Skessuhorn - 19.08.2015, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 201536
Vörur og þjónusta
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
Hilmir B ehf
Alhliða pípulagningaþjónusta
hilmirb@simnet.is
facebook.com/hilmirbehf
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
Vélabær ehf.
Bæ í Bæjarsveit
Alhliða viðgerðarþjónusta
á bílum, dráttarvélum
og vélum tengdum
landbúnaði
Smur og hjólbarðaþjónusta
velabaer@vesturland.is
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
3
Undanfarnar vikur hafa fjársvikar-
ar í ýmsum löndum haldið áfram að
hringja í fólk hér á landi og freistað
þess að símhringingum verði svar-
að með að hringt sé til baka í við-
komandi símanúmer. Slíkt er hins
vegar afar varasamt þar sem viðbú-
ið er að dregnar verði háar fjárhæð-
ir af símreikningi viðkomandi. Nú
gengur yfir bylgja símhringinga úr
bresku farsímanúmeri. Til fulltrúa
á ritstjórn Skessuhorns var ítrekað
hringt í síðustu viku úr símanúm-
erinu +44 7778 640086. Samkvæmt
heimildum blaðsins dragast allt að
20 þúsund krónur af símreikningi
viðkomandi fórnarlambs svindlar-
anna, sé hringt til baka. Hér er um
nokkuð augljósan galla að ræða í
þjónustu símafyrirtækja og vand-
séð hvernig koma megi í veg fyrir
að svindlararnir hafi erindi sem erf-
iði við iðju sína meðan stjórnvöld
viðkomandi landa bregðast ekki
við. Þá bera símafyrirtækin sína
sök einnig þar sem þau bjóða upp
á þessa þjónustu án þess að eftirlit
með viðskiptavinunum sé til staðar.
Þangað til þessi mál komast í lag er
óhætt að vara fólk við að hringja til
baka í erlend símanúmer sem fólk
þekkir ekki. mm
Forsvarsmenn Landsbankans hafa
gefið það út að líklega verði fyrir-
hugaðri byggingu á höfuðstöðv-
um slegið á frest. Ástæðan er sú að
margir hafa tjáð sig um málið og
gagnrýnt fyrirhugaða byggingu.
Það er vel að forsvarsmenn Lands-
bankans séu að draga í land en er
nóg að fresta málinu?
Það þarf að breyta
um grunnstefnu
Það er ekki nóg að stjórnendur
Landsbankans hafa hrakist undan
varðandi byggingar á nýjum höf-
uðstöðvum. Í framhaldinu þarf að
boða til hluthafafundar þar sem
þessi áform eru endanlega slegin
út af borðinu og lóðin margrædda
verði síðan seld hæstbjóðanda.
Í framhaldinu ætti banki „allra“
landsmanna að setja af stað vinnu
sem miðar að því að endurskipu-
leggja starfsemi bankans með það að
leiðarljósi að nýta á sem hagkvæm-
astan hátt þær fjölmörgu byggingar
sem bankinn á víðsvegar um land-
ið. Ég er sannfærður um að ítar-
leg skoðun á þessari blönduðu leið
myndi sýna fram á hagkvæmni sam-
anborið við að byggja risastórar höf-
uðstöðvar á dýrustu lóð landsins.
Það þarf líka að taka almenna
upplýsta umræðu um það í sam-
félaginu af hverju Landsbankinn
ákvað að velja margumrædda leið í
stað þess að veita hagstæðari kjör til
almennings.
Rekstur útibús í
100-150 ár
Á undanförnum árum höfum við
fylgst með því hvernig Landsbank-
inn hefur jafnt og þétt verið að fækka
útibúum einmitt í nafni hagræðing-
ar. Á árinu 2012 var t.d. með einni
aðgerð ákveðið að loka nokkrum
útibúum og áætlaður meðalsparnað-
ur samkvæmt fréttum frá bankanum
var 50 milljónir á hvert útibú.
Ef Landsbankinn færi hagkvæm-
ari leið varðandi nýjar höfuðstöðv-
ar þá hefði verið hægt að halda opnu
einhverju af þeim fjölmörgu útibú-
um sem bankinn lokaði í nafni hag-
ræðingar í 100-150 ár. Var verið að
skerða þjónustu vítt og breitt um
landið til að safna fyrir útborgun í
nýjar höfuðstöðvar á dýrustu lóð
landsins? Er nema von að margir
spyrji sig hvort menn séu algerlega
úr sambandi við raunveruleikann?
Störf án staðsetningar
– Kröfuhafar standa sig
betur en Landsbankinn
Landsbanki, banki allra lands-
manna, ætti að hafa forystu í því að
nýta ljósleiðaravæðingu landsins í
stað þess að þjappa öllu á eina dýra
lóð í 101 Reykjavík. Það á að skoða
hagkvæmni þess að efla þær starfs-
stöðvar sem bankinn á í einhverj-
um glæsilegustu byggingum hvers
byggðarlags.
Landsbankinn breytir útibúum í
orlofsíbúðir fyrir starfsfólk líkt og
gert var rétt fyrir hrun á Ísafirði.
Ætli það hefði ekki verið mögu-
legt að halda úti starfsemi á Ísa-
firði í stað þess að breyta útibúinu
í orlofshúsnæði fyrir starfsfólk úr
Reykjavík?
