Skessuhorn


Skessuhorn - 19.08.2015, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 19.08.2015, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 201530 Miklar breytingar eru framund- an í lífi fjölskyldunnar sem fram til þessa hefur búið að Látrum við Ísafjarðardjúp. Þar hafa hjón- in Sigmundur Sigmundsson og Jó- hanna Karlsdóttir búið með kýr en ætla nú að færa sig um set, flytja bústofn, vélar og tæki og koma sér fyrir á samliggjandi jörðunum Mið Görðum og Syðstu Görðum í Kol- beinsstaðarhreppi, sem nú tilheyr- ir sveitarfélaginu Borgarbyggð. En þau standa ekki ein í þessu því tvö barna þeirra; Jóhanna María og Jón, koma með þeim í bú- reksturinn á nýjum slóðum. Jó- hanna María er búfræðimenntuð en hún er jafnframt fjórði þing- maður Framsóknarflokks í Norð- vesturkjördæmi. Tók óvænt sæti á þingi í kjölfar mikillar fylgi- saukningar flokksins í kosningun- um vorið 2013. Varð hún um leið yngsti þingmaður Íslandssögunn- ar; 21 árs þegar þetta var, en átti tvo mánuði eftir í 22 árin. Um leið sló Jóhanna María nær átta áratuga gamalt met Gunnars Thoroddsen frá árinu 1934, en hann var 23 ára og 177 daga gamall þegar hann fór fyrst á þing. Jóhanna nam búfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og hafði m.a. starfað innan Búnaðarsamtaka Vestfjarða og verið um tíma formaður Sam- taka ungra bænda. Þannig hafi hún fengið nasaþefinn af félagsmála- störfum. Þingstörfin hafa engu að síður komið henni talsvert á óvart. Ekki síst hversu orðljótir og óvægnir þingmenn geta orðið í garð hvers annars í hita leiksins í þingsal. Blaðamaður Skessuhorns heimsótti Jóhönnu Maríu að Mið Görðum í síðustu viku, en fjöl- skyldan hefur síðan um verslunar- mannahelgi tekið til hendinni við ýmsar endurbætur og undirbúið flutninga á nýjar slóðir. Taka á leigu til að byrja með „Já, það eru aldeilis að verða breyt- ingar hjá okkur í Látra fjölskyld- unni. Í stað þess að horfa á Dranga- jökul handan fjarðarins norður í djúpi, þá horfum við nú á Eldborg- ina hér út um stofugluggann. Þess- ar breytingar hafa átt afar skamm- an aðdraganda, en það var rétt fyr- ir verslunarmannahelgi sem gerð- ur var samningur við Arion banka um leigu á jörðunum Mið Görð- um og Syðstu Görðum en bankinn hafði þá fengið þær báðar í sína forsjá. Jarðirnar í sitthvoru lagi voru ekki góðar rekstrareining- ar til búskapar og því var jákvætt að bankinn stuðlaði að sameiningu þeirra. Við tökum jarðirnar á leigu saman; ég, Jón bróðir minn og for- eldrar okkar. Jón er kominn með konu og tvö börn og þau verða til húsa að Syðstu Görðum en ég og foreldrar okkar verðum hér í hús- inu á Mið Görðum. Við tökum þetta á kaupleigu af bankanum til að byrja með en samningur okkar við bankann hljóðar upp á forgang til kaupa þegar og ef til þess kem- ur,“ segir Jóhanna María. Frá því ákvörðun var tekin hefur fjölskyld- an lagt nótt við dag við smíðar, breytingar, þrif og málun á Garða- bæjunum. „Það hefur mikil gleði einkennt síðustu daga. Við eigum yndislega fjölskyldu og ómetan- lega vini sem hafa aldeilis hjálpað okkur við að gera og græja ýmis- legt hérna,“ segir Jóhanna María. Hún segir að kýrnar verði í haust fluttar í fjósið á Mið Görðum en geldneyti og hross fari í útihúsin á Syðstu Görðum. Hún segir að væntanlegir nágrannar þeirra hafi lagt þeim ómetanlegt lið, túnin hafi þeir heyjað fyrir þau á fjórum dögum meðan þau sjálf heyjuðu vestur í Djúpi. Jóhanna María seg- ir að vonandi geti þau launað þess- um frábæru nágrönnum greiðann síðar. Reyndar hafi hún nú þeg- ar náð að grípa í að aðstoða í fjósi hjá einum þeirra. Túnin hafi gefið þokkaleg hey jafnvel þótt þau hafi ekki verið áborin í vor. Hætta meðan mjólkin flokkast enn vel Þau Jóhanna og Jón bróðir henn- ar hafa bæði mikinn áhuga á land- búnaði og hún aflaði sér búfræði- menntunar á Hvanneyri. Jóhanna María segir að í þeim báðum blundi að gerast bændur. Því sé til- hlökkun sem fylgi þessum breyt- ingum í lífi þeirra. „Reyndar var ég meðvituð um það þegar ég skráði mig til náms á Hvanneyri að það yrði ekki endilega til að ég tæki við búskap vestur í Djúpi. Rekstur kúabús er mun erfiðari við aðstæð- ur eins og þar eru. Á Látrum er til dæmis nauðsynlegt að heyja tún á mörgum jörðum og þá sé ýmislegt fleira erfiðara við búrekstur á af- skekktum svæðum landsins. Bara aðfangakaup svo dæmi séu tekin. Hér í Kolbeinsstaðarhreppnum er nánast hægt að skreppa til Reykja- víkur eða í Borgarnes ef eitthvað vantar en fyrir vestan þarf að bíða lengur og flutningskostnaður er mikið meiri. Þá er tíðin óneitan- lega nokkuð erfiðari en á sunnan- verðu Snæfellsnesi.