Skessuhorn - 19.08.2015, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 201510
Sveitamarkaður
Í gömlu hlöðunni í Nesi, Reykholtsdal
Kaffisala á vegum ungmennafélagsins
Handverk & matvara úr héraði
Farmers Market in the Old Barn in Nes,
Reykholtsdalur. Local Produce.
LAUGARDAGINN
22.08.2015
SATURDAY
KL 13-17
„Rarik keyrði af stað í fyrradag,
þetta er í raun og veru bara byrj-
að. Nú er um það bil mánuður í að
hægt verði að tengja þá fyrstu inn á
kerfið,“ sagði Eggert Kjartansson,
oddviti í Eyja- og Miklaholtshreppi,
með bros á vör þegar blaðamaður
Skessuhorns heimsótti hann síðast-
liðinn föstudag. Tilefni heimsókn-
arinnar er ljósleiðaravæðing Eyja-
og Miklaholtshrepps, en í janúar lét
hreppsnefnd frumhanna fyrir sig
ljósleiðarakerfi um sveitafélagið. Á
vormánuðum bauð Rarik út fram-
kvæmdir vegna lagningar þriggja
fasa rafmagns ásamt möguleika á
ljósleiðarastreng í hluta af sveitarfé-
laginu. Snemma í júní lá fyrir hver
kostnaður við ljósleiðarann væri og
í sumar unnu hreppsnefndarmenn
að því að fá fjarskiptafyrirtæki til
samstarfs við sveitafélagið vegna
lagningar strengsins. Sú vinna bar
hins vegar ekki árangur. „Eftir að
hafa verið í samskiptum við Mílu
lá fyrir að við myndum gera þetta
sjálf,“ segir Eggert. Hann tekur þó
fram að í þeim samskiptum hafi all-
ir komið hreint fram frá byrjun.
„Þetta er einkafyrirtæki sem er ráð-
andi á þessum markaði. Öll skref
sem þeir stíga eru fordæmisgefandi.
Ég skil þeirra sjónarmið mjög vel,“
bætir hann við.
Niðurstaðan varð því sú að sveit-
arfélagið mun standa að ljósleið-
aravæðingu Eyja- og Miklaholts-
hrepps. Framkvæmdin og síðar
rekstur ljósleiðarans verður því al-
farið á vegum sveitarfélagsins og
á kennitölu þess. „Hreppsnefnd
og ég erum reyndar þeirrar skoð-
unar að fjarskiptafyrirtæki eigi að
gera þetta. Sveitarfélög eiga ekki að
standa í þessu. Aftur á móti eru að-
stæður þannig að við verðum bara
að gera þetta sjálf. Hreppsnefnd er
einhuga í þessu máli, sem er mjög
jákvætt,“ segir Eggert.
Vonast til að verkinu
ljúki um áramótin
Málið var kynnt sveitungum á íbúa-
fundi síðastliðinn fimmtudag og að
Ljósleiðari verður lagður um Eyja- og Miklaholtshrepp
sögn Eggerts fengu hugmyndirn-
ar góðar viðtökur. „Ekki var ann-
að að heyra en að íbúar væru al-
mennt ánægðir með þetta. Það
skiptir miklu máli að allir séu já-
kvæðir og það er gott að vita til þess
að hreppsnefnd er ekki ein í þessu
heldur taka allir þátt. Íbúar hafa
komið að máli við okkur og boðið
fram aðstoð sína,“ segir hann. „Það
er virkilega ánægjulegt.“
Vonir standa til að verkinu megi
ljúka fyrir áramót en þó sé ekki víst
að það takist. „Ef það tekst ekki þá
klárum við þetta bara í vor og fólk
veit af því. Mikil vinna verður við
þetta á framkvæmdatímanum en
svo er þetta bara komið til að vera.
Hvort verkinu lýkur um áramótin
eða í vor skiptir kannski ekki öllu
máli. Það sem skiptir máli er að
hafa eytt óvissunni um það hvort
ljósleiðarinn komi,“ segir hann.
Markmiðið að íbúar fái
góða tengingu
Kostnaður við framkvæmdina er
um 60 milljónir króna og þegar
blaðamaður spyr hve langan tíma
taki fyrir ljósleiðarinn að borga sig
upp dregur Eggert fram vasareikn-
inn: „Þetta borgar sig upp á 25
árum,“ segir hann. „Það er enginn
rekstrarkostnaður af svona streng.