Af hverju horfir Landsbank-
inn ekki til þess sem áunnist hef-
ur í fjarvinnslu. Ég hygg að Arion
banki, banki kröfuhafanna væri ekki
að notfæra sér fjarvinnslu á Siglu-
firði nema af því væri hagkvæmni.
Sú starfsemi hófst árið 2000 og hef-
ur reynslan verið mjög jákvæð allar
götur síðan.
Meðan Landsbankinn er eign al-
mennings þá á almenningur allt í
kringum landið fullan rétt á því að
bankinn leitist við að uppfylla sitt
gamla slagorð „banki allra lands-
manna“.
Ásmundur Einar Daðason
Höf er alþingismaður
Framsóknarflokksins.
Fjárhagsleg staða Borgarbyggð-
ar er með þeim hætti að nauðsyn-
legt er að gera róttækar breyting-
ar í fræðslumálum sem gera okk-
ur kleift að nýta fjármuni betur. En
það þarf meira að koma til, hag-
ræða þarf í öllum málaflokkum,
selja eignir og greiða niður skuld-
ir. Þetta hefðu valdhafar í Borg-
arbyggð átt að sjá fyrir en ann-
að hvort höfðu þeir ekki skilning
á stöðunni eða vildu ekki horfast í
augu við hana. Ég veit ekki hvort
er verra. Á síðasta kjörtímabili og
sérstaklega í aðdraganda kosninga
voru fulltrúar Samfylkingarinn-
ar þeir einu sem gagnrýndu slæma
fjárhagsstöðu og bentu á leiðir til
þess að bæta hana t.d. með sölu á
eignahluta í Orkuveitu Reykjavík-
ur. Nú er þó allavega búið að viður-
kenna stöðuna og unnið að lausn.
Á fundi sveitarstjórnar Borgar-
byggðar þann 11. júní síðastlið-
inn var samþykkt tillaga um rekst-
ur og skipulag fræðslumála. Ég var
erlendis og gat því ekki setið fund-
inn en fulltrúar minnhlutans sátu
hjá, það hefði ég líka gert. Ástæðan
fyrir því er einfaldlega sú að margt
í þessum tillögum er í raun ágætt,
sumt illnauðsynlegt en annað gagn-
rýnivert. Ég er til að mynda mjög
ánægður með að ákveðið hefur ver-
ið að ljúka við gerð skólastefnu.
Jafnframt ber að fagna því að sér-
fræðiþjónusta verði aukin, hagræða
eigi í rekstri mötuneyta og að auk-
in áhersla verði lögð á fræðslu og
mannauðsmál í stjórnsýslunni. Allt
mál sem rýma vel við stefnu Sam-
fylkingarinnar.
Það er hinsvegar gagnrýnivert
hvernig samráði við íbúa, fræðslu-
nefnd og stjórnendur fræðslustofn-
ana hefur verið háttað og á köfl-
um hefur skort á faglega vinnu við
undirbúning og úrvinnslu á þeim
fundum sem haldnir hafa verið.
Boða hefði þurft íbúafundi með
meiri fyrirvara, kynna þá vel sem
og fundarformið, hvaða gögn muni
liggja fyrir og hvernig unnið yrði úr
fundunum og niðurstöður túlkaðar.
Hér hefði skýr og vönduð upplýs-
inga- eða lýðræðisstefna sveitar-
félagsins komið að góðu gagni en
hún er ekki til í Borgarbyggð.
Lokun starfsstöðva
Afstaða fulltrúa Samfylkingarinnar
til þess að starfsstöðinni á Hvann-
eyri verði lokað hefur frá upphafi
verið sú að sameina ætti leik- og
grunnskóla upp í 4. bekk. Þann-
ig gætu börn á Hvanneyri stund-
að skóla á staðnum til 10 ára aldurs.
Töluvert hagræði gæti jafnframt
orðið af þessu en Samfylkingin
var eini flokkurinn sem hafði þetta
beinlínis á stefnuskrá fyrir kosning-
ar. Um þessa leið hefði mögulega
verið hægt að ná meiri sátt í samfé-
laginu á Hvanneyri.
Í tillögunum sveitarstjórnar er
einungis lagt til að kanna hug for-
eldra til þess að hafa 1. og 2. bekk
í leikskólanum. Þarna er að mínu
mati ekki nógu langt gengið þó svo
að um ákveðna málamiðlun sé að
ræða. Það hefði þurft að kanna mun
betur möguleikann á að kenna upp
í 4. bekk á Hvanneyri.
Frekari sameining starfsstöðva í
dreifbýli er boðuð en lítil umræða
um það hefur farið fram í sveitar-
stjórn en sem betur fer stendur til
að fara í frekari greiningu áður en
ákvörðun verður tekin. Nauðsyn-
legt er að sú vinna verði fagleg og
að bætt verði úr samráðsferli fyrir
næstu skref. Í því ferli er mikilvægt
að gefa svigrúm til að hægt verði
að móta sameiginleg markmið um
þann árangur sem á að nást í skóla-
starfi í sveitarfélaginu, bæði fjár-
hagslegan og faglegan.
Magnús Smári Snorrason
Höf. er fulltrúi Samfylkingarinnar
í sveitarstjórn Borgarbyggðar.
Pennagrein
Fræðslumál í
Borgarbyggð
www.skessuhorn.is
Þjónustuauglýsingar
Skessuhorns
Auglýsingasími:
433 5500
Landsbankinn allra landsmanna?
Pennagrein
Fjársvikamenn halda sig á sömu braut