“ Jóhanna segir að fjósið á Látrum sé gamalt og uppfylli ekki kröf- ur sem gerðar eru til slíkra mann- virkja í dag. „Hann faðir minn er fæddur og uppalin að Látrum. Fæddist meira að segja í litlum kofa í heimatúninu, sem byggður hafði verið yfir fjölskylduna eftir að íbúðarhúsið brann. Pabbi hefur starfað við eitt og annað með bú- rekstrinum og sá vel hvert stefndi með framtíð reksturs kúabús við Ísafjarðardjúp. Mér fannst hann orða þetta ágætlega þegar hann sagðist vilja heiðra minningu for- eldra sinna með því að hætta fram- leiðslu mjólkur í fjósinu á Látrum meðan mjólkin væri enn að flokk- ast í fyrsta flokk.“ Jóhanna María segir að engu að síður sé það dap- urlegt að um leið leggist af síðasta kúabúið við Ísafjarðardjúp. Tím- arnir breytist, fólkið hafi elst en vonandi fylgi slíkum breytingum tækifæri á öðrum sviðum. Auka ræktun Á Mið Görðum er þokkalegt fjós með mjaltabás og er byrjað að lag- færa innréttingar. Síðar er stefnt á að breyta því í lausagöngufjós fyrir allt að 48 kýr. Geldneyti og kálfar verða í öðrum byggingum á Syðstu Görðum. Þá segir Jóhanna María ágæta möguleika til að stækka tún og afla meiri heyja á jörðinni. Á jörðunum tveimur séu nú um 80 ha túna og auðvelt að bæta við þá ræktun. „Ætli við ræktum ekki allavega tíu hektara næsta vor, ég reikna með því. Jarðirnar saman eru eitthvað yfir 400 ha þannig að þetta verður vonandi ágætt,“ seg- ir hún. Lærir af hrossunum Jóhanna kveðst hlakka til að byrja aftur í hestamennsku en að því stefni hún ákveðið. „Ég lenti reyndar í slæmri biltu á hrossi fyr- ir nokkrum árum. Hrossið hljóp með mig og náði að auki að stíga ofan á mig þegar ég datt. Kannski var svolítill beygur í mér eftir það. Hrossin eru hins vegar vinir mín- ir og ég var farin að sakna þess að komast ekki á bak. Eftir er að sónarskoða hryssurnar en von- andi kasta þær fjórum folöldum næsta sumar. Hrossin eru yndis- leg og mér finnst ég læra eitthvað nýtt af þeim í hvert skipti sem ég umgengst þau. Ekki ósvipað og á þingi, þar sem maður er alltaf að læra.“ Lifa ekki af hugsjóninni einni saman Jóhanna María segir að starf bænda hér á landi sé mikið hugsjónastarf og að kjör þeirra þurfi að batna. „Við þurfum að gera allt sem hægt er til að bæta afkomu bænda. Það lifir enginn til lengdar á hugsjón- inni einni saman. Sauðfjárbóndi með 500 kindur er til dæmis ekki að hafa nægjanlegar tekjur til að byggja upp, reka bú og borga sér mannsæmandi laun. Þessu verð- um við að breyta. Mér finnst bænd- ur ekki hafa verið nógu dugleg- ir í réttinda- og hagsmunabaráttu sinni og það þurfa fleiri að láta í sér heyra. Þessu kynntist ég vel þann tíma sem ég var í stjórn Samtaka ungra bænda. Það á að hlusta meira á raddir unga fólksins sem á eftir að taka við búrekstri. Til dæmis þyrfti víða að stuðla að ættliðaskiptum fyrr en gert er. Þá er algjört lykilat- riði að afurðaverð hækki og bænd- ur fái meira fyrir sinn hlut. Mér finnst stjórn Landssambands sauð- fjárbænda hafa gert vel í því að ráða fjölmiðlamann í starf framkvæmda- stjóra samtakanna. Það er einmitt eitt það mikilvægasta sem þarf að gera að auka fræðslu til almennings í landinu um kaup og kjör bænda til að sátt ríki um að kjötið kosti það sem það þarf að kosta. Þá verð- um við einnig að bæta það hlut- Jóhanna María Sigmundsdóttir flytur ásamt fjölskyldu sinni í Kolbeinsstaðarhreppinn Hefja rekstur kúabús á sameinuðum jörðum Jóhanna María Sigmundsdóttir bóndi á Mið Görðum með Eldborgina í baksýn. Horft heim að Syðstu Görðum og Mið Görðum í Kolbeinsstarðarhreppi þar sem nýir ábúendur taka nú við búsforráðum. Í ræðustól á þingi Norðurlandaráðs. Ljósm. Magnus Fröderberg/norden.org.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.