjavíkur og bætti við: „Langá er
komin með 1600 laxa sem er frá-
bært.“
„Haffjarðará er komin yfir 1300
laxa, veiðin hefur verið góð þar,“
sagði Einar Sigfússon er við spurð-
um hvernig gengi. „Sumarið hefur
verið fínt í ánni,“ bætti hann við.
,,Gufuá hefur gefið 160-170 laxa,“
sagði Hafþór Óskarsson sem veiddi
vel í henni fyrir skömmu. Mest er
veitt neðst í ánni.
Góður gangur hefur verið í
Flókadalsá og eru komnir 500 lax-
ar á land.
,,Veiðin hefur verið góð í Reykja-
dalsá og veiðimenn verið að fá góða
veiði,“ sagði Óskar Færseth og bætti
því við að margir hafi fengið vel í
soðið.
,,Laxá í Leirársveit hefur gefið
550 laxa,“ sagði Ólafur Johnson er
við spurðum um Leirársveitina.
Glímdu við bleikjuna í
Dölum
Bleikjan hefur horfið eða henni
fækkað víða um landið. Fyrir ein-
hverjum árum veiddust þúsund
bleikjur í Hvolsá og Staðarhólsá í
Dölum en núna veiðast kannski tvö
hundruð bleikjur á sumri. Sama er
að segja um aðrar veiðiár á svæðinu
eins og Hörðudalsá, Haukadalsá og
Miðá. Margir veiðimenn sjá eftir
bleikjunni og finnst gaman að glíma
við hana þar sem hún finnst ennþá,
enda skemmtilegur og sprækur fisk-
ur. „Það er gaman að veiða hérna,“
sögðu þeir Einar Matthíasen og
Kári Jónsson sem voru að veiða í
lóninu fyrir skömmu ásamt fleirum.
Bleikjan var að gefa sig en það var
hvasst og erfitt að fá hana til að taka.
„Það var töluvert af fiski, bæði lax
og bleikja,“ sagði Einar og reyndi að
velja réttu fluguna. Bleiklituð fluga
reyndist best og gaf alla silungana
sem á land komu þennan daginn.
Fátt er skemmtilegra en að veiða
bleikju, ekki síst að fá hana til að
taka fluguna. Fiskurinn var að vaka
um allt lónið og bleikjur að ganga
á hverju flóði. Stærstu bleikjurnar
voru kringum þrjú pundin.
gb
Sami veiðimaður búinn að fá 19 laxa
Vígalegir veiðimenn á ýmsum aldri við Laxá í Dölum.
Það skiptir miklu máli að velja réttu fluguna þegar bleikjan er annars vegar.
Frábær veiði úr Hörðudalsá fyrr í sumar.