Skessuhorn


Skessuhorn - 19.08.2015, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 19.08.2015, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 201520 Brekkubæjarskóli á Akranesi er lífsleikniskóli þar sem lögð er áhersla á manngildi og að nem- endum þurfi að líða vel til að nám eigi sér stað. Að sögn Arnbjargar Stefánsdóttur skólastjóra Brekku- bæjarskóla er unnið með dygðir eða þemu sem eiga að vera rauði þráðurinn í skólastarfinu. „Há- punkturinn í þessari vinnu eru stórar morgunstundir sem haldnar eru í íþróttahúsinu við Vesturgötu fjórum sinnum yfir skólaárið. Þar sjá nemendur um skemmtidagskrá með söng og hljóðfæraleik, dansi, leik og fleiru ásamt því að veitt- ar eru viðurkenningar til nem- enda. Það má í rauninni segja að við höldum árshátíð fimm sinnum á ári,“ segir Arnbjörg í samtali við blaðamann. Hún bætir því við að einnig sé lögð mikil áhersla á um- hverfismál og að skólinn sé Græn- fánaskóli. Búið sé að sækja um að fá hann í fimmta skipti í haust en hann er einungis veittur til tveggja ára í senn og þurfa skólar að sýna fram á að hæfa bætt einhverju við á þessum árum. „Við vonumst að sjálfsögðu til að fá hann endurnýj- aðan, en ef ekki er ekkert annað að gera en að bretta upp ermar.“ Góð samvinna Brekkubæjarskóli telur um 420 nemendur. Að sögn Arnbjargar er fjöldinn svipaður og í fyrra. Starfs- menn skólans verða 64 í vetur og 16 við sérdeild skólans en nokkrar breytingar eru á starfsliðinu í vet- ur vegna leyfa og fæðingarorlofa. Skólinn verður settur næstkom- andi mánudag og kennsla hefst samkvæmt stundaskrá að morgni þriðjudags. Arnbjörg segir að mik- ið samstarf sé á milli skólans og annarra menntastofnana í bænum. „Við erum svo heppin að búa í litlu samfélagi þó að það hafi vaxið mik- ið undanfarin ár. Hér eru einung- is fjórir leikskólar, tveir grunnskól- ar, félagsmiðstöð, tónlistarskóli og framhaldsskóli. Þessi stærð gerir okkur kleift að vinna mikið saman og er heilmikið samstarf milli allra þessara stofnana enda er það sam- eiginlegt verkefni okkar að lífsgæði allra barna og ungmenna á Akra- nesi séu góð og skiptir þá ekki máli í hvaða húsi þau eru hverju sinni. Samstarf okkar við Grundaskóla hefur aukist verulega á síðustu árum og er að mínu mati einstak- lega gott og það skiptir heilmiklu máli. Meðal annars unnu skólarn- ir sameiginlega lestrarstefnu fyrir Akraneskaupstað og áætlun gegn einelti. Í þessum verkefnum unnu starfsmenn skólanna saman og lærðu hver af öðrum og hver með öðrum,“ útskýrir hún. Vinátta og virðing í öndvegi Aðspurð um nýjungar í skólastarf- inu nefnir hún að haldið verði áfram að innleiða spjaldtölvur í skólastarfið en skólinn er þátttak- andi, ásamt Grundaskóla, í Eras- musverkefni sem lýtur að notk- un spjaldtölva í skólastarfi. „Það er ekki nóg að kaupa tækin, held- ur þarf að leggja heilmikla vinnu í hvernig þau nýtast nemendum sem best. Svo ætlum við að leggja af stað með svokallað Vinaliða- verkefni í vetur, ásamt Grunda- skóla. Markmiðið með því verk- efni er meðal annars að stuðla að fjölbreyttari leikjum í frímínút- um, minnka togstreitu milli nem- enda og setja vináttu og virð- ingu í öndvegi.“ Arnbjörg segir helstu áherslur skólans vera hans helstu sérkenni. Þá megi einnig nefna öfluga sérdeild sem starf- rækt er við skólann, sem þjón- ar öllum bænum og hafa foreldr- ar val um hvort börnin þeirra fara í hana eða sæki sinn hverfisskóla. „Brekkubæjarskóli er gamall skóli með mörgum og góðum, gömlum hefðum og öflugum starfsmanna- hópi sem getur haldið í það sem gott er og er óhræddur að bæta nýju inn.