Skessuhorn


Skessuhorn - 19.08.2015, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 19.08.2015, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 20156 Riðill í Evrópu- keppninni spil- aður í næstu viku ÓLAFSVÍK: Í næstu viku, dagana 25. til 28. ágúst, verð- ur E riðill í Evrópukeppn- inni í Futsal (innanhúss- knattspyrnu) leikinn í Ólafs- vík. Til landsins koma Þýska- landsmeistararnir Hamb- urg Panthers, Luxemborgar- meistararnir FC Differdange 03 og Albaníumeistararnir KF Flamurtari Vlorë. Sam- tals eru þetta um 60 gestir, leikmenn og aðrir tengdir liðunum. Leiknir verða tveir leikir á dag; þriðjudag, mið- vikudag og fimmtudag. Fyrri leikur hefst alltaf kl. 17.00 og seinni leikur kl. 19.30. Leik- ið er í íþróttahúsinu í Ólafs- vík. „Þeir sem vilja kynn- ast skemmtilegri íþrótt, sem ekki er mikið stunduð á Ís- landi, ættu því að leggja leið sína til Ólafsvíkur í næstu viku og kynnast Futsal og sjá topp lið eins og t.d. þjóðverj- ana leika,“ segir í tilkynningu frá Víkingi. Mjög fróðlegt er að sjá knatttækni leikmanna sem stunda Futsalbolta. Fut- sal er íþróttagrein sem ætti að henta vel á Íslandi og get- ur verið góður undirbún- ingur fyrir hefðbundinn fót- bolta, þar sem knatttækni og hröð hugsun er nauðsynleg til árangurs.“ –mm Ljósleiðara- bilun VESTURLAND: Bilun varð síðastliðið mánudags- kvöld á ljósleiðara Mílu á Vesturlandi. Bilunin fannst á strengnum milli Akraness og Borgarness. Viðgerðamenn hófu þegar bilanaleit og við- gerð sem lauk klukkan 00:30 um nóttina. -mm Keppa í fyrsta sinn í Útsvari R E Y K H Ó L A R : Spurningakeppnin Útsvar verður á dagskrá Ríkissjón- varpsins í vetur, níunda árið í röð. Sveitarfélögin sem keppa verða 24 eins og und- anfarin ár. Þau átta lið sem náðu fjórðungsúrslitum í fyrra öðlast sjálfkrafa þátt- tökurétt í keppni vetrarins en um hin 16 sætin í keppn- inni var dregið. Nafn Reyk- hólahrepps kom upp úr hatt- inum að þessu sinni og gefst sveitarfélaginu því kostur á að taka þátt í keppninni í fyrsta sinn. RUV hefur enn ekki gefið út opinber- lega hvaða sveitarfélög önn- ur voru dregin til keppni í ár, enda eiga þau enn eft- ir að staðfesta þátttöku sína. Samkvæmt heimildum Skessuhorns hefur þegar verið skipað í lið Reykhóla- hrepps og því engar líkur á öðru en að lið sveitafélags- ins þreyti frumraun sína í spurningakeppninni á kom- andi vetri. –kgk Lenti í villu við fjallgöngu BORGARFJ: Björgunar- sveitir sóttu aðfararnótt laugardags göngumann sem lenti í villum og sjálf- heldu á Klausturtunguhóli við Hafnarfjall. Var mað- urinn á svokallaðri sjö tinda göngu og lagði af stað frá Hafnarfjalli á föstudaginn og hugðist enda gönguna í Árdalnum. Á miðri leið breytti hann áætlun sinni og fór eftir stíg sem liggur niður í Seleyrardal. Sú leið reyndist brött og snéri hann þá við. Ekki vildi þá bet- ur til að hann villtist af leið og lenti í sjálfheldu eins og fyrr sagði. Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að mað- urinn hafi sent út svoköll- uð “Rescue Me” smáskila- boð í síma mannsins, en sé þeim svarað fylgir nákvæm staðsetning símans. Björg- unarmenn voru komnir að manninum rétt fyrr klukkan sex á laugardagsmorgun og reyndist hann býsna brattur. Fékk hann hressingu áður en honum var fylgt niður af fjallinu. -mm Sóttu slasaða göngukonu HVALFJ: Björgunarsveit- ir voru kallaðar út eftir í há- degið í gær þegar tilkynning barst um slasaða göngukonu á leiðinni upp að fossinum Glymi í Hvalfirði. Konan var slösuð á fæti. Björgun- arsveitir, ásamt sjúkraflutn- ingamönnum, komu að konunni um hálfri klukku- stund eftir