Skessuhorn


Skessuhorn - 19.08.2015, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 19.08.2015, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 2015 29 Hvað er skemmtilegast við að byrja í skólanum? Guðmundur Hrafnkell Daðason 7 ára, Akranesi. Að fara í frímínútur og njósna. Svo er líka skemmtilegt í ítalskri skrift og Sprota. Óliver Kristján Fjeldsted 13 ára, Borgarnesi. Íþróttirnar. Embla Kristín Guðmundsdóttir 6 ára, Búðardal. Að fara í skólabíl og hitta bekk- inn minn. Bríet Sunna Gunnarsdóttir 7 ára, Snæfellsbæ. Leika mér í frímínútum. Svo finnst mér gaman að lesa og skrifa. Haukur Smári Ragnarsson 6 ára, Grundarfirði. Það er skemmtilegast að leika og læra og hitta nýja kennarann minn. Viktoría Sif 7 ára, Stykkishólmi. Stærðfræði. Aldís Ósk Arnardóttir 7 ára, Akranesi. Að hitta krakkana og að læra í Sprota. Davíð Freyr Bjarnason 13 ára, Borgarnesi. Að hafa loksins eitthvað að gera á daginn. Gróa Margrét Viðarsdóttir 7 ára, Búðardal. Að fara í íslensku. Gabríel Berg Rúnarsson 9 ára, Snæfellsbæ. Það verður gaman að hitta vini mína og læra. Íris Birta Heiðarsdóttir 11 ára, Grundarfirði. Hitta krakkana aftur og fara í frímínútur. Alfa 8 ára, Stykkishólmi. Stærðfræði, smíði og saumar. Vigdís Birna Arnþórsdóttir 7 ára, Akranesi. Að hitta krakkana og byrja aftur að læra. Það er svo gaman í ít- alskri skrift. Brynja Dís Elmarsdóttir 8 ára, Hvalfjarðarsveit. Að hitta vinina og hafa gaman. Sigurvin Þórður Viðarsson 10 ára, Búðardal. Að fara í íþróttir. Eyrún Lilja Einarsdóttir 8 ára, Snæfellsbæ. Að fara í stærðfræði, leikfimi og sund. Jón Björgvin Jónsson 9 ára, Grundarfirði. Að fara í íþróttir. Grímur Logi Kristinsson 8 ára, Stykkishólmi. Að hitta alla vini mína og eitt- hvað svoleiðis. Nökkvi Snorrason 9 ára, Akranesi. Að fara í heimilisfræði. Kjartan Brynjólfsson 8 ára, Hvalfjarðarsveit. Að hitta alla vini mína aftur og leika við þá. Birna Rún Ingvarsdóttir 8 ára, Búðardal. Að hitta alla aftur og fá að vita hvaða kennara ég verð með. Björn Óli Snorrason 10 ára, Snæfellsbæ. Að fara í kick box með vinum mínum og fótbolta. Og að fara í sund og leika. Margrét Helga Guðmundsdóttir 11 ára, Grundarfirði. Hitta krakkana í bekknum og vita hver nýi kennarinn minn er. Jónas Már Kjartansson 10 ára, Stykkishólmi. Mér finnst mjög gaman í íþrótt- um og að læra og fræðast meira. Aleksander Palinski 6 ára, Akranesi. Myndmennt, frímínútur og að hitta nýja kennara. Sigríður Fanney Friðjónsdóttir 11 ára, Hvalfjarðarsveit. Að hitta krakkana. Haukur Atli Jóhannesson 7 ára, Búðardal. Að hitta vini mína. Viktor Andri Kristmundsson 10 ára, Snæfellsbæ. Fara í fótbolta og hitta vini mína. Páll Hilmar Guðmundsson 7 ára, Grundarfirði. Það er skemmtilegast að fara í frímínútur. Magni Blær Hafþórsson 8 ára, Stykkishólmi. Að við erum að fara í skólann.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.