Skessuhorn


Skessuhorn - 19.08.2015, Blaðsíða 33

Skessuhorn - 19.08.2015, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 2015 33 Glæsibær, Vesturhús, 2. hæð • Álfheimar 74 • 104 Reykjavík Sími 414 7000 • ritari@augljos.is • www.augljos.is Fjölmiðlakonan Guðríður Har- aldsdóttir á Akranesi hélt upp á 57 ára afmæli sitt síðastliðinn mið- vikudag með glæsibrag. Gurrí heldur heljarinnar veislu á sjálf- an afmælisdaginn á hverju ári, þar sem hún býður fjölda manns heim. Í ár mættu yfir sextíu manns í veisluna, þrátt fyrir slæma veð- urspá þann daginn. Íbúð Gurrí- ar var því þétt setin og myndaðist biðröð inn í eldhúsið enda var vel veitt af gómsætum veitingum. Allt var vel heppnað, fyrir utan að fata- hengið hrundi þegar á fimmta tug gesta voru mættir. Svona er að eiga afmæli í fyrstu haustlægðinni, þeg- ar flestir mæta í yfirhöfn. grþ Biðröð myndaðist í afmælinu Afmælisbarnið ásamt nokkrum gestanna. F.v.: Nanna Rögnvaldardóttir, Gurrí Haralds, Regína Ásvaldsdóttir og Birgir Pálsson. Röð myndaðist inn í eldhúsið, þar sem borðin svignuðu undan kökum og öðrum kræsingum. Hluti af tertunum. Afmæliskakan frá bakaranum í Bernhöftsbakaríi var með áletruninni „Götugrill Kirkjuvalla 9. ágúst 2015“. Þann dag var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu með mikinn viðbúnað við Kirkjuvelli í Hafnarfirði og sérsveitin kölluð til. Líkt og undanfarin ár sagðist Gurrí hafa fengið kökuna ódýrt. Félagarnir Ragnar Jakob Kristins- son og Sigurður Hólmar Karlsson tóku við Munaðarnes veitingum í sumar með skömmum fyrirvara. Reksturinn hefur að sögn þeirra félaga gengið vel og nú hyggj- ast þeir hafa opið áfram í Mun- aðarnesi. „Stefnan hjá okkur er að hafa opið til áramóta og erum við að bóka núna fyrir hópa í hvata- ferðir, námskeið, afmæli og fleira. Nú hefur verið opnuð nuddstofa í kjallara þjónustumiðstöðvarinn- ar og hægt að sjá hana á Facebook undir „Nuddstofan Munaðarnes.“ Þar er hægt að fá tíma í 60 eða 90 mínútna slökunarnudd og er það góð viðbót við það sem staðurinn hefur upp á að bjóða,“ segja þeir Sigurður og Ragnar. Þeir segjast þakklátir fyrir móttökurnar sem þeir hafa fengið sem hafa á allan hátt verið góðar og vinsamlegar. mm Ætla að hafa opið áfram í veitingasölu Munaðarness Sigurður í brauðbakstrinum en þeir félagar baka allt sem selt er með kaffinu. Ragnar Jakob með ljúffenga hnallþóru. Fosshótel Reykholt auglýsir eftir starfskrafti til starfa í móttöku hótelsins Hæfniskröfur - Góð tungumálakunnátta - Hæfni til að vinna undir álagi - Sjálfstæð vinnubrögð - Reynsla af sambærilegum störfum kostur Við hvetjum alla einstaklinga yfir 18 ára aldri sem hafa áhuga á að vinna í skemmtilegu, krefjandi og vinalegu umhverfi til að sækja um. Einstaklingar þurfa að geta hafið störf í ágúst. Um er að ræða framtíðarstarf. Ferilskrá og meðmæli sendist á addi@fosshotel.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.