að aðstoðar- beiðnin barst. Var búið um hana og hún flutt niður að hliði í Botnsdal þar sem sjúkrabíll beið hennar. –mm Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands var haldinn á Akureyri dagana 14. - 16. ágúst sl. Skóg- ræktarfélag Eyfirðinga var gest- gjafi á fundinum og sóttu hann hátt í tvö hundruð fulltrúar, víðsvegar af landinu. Á fund- inum voru meðal annars flutt ávörp og fræðsluerindi, farið í vettvangsferðir, auk hefðbund- inna aðalfundarstarfa með af- greiðslu reikninga, ályktana og kosningu stjórnar. Í einni af ályktunartillögun- um hvetur aðalfundurinn til þess að unnið verði að nýju stórátaki við gerð skjólskóga við Hafnarfjall og jafnvel víðar á leiðinni frá Reykja- vík í Borgarfjörð. Þetta verði gert til að auka umferðaröryggi á vind- asömum stöðum. Tillagan er gerð á grundvelli ályktunar aðalfund- ar Skógræktarfélags Borgarfjarðar 14. apríl síðastliðinn. Þar kem- ur fram að á liðnum vetri hafi oft komið til þess að ófært hafi verið ökutækjum á þessari leið vegna vinda og því orðið knýjandi að leita leiða til að bæta umferðar- öryggi. Fyrir allmörgum árum var hafist handa um gerð skjól- belta á hluta leiðarinnar en ekki hefur verið bætt við þau á und- anförnum misserum, né beitt öðrum aðferðum skógræktar svo um muni til meira skjóls. Fund- urinn fól stjórninni að leita eft- ir samráði við hagsmunaaðila um verkefnið til að hrinda átakinu í framkvæmd. grþ Ævintýraóperan Baldursbrá eft- ir Gunnstein Ólafsson og Borg- firðinginn Böðvar Guðmundsson verður frumflutt á sviði í Norður- ljósasal Hörpu laugardaginn 29. ágúst næstkomandi og er miða- sala hafin á harpa.is. Baldursbrá var flutt á tvennum tónleikum sumar- ið 2014 og var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna, fyrst ís- lenskra barnasöngleikja. Uppsetn- ingin nú er samstarfsverkefni Litla óperukompanísins, Íslensku óper- unnar og Hörpu. Fjórar sýningar eru fyrirhugaðar; 29. og 30. ágúst kl. 14 og 31. ágúst og 1. septem- ber kl. 20. Tónlistin í Baldursbrá byggir að hluta á íslenskum þjóð- lögum, hvort tveggja rímnalögum og þulum, en þar bregður einnig fyrir rappi og fjörlegum dönsum. Söngvarar eru Fjóla Nikulásdóttir í hlutverki Baldursbrár, Eyjólfur Eyj- ólfsson í hlutverki Spóa, Jón Svav- ar Jósefsson er Rebbi, Davíð Ólafs- son syngur Hrútinn og ellefu börn eru í hlutverki yrðlinga. 16 manna kammersveit leikur undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar. Baldursbrá í hættu stödd Óperan segir frá Baldursbrá sem kynnist sposkum Spóa. Þau ákveða að fara saman upp á fjallstind til þess að njóta útsýnisins en það reynist ekki einfalt mál. Þau fá Rebba til að flytja blómið upp á efstu eggjar þar sem hræðilegur hrútur eigrar um í leit að æti. Yrðlingar Rebba reyna að fella Hrúturinn en það reyn- ist þeim þrautin þyngri. Líf Bald- ursbrár hangir á bláþræði og hún þarf að komast aftur heim í lautina sína sem fyrst. En hver kemur þá til bjargar? Leikstjóri sýningarinnar er Sveinn Einarsson, leikmynd ger- ir Sigurjón Jóhannsson, búninga hannar Kristina Berman og Mes- síana Tómasdóttir gerir grím- ur. Höfundur dansa er Ingibjörg Björnsdóttir og Páll Ragnarsson sér um lýsingu. -fréttatilkynning Rímnalög, þulur, rapp og fjörlegir dansar í Hörpu Hópurinn sem stendur að sýningunni. Ljósmynd/Geirix. Þessi mynd er valin af handahófi úr myndasafni Skessuhorns en hún sýnir húsbíll sem lent hafði útaf í hvassviðri við Hafnarfjall. Aukið skjól á þessari leið yrði mörgum kærkomið. Hvetja til plöntunar skjólskóga við Hafnarfjall

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.