Skessuhorn - 19.08.2015, Blaðsíða 34
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 201534
Dag ur í lífi...
Skólaritara í Hvalfjarðarsveit
Nafn: Kolbrún Sigurðardóttir.
Fjölskylduhagir/búseta: Bý
ásamt manninum mínum í Hval-
fjarðarsveit. Við eigum tvo upp-
komna syni.
Starfsheiti/fyrirtæki: Skólarit-
ari í Heiðarskóla.
Áhugamál: Listir, líkamsrækt,
lestur góðra bóka, ljósmyndun,
matargerð og ræktun.
Dagurinn: Mánudagurinn 17.
ágúst 2015
Klukkan hvað vaknaðirðu og
hvað var það fyrsta sem þú
gerðir? Vaknaði kl. 6 og fór út
með hundinn minn hann Tuma
og hugaði að hænsnabúinu og
gróðurhúsinu.
Hvað borðaðirðu í morgun-
mat? Ég fékk mér hafragraut og
lýsi.
Hvenær fórstu til vinnu og
hvernig? Ég fór hjólandi kl. 8.
Fyrstu verk í vinnunni? Ég
byrja alltaf á því að opna skól-
ann.
Hvað varstu að gera klukk-
an 10? Þá var ég á fyrirlestri um
heilsueflandi skóla.
Hvað gerðirðu í hádeginu?
Borðaði hádegismat með vinnu-
félögunum.
Hvað varstu að gera klukkan
14? Þá fór ég heim.
Hvenær hætt og það síðasta
sem þú gerðir í vinnunni? Ég
hætti kl 14 og það síðasta sem ég
gerði var að fara í gegnum póst-
inn.
Hvað gerðirðu eftir vinnu?
Fór út að hlaupa og hljóp 7 kíló-
metra.
Hvað var í kvöldmat og hver
eldaði? Ungversk gúllassúpa
sem ég eldaði í tilefni afmælis
míns sem var daginn áður. Með
þessu var að sjálfsögðu boðið
upp á heimabakað brauð.
Hvernig var kvöldið? Ég var
ein heima með hundinn og við
fórum út í kvöldgöngu í blíð-
skapaveðri og ég tók nokkrar
myndir.
Hvenær fórstu að sofa? Klukk-
an 22.
Hvað var það síðasta sem þú
gerðir áður en þú fórst að
hátta? Las í bókinni Gæðakonur
eftir Steinunni Sigurðardóttur.
Hvað stendur uppúr eftir dag-
inn? Ég var að halda upp á af-
mælið mitt sem var 16. ágúst og
brúðkaupsafmælið sem var 15.
ágúst og þetta voru frábærir dag-
ar með fjölskyldunni.
Eitthvað að lokum? Ég hlakka
mikið til haustsins og næsta
skólaárs.
Bæjarhátíðin Danskir dagar fór
fram í Stykkishólmi um liðna helgi.
Samkvæmt upplýsingum frá Önnu
Margréti Sigurðardóttur, fram-
kvæmdastýru hátíðarinnar, fór há-
tíðin afar vel fram. „Þetta gekk
allt saman rosalega vel og fólk var
ánægt,“ segir Anna Margrét í sam-
tali við Skessuhorn. Götugrillin
gengu vel fyrir sig og tóku margir
bæjarbúar þátt í hátíðarhöldunum.
Keppt var um best skreytta hverf-
ið og fór dómnefnd á milli. „Það
myndaðist mikil stemning, það var
sungið fyrir dómnefndina og allt
reynt til að sigra,“ segir Anna Mar-
grét.
Anna Margrét segir að þrátt fyr-
ir vel heppnaða hátíð, hefði veðrið
mátt vera aðeins betra. „Það rigndi
mjög mikið á tímabili en það hjálp-
aði til hve hlýtt var í veðri þrátt
fyrir vætuna. Á fyrirtækjamótinu
í „bubble-bolta“ týndist til dæmis
hratt úr áhorfendahópnum vegna
úrhellisrigningar, en þeir sem tóku
þátt skemmtu sér alveg konung-
lega.“ Mikill fjöldi fólks safnað-
ist saman á hátíðarsvæðinu á laug-
ardeginum. „Kvöldskemmtunin,
brekkusöngurinn og flugeldasýn-
ingin stóðu eiginlega uppúr. Það
var líka mjög flott þegar Páll Ósk-
ar steig á svið í lokin, með dans-
arana sína, konfetti-skraut og all-
ir sungu með. Það myndaðist mjög
góð stemning,“ segir Anna Margrét
um hátíðina.
grþ
Góð stemning á Dönskum dögum í Stykkishólmi
Fólk skemmti sér vel í götugrillunum á Dönskum dögum. Hér eru íbúar og gestir á Sundebakken að gæða sér á hollmeti.
Ljósm. eb.
Það voru kátir krakkar sem tóku þátt í Stubbahlaupinu í ár. Ljósm. eb.
Börnin létu rigninguna ekki á sig fá. Ljósm. sá.Ingi Hans og Sigurborg ásamt ungum aðstoðarmanni skemmtu börnum
og fullorðnum með söguvagninum Brandþrúði. Ljósm. eb.
Góð stemning myndaðist þegar fyrirtæki á svæðinu
kepptu í bubblebolta-fótbolta. Ljósm. sá.
Pylsuvagninn Meistarinn stóð fyrir pylsukappáti. Ljósm. eb.
Lionsaksjónin hefur verið fastur liður í 20 ár. Þessir tveir
standa alltaf fyrir sínu. Ljósm. eb.
Flugeldasýningin þótti hin glæsilegasta. Ljósm. sá.