Skessuhorn


Skessuhorn - 19.08.2015, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 19.08.2015, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 201522 Grunnskóladeild Reykhólaskóla verður sett mánudaginn 24. ágúst og hefst kennsla strax að henni lok- inni. Líkt og undanfarin ár munu nemendur fylgja sínum umsjón- arkennara strax að lokinni setn- ingu og hefst þá kennsla samkvæmt stundaskrá. Grunnskólinn og leik- skólinn á Reykhólum voru samein- aðir fyrir fjórum árum og tók leik- skóladeildin á móti börnum 12. ágúst síðastliðinn. Töluvert fleiri nemendur eru skráðir í skólann nú en í fyrra. „Í grunnskóladeildinni eru skráðir 49 nemendur og hafa ekki verið svona margir nemendur í skólanum síðan 2002. Þeim hefur fjölgað um sjö frá síðasta ári en einn nemandi útskrifaðist úr 10. bekk í vor og nú koma sex nemendur í 1. bekk. Í leikskóladeildinni eru 16 börn,“ segir Ásta Sjöfn Kristjáns- dóttir skólastjóri Reykhólaskóla. Hún segir kynjaskiptinguna í skól- anum vera nokkuð jafna en þó ör- lítið strákunum í hag. Skólalóðin endurnýjuð Að sögn Ástu Sjafnar býr skólinn að mjög öflugu starfsfólki. „Við skólann starfa sex grunnskólakennarar, sér- kennarar, leikskólakennarar, þroska- þjálfi og iðjuþjálfi. Það má segja að í hverri stöðu í skólanum sé starfs- maður sem er hokinn af reynslu.“ Aðspurð um helstu áherslurnar í skólastarfinu í vetur segir hún: „Að vera með fjölbreytta kennsluhætti og að mæta hverjum nemanda á þeim stað sem hann er.“ Í Reykhólaskóla er lögð áhersla á að vinna og læra í góðum tengslum við náttúruna og nærumhverfið, líkt og undanfarin ár. „Það verður að teljast til sérstöðu skólans hve mik- il nálægðin er við náttúruna hér og fallegt umhverfi,“ segir Ásta Sjöfn. Hún bætir því við að í sumar hafi skólalóðin öll verið endurnýjuð og að aðstaðan við skólann sé því orð- in mjög góð. grþ Reykhólaskóli Mikil nálægð við náttúruna Á síðasta skólaári hjóluðu nemendur í 6. - 10. bekk í gegnum Austur-Barða- strandarsýslu. Grunnskólinn í Borgarnesi verð- ur settur næstkomandi mánu- dagsmorgun í Borgarneskirkju. Kennsla hefst samkvæmt stunda- skrá degi síðar, þriðjudaginn 25. ágúst. Að sögn Júlíu Guðjóns- dóttur, skólastjóra Grunnskólans í Borgarnesi, verða nemendur skól- ans 298 og segir hún kynjahlutfall- ið jafnt. Er þetta nánast sami nem- endafjöldi og í fyrra en það fækk- ar um örfáa. „Í vor útskrifaðist 31 nemandi og það koma 25 nemend- ur nýir inn í haust.“ Starfsmenn skólans eru 64 í tæpum 53 stöðu- gildum. Þar af eru 35 kennarar. Að sögn Júlíu hafa verið gerðar breytingar á stjórnun skólans og eru stjórnendur skólans nýir, fyr- ir utan Elínu Kristinsdóttur sem er deildarstjóri sérkennslu, og sér hún um alla stoðþjónustu skólans. „Nú verður einn deildarstjóri yfir öllum deildum í stað þriggja. Með þessu er ætlunin að ná fram betri tengingu á milli stiga,“ útskýrir Júlía. Stilla saman strengi Aðspurð um hvað sé framundan í vetur segir Júlía: „Í vetur verður haldið áfram því góða starfi sem verið hefur. Skólanámskráin er vel á veg komin og áherslur vetrarins verða að samræma kennsluáætlan- ir nýrri aðalnámskrá.“ Hún bæt- ir því við að unnið verði að því að auka upplýsingaflæði og stilla sam- an strengi. „Það er líka gaman að segja frá því að foreldrafélag skól- ans og Grunnskólinn í Borgarnesi fengu foreldraverðlaun Heimilis og skóla síðastliðið vor.“ grþ Nemendur í 6. bekk fóru í vorferð í lok síðasta skólaárs. Grunnskólinn í Borgarnesi Halda áfram því góða starfi sem verið hefur Sigurður Gísli Guðjónsson er nýr skólastjóri Grunnskóla Grundar- fjarðar. Hann segir skólastarfið í vetur verða með svipuðu sniði og í fyrra. „Við erum með reynslumik- ið starfsfólk í bland við nýtt. Lögð er áhersla á sköpunargleði og skap- andi greinar, fjölbreytta kennslu- hætti, notkun upplýsingatækni og spjaldtölva, átthagafræði, náttúru og nærsamfélag. Þetta er og verð- ur okkar sérstaða,“ segir Sigurð- ur Gísli í samtali við Skessuhorn. Skólasetning verður í íþróttahús- inu í Grundarfirði næstkomandi þriðjudag. Eftir það fara nemendur með umsjónarkennara í stofurnar, þar sem farið verður yfir það helsta er viðkemur skólastarfinu. Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 26. ágúst. Breytingar á mannauð Nemendur grunnskólans verða tæplega 100 skólaárið 2015-2016. Í fyrra útskrifuðust tíu nemendur og eru nýir nemendur í 1. bekk níu talsins. „En eins og gengur og ger- ist, þá getur nemendatalan breyst alveg fram að skólasetningu,“ seg- ir Sigurður. Starfsmenn grunnskól- ans eru 21. Þó nokkrar breytingar hafa verið á högum skólans á árinu. Nýir skólastjórnendur eru Sigurð- ur Gísli, Björgvin Sigurbjörns- son aðstoðarskólastjóri og María Ósk Ólafsdóttir hefur verið ráð- in í stöðu deildarstjóra sérkennslu. „Tveir kennarar eru í ársleyfi og tveir hafa hætt störfum. Starfsmað- ur á bókasafni lét einnig af störf- um eftir langan og farsælan feril við skólann. Guðlaug Þórdís Sigurðar- dóttir mun starfa sem bókasafns- og upplýsingafræðingur við skóla- bókasafnið, Halla Karen Gunnars- dóttir íþróttakennari, Erna Sigurð- ardóttir og Ingibjörg Eyrún Berg- vinsdóttir munu einnig kenna við skólann. Svo tekur Anna Kristín Magnúsdóttir aftur til starfa eftir leyfi.“ Efla sjálfstæði nemenda Að sögn Sigurðar verða einhverj- ar nýjungar í starfinu í vetur. Til stendur að hefja enskukennslu fyrr en áður og huga á betur að lýðheilsuþáttum skólans. „Við stefnum á að vera með teymis- kennslu. Einnig á að huga betur að samstarfi við tónlistarskólann og reyna að fá þá starfsemi meira inn í skólastarfið. Annars ætlum við að halda áfram því sem vel hef- ur verið gert við skólann. Viðhalda góðum starfsanda og efla sjálf- stæði nemenda í námi. Lögð verð- ur áhersla á læsi, átthagafræði og vellíðan nemenda. Farsælt skóla- starfi byggir á samstarfi heimila og skóla og munum við leggja áherslu á það.“ grþ Grunnskóli Grundarfjarðar Áhersla lögð á sköpunargleði Laugargerðisskóli er einn þeirra skóla á Vesturlandi þar sem bæði er grunnskóla- og leikskóla- deild. Skólinn er í strjálbýli og koma nemendur af þremur svæð- um í skólann. Kristín Björk Guð- mundsdóttir er skólastjóri Laugar- gerðisskóla. Hún segir að fámenni og mikil breidd einkenni skól- ann, þar sem börn á breiðu aldurs- bili komi saman, frá ársgömlum og upp í sextán ára. Þá eru einn- ig mörg tvítyngd börn í skólanum, sem auki fjölbreytileika mannlífs- ins. Laugargerðisskóli á stóraf- mæli í haust en hann verður fimm- tíu ára í nóvember. Áætlaður nemendafjöldi á kom- andi skólaári er 27 börn, 21 á grunnskólaaldri og sex í leikskóla- deild. „Starfsfólk skólans er það sama og í fyrra, fjórir kennarar að meðtöldum íþróttakennara. Leik- skóladeildin er í nánum tengslum við skólann og grunnskólakenn- ararnir kenna líka í leikskóladeild. Smíðakennari frá Stykkishólmi kemur svo til okkar einu sinni í viku, einn starfsmaður er ráðinn í leikskóla og auk þess eru fjór- ir skólaliðar í hlutastörfum sem vinna bæði í grunn- og leikskóla. Matráður er í fullu starfi,“ útskýr- ir Kristín Björk. Skólinn verður settur á morgun, fimmtudag, og kennsla hefst samkvæmt stunda- skrá á föstudag. Nota spjaldtölvur Að sögn Kristínar Bjarkar er tón- list fastur liður í skólanum. „Tón- listarskóli Steinunnar Pálsdóttur er hér tvo daga í viku, samþætt inn í skólastarfið. Flestir nemendurnir taka þátt í tónlistinni, sem er ein af sérstöðum skólans.“ Í skólanum fer fram stöðug þróun á einstak- lingsmiðuðu námi og eru nemend- ur nú þriðja árið í röð með spjald- tölvur. „Í ár fá allir nemendur frá 4. bekk upp í 10. bekk spjaldtölvu til afnota. Spjaldtölvan er einnig notuð á leikskóladeildinni og við sérkennslu.“ Gott samstarf Síðastliðið haust gerðist Laug- argerðisskóli þátttakandi í verk- efninu „Heilsueflandi grunnskóli“ og segir Kristín Björk að unnið verði áfram í því verkefni. Gott samstarf er við skólana í Borgar- byggð. „Við skólastjórarnir hitt- umst reglulega og berum saman bækur okkar. Þá taka nemendur í skólanum hér einnig þátt í smiðju- helgum með grunnskóla Borgar- fjarðar, tengjast félagsmiðstöðinni í Óðali árlega með jólaútvarpi svo eitthvað sé nefnt. Þá má geta þess að Laugargerðisskóli fær sérfræði- þjónustu frá Félags- og skólaþjón- ustu Snæfellinga, þannig að við erum líka í góðu samstarfi við Snæ- fellsnesið,“ segir Kristín Björk. grþ Fylgst með páskaungum í vor. Laugargerðisskóli Mikil breidd einkennir skólann Frá árshátíð Laugargerðisskóla á síðasta skólaári. Tónlistarnám er samþætt inn í skólastarfið í Laugargerðisskóla og flestir nem- endur taka þátt í því. SKÓLABLAÐ SKESSUHORNS

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.