“ grþ Mikið stuð var á árshátíð skólans sem haldin var í vor. Brekkubæjarskóli á Akranesi Áhersla lögð á dygðir, þemu og umhverfismál Líkt og víðast hvar verður Grunn- skóli Snæfellsbæjar settur næst- komandi mánudag. Þann dag verð- ur kennt í Ólafsvík og á Hellissandi samkvæmt stundaskrá en í Lýsuhóls- skóla verður skólasetning klukkan 13. Að sögn Hilmars Más Arason- ar skólastjóra í Snæfellsbæ fjölgar nemendum á milli ára í skólanum. „Við skólasetningu á síðasta skólaári voru 249 nemendur skráðir en í ár er 261 skráður. Þar af eru 20 í Lýsu- hólsskóla, 75 á Hellissandi og 166 í Ólafsvík,“ segir Hilmar Már. Kom- andi skólaár verða 70 starfsmenn við skólann, þar af eru 39 kennarar og stjórnendur í rúmlega 33 starfs- hlutföllum og starfsfólk án kennslu- skyldu 31 í um 23 starfshlutföllum. Töluverðar breytingar hafa orð- ið á starfsmannahópi skólans frá því í fyrra. „Á fjölmennum vinnu- stað sem þessum eru alltaf manna- breytingar. Þeim sem hurfu á braut til annarra starfa eru færðar þakk- ir fyrir vel unnin störf fyrir skólann og nýtt starfsfólk er boðið velkom- ið til starfa,“ segir Hilmar. Þeir sem hafa hætt störfum frá síðasta skóla- ári eru Magnús Þór Jónsson skóla- stjóri, Ásta Guðnadóttir sérkenn- ari, Hallveig Hörn Þorbjargardótt- ir bókavörður, Harpa Hannesdótt- ir skólaliði og Sigrún Sigurðardótt- ir stuðningsfulltrúi. Snædís Hjartar- dóttir íþróttakennari og Gunnsteinn Sigurðsson kennari eru í ársleyfi. Í þeirra stað er búið að ráða Hilmar Má Arason skólastjóra, Ásu Gunni Sigurðardóttur umsjónarkennara, Heiðrúnu Huldu Hallgrímsdótt- ur skólaliða, Hugrúnu Elísdótt- ur tölvukennara og verkefnastjóra á sviði upplýsingatækni, Katrínu Aðalheiði Magnúsdóttur sérkenn- ara, Þiðrik Örn Viðarsson (Diddi) íþróttakennara og Theódóru Frið- björnsdóttur umsjónarkennara. Læra að þekkja nærumhverfi sitt Hilmar segir að sérstaða skólans felist í því að vera með starfsstöðv- ar á þremur stöðum, á Hellissandi, í Ólafsvík og á Lýsuhóli. Á Lýsuhóli er einnig rekið leikskólasel. „Það má einnig nefna átthagafræðina sem sér- stöðu, en hún er sérstök námsgrein í námskrá skólans þar sem lögð er áhersla á fræðslu um nærumhverfið, náttúru og sögu Snæfellsbæjar.“ Grunnskóli Snæfellsbæjar er um- hverfisvænn skóli og hafa allar starfs- stöðvar skólans fengið Grænfánann sem er tákn um árangursríka fræðslu í umhverfismálum og markvissa um- hverfisstefnu. Skólinn vinnur eft- ir Olweusaráætluninni gegn einelti. „Átthagafræðin er ein af meginstoð- um skólans þar sem nemendur læra frá 1. bekk að þekkja nærumhverfi sitt og sögu þess. Skólinn tekur líka þátt í verkefninu Heilsueflandi grunnskóli,“ útskýrir Hilmar Már. Hann segir að áherslan þetta skóla- ár verði á læsi og upplýsingatækni en skólinn hlaut veglegan styrk úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla. „Markmið endurmenntunar er að efla alla kennara í að nýta sér upp- lýsingatæknina í sínu daglega starfi, jafnframt var ráðinn verkefnastjóri í upplýsingatækni. Mótuð verður læs- isstefna fyrir skólann og unnið verð- ur eftir henni á markvissan hátt.“ grþ Grunnskóli Snæfellsbæjar Átthagafræðin ein af meginstoðum skólans Nemendur Grunnskóla Snæfellsbæjar í átthagafræðiferð. Sólmyrkvi skoðaður í mars síðastliðnum. Brekkubæjarskóli keppti í úrslitum í Skólahreysti síðasta vor. SKÓLABLAÐ SKESSUHORNS

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.