Skessuhorn


Skessuhorn - 19.08.2015, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 19.08.2015, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 201512 Slæmar horfur eru með vatnsbúskap í stærstu miðlunarlónum virkjana Landsvirkjunar. Veðurfari er um að kenna og nú krossa Landsvirkjunar- menn fingur og vona að veðráttan í ágúst og september verði hagstæð á hálendinu svo koma megi í veg fyrir skömmtun til stórnotenda í vetur. Í frétt frá fyrirtækinu segir að maí og júní hafi reynst kaldir mánuðir á Austurlandi. Í lok júní var búist við að staðan gæti breyst hratt, með hækkandi hita færi bráðnun í gang og rennsli ykist. Veðurfar í júlí ein- kenndist hinsvegar af ríkjandi norða- nátt með kuldum og skýjuðu veðri. Afrennsli af jöklinum jókst einungis lítillega en hiti og sólgeislun á neðri hluta Brúarjökuls hafa ekki áður mælst jafn lág í júlí. Rennsli Jökulsár á Dal hefur verið mælt allt frá árinu 1963. Meðalrennsli fyrir síðastliðinn júlímánuð var um 180 m3/s en það er lægsta rennsli miðað við sama mán- uð allt frá upphafi mælinga og að- eins tæpur helmingur meðalrennsl- is. Leita þarf aftur til ársins 1993 til að finna viðlíka meðalrennsli í júlí í Jökulsá á Dal en þá mældist rennsl- ið 210 m3/s. Sá mánuður var kaldur á Austurlandi og var meðalhiti á Eg- ilsstöðum 7,5°C en í ár mældist hann svipaður eða 7,6°C. Meðalhiti í júlí á Egilsstöðum frá 1963 er 10,6°C. Nokkuð svipaða sögu er að segja af Blöndusvæði. Hiti á Hveravöll- um hefur ekki mælst jafn lágur síð- an í júlí 1993, líkt og á Austurlandi. Innrennsli Blöndulóns var í takt við veðráttuna en meðal innrennsli í júlí var 49 m3/s sem er lægsta innrennsli í júlí síðastliðinn áratug. Aðstæður á Þjórsársvæði í maí voru keimlík- ar aðstæðum fyrir norðan og austan, kalt og lítið rennsli. Sá mikli snjór sem safnast hafði á svæðinu hélst því nokkuð stöðugur allt fram í júní þeg- ar lofthiti fór að stíga. Rennsli Þjórs- ár og Tungnaár hefur verið mælt frá árunum 1988 og voru mánuðirn- ir júní og júlí nokkuð svipaðir og í meðalári. Kalt hefur verið á Þjórs- ár-Tungnaársvæðinu í júní og júlí en þar hefur hinn mikli snjór sem safn- aðist fyrir síðastliðinn vetur hjálp- að til við fyllingu lóna. Nú hefur all- an snjó tekið upp og rennsli síðsum- ars mun stjórnast af úrkomu og jök- ulbráð. Þessi niðurstaða fyrir júlímánuð hefur gerbreytt horfum fyrir fyllingu miðlunarlóna Landsvirkjunar eins og þær voru settar fram í upphafi júlí. Skortur á jökulbráð hefur vald- ið því að Hálslón hefur aðeins hækk- að um tæpa 10 m í júlí og stendur nú í 593 m y.s. eða 37% fylling. Það vantar því yfir 30m að það fyllist í haust og nú eru innan við helmings- líkur að það gerist. Svipaða sögu er að segja með Blöndulón, fylling þar hefur nánast stöðvast seinni hluta júlí og er nú um 55%. Besta staðan er á Þjórsársvæðinu. Þórisvatn og Há- göngulón eru aðeins yfir væntingum frá í byrjun júlí og fyllingin er nú um 78%. Í ljósi þessarar breyttu stöðu hefur Landsvirkjun hagað vinnslu kerfisins með það að markmiði að auka sem mest líkur á að staða Háls- lóns verði viðunandi í haust. Hag- stætt veðurfar í ágúst og september getur breytt talsverðu um vatnsstöðu Landsvirkjunar. Ef innrennsli heldur áfram að vera nálægt lægstu mörk- um fram eftir hausti gæti þurft að minnka afhendingu á raforku í upp- hafi vetrar. mm Vaxandi líkur á að skammta þurfi rafmagn í haust til stórnotenda Sumarhátíðin Hvalfjarðardag- ar verða haldnir síðustu helgina í ágúst, dagana 28.