Skessuhorn


Skessuhorn - 19.08.2015, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 19.08.2015, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 2015 25 SKÓLABLAÐ SKESSUHORNS Símenntunarmiðstöð Vesturlands býður upp á fjölbreytt nám fyrir fullorðið fólk og alltaf er verið að bæta við möguleikum fyrir náms- menn. Símenntunarmiðstöðin hef- ur það markmið að hækka mennta- stig og stuðla að bættum búsetu- skilyrðum á Vesturlandi með því að hvetja til símenntunar í samvinnu við atvinnulíf og íbúa svæðisins. Að sögn Ingu Dóru Halldórsdótt- ur, framkvæmdarstjóra Símennt- unarmiðstöðvarinnar á Vestur- landi, verður fjölbreytt námsfram- boð fyrir komandi skólaár. „Við hjá Símenntunarmiðstöðinni erum full bjartsýni fyrir næsta skólaár og við viljum hvetja fólk til að ná sér í aukna þekkingu til að auka hæfni sína,“ segir Inga Dóra. Menntastoðir undirbúa fólk fyrir frekara nám Fyrir þá sem hyggjast hefja nám að nýju eftir hlé eru Menntastoð- ir mjög sniðugur stökkpallur því þar lærir fólk að læra sem er mjög gott eftir hlé frá námi. „Líkt og síðustu ár munum við bjóða upp á Menntastoðir í dreifnámi. Það nám og fyrirkomulag hefur gefist mjög vel. Það nám er kennt á tveim- ur önnum og er metið til eininga í frumgreinadeildir og háskóla- brýr og einnig er námið metið til eininga í framhaldsskólum,“ seg- ir Inga Dóra. „Við munum einn- ig bjóða upp fleiri námsleiðir nú á vorönn sem eru metnar til eininga á framhaldsskólastigi, svo sem nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum, landnemaskóla og opnar smiðjur,“ bætir Inga Dóra við. Raunfærnimat hvetur fólk til frekara náms Síðustu ár hefur Símenntunar- miðstöðin boðið upp á raunfærni- mat fyrir fólk sem hefur reynslu í ákveðnu starfi en vantar mennt- unina og vill bæta henni við sig og fá starfsreynsluna metna til ein- inga. Raunfærnimat er fyrir nem- endur sem hafa náð 23 ára aldri og eru með fimm ára starfsreynslu. „Á hverju ári sækjum við um fjármagn til Fræðslusjóðs í raunfærnimat og fyrir árið 2015 fengum við úthlut- að fjármagni til að bjóða upp á raun- færnimat m.a. í skrifstofugreinum. Tilgangurinn með raunfærnimatinu er að gefa út staðfestingu sem ein- staklingur getur m.a. notað til að sýna fram á reynslu og færni í starfi sem metið er m.a. til styttingar á námi á skrifstofubraut,“ segir Inga Dóra. „Síðustu mánuði höfum við verið með 34 einstaklinga í raun- færnimati í þjónstugreinum, þ.e. leikskólaliða, félagsliða og stuðn- ingsfulltrúa. Þátttakendur í raun- færnimatinu komu af öllu Vestur- landi og fjórir komu frá Vestfjörð- um. Við fengum fjármagn í þetta verkefni í gegnum tilraunaverkefnið Menntun núna! Það er gaman að sjá hversu mikla hvatningu þátttakend- ur fá í gegnum raunfærnimatið til frekara náms, enda er það jú megin- tilgangurinn,“ bætir Inga Dóra við. Færri komast að en vilja í Stóriðjuskólann Frá árinu 2012 hefur Símenntun- armiðstöð Vesturlands rekið Stór- iðjuskólann í Norðuráli og hefur aðsókn alltaf verið mjög góð. „Það er mikill áhugi á Stóriðjuskólanum innan Norðuráls og síðast þegar það var opnað fyrir umsóknir voru mun fleiri sem vildu komast að en gátu,“ segir Inga Dóra og bætir við að nú þegar hafa tveir hópar lok- ið grunnnámi og einn hópur lokið framhaldsnámi við skólann. „Alls höfum við útskrifað 47 einstaklinga úr grunnnáminu og 18 úr fram- haldsnáminu og átta einstaklingar hafa klárað bæði grunn- og fram- haldsnám. Núna eru 15 starfsmenn Norðuráls í grunnnámi og 18 í framhaldsnáminu. Stóriðjuskólinn er búinn að sanna sig og kominn til að vera.