Hann er grafinn niður í jörðina og
svo þarf ekkert að líta á hann fyrr
en eftir 50 ár. Það er ekki nema ein-
hver grafi hann bara í sundur. Þá
borgar viðkomandi bara viðgerð-
ina.“
Að sögn Eggerts mun fjárfest-
ingin ekki hafa nein áhrif á ann-
an rekstur sveitarfélagsins, það sé
nægilega stöndugt og vel í stakk
búið til að standa straum af kostnaði
við framkvæmdina. „Framkvæmdin
verður tekin af handbæru fé sveit-
arfélagsins. Peningum sveitafélags-
ins er í þessu tilfelli skipt út fyrir
eign sem síðar er hægt að leigja eða
selja. Betri vexti en frábæra ljósleið-
aratengingu fyrir íbúa verður vart
hægt að fá í banka,“ segir Eggert.
En á hann von á því að ljósleið-
arinn og rekstur hans verði seldur
í framtíðinni? „Ég ímynda mér að
þetta verði selt í framtíðinni. Eins
og ég sagði áðan þá finnst mér að
sveitarfélög eigi ekki að standa í
svona rekstri. Aftur á móti verð-
ur það ákvörðun sem verður tekin
á þeim tíma, þegar þar að kemur,“
segir hann og bætir því við að einn-
ig sé möguleiki að leigja streng-
inn síðar meir. „Markmiðið er ekki
endilega að græða á þessu held-
ur að íbúar fái góða tengingu. Hér
er ekki tjaldað til einnar nætur og
þess vegna var ákveðið að leggja
144 leiðara ljósleiðara, hraðbraut í
gegnum svæðið. Það verður gríðar-
legur munur fyrir samfélagið að fá
alvöru tengingu, 100/100mb sem
getur farið í eitt gígabæt eftir ein-
hvern tíma. Ef fleiri vilja svo tengja
sig inn á kerfið í framtíðinni geta
þeir gert það, en þá þurfa þeir að
semja við okkur,“ segir Eggert.
Internetið er partur
af lífi fólks
„Ég hefði viljað að við losnuðum
við að gera þetta sjálf, að fara út í
þennan fjarskiptageira, því eins og
ég sagði áðan er þetta ekki það sem
mér finnst að sveitarfélög eigi að
gera. En þörfin knýr okkur til þess.
Það er ekki hægt að standa í því að
vera í limbói með netsamband,“
segir Eggert og minnist þess þeg-
ar netið datt út síðastliðinn vetur
og ekkert samband var í Eyja- og
Miklaholtshreppi í heila viku. „Int-
ernetið er orðið hluti af daglegu lífi
fólks,“ bætir hann við og segir að
sífellt fleiri hlutir séu gerðir gegn-
um internetið. Hann nefnir bók-
anir ferðaþjónustuaðila og ýmsar
skráningar bænda sem dæmi. Einn-
ig verður sjónvarpið, sem nú er
stafrænt, tekið í gegnum ljósleiðara
þegar þar að kemur.
Enn fremur nefnir Eggert að
þörfin fyrir bætt netsamband og
fjarskipti sé til staðar víðast hvar á
landsbyggðinni. Hann kveðst hafa
heyrt fimm milljarða nefnda sem
heildarkostnað við ljósleiðaravæð-
ingu alls landsins. Það séu lágar
tölur samanborið við margar aðr-
ar framkvæmdir sem séu í gangi og
fjárfesting sem myndi koma lands-
mönnum öllum til góða. „Ljós-
leiðaravæðing á landsbyggðinni
snýst ekki bara um beljur og kind-
ur,“ segir hann. „Ferðafólk vill gott
netsamband, bæði innlendir og er-
lendir ferðamenn. Auk þess er fullt
af fólki sem vill búa í sveit án þess
að vera með búskap. Fólk sem get-
ur unnið hvar sem er í heiminum
en þarf til þess gott netsamband.“
kgk
Þegar er hafist handa við að leggja ljósleiðarastreng samhliða þriggja fasa
rafmagni um Eyja- og Miklaholtshrepp. Heildarvegalengd ljósleiðarastrengsins
verður um 90 km.
Eggert Kjartansson, oddviti Eyja- og Miklaholtshrepps.