-30. ágúst, og er þetta annað árið sem hátíðin spann- ar heila helgi. Upphaf Hvalfjarða- daga má rekja til töðugjalda og sum- arlokahátíðar sem fyrst var hald- in fyrir átta árum. Hvalfjarðardag- urinn var svo haldinn í fyrsta skipti fyrir fjórum árum og þá af frum- kvæði aðila í ferðaþjónustu í sveit- inni. Menningar- og atvinnuþróun- arnefnd sveitafélagsins hefur einn- ig komið að skipulagi hátíðarinnar síðustu ár. Heiður Hallfreðsdóttir frá Kambshóli sér um hátíðina fyr- ir hönd undirbúningshóps Hval- fjarðardaga. Í spjalli blaðamanns við Heiði kom eftirfarandi fram: Áhersla er lögð á fjölbreytta dag- skrá um alla sveit og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin hefst á föstudeginum með erindi frá Safnahúsi Borgarfjarðar að Hlöðum. Fjallað verður um sér- stöðu sýningarinnar Gleym þeim ey. Sagt verður frá Helgu Pétursdóttur frá Draghálsi og verður það Þóra Elfa Björnsson, barnabarn Helgu Pétursdóttur, og Guðrún Jónsdótt- ir forstöðumaður Safnahússins sem koma og segja frá. Á föstudagskvöld- inu verður sveitagrill í Fannahlíð en þar koma sveitungar og aðrir gestir saman og grilla. Þessi liður hátíðar- innar var nýr á síðasta ári og stimpl- aði sig vel inn í hátíðina svo ákveðið var að halda þessu áfram í ár. Eitthvað fyrir alla á laugardeginum Fjölbreytt dagskrá verður á laug- ardeginum en þá verður Hval- fjarðarhlaupið haldið í fyrsta sinn en það er skipulagt af ungmenna- og íþróttafélagi Hvalfjarðarsveit- ar. Hægt verður að velja um þrjár vegalengdir til að hlaupa; 5, 7 og 14 km með tímatöku. Veitt verða verðlaun fyrir fyrsta sæti karla og kvenna í þremur aldursflokkum. Skráning í hlaupið er á www.hlaup. is. Sjóbaðsfélag Akraness stendur fyrir Helgusundi. Synt verður úr Geirshólma yfir í land við Helguvík og er leiðin um 1.600 metra löng. Björgunarfélag Akraness verður sundfólki innan handar á leiðinni. Áhugasamir geta skráð sig á hval- fjardardagar@hvalfjardarsveit.is. Stóri sveitamarkaðurinn verð- ur á sínum stað á Þórisstöðum og hefur hann aldrei verið stærri en í ár. Partýljón Ískra daga mun halda uppi stemningunni, spákona verð- ur á svæðinu, boðið verður upp á fjölskyldujóga og teymt verður undir börnum. Á Bjarteyjarsandi verður fjölbreytt dagskrá. Morg- unstund með dýrum og súputón- leikar í hlöðunni. María Jónsdótt- ir söngkona og Óskar Magnússon gítarleikari ætla að flytja ástarljóð ýmissa tónskálda frá liðnum tím- um og til okkar daga og ljúffeng uppskerusúpa úr fersku hráefni og heimabakað brauð verður á boð- stólnum. Ferstikluskáli mun bjóða upp á ís og pylsur fyrir gesti. Her- námssetrið verður opið og verður tveir fyrir einn á safnið og glaðn- ingar fyrir börnin. Á laugardags- kvöldinu verður pubquiz trúbador- stemning á Kaffi Koti á Þórisstöð- um. Glæsileg sýning í Hallgrímskirkju Á sunnudeginum verður opið í Vatnaskógi og boðið verður upp á bátalán, gönguferðir og hoppu- kastala. Sýnd verður stuttmyndin „Áfram að markinu“ sem gerð var í tilefni 90 ára afmæli Vatnaskógar. Dagskránni lýkur svo með glæsi- legri sýningu í Hallgrímskirkju í Saurbæ með sýningu á örlagasögu Hallgríms Péturssonar og Guð- ríðar Símonardóttur. Steinunn Jó- hannesdóttir rithöfundur og leik- kona mun sýna verkið. Það er tilvalið að taka bíltúr í Hvalfjörðinn þessa helgi og skoða það sem sveitin hefur uppá að bjóða. Nánari dagskrá kemur í næsta blaði Skessuhorns. arg Hvalfjarðardagar verða haldnir í lok ágúst Svipmynd frá Hvalfjarðardögum í fyrra.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.