“ Tæknistoðir, alveg nýtt af nálinni Símenntunarmiðstöðin tók þátt í þróunarverkefni um hækkun menntunarstigs í Norðvesturkjör- dæmi árið 2014 og fékk úthlutað fjármagni í gegnum það til að þróa og kenna svokallaðar tæknistoð- ir. „Þetta nám er algjörlega nýtt af nálinni, en við erum með þessu að bjóða upp á nýjung í átt að lög- giltum starfsréttindum. Þetta nám er ætlað þeim sem hafa reynslu úr atvinnulífinu og eru a.m.k. 23 ára og hafa hug á að ná sér í löggild starfstengd réttindi í bíl-, málm- og byggingatæknigreinum. Hér kenn- um við bóklegar greinar í dreif- inámi á tveimur önnum, en með þeim hætti kennum við stærstan hlutann af náminu í gegn um Inter- netið. Svo koma nemendur í stað- lotur og hitta kennarana og sam- nemendur, hvetja hvert annað og kynnast betur,“ segir Inga Dóra. „Verulegur skortur er á iðnaðar- mönnum og hér erum við að gera tilraun til að ná til þeirra sem hafa mikla og góða starfsreynslu og vilja ná sér í réttindi. Það er okkur hjá Símenntunarmiðstöðinni mik- ið kappsmál að vel takist til, þann- ig að aðrar símenntunarmiðstöðvar geti fylgt í kjölfarið og boðið upp á þetta nám á sínu svæði,“ bætir Inga Dóra við. Mikill vöxtur í starfseminni Mikill vöxtur hefur verið í starf- semi Símenntunarmiðstöðvarinn- ar og alltaf er verið að bæta við námsframboð og þjónustu. Eitt af því er markþjálfun sem er ný þjón- usta hjá miðstöðinni. „Við erum með markþjálfa innan okkar raða og það er mjög gaman að geta boð- ið upp á þessa þjónustu. Það hef- ur færst í vöxt að íslensk fyrirtæki leiti aðstoðar faglærðra markþjálfa þegar kemur að þjálfun stjórn- enda og starfsþróun starfsmanna. Með því að beita aðferðum mark- þjálfunar má laða fram það besta í viðkomandi einstaklingi og teym- um innan fyrirtækja og stofnana. Þannig er stuðlað að auknum ár- angri og meiri starfsánægju,“ segir Inga Dóra. Náms- og starfsráðgjöf hef- ur verið hluti af þeirri þjónustu sem boðið er upp á og hefur það gefist mjög vel. Einnig hefur Sí- menntunarmiðstöðin tekið þátt í innlendum og erlendum þróun- arverkefnum og stendur til núna í september að þangað komi gest- ir frá Þýskalandi, Lettlandi, Spáni og Rúmeníu þar sem verið er að þróa áfram verkefni um svokall- aðar frumkvöðlasmiðjur, sem boð- ið var upp á fyrir atvinnuleitendur á árunum 2012-2013. Einnig fór Símenntunarmiðstöðin í samstarf við Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Austurbrú og fékk úthlutað Eras- mus+ styrk. Ætlunin er að fara í tvær ferðir, til Svíþjóðar nú í nóvember og til Írlands í vor, til að kynnast fullorðinsfræðslu fólks með fötlun í öðrum löndum. „Við hjá Símenntun hlökkum til áfram- haldandi samstarfs við íbúa á Vest- urlandi,“ segir Inga Dóra að lok- um. arg Nýjar námsleiðir í boði til símenntunar á Vesturlandi Símenntunarmiðstöð Vesturlands Leik og grunnskóli Hvalfjarð- arsveitar er sameinaður leik- og grunnskóli með tvær starfsstöðvar. Leikskólinn Skýjaborg er staðsett- ur í Melahverfi og grunnskólinn Heiðarskóli er við Leirá. Leik- og grunnskóli voru sameinaðir haust- ið 2011. Skólastjóri er Jón Rún- ar Hilmarsson, sviðsstjóri í Skýja- borg er Þórdís Þórisdóttir og í Heiðarskóla er Sigríður Lára Guð- mundsdóttir sviðsstjóri. Skýjaborg var opnuð eftir sumarleyfi 5. ágúst síðastliðinn en Heiðarskóli verð- ur settur næstkomandi föstudag. Á mánudag hefst skólaakstur og kennsla samkvæmt stundaskrá. Lítil starfsmannavelta Í leik- og grunnskóla Hvalfjarð- arsveitar eru tæplega 130 börn. 90 nemendur eru skráðir í grunn- skólann Heiðarskóla og tæplega 40 börn eru í leikskólanum Skýja- borg. „Þetta er mjög svipaður nem- endafjöldi og var í fyrra. Í vor út- skrifuðum við átta nemendur úr 10. bekk og einmitt átta nemend- ur eru skráðir hjá okkur í 1. bekk í haust,“ segir Sigríður Lára í sam- tali við Skessuhorn. Alls starfa 36 í skólanum, þar af eru 25 starfsmenn í Heiðarskóla. Sigríður segir engar nýráðningar í Heiðarskóla vera í ár. „Einn kennari í hlutastarfi hætti í sumar og einn almennur starfsmað- ur sem einnig var í hlutastarfi. Það er eitthvað um að fólk sé að fara í og koma úr fæðingarorlofi í vetur en annars er lítið um starfsmannaveltu í Heiðarskóla.