Skessuhorn


Skessuhorn - 19.08.2015, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 19.08.2015, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 20158 Fiskafli í júlí jókst á milli ára LANDIÐ: Heildarafli íslenskra fiskiskipa var tæplega 95 þús- und tonn í júlí 2015, sem er rúm- lega 3.500 tonnum meira en í júlí í fyrra. Heildarlöndun á botn- fiski jókst um 8,9% samanbor- ið við júlí 2014. Flatfiskafli jókst um rúm 1.500 tonn og er það mest vegna aukins grálúðuafla, en hann meira en tvöfaldaðist frá júlí 2014. Uppsjávarafli var svip- aður og í sama mánuði fyrir ári. Humarafli var 18% minni en í júlí 2014 en rækjuafli jókst um 22%. Metið á föstu verði minnk- aði aflinn í júlí 2015 um 4,2% miðað við júlí 2014. Á síðustu 12 mánuðum hefur heildarafla- magn aukist um tæpt 251 þúsund tonn, sem er 23,3% meira magn en á sama tímabili árið áður. Mest aukning varð í löndun á uppsjáv- arafla, sem var rúmum 274 þús- und tonnum meiri á tímabilinu ágúst 2014 - júlí 2015 en á fyrra 12 mánaða tímabili. –mm Sveitamarkaður í Nesi BORGARFJ: Framfarafé- lag Borgarfjarðar heldur þriðja sveitamarkað sinn í sumar í gömlu hlöðunni í Nesi í Reykholtsdal næstkomandi laugardag klukkan 13 til 17. Fjölbreytni verðu mik- il af söluvarningi; handverk og matvara úr héraði svo fátt eitt sé nefnt. Þá mun ungmennafélagið standa fyrir kaffisölu. –mm Aflatölur fyrir Vesturland 8. -14. ágúst Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 11 bátar. Heildarlöndun: 30.850 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 8.876 kg í þremur löndunum. Arnarstapi 12 bátar. Heildarlöndun: 174.334 kg. Mestur afli: Emilía AK: 5.962 kg í tveimur löndunum. Grundarfjörður 22 bátar. Heildarlöndun: 705.968 kg. Mestur afli: Vilhelm Þorsteins- son EA: 326.825 kg í einni lönd- un. Ólafsvík 39 bátar. Heildarlöndun: 174.335 kg. Mestur afli: Dögg SU: 27.162 kg í fjórum löndunum. Rif 34 bátar. Heildarlöndun: 104.005 kg. Mestur afli: Særif SH: 15.838 kg í fimm löndunum. Stykkishólmur 17 bátar. Heildarlöndun: 16.424 kg. Mestur afli: Blíða SH: 7.130 kg í fimm löndunum. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Vilhelm Þorsteinsson EA – GRU: 326.825 kg. 13. ágúst. 2. Ljósafell SU – GRU: 90.760 kg. 9. ágúst. 3. Hringur SH – GRU: 64.634 kg. 12. ágúst. 4. Frosti ÞH – GRU: 61.136 kg. 12. ágúst. 5. Ljósafell SU – GRU: 55.101 kg. 13. ágúst. grþ MEIRA EN 2000 VÖRUTEGUNDIR MEÐ ÓTRÚLEGUM AFSLÆTTI ALLT AÐ 75% AFSLÁTTURHÁFAR BÍLTÆKI HEYRNARTÓL DVD SPILARAR MP3 SPILARAR MAGNARARHLJÓMBORÐ ÚTVÖRP BÍLMAGNARAR BÍLHÁTALARARHÁTALARAR FERÐATÆKI REIKNIVÉLAR ÞRÁÐLAUSIR SÍMAR KAFFIVÉLAR STRAUJÁRN ELDAVÉLAR UPPÞVOTTAVÉLARHRÆRIVÉLAR ÖRBYLGJUOFNAR ÞVOTTAVÉLARFRYSTIKISTUR ÞURRKARAR HELLUBORÐ OFNAR MYNDAVÉLAR SJÓNVÖRP SAMLOKUGRILL BLANDARAR ÍSSKÁPAR RYKSUGUR VÖFFLUJÁRN RAKVÉLAR TAKMARKAÐ MAGN Fyrstur kemur – fyrstur fær! Sjá allt úrvalið á ht.is ÞJÓÐBRAUT 1 • AKRANESI • SÍMI 431 3333 Árleg kaffisala sumarbúða KFUM og KFUK verður í Ölveri við Hafnarfjall næstkomandi sunnu- dag, 23. ágúst frá klukkan 14-17. Að sögn Axels Gústafssonar hef- ur starfið gengið mjög vel í sum- ar. „Aðsókn var mjög góð og allt gekk vel. KFUM og KFUK rek- ur fimm sumarbúðir og var rúm- lega 93% nýting í Ölver og erum við mjög ánægð með það. Margar stúlkur koma í búðirnar ár eftir ár, en þær eru á aldrinum 6 til 14 ára. Dæmi eru um að stúlkur hafi verið hjá okkur allt að tíu sumur í röð í dvöl og enda jafnvel sem foringjar. Fjórða sumarið í röð dvaldi stráka- hópur í sumarbúðunum og nú bar svo við að metaðsókn var í drengja- hópinn, 28 drengir voru um síðustu helgi,“ að sögn Axels. Sumarbúðastarf hófst í Ölveri fyrir 63 árum en 12 fyrstu árin var það í Skátafelli undir Akrafjalli. Á þessu ári eru því 75 ár frá upphafi starfsins. „Allir eru hjartanlega vel- komnir í kaffisöluna og hvattir til að mæta, gera sér glaðan dag í fal- legu umhverfi Ölvers, gæða sér á ljúffengum veitingum og styðja við sumarbúðirnar um leið,“ segir Axel Gústafsson. mm Kaffisala verður í Ölveri á sunnudaginn Axel Gústafsson er hér að föndra með drengjunum um síðustu helgi. Glaðlegar stúlkur í sumar í Ölveri. Strandveiðum ársins er nú lok- ið á öllum svæðum nema á svæði A frá Höfn, vestur um, til og með Borgarbyggð. Veiðarnar gengu vel í sumar. Þessi mynd var tekin fyrr í sumar og sýnir Alfons Finnsson sjómann og fréttaritara Skessu- horns koma úr túr. Ljósm. mþh Fonsi búinn á strandveiðum Smábáturinn Laxi RE var á hand- færaveiðum út af víkinni í Ólafs- vík síðstliðinn miðvikudag þeg- ar hann varð vélarvana. Sæfinn- ur SH, sem einnig var á handfær- um og var á landleið, var næstur honum og kom Laxa til aðstoð- ar og tók í tog. Gekk ferðin í land vel þótt seint gengi þar sem ekki var hægt að sigla hratt vegna veð- urs. Mjög hvöss sunnanátt var út af víkinni en mun skaplegra veður þegar nær dró landi. þa Smábátur varð vélarvana

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.