Skessuhorn


Skessuhorn - 19.08.2015, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 19.08.2015, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 201524 Þrjú hundruð sjötíu og fimm nem- endum hefur verið veitt skólavist í Landbúnaðarháskóla Íslands að þessu sinni og hafa þrjú hundruð og tuttugu þeirra staðfest skólavist sína. Af þessum hópi eru fimmtíu og tveir nemendur á háskólabrautum. Tuttugu og sjö ætla að stunda nám í búvísindum og hestafræði en aðr- ir dreifast nokkur jafnt á umhverf- isskipulag, náttúru- og umhverfis- fræði, skógfræði og landgræðslu. Björn Þorsteinsson rektor segir að æskilegt væri að fá fleiri nemend- ur í þessar þrjár síðasttöldu náms- brautir. Ef áhugasamir hafi samband nú þegar við kennsluskrifstofu skól- ans séu enn möguleikar á að fá pláss. Nýnemar í búfræði eru 33 en skól- inn hefur ekki pláss fyrir fleiri inn á þá braut sem stendur. Ekki er tekið inn í garðyrkjunám þetta haustið þar sem tekið er inn í þær brautir ann- að hvert ár. Ný námsskrá í búfræði Björn segir hreinar landbúnaðar- tengdar námsbrautir standa sterkast að vígi hvað varðar eftirspurn núna. „Reynslan sýnir hins vegar að þetta er sveiflukennt frá einu ári til annars hvaða námsbrautir eru vinsælastar.“ Hann segir endurmenntun á vegum skólans vel sótta. „Yfir fimm hundr- uð nemendur sóttu nám við endur- menntun LbhÍ á síðasta ári, bæði á stökum námskeiðum sem voru yfir fimmtíu talsins og við námskeiða- raðir, svo sem reiðmennsku eða skógrækt.“ Varðandi nýjungar í náminu nefnir Björn að kennsla sé að hefjast samkvæmt nýrri námskrá í búfræði í haust í kjölfar ítarlegrar endurskoðunar. Þar sem meðal ann- ars sé gert ráð fyrir stærra hlutverki búrekstrar skólans í kennslu og verk- efnavinnu. Björn segir allar braut- ir í háskólanámi kenndar á Hvann- eyri nema meistaranám í skipulags- fræði sem sé á Keldnaholti með inn- an við tuttugu nemendur. „Sömu- leiðis er búfræði kennd á Hvann- eyri, en garðyrkjugreinar á Reykjum í Ölfusi. Námskeið og námskeiðar- aðir á vegum endurmenntunar eru svo kenndar víða um land.“ Kynslóðaskipti í kennarahópnum Talsverðar breytingar hafa orð- ið á starfsmannahaldi Landbúnað- arháskólans að sögn Björns. „Í bú- fræðinni hafa orðið nánast kyn- slóðaskipti í kennarahópnum. Síð- asta haust var ráðinn nýr reiðkenn- ari og staðarhaldari að hestamiðstöð skólans, Sigvaldi Lárus Guðmunds- son; nýr námsbrautarstjóri Ólöf Ósk Guðmundsdóttir tók við brautinni um síðustu áramót og nú í sumar var ráðinn nýr kennari að brautinni, Jóhannes Kristjánsson. Í háskól- anum hafa sömuleiðis verið ráðnir nýir kennarar; Charlotta Oddsdótt- ir dýralæknir hóf störf sem lektor í líffræði búfjár 1. ágúst síðastliðinn og Edda Ívarsdóttir landslagsarki- tekt kemur inn sem nýr lektor í um- hverfisskipulagsfræði þann 1. sept- ember næstkomandi.“ Mest áhersla á hagnýt viðfangsefni Í Landbúnaðarháskóla Íslands er bóklegt, fræðilegt og verklegt nám á öllum brautum. Verklegi þátt- urinn er þó misstór þáttur í nám- inu eftir brautum. „Í sumum tilvik- um, eins og á starfsmenntabrautum, eru stórir verknámsþættir áberandi. Í háskólanáminu er t.d. umhverf- isskipulagsbrautin með það mikla vinnustofuviðveru nemenda að ekki hefur þótt fært að bjóða fjarnáms- lausnir fyrir það nám. Í öðrum há- skólanámsbrautum hefur verið boð- ið upp á fjarnámslausnir en þá er gert ráð fyrir sérstökum verklegum vikum fjórum sinnum á misseri þar sem nemendur þurfa að gera ráð fyrir