Skessuhorn


Skessuhorn - 19.08.2015, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 19.08.2015, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 2015 23 Líkt og víða verður skólasetn- ing í Stykkishólmi næstkomandi fimmtudag og hefst kennsla sam- kvæmt stundaskrá á föstudaginn. Að sögn Gunnars Svanlaugssonar skólastjóra verða 23 starfsmenn við skólann í vetur og eru þá meðtald- ir báðir skólastjórarnir. „Við erum með 17 almenna starfsmenn, svo sem skólaliða, stuðningsfulltrúa og aðra sem sinna öðrum verkefn- um. Við höfum verið mjög rík af góðum stuðningsfulltrúum und- anfarin mörg ár en höfum örlítið fækkað í þeim hópi og þess í stað sameinum við hópa og setjum tvo kennara á hópinn.“ Skráðir nem- endur við Grunnskólann í Stykkis- hólmi eru 160 talsins, sem er örlít- il fækkun á milli ára. 13 nemend- ur útskrifuðust síðastliðið vor en nú eru ellefu nemendur skráðir í komandi 1. bekk, sem er með fá- mennari árgöngum. Kynjaskipting nemenda er jöfn að sögn Gunnars, þó að stúlkurnar séu líklega örlít- ið fleiri. Hlakka til að hitta nemendur „Við ætlum okkur að gera enn betur í stóru greinunum í öllum aldurshópum, það er íslensku og stærðfræði og þá í góðri samvinnu við foreldra. Þá verður vinna okk- ar með Uppeldi til ábyrgðar mun meira áberandi á komandi skólaári en árin hingað til,“ segir Gunn- ar aðspurður um helstu áherslur í skólastarfinu. „Varðandi nýjungar í skólastarfinu höfum við verið að efla kennslu og um leið alla okk- ar vinnu með innleiðingu á Ipad spjaldtölvum og við munum vinna áfram að þeim mikilvægu skóla- verkefnum. Þá ákváðum við á vor- dögum að vinna með byrjenda- læsi og til að styrkja þá vinnu, þá fóru nokkrir kennarar frá skólan- um á námskeið og munu þeir stýra þeirri vinnu.“ Gunnar segir helstu sérstöðu skólans vera gleði, sam- vinnu og sjálfstæði sem eru jafn- framt einkunnarorð skólans. „Og með þá kláru sýn er ljóst að áfram munum við vinna okkar skólastarf með bros á vör því þannig líður okkur best, en um leið af metn- aði og festu. Við hlökkum mikið til að hitta nemendur okkar og slík stemning segir ansi margt.“ grþ Nóg að gera í skólanum. Grunnskólinn í Stykkishólmi Vinna skólastarfið með bros á vör SKÓLABLAÐ SKESSUHORNS Skólatölvan 2015 Frábær alvöru ProBook tölva frá Hewlett Packard Skjástærð: 15,6" LED HD Anti-glare Örgjörvi:AMD Quad Core A8-7100 1.8 GHz, Turbo Speed: 3.0 GHz Vinnsluminni: 8GB (DDR3) 1600MHz (Max 16GB) Geymslumiðlar: 500GB Smart SATA harður diskur Skjákort: R6 M255DX Dual graphics með 2 GB sjálfstæðu DDR3 minni Upplausn á skjá: 1366 x 768 Minniskortalesari: 2 í 1 Geisladrif: DVD+/-RW SuperMulti DL skrifari Hljóðkort: SRS Premier Sound hljóðstýring Stýrikerfi: Windows 10 Glæsilegt SS208 hátalarasett frá ACME Fylgir með í kaupunum. Verð kr. 129.900,- Borgarbraut 61—310 Borgarnes Sími 422-2210 sala@taekniborg.is Opið 10-18 virka daga 11-15 laugardaga www.lbhi.is Kynntu þér spennandi nám í háskóla lífs og lands Starfsmenntanám Búfræði - Blómaskreytingar- Garðyrkjuframleiðsla - Skógur og náttúra - Skrúðgarðyrkja - Umhverfisskipulag - Skógfræði og landgræðsla - Náttúru- og umhverfisfræði - Hestafræði - Búvísindi Meistaranám í skipulagsfræði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.