Skessuhorn


Skessuhorn - 19.08.2015, Blaðsíða 38

Skessuhorn - 19.08.2015, Blaðsíða 38
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 201538 Hver er skemmtilegasta minning þín úr skóla? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Fanney Svala Óskarsdóttir „Allar ferðirnar norður á Akur- eyri í grunnnámi í hjúkrun.“ Kolbrún Guðjónsdóttir (með á myndinni er Kristján Bogi Ótt- arsson) „Útskriftin.“ Laufey Skúladóttir „Öll skólaferðalögin.“ Díana Ósk Heiðarsdóttir „Heimavistin.“ Ingibjörg Harpa Ólafsdóttir „Lífið á heimavistinni í íþrótta- kennaranáminu á Laugarvatni.“ Þau Viktoría Þórey Þórðardótt- ir, Fannar Atli og Berglind Huld Viktorsbörn voru meðal þeirra barna sem tóku virkan þátt í sum- arlestri Bókasafns Akraness í sum- ar. Öll lásu þau margar bækur og höfðu gaman af lestrinum. Stelp- urnar hafa báðar tekið þátt áður og Berglind Huld segir átakið hvetj- andi fyrir krakka. „Maður er dug- legri að lesa þegar sumarlestur- inn er,“ segir Berglind í samtali við blaðamann. Hún segist hafa gam- an af því að lesa. „Skemmtilegasta bókin sem ég las í sumar var Harry Potter 3. Hún var samt dálítið erf- ið, það voru svo rosalega litlir staf- irnir og ég var svolítið lengi með hana.“ Viktoría Þórey er líka ánægð með sumarlesturinn sem bókasafn- ið stendur fyrir. „Ég hef verið með nokkrum sinnum, ég veit samt ekki hvað oft. Mér finnst svo gaman að lesa. Skemmtilegasta bókin sem ég las í sumar heitir Leyndarmál Lindu, hún var mjög góð.“ Vikt- oría fór í sumarfríinu til Bandaríkj- anna og nýtti meðal annars tímann í flugvélinni til lesturs. Stelpurnar segja sumarið hafa verið skemmti- legt. Þær höfðu báðar nóg fyrir stafni og fóru til dæmis í sumarbúð- ir í Ölveri og skemmtu sér vel. Með bók í húsbílnum Fannar Atli er að verða átta ára gamall. Aðspurður segir hann sum- arlesturinn hafa gengið vel og að bækurnar hafi allar verið skemmti- legar. Hann nýtti tímann vel og las bæði heima og á ferðalögum. „Ég fór með afa í ferðalag í húsbílnum og tók með mér bók þangað,“ seg- ir hann. Krakkarnir eru allir nem- endur í Grundaskóla á Akranesi og hlakka til að setjast aftur á skóla- bekk. „Ég er að byrja í þriðja bekk og mér finnst skemmtilegast að læra í Sprota,“ segir Fannar Atli. Stelp- urnar eru báðar að fara í fimmta bekk í vetur. „Ég hlakka rosalega til að byrja í skólanum, mér finnst svo gaman að læra,“ segir Berglind. „Ég hlakka líka mikið til, sérstak- lega að læra ensku,“ bætir Viktoría við að endingu. grþ Í sumar stóð Bókasafn Akraness fyr- ir Sumarlestri fyrir börn á aldrin- um sex til tólf ára. Þetta er í tíunda skipti sem þetta er gert. Að sögn starfsfólks bókasafnsins hefur safn- ið iðað af lífi í sumar og bækurn- ar bókstaflega verið rifnar út. Til að geta sinnt eftirspurn lánuðu bóka- söfn grunnskólanna á Akranesi vin- sælar bækur til safnsins og var mikil ánægja með þá viðbót. „Í ár tók 121 barn virkan þátt í lestrinum, komu reglulega á bókasafnið, völdu sér bækur til að lesa og skráðu lesnar bækur á lesblaðið sitt. Svo settu þau miða fyrir hverja lesna bók í bóka- netið. Samvinna var góð við for- eldra og forráðamenn sem er mik- ilvægt, því það þarf að fylgjast með að barnið lesi það sem skráð er og að barnið lesi bækur sem hæfa lestr- arfærni þess,“ segir Nanna Þóra Áskelsdóttir deildarstjóri á bóka- safninu. Þau börn sem tóku þátt í lestrarátakinu reyndust hafa lesið 1.016 bækur eða 60.030 blaðsíður. Þess má geta að 16 börn lásu meira en þúsund blaðsíður. „Samvinna var við Skessuhorn, sem birti viku- lega stutt viðtal við lesara vikunn- ar á meðan á lestri stóð. Þetta varð börnunum mikil hvatning til auk- ins lesturs, þeim finnst mikill heið- ur að fá að vera lesandi vikunnar í Skessuhorni,“ segir Nanna. Gerðu tilraunir Sumarlestrinum lauk með uppskeru- hátíðinni Húllumhæ síðastliðinn miðvikudag. Góð mæting var á há- tíðina í ár og komu um 40 börn. Starfsfólk bókasafnsins hafði útbú- ið sjö vísindastöðvar inni á bóka- safninu og umhverfis það, þar sem börnin fengu að gera ýmsar tilraun- ir. Á stöðvunum var meðal annars gerð sáputilraun, framkvæmt lykt- arpróf, skilningarvitin virkjuð, gos framkallað úr Coke flöskum með Mentos töflum og fleira skemmti- legt. Eftir tilraunir dagsins voru dregin nöfn heppinna þátttakenda úr bókanetinu sem hlutu glaðning frá styrktaraðilum verkefnisins. Að lokum var börnunum boðið upp á hressingu. Börnin skemmtu sér