Skessuhorn - 19.08.2015, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 201514
MEIRA EN 2000 VÖRUTEGUNDIR MEÐ ÓTRÚLEGUM AFSLÆTTI
ALLT AÐ 75% AFSLÁTTURHÁFAR
BÍLTÆKI
HEYRNARTÓL
DVD SPILARAR
MP3 SPILARAR
MAGNARARHLJÓMBORÐ
ÚTVÖRP
BÍLMAGNARAR
BÍLHÁTALARARHÁTALARAR
FERÐATÆKI
REIKNIVÉLAR
ÞRÁÐLAUSIR SÍMAR
KAFFIVÉLAR
STRAUJÁRN
ELDAVÉLAR
UPPÞVOTTAVÉLARHRÆRIVÉLAR ÖRBYLGJUOFNAR
ÞVOTTAVÉLARFRYSTIKISTUR ÞURRKARAR
HELLUBORÐ OFNAR
MYNDAVÉLAR
SJÓNVÖRP
SAMLOKUGRILL
BLANDARAR
ÍSSKÁPAR
RYKSUGUR
VÖFFLUJÁRN
RAKVÉLAR
TAKMARKAÐ MAGN
Fyrstur kemur – fyrstur fær!
Sjá allt úrvalið
á ht.is
ÞJÓÐBRAUT 1 • AKRANESI • SÍMI 431 3333
Nýtt skólaár hófst í Fjölbrautaskóla
Vesturlands á Akranesi í gær, þriðju-
daginn 18. ágúst, þegar skólinn var
settur og tekið var á móti nýnemum
á sal skólans. Kennsla hófst svo sam-
kvæmt stundatöflu núna í morgun.
Á föstudaginn næstkomandi verður
svo haldinn kynningarfundur fyrir
þá sem eru að hefja nám með vinnu.
„Aðsókn í skólann fyrir þennan vet-
ur hefur verið mjög góð. Um 150
nýnemar eru að hefja nám við skól-
ann nú í haust. Þó er enn verið að
skrá nýja nemendur svo sú tala gæti
hækkað. Alls eru um 550 nemend-
ur skráðir í skólann fyrir þetta skóla-
ár. Um 80% nemenda við skólann
eru frá Akranesi, um 15% frá öðr-
um stöðum af Vesturlandi og um
5% koma frá öðrum landshlutum.
Stærsti hluti nýnema eru að koma
beint úr 10. bekk, eða um 82% og
um 10% nýnema eru eldri en 25 ára,
sem er svipað hlutfall og verið hef-
ur síðustu ár,“ segir Ágústa Elín Ing-
þórsdóttir, skólameistari FVA.
Aðsókn í verknám
hefur heldur aukist
Í FVA er fjölbreytt úrval námsbrauta
sem nemendur geta valið um, bæði
bóknámsbrautir og verknámsbraut-
ir. Að sögn Ágústu er meira um að
ungt fólk og nýnemar sæki í bók-
námsbrautirnar og lítið er um eldri
nemendur þar. Eldri nemendur
sækja meira í verknámsbrautirnar.
„Aðsókn á verknámsbrautirnar hef-
ur heldur aukist og þá sérstaklega í
rafiðngreinum hjá ungu fólki,“ seg-
ir Ágústa.
Afreksíþróttasvið á
bóknámsbraut
Aðspurð hvort gera megi ráð fyr-
ir einhverjum nýjungum í nám-
inu fyrir næsta skólaár segir Ágústa
svo vera. „Bóknámsbrautir til stúd-
entsprófs eru nú þrjár; félagsfræða-
braut, náttúrufræðabraut og opin
stúdentsbraut. Innan opinnar stúd-
entsbrautar eru fjögur svið sem
nemendur geta valið um. Það eru
listnámssvið sem byggir á samþætt-
ingu við tónlistarnám, viðskipta-
og hagfræðisvið, tungumálasvið og
opið svið sem gefur mikla mögu-
leika á vali nemenda. Nemendur
á bóknámsbraut geta einnig valið
afreksíþróttasvið. Sviðið er hugs-
að fyrir nemendur sem hafa stund-
að afreksíþróttir í töluverðan tíma
og vilja hafa aukið svigrúm til að
stunda íþrótt sína. Almennt verða
æfingarnar á skólatíma þrisvar
sinnum í viku auk annarrar fræðslu
er tengist íþróttaiðkun. Um 50
nemendur hafa skráð sig á það svið
í knattspyrnu, körfubolta, keilu,
fimleikum og sundi. Kynjahlutfall
á afreksíþróttasviði er mjög jafnt
sem er ánægjuefni,“ segir Ágústa.
„Bóknám til stúdentsprófs er nú
þrjú ár eins og í flestum öðrum
framhaldsskólum á landinu. Það
nám sem skarast hefur við náms-
efni grunnskóla hefur verið lagt af.
Þó eiga nemendur enn kost á að
fara í svokallaða brautabrú. Brauta-
brú er fyrir nemendur sem lokið
hafa grunnskólaprófi en uppfylla
ekki skilyrði til inngöngu á aðrar
námsbrautir framhaldsskóla. Meg-
inmarkið brautarinnar er að veita
góða undirstöðu í kjarnagreinum,
þá einkum íslensku og stærðfræði,
og jafnframt að gefa nemendum
tækifæri til að glíma við fjölbreyti-
leg viðfangsefni. Lögð er áhersla á
að auka færni nemenda í samskipt-
um og sjálfstæðum vinnubrögð-
um,“ bætir Ágústa við.
Nám fyrir fullorðna og
Stóriðjuskólinn
Fyrir þá sem vilja stunda nám sam-
hliða vinnu er boðið upp á húsa-
smíðanám, vélvirkjanám og sjúkra-
liðanám í FVA. Þeir sem skrá sig í
nám fyrir fullorðna samhliða vinnu
þurfa helst að hafa náð 23 ára aldri
og hafa tveggja ára starfsreynslu
sem metin er til eininga. „Einnig
hefur skólinn tekið þátt í að kenna
í Stóriðjuskóla Norðuráls, en Sí-
menntunarmiðstöð Vesturlands
og Fjölbrautaskóli Vesturlands
hafa gert með sér samstarfssamn-
ing um kennsluna. Kennt er sam-
kvæmt stundaskrá Stóriðjuskólans
og kennslan fer fram í húsakynn-
um Norðuráls á Grundartanga,“
segir Ágústa Elín Ingþórsdótt-
ir skólameistari Fjölbrautaskóla
Vesturlands á Akranesi.
arg
Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi
Þriggja ára nám til stúdentsprófs
Ágústa Elín Ingþórsdóttir, skólameis-
tari FVA.
Svipmynd úr skólastarfi FVA.
SKÓLABLAÐ SKESSUHORNS