að mæta í verklega þætti nám- skeiða á skólastaðinn. Um helming- ur af starfi skólans er tengdur rann- sóknum, hvort sem litið er til árs- verka eða veltu. Mest áhersla er lögð á hagnýt viðfangsefni sem tengjast nýtingu á landsins gagni og gæðum, einkum til matvælaframleiðslu, og varðveislu þeirra auðlinda sem land- nýtingin byggist á. Flestir nemendur af landsbyggðinni Á milli 60 og 70% nemenda LbhÍ eru af landsbyggðinni, alls staðar að af landinu. Nemendagarðarnir á Hvanneyri hafa rúmlega 80 einingar til útleigu, einstaklingsherbergi jafnt sem stórar og smáar íbúðir. Af þeim eru nú um 70 þegar leigðar út fyr- ir komandi vetur. Björn segir skól- ann nokkuð vel settan með skrif- stofu- og kennsluhúsnæði en stór- an fyrirlestrasal vanti og þess vegna hafi þurft að leita annað með stærri samkomur og fundi. „Þá hefur hús- næði fyrir rannsóknir skólans dreg- ist saman á undanförum árum vegna takmarkaðra fjárveitinga til við- halds aðstöðu og tækjakosts, bæði á Hvanneyri og á Keldnaholti og er nú bara brot af því sem áður var. Skólahúsið og fleiri byggingar garð- yrkjunámsins á Reykjum eru í mjög slæmu ástandi og þar vantar við- haldsfé. Sömuleiðis eru flest hús jarðræktarmiðstöðvarinnar á Korpu að hruni komin sem og tækjabúnað- ur til jarðræktarrannsókna. Endur- reisn jarðræktarmiðstöðvar, hvort sem hún verður áfram á Korpu eða flutt upp að Hvanneyri, er mikil fjárfesting. Byggja þarf hús og kaupa inn ný tæki á borð við nútíma til- raunareitasláttuvél sem ein og sér kostar nokkra tugi milljóna. Aðstaða til búfjárrannsókna er einnig tölu- verðum takmörkunum háð.“ Peningaskortur frá stofnun skólans Björn segir skólann hafa verið van- fjármagnaðan allt frá stofnun árið 2005. „Til þess að skólinn geti sinnt hlutverkum sínum, svo ákjósanlegt sé, þarf að grípa til ýmissa ráðstaf- anna eins og að leiðrétta rekstrar- ramma skólans í fjárlögum og fara í sérstakar uppbyggingaraðgerðir vegna þróunar í kennslu- og rann- sóknaraðstöðu samanber það sem áður er fram komið hér. Ennfremur ber skólinn ábyrgð á rekstri menn- ingarminja, en gamla húsatorfan á Hvanneyri var friðlýst í sumar, þar sem m.a. er Landbúnaðarsafn Ís- lands. Árlegur kostnaður skólans af rekstri húsanna og safnsins er 25 milljónir króna og brýnt að fá við- urkenningu á þeim kostnaði. Stóra málið er að íslenska háskólakerf- ið, miðað við núverandi umsvif, er vanfjármagnað og hvað Land- búnaðarháskólann varðar þá hefur það komið fram í greiningu Ríkis- endurskoðunar að: „Ef framlög til LbhÍ hefðu fylgt meðaltalshækk- un íslenskra háskóla þá væri eng- inn rekstrarhalli á skólanum til stað- ar.” Þannig að hann hefur verið ver- ið fjárhagslega enn afskiptari en há- skólakerfið að öðru leyti. Haustið 2008 voru starfsmenn 134 en eru nú 81 og hefur þeim því fækkað um 40%.“ Sameiningarhugmyndin fékk aldrei frið Björn var settur rektor skólans þann 1. ágúst 2014 en síðan skipaður í stöðuna frá 1. júní 2015. „Ég taldi rétt að bjóða mína persónu sem val- kost og valnefnd mat það greinilega svo að sú reynsla sem ég hef setti mig stalli ofar öðrum. Ég hafði þó ekki séð fyrir mér starf rektors sem mitt draumastarf. Hins vegar er það svo að eftir að hafa verið millistjórn- andi við stofnunina til margra ára þá þekkti ég stofnunina vel og sá líka þá möguleika sem stofnunin, henn- ar fagsvið og hennar starfsfólk býr yfir. Mig langaði því til að koma að því og stuðla að því að nýta þessa möguleika og þau tækifæri sem eru hjá LbhÍ, fyrir íslenskan landbúnað, landnýtingu og landvernd.