konunglega, líkt og sjá má á með- fylgjandi myndum. grþ Föstudaginn 14. ágúst síðastliðinn mætti ÍA liði ÍR/BÍ/Bolungarvík- ur í fyrstu deilda kvenna í knatt- spyrnu. Fyrri leik liðanna í sumar lauk með öruggum 5-0 sigri Skaga- kvenna og þær sýndu einnig mátt sinn og megin í leiknum vestur í Bolungarvík. Þær höfðu algera yf- irburði allan leikinn og heima- menn sáu aldrei til sólar. Heiður Heimisdóttir kom Skaga- konum yfir strax á þriðju mín- útu og Megan Dunnigan skoraði annað mark þeirra aðeins tveimur mínútum síðar. Maren Leósdóttir og Emilía Halldórsdóttir bættu við mörkum fyrir Skagakonur auk þess sem heimamenn skoruðu sjálfs- mark og leikmenn ÍA gengu því til hálfleiksins með örugga forystu, fimm mörk gegn engu. Þær héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik. Eyrún Eiðsdótt- ir skoraði eftir klukkustundar leik og kom ÍA í 6-0. Megan Dunnig- an átti eftir að bæta tveimur mörk- um við áður en flautað var til leiks- loka. Fullkomnaði hún þar með þrennu sína og tryggði Skagakon- um öruggan átta marka sigur í Bol- ungarvík. Skagakonur léku frábærlega all- an leikinn og hefðu, ótrúlegt en satt, getað skorað mun fleiri mörk. Liðið er sem stendur í þriðja sæti A riðils með 16 stig eftir níu leiki, þremur stigum á eftir Augnabliki sem situr í öðru sæti. Augnablik hefur hins vegar leikið tíu leiki og þar með lokið keppni í riðlinum í ár. Skagakonur eru hins vegar með mun betri markatölu en Augnablik. Takist þeim því að sigra lið Kefla- víkur á Akranesvelli laugardag- inn 22. ágúst næstkomandi trygg- ir liðið sér annað sæti riðilsins og þátttöku í átta liða úrslitakeppni um laust sæti í úrvalsdeild á næsta tímabili. Leikurinn gegn Keflavík næstkomandi laugardag er því afar mikilvægur þar sem Skagakonur hafa allt að vinna en engu að tapa. kgk Fannar Atli Viktorsson, Viktoría Þórey Þórðardóttir og Berglind Huld Viktors- dóttir voru dugleg að lesa í sumar. Allar bækurnar skemmtilegar Megan Dunnigan skoraði þrennu þegar ÍA vann átta marka stór- sigur á ÍR/BÍ/Bolungarvík síðastliðinn föstudag. Ljósm. kfia.is. Megan Dunnigan með þrennu í stórsigri ÍA Lásu yfir 1000 bækur í sumar Þessi hópur beið spenntur eftir að byrja í leiknum. Fyrir aftan stelpurnar má sjá hversu margir miðar söfnuðust á vegginn í sumarlestrinum 2015. Áhuginn skein úr augum barnanna þegar þau gerðu tilraunirnar. Miðvikudaginn 12. ágúst síðast- liðinn, fyrir sléttri viku síðan, tók Víkingur Ó. á móti FH í fyrstu deild kvenna í knattspyrnu. Fyrri leik liðanna í sumar lauk með 1-0 sigri FH á Kaplakrikavelli og Víkingskonur áttu því harma að hefna. Eftir marklaus- an fyrri hálfleik kom Freydís Bjarnadóttir heimamönnum í Vík- ingi yfir með marki á 57. mínútu. Tíu mínútum síðar endurtók hún leikinn og jók for- ystuna í tvö mörk. Allt útlit var fyrir að Víkingur færi með sigur af hólmi en FH- ingar voru ekki á þeim buxunum. Viktoría Valdís Guðrúnardóttir minnkaði muninn á 85. mínútu og Guðný Árnadóttir jafnaði metin á elleftu stundu og tryggði gestun- um jafntefli í leiknum. Úrslitin þýða að Vík- ingur er í þriðja sæti B riðils með 18 stig eftir ellefu leiki, sjö stigum á eftir FH, sem þýðir að liðið Ólafsvíkurlið- ið á ekki möguleika á sæti í átta liða úrslita- keppni um laust sæti í úrvalsdeild á næsta tímabili. Í kvöld, miðvikudaginn 19. ágúst, mætir liðið Grindvíkingum suður með sjó í lokaleik keppnis- tímabilsins. kgk Víkingur Ó. og FH skildu jöfn Héraðsbókasafn Borgarfjarðar í Safnahúsi efndi í áttunda sinn til sumarlesturs fyrir börn á aldrinum 6 - 12 ára í sumar. Markmiðið með verkefninu er að krakkarnir viðhaldi og þjálfi þá lestrarleikni sem þeir hafa tileinkað sér í skólum yfir vet- urinn. Alls tóku þrjátíu börn þátt í lestrinum í sumar og lásu samtals 130 bækur. Tímabil sumarlestrarins var frá 10. júní til 10. ágúst og lauk með skemmtilegri uppskeruhátíð. „Þetta var mjög gaman. Það var far- ið í leiki, svo sem hengimann, limbó og að hoppa yfir sauðalegg, sem er gamall íslenskur leikur. Svo fengu allir glaðning frá styrktaraðilum verkefnisins og að lokum var boð- ið upp á tertu og veitingar. Þetta var vel heppnað og skemmtilegt,“ seg- ir Jóhanna Skúladóttir héraðsskjala- vörður á Héraðsskalasafni Borgar- fjarðar. grþ Sumarlestri lokið í Borgarnesi Börnin skemmtu sér konunglega á uppskeruhátíðinni og fóru í ýmsa leiki, svo sem limbó.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.