“ Þrír nýir starfsmenn hefja störf í Skýjaborg nú í haust og koma þeir inn vegna veikinda, fæð- ingarorlofs og í stað starfsmanns sem hætti við sumarleyfi. Innleiða teymiskennslu Helstu áherslur í Heiðarskóla snúa að útinámi og umhverfismennt en skólinn er grænfánaskóli. Unnið er út frá nýrri skólanámskrá sem unnið hefur verið að undanfarin ár. „Gildi skólans eru vellíðan, virðing, metn- aður og samvinna og þau eru eins og rauður þráður í öllu skólastarf- inu. Við leggjum einnig áherslu á spjaldtölvunotkun í námi barna, einstaklingsmiðað nám og komið er til móts við þarfir barna,“ seg- ir Sigríður Lára. Aðspurð um nýj- ungar í skólastarfinu segir hún að í haust verði farið í teymiskennslu í Heiðarskóla. „Tveir til þrír kennar- ar verða með umsjón í þremur ár- göngum, 2. - 4. bekk, 5. - 7. bekk og 8. - 10. bekk. Nemendur í 1. bekk verða að einhverju leyti sér en einn- ig ýmist í samvinnu við elsta árgang leikskólans eða nemendur í 2. - 4. bekk.“ Í teymiskennslu bera kenn- ararnir sameiginlega ábyrgð á námi og velferð nemenda. „Með teym- iskennslunni bindum við vonir um að auka gæði skólastarfsins, auka samvinnu kennara og möguleika barnanna til að ná sínum markmið- um,“ bætir Sigríður Lára við. Skýjaborg tekur aftur á móti þátt í verkefninu Birtuskólar. „Verkefnið er samstarf leikskóla sem vinna með yoga í lífsleikninámi barna. Þá er leiksólinn þátttakandi í Nordplus verkefni þar sem unnið er í útinámi og hreyfingu barna með lífsgildi og hugmyndafræði Bangsímon að leið- arljósi. Verkefnið er samstarfsverk- efni í fimm löndum og það hófst í september í fyrra og lýkur næsta sumar.“ Skólinn vel tækjum búinn Sigríður Lára segir töluvert sam- starf milli leik- og grunnskólasviðs og að farið sé í sameiginleg verk- efni. Þetta skapi skólanum sér- stöðu. Leikskólalæsi/byrjendalæsi er þróunarverkefni sem skólinn er að innleiða um þessar mundir. „Nemendur í 1. bekk og elsti ár- gangur leikskólans hittast reglu- lega yfir veturinn, ýmist í Heiðar- skóla eða Skýjaborg. Við bjóðum einnig upp á leikskólaval í ung- lingadeildinni þar sem unglingarn- ir fræðast um leikskólastarfið og fá einnig tækifæri til að starfa undir handleiðslu leikskólakennara með leikskólabörnum,“ útskýrir hún. Þá nefnir hún einnig umhverf- ismennt og tengsl við náttúruna sem sérstöðu skólans. „Umhverf- ið er óspart nýtt í útinámi og vett- vangsferðum. Svo er það fámenn- ið, hér þekkja allir alla.“ Að síðustu nefnir hún að skólinn sé vel tækj- um búinn. „Til að mynda hafa all- ir starfsmenn Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar iPad spjaldtölvu til afnota í starfi sínu, allir nem- endur grunnskólans líka og iPad er einnig nýttur í leikskólanum.“ grþ Umhverfið nýtt í náminu Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar Rauði hópurinn á „survivor deginum“ sem haldinn er á hverju vori í Heiðarskóla. Dagurinn er hluti af grænfánavinnu skólans. Þá fer skólahald fram í Álfholtsskógi og nemendum er skipt í aldursblandaða hópa og leysa alls kyns verkefni í skóg- inum. Ljósm. Helena Bergström. Hjóladagur í Skýjaborg. Inga Dóra Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Símenntunarmið- stöðvar Vesturlands. Mynd úr starfi Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.