“ Sameiningarhugmyndir við Há- skóla Íslands hafa verið áberandi í umræðunni undanfarið og marg- ir talið að óvissa vegna þeirra hefði slæm áhrif á skólastarfið. Hvað finnst rektornum um það? „Þessi hugmynd um sameiningu við Há- skóla Íslands fékk í raun aldrei frið til þess að komast á það stig að fá raunverulega úrvinnslu og útfærslu innan skólans. Pólitísk hagsmuna- öfl komu í veg fyrir að hugmyndin væri skoðuð til hlítar. Þessi pólitísku afskipti hafa truflað mikið starfsemi skólans og umræðuna um hann og skapað mikla óvissu og áhyggj- ur meðal nemanda og starfsmanna skólans sem kemur ofan á áhyggj- ur og óvissu út af hreinum raun- niðurskurði í fjárveitingum til skól- ans sem hefur haft mjög slæm áhrif á alla starfsemi hans. Nefnd sem við höfum setið í hefur verið að fjalla um mögulega einkavæðingu LbhÍ og Háskólans á Hólum og einhvers konar sameiningu þeirra við skólann á Bifröst. Allt eru þetta litlir skólar sem eiga við fjárhagsvanda að stríða með takmarkaða samlegðarmögu- leika ýmist vegna þess að þeir starfa á gjörölíkum fræðasviðum eða vegna landfræðilegrar fjarlægðar. Þetta eru hugmyndir sem við erum ekki tilbú- in til að skrifa undir því að á þessu sjáum við marga galla sem felast m.a. í að einkavæðing er líkleg til að skerða möguleika okkar til sam- starfs innan opinbera kerfisins en nú þegar rekum við doktorsnám í sam- starfi við HÍ. Með einkavæðingu er einnig gert ráð fyrir að skólinn fjár- magni sig að hluta til með skóla- gjöldum sem við teljum afar óráð- legt og einkavæðing felur það einnig í sér að það þarf að segja upp öllum starfsmönnum og ráða á einhverj- um öðrum kjörum sem getur leitt til óstöðugleika í starfsmannahald- inu hjá okkur. Einnig liggur ekki fyrir niðurstaða Bifrastar í yfirstand- andi gæðaúttekt Gæðaráðs háskóla. Það liggja hvorki fyrir óháð opinber gögn um rekstrarhæfi skólans frá gæðasjónarmiði né fjárhagssjónar- miði. Við sjáum miklu betri tækifæri í að þróa samstarfsnet opinberu há- skólanna til að ná samlegð um ýmsa nauðsynlega stoðþjónustu og fleira sem við þurfum á að halda. Skólarn- ir verða að fá að þróast á forsend- um þeirra eigin sýnar á verkefnin og gæðastarfs háskóla. Út frá slík- um sjónarmiðum velja þeir sér sjálfir samstarfsaðila og út frá slíkum sjón- armiðum velja þeir sér rannsóknar- áherslur í samstarfi við atvinnuveg- inn og þá sjóði sem styrkja rann- sóknir.“ Í tímabundnum þrengingum Björn segir skólann eiga bjarta framtíð fyrir höndum vegna þess að hann annist einn fræðasvið sem þjóðarhagsmunir krefjist að sé sinnt. „Skólinn stendur einn vörð um mat- vælaframleiðslu og landnýtingu á Ís- landi og án hans fellur niður við- hald, miðlun og þróun þekkingar til að tryggja framtíð þessara greina. Við höfum verið í tímabundnum þrengingum en ef ráðamenn og Al- þingi átta sig á hvaða hlutverki LbhÍ gegnir í íslensku samfélagi þá hlýt- ur þeim að linna fyrr en síðar,“ seg- ir Björn Þorsteinsson rektor Land- búnaðarháskóla Íslands. hb Segir LbhÍ standa vörð um matvæla- framleiðslu og landnýtingu á Íslandi - Rætt við Björn Þorsteinsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands Nemendur safna plöntusýnum til greiningar og rannsókna. Björn Þorsteinsson rektor leiðbeinir hér nemendum í vettvangsferð við Hvanneyri. Ljósm. úr safni/ Áskell Þórisson. SKÓLABLAÐ SKESSUHORNS

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.